Alþýðublaðið - 12.01.1961, Side 12

Alþýðublaðið - 12.01.1961, Side 12
istp aa.fnM- *t» fa«r ou Mm W4l‘ .HEMMELIGE OPPSKRIFTER Gull- oppskr'tftene var fulie av - gjennomskueiig - mysttkk. Metallene ,3og kjemikaliene hadde navn og tegn* etter himmeileqemene. NSr qull skulle renses i svovei-antimon, hetdet röde löven skal jages gjennom de ulven' og .tlars tar pá seq Venus ' betydde at jern med kopper. Det var stadig jakt etter de riktige .tinkturene" og ,de vises sten" selv om det ble slutt med S lete etter den ved „foten av regnbuen' (Neste: Svindlere og konger) '.................................................................................... V■% , “V-- »*- ■'SSZi Ipf éh! ... rmk&A ■ 7j08 LEYNILEGAR LPPSKRIFTIR: Oft á tíðum þóttu uppskriftirnar fullar af dulrænu. Málm- arnir og efnin höfðu nöfn og tákn eftir himintunglunum. Þegar herinsa átti gull í brennisteins-,,antimon“, — hét það: „Það á að reka rauða Ijónið gegnum gráa úlfinn“, og „Marz tekur á sig klæði Venusar“, þýddi að járnið var húðað með kopar. Þa var stöðugt leitað eftir réttu efnasamsetning- unni ,og „vizkusteininum", þó voru menn hættir að leita að honum „viö endann á regnboganum". -— (Næst: Svindlarar og konungar). GRANNARNIR — Pabbi, þegar brúffuvagninn minn stendur í miffjum garffinum, og mamma keyrir yfir hann, borga þá tryggingarnar vagninn? — ÆtlarSu aff koma meS í kaffi, effa fara beint heim? M3ÚLK Framhald af 13. síðu. gleruð (emailleruð) ílát, því að glerhúðin vill brotna og fara í mjólkina. Bezt er að nota ílát úr ryðfríu stáli. Aldrei skal nota léreft né aðrar tuskur í síur, en nota í þess stað baðmullarflóka (vatt plötur). Varast skal að sía mikla mjólk í gegnum sama baðmull arflókann, því að eftir því sem meiri óhreinindi safnast fyrir í flókanum og meiri mjólk streymir í gegnum hann; leys- ist meira upp af óhreinindun- um, er berast í mjólkina. Bezt er að skipta um baðm- uliarflóka sem oftast, meðan á mjöltum stendur. En höfum ávallt í huga, að hrein mjólk er betri en hreinsuð mjólk (sí- uð mjólk). óhrein mjólkurílát eru ein aðalorsök mjólkurskemmda. Þetta er svo mikilvægt atriði, að fyllilega er þess vert að eyða nokkru rúmi í að ræða það nánar. Við hreinsum mjólkuríláta er áríðandi að hafa gott mjólk urhús. Varast ber að hafa það í beinu sambandi við fjósið, þvl að tryggja verður örugg- lega, að fjósaþefur berizt ekki inn í það. í mjólkurhúsi þarf að vera útbúnaður til þvotta á mjólkurílátum, handlaug, handþurrkur, burstar og þvottaefni, ennfremur grind til að hvolfa ílátunuan á eftir hreinsun. Þó er betra að hengja þau á vegg. Þar þarf einnig að vera góð kæliþró. 1. Þegar eftir mjaltir skal skola öll mjólkurílát með köldu vatni til þess að ná burt mjólkurleifum. Hver mínúta, scm mjólk fær að þorna í ílátum, bakar ó- þarfa fyrirhöfn, sem eyðir tíma og orku. Mjólk er vökvi, en liefur þó föst efni að geyma, og þessi efni mynda þétta skán, og þorni þau alveg, mynda þau mjólkurstein. 2. ílátin skulu síðan þvegin úr heitu vatni. Bezt er að nota sápulaust þvottaefni, svo sem þvottasóda. Sápa hreinsar ekki eins vel og þvæst ekki heldur vel af. Hún skilur ávallt eftir þunna húð eða liimnu, og milljónir gerla geta þrif- ist í þeirri himnu., Oll ílát skal þífa með bursta, en alls ekki tusku. Nauðsyn- Iegt er að sióða burstann 3. Síðan skal skola ílátin með eftir hverja notkun. sjóðandi vatni. Það hefur tvenns konar áhrif. f fyrsta lagi skolar það burt síðustu leifunum af mjólk- urskán og þvottalegi, og ennfremur hitar það ílátin svo, að þau þorna miklu fyrr. 4. Því næst skal livolfa ílát- imum á hreina grind eða hengja á vegg. Varast skal að þurrka ílátin mcð klút eða tusku,. Þau eiga að þorna af sjálfu sér. 5. Aður en mjaltir hefjast næst, skal skola ílátin með gerlaeyðandi efni. FULLKOMIN KÆLING Síðara meginatriðið er að stöðva vöxt og viðgang gerla, sem komizt hafa í mjólkina, er í því fólgið að kæla mjólk- ina fullkomlega, því að tímg- un gerla er mjög ör, eins og fyrr segir, í volgri mjólk. Þar eð spenvolg mjólk drekkur í sig hvers konar lykt eða daun, er áríðandi mjög að kæla mjólkina ekki í fjós- inu, heldur í sérstöku mjólk- urhúsi. Bezt er að kæla mjólk- ina í sírennandi vatni þegar að mjöltum loknum, og nauð- synlegt er að hitastig kæli- vatnsins sé undir 10°C. Þess ber og að gæta, að yfirborð vatnsins sé hærra en mjólk- urinnar, og einnig að þétt- loka ekki ílátunum meðan kæling fer fram. Kæling mjólkur í snjó á vetrum er ófullnægjandi, því að brúsinn bræðir frá sér snjó inn og myndast þá um hann lag af kyrru lofti, en það leiðir mjög illa hita. Slík kæling er alltof seinvirk. Ennfremur er loftkæling mjólkur ófullnægjandi, jafn- vel þótt hitastig kæliloftsins sé við frostmark. Eftirfarandi tafla sýnir glöggt, hve áríðandi er að kæla mjólkina vel strax eftir mjaltir, ef koma á í veg fyrir að gerlafjöldi nái að aukast í mjólkinni: 1. Sé mjólkin kæld niður í 5°C helzt gerlafjóldinn nokkurnveginn hinn s'ami fyrstu 12 klst. 2. í 10 stiga heitri mjólk fimmfaldast gerlafjóldinn á fyrrgreindum tíma. 3. í 15 stiga heitri mjólk 15- faldast gerlafjöldinn á sama tíma. 4. í 20 stiga heitri mjólk 700- faldast gerlafjöldinn á sama tíma. 5. í 25 stiga heitri mjólk 3000 -faldast gerlafjöldinn á sama tíma. Skulu því allir mjólkurfram leiðendur hvattir til þess að 12 12- ían- 1961 — Alþýðublaðið kæla mjólkina vel og gæta þess sérstaklega, að sól nái ekki að sklna á mjólkurbrús- ana, hvorki heima á hlaði, úti við þjóðvegi né á flutninga- tækjum. Er mjög áríðandi, að mjólkurframleiðendur komi upp hið fyrsta við þjóðvegina litlum, snotrum skýlum yfir mjólkurbrúsana og firri þá þannig sólskini og ryki. Á þessu mjólkurmóti var sýndur fullkominn kælir, sem nota skal á frameliðslustöðum mjólkur. Mun ég síðar rita nánar um þennan kæli. Ef framleiða á úrvals mjólk er aðalatriðið að halda gerlun- um í skefjum, fyrst og fremst með því að láta þá ekki kom- ast í mjólkina og síðan með því að koma í veg fyrir við- komu þeirra, sem hafa kosnizt í hana. Framleiðum góða mjólk. Það tryggir bezt sölu hennar, svo og sölu mjólkurafurða í heihl. Leggjumst því öll á eitt: Framleiðum eingöngu 1. fl. mjólk, framleiðendum og neyt endum til sameiginlegra hags- bóta. Auglýsingasíminn 14906 áskriffasíminn er 14900 E

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.