Alþýðublaðið - 25.02.1961, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 25.02.1961, Qupperneq 2
Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulitrúar rit- stjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfis- götu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. f^lausasölu kr. 3,00 eint. tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson. HUGMYNDALEYSI POSí- M———WBWWBM.WI liil JiUWEBBMM——MWBB——BBBafl g«aWBP—M MÁLASTJÓRNARINNAR En þá kastar fyrst tólfun* um, ef á að fara gefa út aftur merki með mynd af þessia gamla, ljóta, danska fangelsi og kynna það út um allan heim enn á ný sem aðsetur æðstu stjórnar íslenzka ríkis* ins. j Frímerkjasafnari. , Þetfa kaila beir hlutleysi IZVESTIA, eitt af stórblöðum Sovétríkjanna, ; hefur ráðizt mjög harkalega að sænskum ráðherr- | um og sænskum jafnaðarmönnum fyrir að styðja | Dag Hammarskjöld í Kongómálinu og neita að ! íhjálpa Rússum til að víkja honum úr starfi. Seg- j ir hið rússneska blaö, að þessi afs^aða sé gersam- ; lega ósamrýmanleg hlutleysi Svíþjóðar! Af þessari átás Izvestia verður enn einu sinni i Ijóst, hvað kommúnistar eiga við með „hlutleysi“. ; Þeir telja hlutlausu ríkin í sinni fylkingu í heims j étökunum, og þeim finnst sjálfsagt, að „hlutlaus- ), ar“ þjóðir takil jafnan afstöðu með Sovétríkjunum ;á alþjóða vettvangi. 'I Hér á landi börðust kommúnistar til skamms tíma fyrir brottför varnarliðsins. Síðan notuðu j þeir hentugan tíma til að breyta þessu og bæta j hlutleysi íslands við. Fjöldi af Framsóknarmönn ö,] um og öðrum bersandstæðingum létu þetta gott 1 heita, skrifaði imdir, þrammaði á fundi og ráð- ' stefnur. En gerðu þessir menn sér ljóst, hvert kommúnistar stefna með „blutleysi“? Hafa þessir menn áttað sig á því, að „hlutleysi” það, sem kommúnistar berjast fyrir, þýðir að skipa íslandi algerlega í sveit hinna kommúnistísku ríkja aust an tjalds? Við erum aflögufærir NORÐURLANDARÁÐ hefur á fundi sínum í I Kaupmannahöfn rætt tillögu frá dönsku stjórninni ! um sameiginlegt átak norrænu þjóðanna til að • styrkja hin vanþróuðu og fátæku lönd heimsjns. J Hér er góð hugmynd og raunhæf á ferð. Mætti •*! safna miklu fé hjá almenningi, en hið opinbera legði framlög á móti úr ríkissjóðum. Safnfé ætti e]h að nota til að auka menntun þjóða, sem skemmzt ! eru á veg komnar. íj Hinn þekkti, sænski hagfræðingur Gunnar 1 Mýrdal segir í bók sinni, „Handan við velferðarrík '! ið“, að hlnar auðugu þjóðir heims (þar’á' meðal • eru öll Norðurlöndt''’séÚ aÁeíns sjöHi hluti mann- A Js^^asins,' én peUa litla brot fái % af allri fram- ! leiðslu heimsins og 9/10 af allri fjárfestingu. Við ! ættum að vera aflögufærir. Undanfarna áratugi hefur sú hugsun verið að : vinna almennt fylgi, að innan hvers þjóðfélags • verði að jafna tekjur milli ríkra og fátækra. Þetta er gert á margvíslegan hátt. Nú verður að beita sömu hugsun milli ríkra þjóða og fátækra í heim inum. Það er ef til vill mikilsverðasta verkefni ' hinna frjálsu þjóða í dag. NÚ Á NÆSTUNNI koma út tvö ný, íslenzk frímerki. Merk in verða með mynd af Stjórn- arráðskofanum við Lækjar- torg. Árið 1958 komu einnig út frímerki með sömu mvnd einnig tvö merki. Það er gamall og leiðinleg- ur siður hjá íslenzku Póst- málastjórninni (Póst- og síma málastjóra) að gefa út sömu ,,mótívin“ aftur og aftur með nýjum verðgildum. Þetta er mjög sjaldgæfur siður erlendis og í mörgum löndum alveg óþekkt. í hvert skipti, sem ný frímerki koma út koma auðvitað líka ný „mótív“. Flest lönd, sérstak- lega smáþjóðir, reyna að gefa út sem fallegust merki í land- kynningarskyni. Mótívin á merkjunum er oft úr atvinnu mönnum og skáldum. Mjög lífi viðkomandi þjóðar, einnig , koma oft út myndir af lista- mikið er gefið út af íþrótta- merkjum, flugmerkjum og dýramerkjum. íslenzka Póstmálastjórnin hefur verið frekar seinheppin í vali mótíva, Einstaka merki hafa verið ágæt t. d. Fálkinn, Blómasettin bæði. Lang lélegasta mótiv sem Póstmálastjórnin hefur valið í ru Stjórnarráðsmerkin og 25 kr. merkið af Bessastöðum. — Það er harla lítil landkynning að senda myndir af þessum gömlu dönsku kofum út um allan heim. Það er varla hægt að búast við því að útlending- ar sem engar aðrar myndir hafa séð frá íslandi, en þær, sem birzt hafa á frímerkjum, geri*sér háar hugmyndir um húsakost okkar SJÓLOKOV VAR SÁ ÞRETTÁNDI Ungvcrjar lesa mikið. HAMBORG (IP). Liðin eru 4 ár síðan að út kom I •Búdapest tímarit sem fjallaf um erlendar bókmenntir. —« Það var gefið út vegna ítrek- aðra krafa frá ungverskum lesendum og félagi rithöf- unda þar í landi. í átta ár, frá 1948—1956 var ekkert tíma- rit gefið út á ungversku, þar sem ungverskir áhugamenn um erlendar bókmenntir gátu fengið upplýsingar um vest- rænar bókmenntir, jafnvel þótt þær væru alveg ópóli- Framhald á 11. síðu. H a n n es h o r n i n u ★ Annar bankamaður skrifar mér bréf. ★ Tekur mig á hné sér. ★ Dæmi af gefnu til- efni. ★ Hendinni stungið inn í mauraþúfu. ANNAR bankamaður skrifar mér eftirfarandi bréf af tilefni pistils míns á miðvikudaginn: „Þú segir í pistli þínum, að þú hafir leitað upplýsinga hjá kunningja þínum í banka um það hvað bankinn, sem'hann starfar lijá hafi tapað miklu á lánveitingum s. 1. tvo áratugi og að það hafi .reynst miklu minni uppljæð en þú hafðir bú- ist við. Énnfremur segir þú að samkvæmt þessum sömu upp- lýsingum hafi bankinn ekki tap að neinu á „smáfólkinu“, og virðist þú þá eiga við þá, sem fá eða biðja um 5000—20 þús. króna víxla. EKKI SKRIFA ég þér til þess að mótmæla þessum niðurstöð- um. En mér virðist af skrifum þínum, að þú álítir að bankarnir eigi fyrst og fremst að lána ,,smáfólkinu“ eins og þú nefn- ir svo. En hvað eru bankar? — Þeir taka við sparifé fólks og eiga að skila því aftur með vöxt um. Hvernig eiga þeir að ávaxta þetta fé? Þeir eiga að ávaxta það með því að, styðja atvinnu- vegi landsmanna svo að atvinn an verði örugg og lífvænleg fyr ir alla þjóðfélagsþegnana. ÞETTA er fyrst og fremst hlut verk bankanna. Næsta hlutverk þeirra er að lána einstaklingum fé þegar þeir þurfa á því að halda til þess, sem ekki er bein- línis hægt að telja til uppbygg- ingar atvinnuveganna, en þar verða bankastjórar að gjalda varhuga við. Ég veit að þú munt svara, að sjálfsagt sé að lána fé til þess að fullgera íbúðir, því að vitanlega er það óarðbært fyrir þjóðfélagið, að láta hús standa ónotuð og ófullgerð. Þá fyrst fer húsnæðið að bera arð, eða réttara sagt, að koma að gagni, þegar sá, sem hefur ráð- ist í að byggja það, getur flutt í það og tekið það í notkun.“ ÉG ÞAKKA bréfið og lexíuna. Annars var alveg óþarfi að taka mig á hné sér, því að þetta vissi ég allt saman, þó að bréfritara þyki það ótrúlegt. Ástæðan til þess að ég skrifaði pistil minn á miðvikudaginn, var ekki sú, að ég hefði ástæðu til að gagn- rýna útlánastarfsemi til atvinnu veganna, Hins vegar þekki ég það eins og aðrir, að ekki eru allir jafnir í móttökustofum bankastjóranna. Það er ekkert leyndarmál, þó að það sé heldur ljótt mál. Og mismunurinn staf- ar ekki af efnum, heldur ekki af tryggingum fyrir smávíxlum, Það stafar fyrst og fremst a| „ástæðum", ÉG GÆTI nefnt fjölda mörg dæmi um þetta, en geri þa<3 ekki, enda listinn það langur ag hann kæmist ekki fyrir í nokkr- um pistlum á borð við mina. Ers minnisstæðast er mér dæmiS um smábraskarann, son mektar- bokka, sem fékk fyrst 110 þús. króna vixil til þess að kaupai skúrfjanda, og aíðan 60 þúsund króna víxil til þess að innréttaí skúrfjandann, sem hann leigðil síðan á okurleigu. En á samai tíma var mönnum neitað uml smálán til þess að kaupa hurð- ir fyrir hús sitt svo að hægi væri að flytja í það. \ HVAÐ er mikið af peningumi liggjandi í óreiðulánum allskon- ar braskara? Það er ekk^ búia að tapa því fé, að minnsta kostS ekki búið að færa það á tap- reikninga hjá bönkunum Era •hvers virði eru veðin? — Ég drap á stórmál á miðvikudaginn, Mér er það ljóst, að ég stakk hendinni inn í mauraþúfu. Þa3 getur vel verið að ég kippi hennií út blóðugri og bitinni, en það gerir þá ekkert til. Hannes á horninu. í KLÚBBURINN > B * Opið í hádeginu. — J| Skandinaviskt kalt borð ■ — einnig valið Um 50 * heita og kalda sérrétti. j[ B KLÚBBURINN j Lækjarteig 2 - Síini 35355* B WBBBWBBBBBBBBMB 2 25. febr. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.