Alþýðublaðið - 21.01.1961, Side 7

Alþýðublaðið - 21.01.1961, Side 7
WWH4‘ wwwwwwwwwwwwwv Mikið var um að vera nið ur við höfn í fyrradag. Bát arnir streymdu inn hlaðn- ir síld, og fjöldi manns á bakkanum að fylgjast með komu þeirra og fá fréttir af veiðinni. Tíðindamaður blaðsins brá sér niður í Rifsnes þeg ar það var nýkomið inn. Allir voru önnum kafnir um borð í Rifsnesinu og uppskipun í fullum gangi. Matsveinninn Arnaldur Arnason var að taka á móti vistum til næstu ferðar. — Veidduð þið mikið? — Um 900 tunnur. Háf- urinn brotnaoi svo við gát- um ckki fj'Ilt. Annars var næg síld, og við heiSum getað veitt meira. Það verð ur.gert við háfinn í dag og þá förum við strax út aft- ur. Við köstuöum um bálf átta leytið og vorum búnir um hálí íólf, morandi síld og við þurftum ekkert að ieita. Veður va*r bið bozta og fjöldi báta á miðunum, bæði frá Reykjavík. Sand- gerði, Akranesi, Keflavík off Hafnarfirði. Við sáum líka togarann Neptúnus Fyltið togarana af síld og sendib þá samstundis út með allt sem frysti húsin geta ekki tekib" f þarna. Síldin er á stóru svæði og liaggast ekki þótt siglt sé inn í torfurnar. — Þær voru 'allt að því 40 feta þykkar og náðu rétt upp í yfirborð. Síldin í torf unum er jafndreifð og skip in ekki mjög þétt saman enda er svæðið stórt. Und- anfarið hefur veiðst níeira að nóttu, en nú veiðist eins vel í björtu, og er það gott því að þægilegra er 'að veiða í björtu og þurfa ekki að nota ljós. — Hvað fær hásetinn í hlut eftir svona ferð? — Ja, það fer nú eftir því hvort aflinn fer í bræðslu eða söltun. Við fá- um nærri þrisvar sinnum meira fyrir þá síld, sem fer í söltun, en þá sem fer í bræðslu. Ég veit ekki enn hvað gert verður við þessa síld, en fari t. d. 600 tunnur í söltun fást líklega fyrir það um 100 þús. kr. eða um 3—4000 kr. í hlut hvers háseta. Við vonum bara að frystihúsin hafi und'an svo ekki þurfi að setja síldina í bræðslu, því það er mik- ið tjón fyrir alla, en ekki bara okkur. — Eruð þið ekki ólmir í að komast á miðin aftur? — Jú, þú getur nærri. Við vildum gjarnan fá nokkra verkamenn í upp- skipunina, svo hún gangi fljótar og við komumst sem allra fyrst út aftur. Hver klukkustund er dýr. Guðjón skipstjóri hefur skroppið í land svo við snú um okkur að stýrimannin- um Guðmundi Guðmunds- syni, þar sem hann stendur uppi á vörubíl við að Iosa tunnurnar. — Síldin góð? — Mjög góð, Iíklega 18— 20% 'feit. — Langt á miðin? — Rúmra þriggja tíma stfm i horðvestur. Við fór- urh út um 4 í vnorgun og ko.mum upp að um þrjú- leytið. Við erum með um 900 tunnur og ættum að losa um 100 tunnum á kl.- stund og komumst því aft- ur út snemma í nótt. — Fer aflinn í söltun? — Ég var að frétta að líklega færu ekki nema um 160 tunnur i söltun, en hitt í bræðslu. Unnið er nótt með degi í ísbirninum á tveimur vöktum og þeir taka það í söltun, sem þeir geta sinnt, en bitt verður að fara í bræðslu. Ef mik- ið berst að, verður því mik ið að fara í bræðslu, sem er dýrt spaug. Því ekki að Iosa um togarana, sem liggja þarna bundnir við bakkann fylla þá af sííd og senda þá sanistundis út með allt það sem frystihúsin geta ekki tekið í söltun? Þeir liggja þarna ónotaðir' og nú er tækifærið til að nota þá, því nægur er markaður- inn úti fyrir saltsíid, enda hvergi nærri nóg veitt upp í samninga. Það verður milljónatap fyrir þjóðina að þurfa að senda síldina í bræðslu. Hér þarf snör handtök. — Góðar veiðihorfur? — Já, afbragðs horfur meðan veðrið helzt svona. Við höfum góða von um á- framhaldandi veiði en er- um eins og ég sagði þér áð- an, smeykir um að svo mik ið berist í land að ekki verði hægt lað verka allan aflann og sumt verði að fara í bræðslu. — Reynist kastblökkin ekki vel? — Það er allt annað að hafa kastblökk. Efikert jafnast á við hana. Alþýðublaðið — 21. jan. 1961 ^

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.