Alþýðublaðið - 12.01.1961, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 12.01.1961, Qupperneq 2
’iffltWtíéCBi; Olali J. Astþórsaon (áb.) og Benedlkt GrPndal. — rulltrúar rlt- tQiinar: Sigvaldl Hjilnarsson og Indriðl G. Þorstelnsson. — Fréttastjón. PJBrgvin GuBmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasimit JiÍN. — ASsetur: AlþýBuhúsiB. — PrentsmiBJa AlþýBublaBsins. Hveríis- 8—10. — Áskrlftargjald: kr. 45,00 á mánuBi. í lausasfilu kr. 3,00 elnt .Jtaœtandi: AlþýBullokkurinn. — Framkvíaradastiórir Sverrlr Kjartansson. Skólastjórasiöður | NOKKRAR DEILUR hafa sprottið upp út af veitingu skólastjóraembætta. Hafa systurblöðin i Þjóðviljinn og Tíminn ráðizt á menntamálaráð- ; herra, Gylfa Þ. Gíslason, og borið honum á brýn pólitíska misnotkun embættis í þeim tilgangi að ! koma jafnaðarmönnum í allar skólastjórastöður. Mál sem þessi eru ekki ný hér á landi, heldur : hafa komiðfyrir öðru hverju undanfarna áratugi, og er þá jafnan reynt að gefa almesmingi þá mynd af störfum ráðherra, að þeir veiti stöður eingöngu eftir pólitískum sjónarmiðum. Hins vegar er rétt að hafa í huga, að hver menntamálaráðherra verð- . ur að skipa mörg hundruð menn í kennara- og skólastjórastöður, en hin umdeildu mál eru að- ' eins örlítið brot af þeim hóp. Þegar veita skal skóiastjóraembætti, ber við- \ komandi fræðsluráði og fræðslumálastjóra að mæla með eiríhverjum umsækjenda. Núverandi inenntamálaráðherra hefur fylgt þeirri reglu, að fara ávallt eftir meðmælunum, þegar báðilr þessir aðilar hafa mælt með sama manni. Þegar þeim kemur ekki saman, eru augljóslega skiptar skoð- anir um umsækjendur. Þá ber ráðherra að skera úr, en þeir úrskurðir geta ekki fallið öilum í geð, þar sem deila var risin um skólas'tjóraefnin. Hins ! vegar hefur ráðherrann leyst úr slíkum málum : eftir beztu samvizku og jafnan haft rök fyrir af- ! stöðu sinríil Það er athyglisvert, að hin pólitísku blöð, Tím- inn og Þjóðviljinn, gera opiríberlega ágreining f um veitingu skólastjóraembætta af pólitískum á- stæðum, af því að þeirra forkólfum líka ekki 2—3 af þeim hundruðum stöðuveitinga, sðm ráðherr- 4 ann hefur framkvæmt. ÞAÐ ER MARGT, sem vantar í þjóðfélagi okk , ar, og eitt af því er húsnæð! fyrir sjálft ríkisvald- : ið, Mikið hefur verið byggt undanfarin ár, og hafa 1 íramleiðslumannvirki og íbúðir gengið fyrir öðru. I Þó hafa ýmsir aðilar, bændasamtökin, bankar og i einkafyrirtæki, komið upp myndarlegum bygg- i ingum. En miíkill fjöldi opinberra skrifstofa og ! stofnana eru í leiguhúsnæði ár eftir ár. Lengi hefur verið talað um byggingu glæsi- ■ Iegs stjómarráðshúss í miðbænum í Reykjavík. Hefur verið unnið að undirbúningi þess og fé lagt í til hliðar til þeirra þarfa. Vonandi verður ekki langt að bíða framkvæmda, svo að kjami ríkis- ’ valdsins eignist byggingu, sem að reisn og mynd- 1 arskap sæmir fullvalda lýðveldi. HVERS VEGNA hafa bátaformenn á íslandi í áratugi notað svo að segja eingöngu MUSTAD ÖNGLA 1) Þeir eru sterkir 2) Herðingin er jöfn og rétt 3) Húðunin er haldgóð 4) Lagið er rétt i 5) Verðið er hagstætt VERTÍÐIN BREGZT EKK.I VEGNA ÖNGLANNA EF ÞEIR ERU FRÁ 0. Mustad & Sön OSLO. Minning Sigríður Karlsdóttir F. 18/3 1926. — D. 2/1 1961. í DAG er til hinztu hvíld- ar borin i heimasveit sinni Sigríður- Karlsdóttir, Snorra- Sigríður Karlsdóttir stöðum, Laugardal. Sigríður var fædd í Reykjavík árið 1926, dóttir Karls Karlsson- ar sjómanns og konu hans Guðrúnar Ólafsdóttur. Hún varð fyrir þeirri sorg ung að aldri ásamt systíkinum sínum að missa móður sína og vissi i íhún 'þyí Shver söknuðurinn j var. Hún giftist ung eftirlif- j andi manni sínum Jóhanni j Sveinbjörnssyni frá Snorra- i stöðum þar sem þau og: bjuggu allan sinn búskap. Þungur' harmur fikir nú um allan Laugardalinn út af (hinu bráða fráfalli hennar. Þau hjónin eignuðust sex yndisleg börn, sem alltaf .munu minna á móður sína og mega vera stolt af, En leið (hennar lá ekki lengra, nú fer þessi 'lífsglaða góða kona hortfin okkar sjónarsviði og vig þökkum henni góðar og| ánægjulegar samverustundir. Henni tókst í hinzta sinn að 'halda gleðileg jól fyrir börn- in sín, því fyrirvaraiaust vai hún tekin frá þeim og elsku- legum eiginmanni, hún var of góð til að lifa okkar jarð- neska lífi lengur. Við minn- umst hennar jafnan með sína léttu lund og bros á vör. þvi eftir bvi sem heimilið hennar þyngdist og börnunum fjölg- aði, því ánægðari varð húnt með ti'lveru sína. Þót-t húi* kveddi heiminn svo skyndi- lega og á svo sorglegan hátt, Framhald á 11. síðu. VörubíIstjörafélagið Þróttur um kosningu stjórnar, trúnaðarmannaráðs og varamanna fer fram f húsi félagsins og hefst laugardaginn 14. þ, m. kl. 1 e. h. og stendur yfir þann dag til kl. 9 e.h. og sunnudaginn 15J þ. m. frá kl. 1 e. h. til kl. 9 e. h. og er þá kosm ingu lokið, 'i Kjörskrá liggur frammi í skrifstofu félagsinsj Kjörstjómin. *| 2 12. jdn. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.