Alþýðublaðið - 22.01.1961, Qupperneq 4
Hannes á hðrninu.
Framhald af 2. síðu.
í hennj sem hún saknar í hópi
„stéttar“-syslkina sinna. Hún
segir: — „Þetta háfleyga hjal
1) e i r r a (strákanna) hér í
Menntaskólanum er álika leið-
inlegt eins og' skoðanir þeirra
eru flestar öfgafullar og fárán-
iegar og gersamlega úr sam-
bandi við hið lifandi lif. Mér
finnst líka skólapiltar á á-
kveðnu aldursskeiði hafa mjög
leiðinlega afstöðu til stúikna
og það er alveg ólikt, hvað
hinir ,,vinnandi“ skúlum við
segja hafa þar eðlilegri og já-
kvæðari afstöðu, Þeir eru yf-
irleitt miklu kurteisari og
skemmtilegri á eðlilegri hátt
. .. Sumir (strákamir í Mennta
skólanum) eru svo óskaplega
kurteisir, að það gengnr út í
öfgar og þeir eru svo fínt
klæddir og eru nýkomnir úr
ferð til útlanda, pempíulegir
og með sifellda gullharma . , .“
TÞETTA NÆGIR. Segja má
að þetta séu aðeins giefsur. Ég
vil ekki að fólk fái á neinn
hátt rangar hugmyndir um
skoðanir stúlkunnar og þeirra,
sem eru á sama máli. — En
greinina geta menn lesið I Vik-
unnj. — IJpp úr svona jarðvegi
sprettur stéttahatrið, geigvæn-
legasti sjúkdómurinn í sarnfé-
iagi okkar tnannanna. ‘Erá
ungu kynslóðinni kemur þessi
gamli draugnr, það er að segja,
ef taka má þessa stúlkukind,
sem talsmann hluta mennta-
æskunnar. Er þetta tilgangur
menntunarinnar? Á það að
verða hlutskipti þjóðarinnar
að skera upp kjálkagulan yfir-
stéttariiroka af öllum þeim
hundvuðum milljóna, sem eytt
er til menntunar? — Af and-
legum innviðum þessara um-
mæla má nokkuð ráða reisn
þeirrar sjálfkjörnu yfirsíéttar,
sem þ.vkist ætla sér það hlut-
verk að tróna yfir vinnandi
fólki á íslandi framtíðarinnar.
ORÐUM DAVÍÐ STEFÁNS-
SONAR skal að lokum slöngv- )
að framan í þetta fólk:
Stofulailar, stertimenni,
strjúkið liár frá lágu enni.
Þið eruð mestir milli hríða,
minnstir þar sem átök þarf.
Eigi þjóð við þraut að stríða,
þá er lítið ykkar starf.
Þegar öðrum þarf að bjarga,
þá er hljótt um ykkur marga.
Þá, sem gadd af þjóðum
bræða,
þykir ykkur nóg að hæða,
hirðið lítt um skuldaskilin,
skelíist myrkrahylinn.
Opnið dyrnar, út í bylinn.
JÁ, VÆRI EKKI RÉTT, að
gefa skólafólki frí um sinn frá
námi og skipa því til verka á
sjó og landi við hlið „undirstétt
arinnar“?
Hannes á horninu.
Sinfóníuhijómsveit íslamds
TÓNLEIKAR
í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 24. jan. 1961 M. 20.30.
Stjórnandi: BQHDAN WODICZKO.
EFNiSSKRÁ: __
L. van BEETHOVEN: Sinfónía nr. 7, A-dúr, op. 92.
M KA’KLOWICZ „Söngur eilífðarinnar", sinfónískt
Ijóð.
R. PALESTER: Pólskir dansar úr ballettinum
,,Song-ur jarðarinnar11.
Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu.
Þorrablófið
hafið
n a u ST
ÚTBOÐ
Tilboð óskast um loftrsesiikerfi í skólabús við R-étt-
arhodtsveg og Hagatorg.
ÚtboðsK'Singar og uppdrættir fást í ski-ifstcfu vorri,
Tjarnargötu 12, III. ihæS.
Innkaupastofnun liéykjavíkurbæjar.
Benedikt Gröndal skrifar
UM HELGINA
ÞAÐ VAR rifizt um töl-
ur einn dag sem oftar í neðri
deild alþingis í vikunni. Tug-
ir milljóna, hundruð milljóna,
þúsundir milljóna flugu fram
og aftur um þingsalinn. Það
var talað um greiðsluhalla,
afborg'anir, fjármagnshreyf-
ingar, nettó fyrirfram-
greiðslu, heildarhalla og fleira
og fleira.
Ég hallaði mér að nágranna
mínum, einum forláta sýslu-
manni, og sagði, að þetta væri
meira talnafarganið.
Hann hvíslaði á móti, að
Bismarck hefði sagt, að
hann sofnaði alltaf, þegar þeir
færu að tala um tölur í þing-
inu.
Nokkru síðar tók ég eftir
því, að einn þingmaður svaf
vært og annar átti í hetju-
legri baráttu við að halda sér
vakandi
MEÐFERÐ
Á TÖLUM
Það er merkilegt, hvernig
farið er með tölur hér á landi,
sjálfsagt ekki síður utan al-
þingis en innan voggja þess,
Ætla mætti, að ein af minnstu
þjóðum heims, sem á nóg af
reiknivélum og sérfræðingum,
gæti gert upp árleg viðskipti
sín við umheiminn án stór-
felldra erfiðleika. En það er
öðru nær,
Það á að telja þetta með og
draga hitt frá og þá kemur út
hin rétta mynd sem sýnir að
viðreisn ríkisstjórnarinnar er
gersamiega hrunin í rúst á
einu ári, segja stjórnarand-
stæðingar.
Þvert á móti: það er þessi
tala að viðbættri hinni og frá-
dreginni annarri, sem gildir,
og sýnir að þegar á fyrsta ári i
hefur stefna stjórnarinnar
náð stórmerkum árangri, —
segja stjórnarsinnar. Og þann
ig er haldið áfram klukku-
stundum saman.
Ekki þarf að taka fram, að
endirinn er ávallt þannig: —
Þegar tekið hefur verið rétt-
látt og sanngjarnt tillit til að-
stæðna og réttar tölur athug-
aðar í réttu ljósi, og menn
hætta vísvitandi að mistúlka
staðreyndir, þá hefur ástand-
ið í landinu aldrei verið betra
en þegar ræðumaður var í
stjórn, en hefur versnað hröð
um skrefum, síðan hinir
komu til valda!!!
☆ EGILSSTAÐA-
SAMÞYKKT
Það er ekki nýtt, að íslenzk-
ir stjórnmálamenn geri því-
líkan hrærigraut úx tölum og
skýrslum, að almennir borg-
arar verði gersamlega ruglað-
ir — og trúi sennilega litlu af
slíkum upplýsingum. Sú var
tíðin, að það var eldheitt deilu
mál í landinu árum saman,
hvort ríkissjóður væri rekinn
með halla eða afgangi, hvort
skuldir hefðu aukizt eða
minnkað. Þá gerðist það, sem
frægt var, að á stjórnmála-
fundi á Egilsstöðum var öllum
tölum og allri statistik ýtt til
hliðar, en fundurinn sam-
þykkti í þess :stað, að skuldir
ríkissjóðs hefðu ekkert auk-
izt!
Þeir Eysteinn og Lúðvík,
sem nú eru höfuð reknimeist-
arar þingsins, ættu að nota
þessa gömlu aðferð og hætta
pexinu £ þingsölum, en láta
gera Egilsstaðasamþykkt um,
að þeir hafi rétt fyrir sér, en
sérfræðingar ríkisstjórnarinn-
ar rangt! Hvilík fyrirsögn
yrði það ekki fyrir Timann!
DEILT UM
FORSENDUR
Meðferðin á tölum hjá
stjórnmálamönnunum er raun
ar svo frumstæð, að þeir deila
um einföldustu grundvallar-
atriði. Það gerðist á þessu
þingi, svo að dæmi sé nefnt,
að stjórnarandstæðingar og
stjórnarsinnar deildu hart um
það, hyað spariinnlán í hönk-
um væri. Einn sagði eitt og
annar hitt. Svo drógu þeir
upp Hagtíðindi og Fjármála-
tíðindi, héldu blöðunum á
lofti og bentu á þau bak og
fyrir, hver til að sanna sitt
mál,
Svipaðar umræður urðu mú
í vikunni um greiðslujöfnuð-
inn, Það kom í Ijós, að menn
höfðu mismunandi skilning á
því, hvað það orð þýddi, hvað
skyldi vera innifalið og hvað
ekki. 'Vantaði* ekki stór orð,
sérstaklega hjá Eysteini og
Lúðvík, sem hafa nóg af töl-
um til að sanna, að allt hafi
verið í blóma, þegar vinstri
stjórnin gafst upp, en veslingg
Hermann var einn að detta
fram af hengifluginu.
Enn má nefna eitt atriði,
sem stjórnmálamenn okkar
hafa sérstakt dálæti á. Það er
höfuðreikningsdæmi allra
stjórnarandstæðinga, að finna
nógu háa tölu yfir þær álögur,
sem ríkisstjóm á hverjum
tíma hefur lagt á veslings
þjóðina. Þessa dagana helduf
Eysteinn því hátt á lofti, a5
■stjórnin hafi lagt yfir 1000
milljón króna byrði á lands-
lýðinn. Nú er ekki uppbóta-
kerfi, svo ekki hefur þetta far
ið til útgerðarinnar, en láðsjt
hefur að útskýra, hverjir í
þjóðfélagi okkar hafi grætt
þessar 1000 milljónir!
Hvemig er talan fundin? —
Það fer lítið fyrir skýringum
á því, þar sem fundið er pólit-
ískt slagorð og það ekki af
verri endanum. Það munar
urn minna en 1000 milljónir!
Það er sorglegt að geta ekki
fengið svo málefnalegan og
fastan grundvöll undir stjórn-
málaumræðum, að höfuðtölur
um gang þjóðarbúsins séu ó-
umdeildar og á þeim byggt á
heiðarlegan hátt. Flestar aðr-
ar menningarþjóðir hafa kom-
izt á slíkt stig og vita, hvernig
málefni þróast af hagskýrsl-
um sínum, án þess að rífast
stöðugt um grundvöll þeirra,
Hitt væri gagnlegra að deila
um orsakir þess, að eitt eða
annað gerist og einbeita sér
að því að beina efnahagsþró-
uninni á sem æskilegastat'
brautir, .
KLÚBBURINN
KLÚBBURINN
4 22. jan. 1361 — AIþýðublaðið