Alþýðublaðið - 06.01.1961, Page 2

Alþýðublaðið - 06.01.1961, Page 2
'JíStaWéMlí GHsll 3. ÁstþóTSSKi (áb.) og BecedUct GrPndal. — TuBtrúar rlt- -^danar: Slffvaldi Hjálmarsson og IndriSi G. Ihjrsteinsson. — Frettastjórx. iWrgvln GuSmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingaslm. H Jöá. — ASsetur: Aiþj'AuhúsiS. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hveröa- 8—10. — Áskriltargjald: kr. 45,00 & mánuSi. í lausasílu kr, 3,00 eint ififÓiteDCÍi: AlOýð'ullokkurlnu. — Pramkvsamdastlóri< Sverrlr Kjsitansson Ein Be!gía - eða tvær? ÞAÐ ER VONANDI, að átökin í Belgíu leiði i ekki til skiptingar belgíska ríkisins. Þar hafa um langt skeið búið tvær þjóðir, Flæmingjar og Vallónar, sem talar hvor sitt mál. Sambúðin hef- ur ekki verið vandkvæðalaus, en þó gengið furðu vel og tvímælalaust verið báðum þjóðum til góðs. Sameinuð Belgía og þegnum sínum öflugri ! og getur veitt þeim bétra líf en tvö smærri ríki. Við lifum á öld mikilla þjóðerni'stilfinninga, og allir viðurkenna í orði rétt hverrar þjóðar til sjálfstæðis, ein ef hún óskar þess, í sambandi við aðrar ef það er vilji hennar. Þessum kenningum er fylgt í hraðvaxandi mæli í hinum frjálsa heimi. Þegar Sovétríki'n eða Kína eiga í hlut, eru smá- þjóðir ekki spurðar, hvers þær óska. Þjóðemisstefnan hefur verið uppspretta margs góðs og hefur veitt fjölda þjóða þær aðstæður, er þeim hafa bezt reynzt til framfara og farsæls lífs. Hins vegar gétur þjóðernisofstæki og þröngsýni í þeim efnum verið stórhættulegt, og eru dæmi þess fjölmörg. Víða hafa þróun sögunnar eða landfræðilegar aðstæður leitt til farsælla bandalagsríkja, svo sem í Kanada, Mexíkó, Brazilíu, Indlandi, Nigeríu, Tékkóslóvakíu, Júgóslavíu — og Belgíu. Það væri óviturlegt að leysa þessi ríki upp í sjálfstæðar einingar hvers þjóðarbrots, er í þeim býr. Þau hafa fundið sameiginlegan grundvöll, sem hefur reynzt mjög vel. Hin kaþólska íhaldsstjórn Belgíu hefur valið þann kost, að leysa efnahagsvandamál, sem meðal annars stafa af missi mikillar nýlendu, bæði með : iskattahækkunum og ni'ðurskurði á tryggingum og ; félagslegum réttindum. Þessu hafa jafnaðarmenn ; mótmælt og hlotið til þess stuðning alþýðuflokka víða í álfunni. Með þeim stuðningi er ekki verið að ýta undir ofbeldi eða óeirðir, sem í mörgum tilfellum renna undan rifjum kommúnista, er : reyna að gera verkföllin að þeirrl byltingu, sem þeir þrá. Jafnaðarmenn vöruðu Eyskens forsætisráðherra fyrirfram við slíkri lagasetningu. Þeir telja, að stjórn hans hafi viljandi stofnað til þeirra valda- étaka, sem fram fara í landinu. Stéttaskiptin í Belgíu er meiri en íslendingar þekkja. Námumenn i og aðrir verkamenn búa þar við krappari kjör en hér þekkjast. Viðbrögð þeirra hlutu því að verða hörð, þegar höggvið var í þá félagsmálalöggjöf, sem þeir hafa byggt með áratuga baráttu. Eyjaliós ÞAÐ má scffja, að hún komi með seinni skipun- um, myndin að tarna, en á vctrum vilja samgöng- ur við Eyjar vera slitr- óttar. Svona gerðu þeir í Vestmannaeyjum á gamlárskvöld. Trausti Jakobsson tók myndina. H a n n es á h o r n i n u ■fe Kæra á lögreglustjóra. ýV Embættismennirnir og almenningur. 'fo Blmdfullir prestar. er þetta úr sögunni, sem betur fer, en í staðinn vil ég taka upp viðurlög við því er prestar velt- ast svínfullir á almannafæri, — spilla samkomum fólks, aka ölv- aðir og hegða sér þvert ofan í það, sem talið er sæmilcgt. & Steypum göturnar. LÖGREGLUSTJÓRI í stórum kaupstað hefur verið kærður fyrir vanrækslu í embættis- færslu. Ég hef ekki hugmynd um hvort kærurnar eru á rök- um reistar, en mér kæmi þó ekkj á óvart þó að svo væri, ekki vegna þess að þessi tiltekni lög- reglustjóri kynnj að vera slæ- legri í embætti en margir aðrir, heldur af því, að það er orðiö ríkt í íslendingum og ekkj sízt cmbættismönnum þeirra, að sjá í gegnum fingur, að hliðra sér hjá, að skjótast fyrir horn, þeg- ar vanda ber að liöndum. iEF VEL VÆRI leitað, hy-gg ég að finna mætti vanrækslu í embætt'isfærslu að meiru eða minna leyti mjög víða — og þá | vitanlega ekkj síst hjá þeim, sem eru friðsamir í eðli sínu. ég tala nú ekki um ef þeir eru latir. Vitanlega er þetta mikill galli og getur valdið algeru öng þveiti í löggæzlu og lagafram- kvæmd. Hér á ég ekki eingöngu við sýslumenn eða lögreglustjóra — eða yfirleitt þá, sem eiga að sjá um lagaframkvæmd, heidur og um aðra. í GAMLA DAGA voru prest- ar, jafnt ungir sem gamlir, svift- ir kjóli og kalli ef þeir eignuðust krakka í lausaleik. Ég hef allt- aí hneykslast á þessu ofbeldí, sérstaklega þegar ungir og ó- » kvæntir prestar áttu í hlut. Nú EN ÉG VAR að tala um kærða lögreglustjóra, Ég sé að kunn- ingi minn einn reynir að koma þvi inn hjá fólki, að kæran á þennan tiltekna lögreglustjóra, sé af pólitískum rótum runnin. Ekkj hef ég nokkra trú á því. í fyrsta lagi er þessj tiltekni lög- reglustjóri, þó að hann sé að lík indum mesti myndar maður, — ekki pólitískur ‘höfuðstóll, — ekkert um hann deilt og alls ekki um hann baiúst, hann er aðeins eins og nokkurs konar sundmerkj fyrir sína flokks- menn. ÞAÐ ÞARF meira en lítinr. pólitískan ofsa til þess að kæra embættismann að ósekju fyrir dómsvaldinu í landinu — og flokksbarátta er ekki svo hörð hér nú orðið og tillitslaus að gripið sé til slíkra aðgerða. Ég held að kæran sé sprottin af því, að ekki er tékið nógu hart á ýmsum þeim afbrotum, sem nauðsynlegt er að kenna fólki að forðast, en margir ibókstaf- lega leika sér að fremja, BLÖÐIN skýra frá því áliti Jóns Vestdals, að steyptar gölur séu ódýrari í rektsri en malbik- aðar götur. Þetta hefur okkur marga grunað svo árum skiptir eða allt síðan steyptur var spottinn af Suðurlandsbraut. — ,Svo virðist sem nú sé mikil vakning í þá átt að steypa götur og eru þetta ein stærstu t'íðindi í samgöngumálum okkar. EF ÚR ÞESSU verður minnk- ar rykið, sem allt ætlar að kæfa á sumrum í þurrkatíð og vega- viðgerðir verða sjaldgæfari. — Hvað segja menn til dæmis unj veginn milli Reykjavikur cg Hafnarfjarðar? Hann hefur aila tíð verið hin mesta hörmung og slæmt upp á að horfa skóbæting arnar á hverju vori æ ofan í æ, og aðeins tjaldað tíl einnar næt- ur. Hafnarfjarðarveg ættj að steypa — og breikka, fyrstaa allra vega. Hannes á horninu. ! Skipí um myndir í Ásgrímssafni SENN er ;að 'ijúka sýningis á myndum 'þeim í Ásgrírns- safni sem sýndar 'hafa verið þar síðan safnið var opnað 5. nóv. síðastl. Flestar af myndunum hafai ekki komið fyrir almenningg sjónir áður, og eru þær frá ýmsum tima'bilum og stöð- um á landiinu. Meðal þéirra eru elztu myndirnar í safn- inu, málaðar um aldamótin. Einnig eru á þessari sýn- ingu nokkrar andlitsmyndir. Sýningunni lýkur sunnu- daginn 15. janúar, en þá v'erð ur skipt um myndiir. Næst verða sýndar í Ásgrímssafn! þj óðsagnateikningar og vatns litamyndir eingöngu. Safnið verður lokað í viku tíma meðan verið er að íkoma fyrir nýrri sýningu, og verður hún opnuð sunnudag- inn 22. janúar. Ásgrímssafn, Bergstp.ðar- Framh. á bls. 15. \ 2 6. janúar 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.