Alþýðublaðið - 21.01.1961, Side 4
GR. THORARENSEN
MEÐ EINS manns anda, á-
vannst oft stórvirki þúsund
ihanda, kvað þjóðskáldið. Eáir
menn hafa sannað þessi orð
sem Egill Gr. Thorarensen,
.Kaupfélagsstjóri á Selfossi, sem
i dag verður til moldar borinn.
hað verður erfitt að reisa
Agli minnismerki, — hann
reisti þau sjálfur svo mörg í
lifanda lífi, enda þótt tiigang-
'ur þeirra hvers um sig væri
annar og meiri. Kaupfélags-
mannvirkin á Selfossi og eitt
stærsta mjólkurbú Norður-
landa, sem samgöngu- og iðn-
aðarmjðstöð Suðurlands hefur
íby.ggzt við; Þorlákshöfn, á
Iiraðri leið að verða ein af
höfuðverst'öðvum landsins og
fjölmargt fleira.
Nú á tímum eru allir fram-
•faramenn í okkar landi, og
flestir vilja vera stórhuga —
'í ox'ði. Því reynist oft erfitt að
skilja, hve mikið hugrekki og
baráttuþrek þarf til að gera
hugsjónir að veruleika. Ein
mitt þetta sameinaði Egill
Thorarensen í óvenjulega rík-
um mæli. Þegar hann lét Kaup
íeiag Árnesinga kaupa Laug-
ardæli fyrir stríð, voru þeir
margir, sem ekkj sáu, að iðju-
vera Selfossbyggðar ættu eftir
•að teygja sig inn í túnfótinn,
að þaðan kæmi vatn til hita-
veitu .kaúpstaðarins og þar
ætfi hetma stórbrotið tilrauna-
bú. Eins fannst mörgum lítið
til um, er Egill keypti jörðina
Þorláks'höfn, þar sem nú er að
koma stórhöfn, nútíma irysti-
hús stendur á klönpum og vöru
skemmur líkjast flugskýlum að
stærð.
Egill var athafnaskáld, sem
kunni að gera Ijóð sín að veru-
leika. Hann sá. að samvinnu-
hreyfingin var leiðin til „stór-
virkja þúsund handa“ og veitti
þeirri hrey.fingu í 30 ár for-
ustu og framsýni, er gerði sam-
tök Sunnlendinga ein hin vold-
ugustu og farsælustu í land-
;tnu.
Stórbrotnir persónuleikar
eiga sér tíðum margar mann-
legar hliðar, og svo var um Eg-
il Thorarensen. Þessi athafna-
jöfur var einnig fagurkeri,
sem unni málaralist og góðum
bókmenntum, þrautþekkti
hvorttveggja og gerði að stór-
um þætti í lífi sínu. Hann var
áhrifaríkur ræðumaður og ein-
saklega ritfær, svo honum voru
margar leiðir opnar aðrar en
þær, sem hann valdi að sinni
lífsleið.
Þegar hugsað er til afkasta
Egils eða hins aðsópsmikla og
seiðandi persónuleika hans,
harma menn, að samferðar
lvans skyldi ekki njóta miklu
lengur. En sé hugsað til þeirr-
ar vanheilsu, sem hann átti
áratugum við að etja, undrast
menn og þakka, hversu langt
og mikið hann gerði starf sitt
— með iifsviljanum einum
saman.
Benedikt Gröndai,
MÍNNINGARORÐ
★
ANDLATSFREGN Egils
Thorarensen rifjaði upp fyrir
mér æskuminningu: Hann sat
við baðstofuborðið í Baldurs-
haga og borgaði verkamönnum
við Flóaáveituna vinnulaun,
taldi peningaseðlana hratt og
kunnáttulega eins og flett væri
nýjum spilum þjálfuðum fingr-
um, stór og bjartur líkt og
norrænn víkingur, ljós yfirlit-
um, bláeygur og öndóttur,
harður á brún, en fríður sýn-
um. Og svo hló hann allt í einu
af einhverju óvæntu tilefni.
Glaðari hlátur fullorðins
manns hef ég aldrei heyrt.
Svona var þá jarlinn á Selfossi.
Mér varð einhvern veginn
hlýtt til hans þennan fallega
sumardag, Kringum hann voru
blessaðir Stokkseyringarnir
mínir, en úti á túni spruttu
fíflar og sóleyjar í kapp við
grængresið.
Með okkur Agli í Sigtúnum
tókst aldrei náinn kunnings-
skapur, en samt þykist ég geta
mælt eftir hann látinn. Hann
var tvímælalaust svipmestur
Sunnlendinga síðustu áratugi,
virtur af flestum, en einnig
tortryggður, þegar hvassast'
var um hann og málefni hans,
minnsta kosti misskilinn.
Skapgerð hans var ofin úr
mörgum og ólíkum þáttum,
þar fór saman stórlyndj og
viðkvæmni, harka og mýkt,
alvara og glettni — og aílt í
óvenjulega ríkum mæli. Egill
var andstæðingum og keppi-
nautum óhlí-finn í stórmann-
legri barát’tu fyrir málefnum
sínum, horfði yfir Suðurland
eins og örn af gnæfandi fjalls-
brún og leið engum að hindra
íyrirætlanir sínar. Samherj-
arnir fengu líka að vita af hon-
um, ef þeir rákusf illa. Agli var
tamara spretthart kapp en
hæglátt umburðarly.ndi og
skapi næst að unna sér ekki
hvíldar í orrahríð fyrr en að
unnum sigri. Þó er aðeins hálf-
sögð sagan og varla það. Egill
í Sigtúnum bar eins konar föð-
urhug til Suðurlands og Sunn-
lendinga, ekki aðeins af stór-
læfi, lífsþrótti og baráttugleði
heldur einnig af aðdáun á átt-
högum shtum, skáldlegri hug-
kvæmni og vilja að reynast
þar maður. Og þegar af honum
rann móðurinn, var hann ein-
staklega geðþekkur og minnis-
stæður förunauíur, las fagrar
bókmenntir, undi sér við fögur
málverk og fagra tónlist, afl-
aði sér fróðleiks og menntunar
langt út fyrir daglegan verka-
hring sinn og rétti mörgum
nauðst'öddum meðbróður
sterlca hönd án þess að hin
hefði hugmynd um, hvað þá
það fólk, sem vildi standa í
vegi fyrir honum, þegar ber-
serksgangurinn rann á hann.
Loks ber að muna, þegar þessi
mannsmynd er skoðuð, að Eg-
ill í Sigtúnum gekk sjaldnast
heill til skógar. Hann lá að
jafnaði tvær eða þrjár „bana-
legur" á ári frá þvú að ég sá
hann fyrsta sinni, og þá hafði
hann glímt lengi og hetjulega
upp á líf og dauða við hættu-
legan sjúkdóm. Egill bognaði
aldrei, en brotnaði í bylnum
síóra seinast.
Saga Egils Thorarensen er
svo kunn, að ég stikla mjög á
stóru. Hann fæddist að
Kirkjubæ á Rangárvöllum 7.
janúar 1897, sonur Gríms Sk.
Thorarensen stórbónda þar og
héraðshöfðingja og konu hans,
Jónínu Egilsdóttur frá Múla í
Biskupstungum, en að þeim
stóðu miklar og góðar sunn-
lenzkar ættir. Ólst Egill upp í
rausnarlegum föðurgarði, en
hleypti ungur heimdraganum
og réðist til sjós, vil'di gerast
farmaður og þá vafalaust skip-
herra, því að snemma þótti
í Sigtúnum sætti iðulega deil-
um, sem ég læt hjá líða að
fella um dóma. Hitt liggur í
augum uppi, hver hafi orðið
vegur samvinnuverzlunarinnar
á Selfossi og fyrirtækja henn-
ar. Auðvitað er hún sigur, sem
var.nst fyrir samtök fólksins
og vegna landgæða héraðsins,
en vissulega réði þó Egill Thor-
arensen þessum úrslitum öll-
um öðrum fremur. Sama máli
gegnir um Mjólkurbú Flóa-
manna, og saga þess er senni-
lega táknrænni og effirminni-
legri ókunnugum. Upphaflega
• átti búið að vera það, sem í
nafninu felst, mjólkurvinnslu-
stöð sveitanna milli Hvítár og
Þjórsár. En Egill í Sigtúnum
lét sér ekki nægja neitt því-
líkt. Hann gerði Mjólkurbú
Flóamanna að sunnlenzku
stórveldi, sem nær vestan frá
Hellisheiði austur að Mýrdals-
hann tápmikill og stórhuga. En
fyrir honum átti ekki að liggja
að standa í stafni og sfýra dýr-
um knerri. Egill kenndi brátt
tæringarveiki og varð að hæfta
sjómennsku. Þá hvarf hann að
verzlunarnámi, hóf kaupsýslu
á SelfossiT918 og rak hana til
1930, er hann seldi búðareign
sína Kaupfélagi Árnesinga ný-
stofnuðu. og gerðist fram-
kvæmdastjóri þess, svo og for-
maður Mjólkurbús Flóamanna
ári síðar. Þaðan í frá var hann
foringi sunnlenzkrar sam-
vinnuhreyfingar til hinztú
stundar. Kona Egils var Krist-
ín Daníelsdóttir fyrrum bónda
i Brautarholti á Kjalarnesi og
síðar stjórnarráðsvarðar í
Reykjavík, en þau slitu sam-
vistir. Börn þeirra eru fjögur,
tveir synir og (vær dætur.
Segja má, að Selfoss hafi
byggzf utan um Kaupfélag Ár-
nesinga og Mjólkurbú Flóa-
manna. Kaupféiagsstjcrn Egils
legið hafskip færandi varning-
inn heim. Egill í Sigtúnum
bauð sjálfu Atlantshafinu byrg
inn.Kannski átti höfnin að verai
annars staðar, en hvað um þaðf
Hann gerðj stóran draum a$
veruleika.
Egill Thorarensen bar í yfir-
bragði og lunderni ríkan svi'p
af Suðurlandi. Þar er ólgandi
haf, straumþungar ár, goshver-
ir og eldfjöll, en líka iðgrænt
grasið, kvöldsvæf blómin,
bændabýlin þekku, hvítur
þvotturinn á snúru og hjalandii
ungbarnið í vöggu, lagðsítt féð
dreifðist um hagann, troðjúgra
kýrnar liggja jórtrandi úti á
túni, og hestarnir sofa stand-
andi niðr; í mýri. Sunnlenzku
andstæðurnar vöktu í eðli og
fari Egils í Sigtúnum. Hann;
var einkennilega marglyndur
maður. Egill verður i dag lagð-
ur til síðustu hvíldar á vega-
mctúm byggðanna heima í
héraðinu víðlenda, fagra ,og
góða, því að ríki Haukdæla og
Oddaverja varð eitt og stórt
Suðurland, þegar aldarfar nú-
tímans kom til ,sögu. Nú er
þessi umdeildi en farsæli bar-
áttumaður hafinn út, en Sunn-
lendingar muna hann lengi, og
Egill lifir um langa framtið í
verkum sínum.
Helgi Sæmundsson.
sandi og ofan frá fjöllum nið-
ur að sjó. Mér dettur ekki í
hug, að stjórn hans á þessu
fyrirtæki dreifðra og sundur-
lyndra bænda hafi verið óum-
deilanlegt. Eigi að síður er hún
svo stórfellt afrek, að af henni
eru tímamót í íslenzkri land-
búnaðarsögu. Og varla mun of-
mælt, að til þessa verks hafi
þurf? forustumann í líkingu
við Egil Thorarensen.
Hafnleysi suðurstrandarinn-
ar kom í veg fyrir, að þar risi
höfUðstaður landsins. En Agli
í Sigtúnum óx ekki í augum
að leysa lendingarþrautina.
Hann.fylkti liðl til þess að gera
Þorlákshöfn að skipalægi og
verstöð eins og þar væri skjól-
sæll og hyldjúpur fjörður.
Sunnlendingar hlýddu kalli
hans, og nú er risin uppljómuð
mannabyggð á þessum auðnar-
lega sveitarenda, bátar úr Þor-
lákshöfn sækja hlaðafla á
miðin úti fyrir, og þar geta
Hörkudeilur
Framhald af 16. síðu.
20 millj. kr. geta enga úrslita-
þyðingu haft fyrir sjávarútveg-
inn. Allar staðhæfingar um það
eru algerlega staðlausir stafir.
Að lokum gat viðskiptamála-
ráðherra þess, að í nóvember-
lok 1959 hefðu lán frá bönk-
unum til útgerðarinnar numið
1262 milj. kr., en á sama tíma
1960 1471 millj. kr., eins og fyrr
segir, eða 209 milíj. kr. hærri
upphæð. Tæki þetta af öll tví-
mæli um sannleiksgildi þeirra
staðhæfinga, að mjög hefði sorf
ið að útyeginum og jafm'el
reksturinn torveldaður með því
að meina útgerðinni aðgang að
lánsfé.
UHMMMWMmmUHHWMt
Sjónvarpið
þreyfti jbou/
ÞEGAR sjónvarpssend-
ingar hófust í Bretlandi,
héldu menn, að þar með
væri vandamálið með
heimavinnu skólabarna
leyst og nú væri hægt að
„spila“ þekkinguna
meira og minna inn í þau.
Nú kom það hins vegar
fyrir £ Nemark í Notting
hamsríki fyrir skönmiu, *
að skólabörnin voru orð-
in svo þreytt á að horía
á sjónvarp, að þau báðu
skólastjóra sinn um að fá
gamaldags heimavinnu
að vinna. Samkvæmt
bciðni 75% nemendanna
hefur því verið ákveðið í
þeim skóla, að taka upp
aftur heimavinnu í stærð
fræði og ensku.
MHUHHHUUMMMUMUMI
,4 21. jan. 1961 — Alþýáublaðið