Alþýðublaðið - 21.01.1961, Síða 2

Alþýðublaðið - 21.01.1961, Síða 2
'MMJArar: Olali J. Astþórsaon (áb.) og Benedlkt GrPndal. — raUtrtar rit- .aMfcmar: Slgvaldl Hjilnarsson og IndrlSl G. Þorstelnsson. — Fréttastjón. . agergvtn GuBmundsson. — Slmar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasln*.. . JáMt. — ABsetur: AlþýSuhúsiS. — PrentsmlSja AlþýSuÍjIaSslna. Hverfl*. •Jata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuSI. í lausasfilu kr. 3,00 elut .ItBefamli: AlþýSuflokkurlna. — FramkvwmdasUórlt Sverrlr Kjartansaon Fáfróðir ráðherrar? ' HÖFUÐATVINNUVEGUR þjóðarinnar, fisk- veiðar og fiskvinnsla, hefur um langt árabil orð- ið að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir án þess að fá tiil þess eðlileg fjárfestingalán. Af þessu stáfa margvíslegir erfiðleikar, stöðug fjárhagsvandræði, tregða á launagreiðslum, há vaxtaútgjöld — yfir- leitt óheilbrigður rekstur. Með hinu nýja efna- hagskerfi sínu hefur ríkisstjórnin styrkt verulega fjármálakerfi þjóðarinnar og gert Seðlabankan- ttm kleift að koma útgerðinni til hjálpar. Þetta var gert með bráðabirgðalögunum um nýja lánaflokka stofnlánadeildarilnnar, og munu útgerðin og fiskvinnslan nú fá lengri lán út á eign ir sínar í stað stuttra lána og lausaskulda. Að sjálf sögðu var nauðsynlegt að gefa út lög um þetta í þann mund, er samningar hófust um fiskverð og : kaup sjómanna. Stjórnarandstaðan reynir auðvitað að rífa nið- ur svo sjálfsagt mál fyrir stjórninni. Eysteinn Jónsson flutti um klukkustundar ræðu í fyrradag, kallaði stefnu istjórnarinnar vitfirru og lýsti yfir, að ráðherrarnir hefðu ekki meira vit á atvinnu- vegum þjóðarinnar en þeir sjá út um gluggana hjá sér. í lokin viðurkenndi þó Eysteinn, að málið væri til bóta! Með slíkri andstöðu gera f orustumenn framsókn ar og kommúnista engum gagn, en sjálfum sér og flokkum sínum ógagn og vansæmd. Toppkratar og togarar ÞAÐ ER MERKILEGT um framsókn og komm únista, sem þykjast verða flokkar atvínnuupp- Þyggingar og aukinnar framleiðslu, að þeir ráð- ‘ast nú á stjórnarflokkana fyrir að kaupa togara. Er svo að skilja, að togarakaup og ríkisábyrgðir út á þau séu hið mdsta spellvirki og spilling. Kommúnistar hafa sérstaklega lagt einn togara eiganda, Axel Kristjánsson, í einellti. Honum var ieyft að kaupa togara frá Þýzkalandi og hann fékk ríki'sábyrgð fyrir hluta af kaupverði, eins og allir aðrir. En svo er hann hundeltur fyrir þá sök eina, að hann er ,,toppkrati“. Toppkratar hafa lengi átt drjúgan þátt í að afla þjóðinni togara, frá því bæjarútgerð Hafnarfjarð ar var stofnuð til þess, er toppkratastjórnin efndi hið svikna loforð Lúðvíks úr vinstri stjóminni að kaupa nýja togara. Stefnan hefur verið sú, að afla þjóðinni, bæði till bæjareignar og einkaeignar, eins myndarlegs togaraflota og unnt er hverju sinni. Þjóðviljinn má rægja þá stefmj. eins og !hann vill. Ákvæðis- vinna Framhald af 1_ síðu. óiðnlærður, ábyrgari, en um leið frjálsari í sínu starfi. Af framansögðu er ljósit, að á- •kvæðisvinna á mikinn hljóm- ■grunn hér á landi. ,Með n'ágrannaþjóðum okkai' hef!ur ákvæðisvi nnufyrií komu- lagið átt að fagna vaxandi at- 'hygii beggja aðila, verkalýðs- samtaka og vinnuveitenda, með þeim árangri, að í stór- auknum fjc'lda starfsgreina er nú unnið að því að koma þessu breytta skipulagi á. I t Með hliðsjón af framan-! scgðu virðist eðlilegt, að hér I á landi verði rannsakaðir imög'uleikar á því að koma á á- kvæðisvinnu við hin ýmsu! stöpf, sem unnin eru í land- inu. Með það í huga er þings- ályktunartillaga þessi flutt. Leiði fyrngreind rannsókn í Ijcs, að æskilegt sé frá sjón- armiði hlutaðeiigandi aðila, að 1 ákvæðisvinna geti talizt hag- kvæmari í fleiri eða færri staffsgreinum, þá er ríkis- stjórninni heimilað í sam- ráði við samtcfc launþega og vinnuveitenda að veita alia að stog til sannprófana í þessum efnum. Rannsókn os prófanir slíkra mála sem hér um ræðir gætu orðið allumfan'gsmiklar, enda m!á ekkert til þess spara, að niðurstöður verði ekki vefengd ar og að raunhæfar niðurstöð- ur skapist.“ . . . allir þekkja BAB-0 BAB-0 ræstiduft spegilhreinsar Hannes á h o r n i n u l^.Kapp í kappsmönnum í kappræðum. Dæmi um ókurteysi. 'fo Dautt áður en stúd- entar taka til máls. & Um misgáning í Hag- tíðindum. ÞAÐ ER EKKI nema eðlilegt, að í kappræðum sé kapp í mönn um, — Það er því ástæðulaust að vera að áfellast kappsmenn um kapp í kappræðum. Hins vegar verður að gæta ýmissa reglna. Það má helzt ekki koma fyrir, að tekið sé fr.am í fyrir mönnum, sem eru að túlka skoð- anir sínar. Það eru mikil lýti á góðum og athyglisverðum um- ræðum. Enn verra er það jafn- vel ef tekið er fram í fyrir stjórnanda. MÉR DETTUR ekki í hug að svara þeim um ofstæki, sem tóku þáft í umræðunum um bjórinn. Hins vegar var kapp í þeim öllum, nema kannsk; bjór- sérfræðingnum, sem þuldi tölur sínar og talaði um næringargildi alkóhóls. Hins vegar töluðu sum- ir hratt og af ákafa, en það er ekki ókurteisi. Það er kapp. Ég varð hvorki var við ofstæki né ókurteisi hjá andstæðingum bjórsins né talsmönnum hans, nema þegar þeir tóku fram í hvor fyrir öðrum, en það gerðu þeir allir. UM NÆRINGARTAL Hinriks Guðmundssonar er það að segja, sem inokkrir læknar hafa sagt mér, að næringargildið eykst ekkert' við það þó að einu og hálfu prósenti af alkóhóli sé bætt við þann bjór, sem við höf- um nú. Að líkindum er ekkert næringargildi í sjálfu alkóhól- inu. Það er í öðrum efnum, sem bjór er framleiddur úr. En mest mun það vera í maltextrakt. ÞETTA LÆT ég nægja í dag um bjórinn. Það mál er að deyja, hrökkva upp af. Það er jafnvel steindautt áður en stúd- entarnir kveða sér hljóðs una það. FORVITINN skrifar: „Ég hel um áratugi keypt1 Hagtíðindi, og ! er þar mikinn fróðleik að finna og fyrir það ber að þakka. Em ég vildi gera smáathugasemdiri við einn lið þeirra og er það, þari sem innfluttar vörur eru fiokk- aðar og hefur hver flokkur sitt sérstaka númer. T. d. í des.-heft- inu á bls. 173 eru 51 liðir, semj segja dálítið, en mjög takmark- að. j ÞAR VERÐUR ekki fundinnn sá liður, sem skip heitir, ekkii verður heldur séð hve mikili veiðarfæri eru flutt inn fyrstu 11 mánuði ársins (en skýrslan er um 11 mán. innflufning). Ekkii verður til dæmis séð sérstaklega innflutningsverðmæti á olíu, benzinj og smurningsolíu. Nr. 73, heitir flutningstæki, þar eru: skilgreindar bifreiðar út af þeimj lið sérstaklega, on skip ekkl nefnd. Eru þau í þessum flokki eða hvað? SIGURÐUR EGILSSON for- Istjóri LÍÚ sagði 'í Ríkisútvarp- inu nú fyrir skömmu að eitfc árið hefðu verið flutt! inn — ekki meiri veiðarfæri — en sem svari aði verðmæti kaffiinnflutninga íslendinga það árið. ÉG FÓR að líta í Haglíðindin, Franihald á 15. síðu, j 2 21. jan. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.