Alþýðublaðið - 21.01.1961, Síða 12

Alþýðublaðið - 21.01.1961, Síða 12
UT AV/ EN'SUNKET BIL. f|| Dersom en bil kjörer uljor en kai, i en ;jS elv eiler i en kanal 0 Amsterdam over : Vy 100 pr. ár) htndrer Manntrijkket utenfra S/ passasjerene i á ápne dörene. Derfor rm: skal man sitte helt rolig og puste i Hr det luftrommet som er tqjen til bilen nesten er fylt med uann. Da er trykk- forskjellen utliknet, dörene kan Snnes og man kan kravle ut og opp. (Neste: Bensin pá havibunnen) GRANNARNIR Mamma er úti í kerlingaboði, svo ég verð að búa til mat. Á ÚT ÚR Æm SÖKKVANDI ym BÍL Ef bifreið ekur út af bryggju, fljót eða i sýki (í Amsterdam yfir 100 bifreiðar á hverju ári) þá hindrar vatnsþrýsting- urinn utanfrá farþegann í því að opna dyrnar. Þess vegna á maður að sitja ró- legur, og anda í loftrúni- inu, sem eftir er í bifreið- ínni, þar til bíllinn er nærri fullur af vatni. Þá er þrýstingsmismunurinn orðinn að engu, hægt er að opna dyrnar og maðurinn getur skriðið út og synt upp. ☆ Eftir að Adam og Eva höfðu búið lengi saman í Eden. hvarf Adam skyndi- lega aftur einn dag, og liðu fjórir dagar, þangað til hann kom aftur í leitirnar. Fyrsta verk Evu, eftir að hann kom, var að telja í honum rifin. ☆ Ungfru, ég ætla að borga. Þakka yður fyrir, fenguð þér kálfasteik eða uxa- steik? Það hef ég ekki hug- mynd um, en það var á bragðið eins og sápa. Jæja, þá hefur það verið uxa- steik, kálfasteikin er á bragðið eins og steinolía. ☆ Þér eruð ákærður fyrir að hafa stolið 10 þúsund krónum. Viljið þér fá verj- anda? Nei, þakka yður fyr- ir herra dómari. Ég vil helzt fá að halda pening- unum sjálfur. Minningarorð Framhald af 14. síðu. ágætis konu, ættaða af Fljóts- dalshéraði. Á Seyðisfirði eiga þau hjónin síðan heima þar til vorið 1937, að þau flytja til Keflavíkur, en þar bjuggu þau síðan. Eftir að Þórhallur flutti til Keflavíkur var hann skipstjóri á ýmsum vélbátum, en lengst var hann með mb. Bjarna Ólafs son (yngri og eldri) eign Al- berts Bjarnasonar, Keflavík. Árið 1946. þegar lögin um Landshöfn Keflavíkur og Njarð víkur höfðu verið samþykkt, var Þórhallur skipaður formað- ur hafnarstjórnar og hafnar- stjóri Landshafnarinnar. Því I starfi gegndi hann þar til á ár- | inu 1919, að hann sagði því Iausu. Eftir það gerðist hann skipstjóri að nýju, á vélbátum. En 1957 tók hann við starfi ráðningarstjóra á Keflavíkur- flugvelli og gegndi því starfi síðan. Þótt segja megi, að líf Þór- halls Vilhjálmssonar hafi verið allviðburðaríkt og á stundum erfitt, var hann þó gæfumaður. Á langri skipstjómartíð hans varð aldrei slys á skipshöfn hans. Honum tókst ávallt að koma skipi sínu heilu í höfn. Og oftar en einu sinni varð hann til þess að bjarga öðrum skipshöfnum úr lífsháska. Þeg- ar vélbáturinn Keflvíkingur bi'ann og sökk úti á hafi, bjarg- I aði Þórhallur, er þá var á mb. ( SSfíðblaðni, skip^hðifninrií, en hún var í hættu stödd í litium skipsbátum. — Öðru sinni bjargaði hann skipshöfn af fær eyskri skútu, er lá undir Stap- anum, en norðanrok var skoll- ið á. Skömmu eftir að hann hafði bjargað skipverjunum um borð í bát sinn Geir, rak skútuna upp í kletta og sökk. — Þórhallur var fyrst og fremst sjómaður og afburða stjórnandi. Eins og áður segir átti Þór- hallur góðar gáfur. Hann átti auðvelt með að nema, einkum lágu tungumál vel fyrir hon- um. Hann var einnig mjög mús- ikalskur og lék á harmoníku og orgel á sínum yngri árum, þótt litla eða enga tilsögn fengi hann á því sviði. Var hann því eftirsóttur á skemmtanir unga fólksins í þá daga og þá hrókur alls fagnaðar. Þórhallur var skapmaður, — hreinn í lund og ákveðinn. í við ræðum sagði hann sínar skoð- anir á málum umbúðalaust og hver sem í hlut átti. En slíkir menn eru einnig oft viðkvæm- ir og fljótir til sátta, ef því er að skipta, og þannig var Þór- hallur. Þau hjónin áttu farsælt hjónaband og vinalegt heimili, þar sem alltaf var gott að koma. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn og er.u þrjú þeirra á lífi. — Birgir, deildar- stjóri hjá Flugfélagi íslands, Bragi, lézt um tvítugt, 2. apríl 1948, Guðbjörg í Keflavík og Vilhjálmur, lögfræðingur, bú- settur í Keflavík. Bragi. sonur þeirra, var í Menntaskólanum á Akureyri, þegar hann varð að hætta námi vegna sjúkdóms þess, er dró hann til dauða. Hann var efnis- piltur og uppáhald föður síns, sem átti við hann tengdai' margar og miklar vonir. Nafn hans ber Bragi sonur Guðbjarg ar. Við hann tók Þórhallur ást- fóstri og bar mikla umhyggju fyrir honum. Kom þar fram barngæzka hans, sem hann átti í svo ríkum mæli. Að skilnaði þakka ég Þór- halli samfylgdina og marga góða og fróðlega stund og votta konu hans, börnum og öðrum ástvinum innilega samúð. Ragnar Guðleifsson. 12 21. jan. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.