Alþýðublaðið - 25.02.1961, Síða 7

Alþýðublaðið - 25.02.1961, Síða 7
Hammarskjöld þvær hendur sínar — Izvestia. ust'á hann, var aðallega lögð áherzla á, að hann hefði sam band við „banka“ og hann væri sonur forsætisráðherra. Ástaeðan fyrir því, að svo lítið er gert úr Haimnar- skjöld í Rússlandi er sú, að Rússar hafa alltaf verið þeirrar skoðunar, að , emb- ætti hgns mætti ekki verða áhrifamikið. Þegar árið 1920 strikaði Litvinoff yfir þann möguleika, að koma mætti á fót öryggisstofnun heimsins, er brúað gæti bilið milli hins . sovézka og ósovézka heims. Hann sagði í þessu sam- band að „aðeins engill gæti verið hlutlaus í að dæma sovétmál.“ Rússar hafa sýni- lega aldrei talið Hammar- skjöld slíkan engil. Rússar hafa allt frá fyrstu tíð litið svo á, að fram- kvæmdastjóri SÞ skuli að- eins vera æðsti framkvæmda stjóri stofnunar, sem sjálf eigi aldrei að hafa neina að- stöðu til að gera neinar ráð- stafanir, sem stórveldunum séu þvert um geð. Allt frá því að grundvöllur samtakanna var lagður í Dumbarton Oaks hafa Rússar litið á neitunar- valdið sem grundvallaratr- ið. ilWWWHtMMHHMWMWWWWWWMWHWMWWMWWWMW NAFN Dags Hammar- skjölds, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, hefur á sl. átta árum orðið þekkt um svo til allan hinn ókommún- istíska heim. En í augum Rússa hefur hann alltaf ver- ið eins konar peésónulaus rrjjður,, Ejsm ; aðsins er minn'zt á með smáu letri í fréttum frá Nlew York, og það er aðeins, þegar sam- skipti hans og sovétstjórnar innar hafa verið upp á það ailra versta, sem hann kem- ur fram sem mannleg — eða öllu heldur ómannleg — vera í dálkum rússneskra blaða. Nú vita hins vegar allir Rússar, hver Hammarskjöld er, eftir að stjórri þeirra svipti hann viðurkenningu sinni og gaf þá lýsingu á honum, að þegar Lumumba og félagar hans „voru gripn- ir af málaliðsmönnum heims valdasinnanna, kastað í dyfl- issu og pyntaðir á hinn ó- mannúðlegasta hátt, og þegar öllum heiminum var ljóst, að líf þeirra voru í hættu, lyfti Hammarskjöld ekki litla fingri til að bjarga hin- um kjörnu leiðtogum kong- ólsku þjóðarinnar.“ Allir les endur Izvestia vita nú, að | ,,þetta handbendi heims- valdasinnánna hefur sett óaf-| máanlegan blett á hinn bláa lit Sameinuðu þjóðanna.11 En 8. apríl 1953 gátu að- eins þeir, sem lesa Pravda nákvæmlegast allra, séð, að Hammarskjöld hafði verið ráðinn framkvæmdastjóri SÞ því að fréttin var sögð í fimm línum á baksíðunni — og Rússar fengu ekkert að vita um þá yfirlýsingu Vys- hinskys, þáverandi fulltrúa Rússa hjá SÞ, um, að „við erum sannfærðir um, að við verðum ekki blekktir né fyrir vonbrigðum af kosningu hr. Hammarskjölds." í janúar 1955 fengu les- endur Pravda ekkert að vita um heimsókn Hammarskjölds til Peking eða um það, að nokkru síðar var bandarísk- um flugmönnum, sem þar voru í haldi, sleppt. Þegar Hammarskjöld kom í opin- bera heimsókn til Sovétríkj- anna sem yíirmaður friðar- samtaka heimsins, var minna getið ,ura hann í blöð- unum en um Shainn i íran, sem einnig var þar á ferð, og venjulega er talað um í rúss neskum blöðum sem „aftur- haldssaman lénsherra.'1 Þeg- ar aðalblöð Rússlands minnt- Ásakanirnar, sem bornar voru á Trygve Lie á sínum tíma, voru næstum hinar sömu, sem nú eru bomar á Hammarskjöld — að hann hefði „notað stöðu sína til að styðja árásaraðilann í Kór- eu.“ Framhald á 12. síðu. GONDÓLARÆÐARAR í Feneyjum kvarta sáran yf- ir samkeppni við vélknúna báta, og hafa gert um sinn. Sjaldan er ’ein báran stök og bráðlega búast þeir við enn einni samkeppni; við bifreiðar, því til stendur að fjölga bílvegum og bíla- briim í borginni, en fram trl þessa hefur verið lítið um hvorttveggja. Eins og flestir vita er Feneyjaborg samsett úr nokkrum smáeyjum Sem eru þéttbyggðar, flestar sundurskornar af síkjum, nokkrar þeirra tengdar sam an af brúm en samgöngor milli sumra þeirra eru að- eins með bátum. Nú hafa yfirvöld borgar- innar í hyggju að byggja bílabrýr yfir stærstu síkin svo aka megi milli stærstu eyjanna. Aðdáendum Fen- eyja mun þó ekki líka þetta og þykja borginni mis- þyrmt herfilega, en eins og knnnugt er er hún ein eífir sóttasta ferðamannaborg Ítalíu enda ein sérkennileg- a,ta borg heims, ekki sízí vegna þess hvernig hún er h'yggð og samgöngum ein- kennilea hagað, auk þess sem þar eru svo skrautleg- ar og sérlennilegar bygging ar af dýrmætum listaverk- um frá miðöldum. Samkvæmt áætlunum á að leggja hílvegi eftir hin- um löngu og mjóu eyjum, Fellestrina og Lido, en þeir fáu vegir sem fyrir eru á eyjunum, eru yfirleitt svo þröngir að bílar komast ekki eftir þeim nema þá niður við bafnarstæðin. — Þessa vegi á svo að tengja járnbrautarstöðinni en það an Iiggur járnbrautarbrú til meginlandsin1®. Margir hafa orðlð til að gagnrýna þessa ráðagerð, þótt sérstak Iega félagsskapurinn „Ital- ia nosíra“ (Ítalía okkar) sem berst fyrír viðhaldi fag urra verka á Ítalíu í listum byggingum o. fl. Talsmenn félagsskaparins segja, að flestir sem til Feneyja hafa komið muni vera honum sammála um það, að þessi végalagning myndi spilla hinni einstöku og rómuðu fegurð Feneyja. „Ef haldið verður áfram á þessarí braut verður þess ekki Iengi að bíða að við sjáum bíla þjóta um torg heilags Markúsar og gond- ólaræðararnir í Feneyjum Hta út eins og gömlu fiski- mennirnír í Kaprí, sem eru ekki lengur raunverulegir fiskimenn en settir þarna til að blekkja ferðamenn, hafa áhrif á útlendinga og reyna !að viðhalda þeirri h,efð og sögusögnum sem lengi hafa slegið Ijóma yf- ir eyjuna". Þetta er haft eftir talsmanni félagsins úr grein sem hann skrifaði um málið í blaðið „II messag- gero“ í Róm. Verði af áðurnefndum framkvæmáum má vera að Framh. á 12 síðu. Alþýðublaðið 25. febr. 1961 J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.