Alþýðublaðið - 12.01.1961, Síða 8

Alþýðublaðið - 12.01.1961, Síða 8
NÝLEGA kom út í Bandaríkjunum ævisaga hins óviðjafnanlga leikara og vísnasöngvara Frakka, Maurice Chevalier. Sam- fleytt í sex áratugi hefur Chevalier haft það fyrir atvinnu að skemmta fólki og koma því í gott skap. — Listaferill hans hófst alda- mótaárið 1900, þegar hann var aðeins 12 ára að aldri. Söng hann fyrir kaffihúsa- gesti í verkamannahverfi einu í París. Ekki er ýkja- langt síðan hann lék með Leslie Caron í myndinni „Gigi“ og nú síðast með Soífíu Lóren í myndinni „A Breath of Scandal“. Þegar Chevalier var að- eins 16 ára gamall hafði hann skemmt víða með söng og dans, m. a. í revý- um, og var ráðinn við hinn fræga næturklúbb Folies Bergere. Brátt varð hann dansherra hinnar ódauð- legu Mistinguette og skemmtu þau saman í ára- bil. Þegar heimsstyrjöldin fyrri skall á var hann kvaddur í herinn, særðist skömmu síðar og var tek- inn til fanga. Að stríði loknu skemmti hann á ný og fór stjarna hans ört hækkandi. Frægð hans barst út fyrir landssteina Frakklands og hann var nú orðinn einn af vinsælustu skemmtikröftum Frakka. Skemmti hann í helztu stórborgum heims — París, London og New York. — Upp úr 1930 fór hann að leika í kvikmyndum. Á þriðja tug aldarinnar Kvennagull i hálfa öld komst ekki nokkur skemmtikraftur heims í hálfkvisti við hann hvað snerti vinsældir, frægð og rífleg laun. — Er hér var komið sögu voru persónu- leg einkenni hans orðin öll- um kunn — einkum strá- hatturinn. Eftir heimsstyrjöldina síðari ráðlögðu vinir hans honum að draga sig í hlé. En Chevalier hafði ráð þeirra að engu og hélt á- fram að skemmta og . .§yngja við ekki síður minni vinsældir en áður fyrr. Og hann fór að leika á ný í kvikmyndum við frábæran orðstír. Má einkum nefna myndirnar „Love in the Afternoon11 og „Gigi“, þar sem hann söng lagið „Thank Heavens for Little Girls“. Ævisaga Chevaliers þyk- ir vel sögð og hafa tvö at- vik, sem þar er frá sagt, vakið athygli. Annað er frásögn hans af vinkonu sinni, Gyðingastúlku, og foreldrum hennar á stríðs- árunum. Vegna uppruna síns áttu þau yfir höfði sér ofsóknir af hálfu Nazista- Reyndist Chevalier þeim vinur í raun og hélt yfir þau hlífiskildi. Með hans hjálp auðnaðist þeim að flýja af landi brott. Hitt atvikið er um sam- vinnu þá, sem sagt var, að Chevalier hefði haft við Nazista. Var hann þving- aður til að syngja tvisvar — skamma stund í bæði skiptin — í hinni her- numdu Parísarborg. Og einu sinni — einnig nauð- ugur viljugur — skemmti hann í Nazista- Þýzkalandi. Staðurinn sem hann valdi til þess arna var fangabúð- irnar í Alten Grabow, þar sem hann hafði dvalizt sem fangi í heimsstyrjöldinni fyrri. En þóknunin sem Sálgreining Frægur sálfræðingur vildi gjarnan komast að raun um hvernig ástatt væri um hinii nýja sjúkling sinn — og hóf máls: — Eg skal segja þér smá sögu og vil fá að vita hvað þér finnst um hana, — Þér eruð á sunnudagsgöngu og bíll ekur yfir yður. Höfuð yðar dettur af. Þér takið höfuðið upp af götunni og gangið til næsta apóteks og biðjið um, að það verði sett á yður aftur. Það er gert og þér gangið heim til yð- ar. Segið þér mér nú — finnst yður þetta eðlilegt eða óeðlilegt? — Óeðlilegt finnst mér. — Hvers vegna þá? — Af því að flest apótek eru lokuð á sunnudögum. hann krafðist var stórkost- leg. Krafðist hann þess, að 10 franskir stríðsfangar frá hinni gömlu og hans hjartkæru fæðingarborg, París, yrði sleppt úr haldi. Hann neitaði að skemmta háttsettum mönnum í Ber- lín og hitta góðkunningja sinn, Emil Jannings, sem var ein helzta stjarnan í myndum Nazista. Það var almennt álitið á stríðsárunum, að Chevalier væri sekur af samvinnu við Nazista. En það má glögg- lega sjá af æviminningun- um, að franskir dómstólar hafa haft á réttu að standa, er þeir sýknuðu hann af allri sök. Frumsýning á nýjustu mynd Chevaliers, „Pepe“ fór nýlega fram í New York. Með aðalhlutverkin í þeirri mynd fara Dehbie Reynolds og mexrkanski leikarinn Cantinflas, sem flestir muna eftir úr mynd- inni „Umhverfis jörðrna á áttatíu dögum. Við frum- sýninguna fagnaði Che- valier Cantinflas með því að kyssa hann á srnn hvorn vanga. Af hverju kyssa Frakkar karlmenn? — spurðu menn Chevalier. — Hann liafði svar á reiðum höndum við því! — Við Frakkar, sagði hann, gerum það einfald- Iega til þess að rrfja upp gamlan kunningskap. Við kyssum mann, sem við höf- um ekki séð í fimm ár og stúlku, sem við höfum ekki séð í frmm mínútur. Chevalier og Cantinflas kyssast. SAMTÍNINGU Á ráðuneytisfun daginn var athygli ulles forseta vakin á útgáfu af síðustu ú ræðu hans, sem tel upp á segulband 0; í kosningabaráttu þj óðaratkvæðagreið: þann 8. janúar sl. de Gaulle hafði hli upptökuna, sagði h; Hfeinasta afbragð, maðurinn hefur sag betur á sjö mínútur á tíu. Hraustur maður • Mön klifraði nýlegs hátt og bratt fjall, f neðan í því og sö stöfum til þess að upp á 99 ára afmæ' Skrý TVEIR Spánverjar og blaðamaður, eydc fríi sínu á einken hátt. Þeir fóru í flu Salisbury í Suður-I íu og þaðan á þyrlu afskekktasta hérað Afríku. Þar stukku í fallhlíf og hurfu flugmannsins niður an frumskóg. Förinni var he spánskrar trúboðsst landi Ngazimanna boðsstöðin er nála umbura við Tang vatn í Ruanda sem er hálent lanc og það eina sem eii ir af nýlenduveldi Afríku. Sameinuði irnar hafa yfirumsj nýlendunni, en upp var hún hluti af AusturAfríku. Þang Spánverjarnir kor heimsókn til landa s boðans Alutziza. Um 17,000 spánsl boðar starfa víðs ve heim. Skömmu fy gekkst sérstök < spánska útvarpsin: því, að þrem trúbof afskekktum trúboc um í Asíu, Suður-A og Afríku yrði boði til Spánar að dvel um jólin. Var faðir iza valinn sem spánskra trúboða í En faðir Alutziz aði algerlega að : trúboðsstöð sína í í þess stað bað ha að tveir landar b; fram og dveldu hjá á gamlárskvöld. Blaðamaðurinn o; inn, sem áður var f buðu sig fram til þe; Hefur þetta tiltæki g 12. jan. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.