Alþýðublaðið - 12.03.1961, Qupperneq 4
Eðli vt'i'kalýðshreyí ingarinnar er ekki
skyndiu])phláup, havaðafundir og æfin-
týri, heldur míM'kvíst, slcitulaust strit fyrir
málefnunum sjálfum.. islenzkt fólk er frá-
hitið hugsunarhætti kommúnismans, og
haa’n sigrar aídrei her á landi fj'rir atbeina
íslendinga, Það er hið hættulegasta æfin-
týri fyrir íslenzka alþýðu að taka sér merki
mannanna ffcá Moskva í hönd og ganga
mcð það út i baráttuna. Undir þvi merki
mun hún bíða ósigur og falla. Islenzk
vcrkalýðssamtÖk geta aldrei unnið fulln-
aðarsigur nema með aðstoð og í bróður-
legri sainvinnu við millisléttina, iðnaðar-
mennina, hina lægst launuðu embættis-
menn o. s. frv. Eg vænti þess, að reykvísk
alþýða ski’ji þetta og fari eftir þvi, sem
hún álítur skynsamlegast eftir rólega yfir-;
vegun.
.IÓ!i BaldvSnsson á Dagsbrúnarfundi 13. fcbrúar 1038.
fólkinu saman og bjargarhvöt
.in og óljós skilningur á því.
að það gæti ekki skapað sér
stöðu nema hver styddi annan,
rak það saman í félög. Það var
þetta, sem var að- gerast á
tímabilinu frá því rétt fyrir
aldamót og til ársins l&SO, en
þá vil ég segja. að Alþýðu-
sambandið og Aliþýðuflokkur-
inn bafi verið búin að fá fast
skipulag :— og 'hasla sér völl
. til fulls, þó að þroski kæmi
síðar.
í dag eru fjörutíu og fimm
ár liðin síðan Alþýðusamband
íslands og Alþýðuflokkurinn
voru stofnuð. Að vísu hafði
óformlegur fundur verið hald
•inn haustið 1915, til að undir-
búa stofnun íheildarsamtaka,
en hinn raunverulegi stofn-
fundur er talinn vera 12. marz
1916. Frambaldsstofnfundur
var haldinn 19. sama mánaðar.
Ottó N. Þorláksson, marghert-
ur baráttumaður meðal verka
manna og sjómanna, var kos-
inn forseti samtakanna fyrst í
stáð og sat hann stofnfundinn
sem fulltrúi frá Dagsbrún.
Hann hafði verið einn af braut
ryðjendum Bárufélaganna og
ódrepandi áhugamaður. Af fé-
lagslegum — og pólitískum á-
stæðum munu félagarnir ekki
hafa talið heppilegt, að Ottó
skipaði formannssætið lengur
en meðan verið var að koma
samtökunum á laggirnar, enda
var hann aldrei metnaðar-
gjarn, heldur ávallt fyrst og
fremst áróðursmaður og eld-
sál. í hópi fulltrúanna frá
Prentarafélaginu var herða-
breiður maður, hlióðlátur,
traustur og tillögugóður, en
ekki mælskur — Jón Bald-
vinsson. Hann var kosinn rit-
ari samtakanna á fundinum
19. marz, en síðar sama haust
var hann kosinn forseti og
gegndi hann ibví starfi til dán-
ardægurs árið 1938.
Ég sagði í upphafi, að al-
þýðan veldi sér foringja og
skapaði þá í samræmi við
þörfina á hverjum tíma. Jón
Baldvinsson var ekki eldsál
og' áróðursmaður, sem gat
ruðst einn og beint af augum
á ófærur. Þannig voru þeir Ól-
afur Friðriksson og Ottó N.
Þorláksson. Ég fullyrði, að
þeim ibáðum hefði ekki tek-
ist nógu vel að byggja upp
samtök hægt og bítandi, hlúa
að þeim, vaka yfir þeim — og
gæta hvers smáatriðis. Það gat
Jón Baldvinsson ibetur en
þeir. Hann var maður upp-
byggingarinnar, en ekki eld-
hugi hins fyrsta dags í sögu
hreyfingar. Alþýðan var fund-
vís. Jón sat fundi og sagði ekki
margt. Hann var ekki á fyrstu
árum sínum mælskumaður, en
hann var traustur maður og
fyrirhyggjusamur. Það fann
fólkið. Það þurfti ekki annað
en að sjá hann til þess að
skilja það. Alþýðunni tókst
valið svo vel, að enn í dag er
Jón Baldvinsson talinn farsæl
asti foringinn, sem alþýðusam
tökin hafa átt.
Allt starf hans næstu ára-
tugina sönnuðu þessa fund-
vísi alþýðunnar á réttan for-
ystumann á réttum tíma.
Ég á margar myndir af Jóni
Baldvinssyni í minningum
mínum:
Hann hafði þann sið á fjölda
funda, þó að allir vissu að
miklar deilur væru uppi, að
innleiða þær ekki. Hann sat
kyrrlátur, eins og klettur, £
sæti sínu og beið. Hann beið
meðan deilt var og hlustaði
vel. Hann færði sig stundum
um sæti og seildist til bess að
komast í snertingu við hópa,
sem ekki sióðu í deilunum, að
minnsta kosti ekki framar-
lega, og ræddi við fólk. Svo
þegar líða tók á fund og hinir
deilugjörnu voru famir að
mæðast, bað hann um orðið,.
brá jafnvel á létt glens, eða
sagði sögu af sjómanni eða
bónda, sem sfcaðið hafði í
kröppum dansi og sigrað,
Hann bar ekki skrúð á sitt
mál. Það var einfalt og lát-
laust og svo bar hann frani
lausn. Þannig samdi hann
milli hópanna. Þannig setti
hann niður deilur. Þannig
lagði hann línur.
Jón Baldvinsson var fyrst
og fremst samningamaður og
fyrirhyggjumaður. Menu
treystu honum og trúðu fyrir
málum. Það var sagt um
marga menn, sem falin hafði
verið úrlausn mála: „Bara
hann geri nú ekki einhverja
vitleysuna“. En það heyrði ég
aldrei sagt um Jón Baldvins-
son.
Svo var annar eiginleiki,
sem Jón hafði til að bera £
ríkum mæli: Hann skildi fólk,
hann hafði mjög næmt inn-
sæi. Það þýddi ekki að sperra
upp neinar stélfjaðrir and-
spænis honum.
Einu sinni sem oftar kom ég
heim til hans og ræddi við
hann um einn af forystumönn
um flokksins, sem ég bar mik-
ið traust til og þá fyrst og
fremst fyrir dugnað hans og
áræði. Þegar við höfðum rætt
málið nokkuð sagði Jón allt
í einu:
,,Það vantar strengi í brjóst-
ið á honum. Ég óttast að það
verði honum að fótakefli fyrr
eða síðar, og flokknum þá til
skaða“.
Mér var ekki alveg ljóst
UM ALLA framtíð munu
söguskýrendur sammála um
það, að kynslóðin, sem skipu-
iagði laTjþýðusamtökin á ár-
unum 1896 til 1930, hafi skil-
að ríkulegum arfi; að þessi
arfur hafi í raun og veru lagt
grundvöllinn að hinni nýju
þjóðfélagsskipun og leyst þjóð
ina úr fjötrum.
Það er ekki nema eðlilegt,
þegar litið er yfir sögu mik-
illa og áhrifaríkra samtaka, að
þá staldri menn fyrst og
fremst við nöfn helstu braut-
ryðjenda og forystumann-
anna. Þá vill oft fara svro, að
þeim er þakkað allt, sem gert
var, að þeir hafi risið upp al-
skapaðir, bent á leiðina og
farið hana síðan með fjöldann
á eftir sér.
En þetta er að.minni skoð-
un, sem byggist á margra ára-
íuga reynzlu, mikill misskiln-
ingur. Það er fjöldinn, nafn-
laus og starfandi skarinn, sem
alltaf á upptökin, sem alltdf
ryður brautina og skapar sér
forystumenn.
Hitt er svo annað mál, að
foringinn er sá möndull, sem
hreyfingin snýst um og leiðir
áfram brautina, en þó því að-
eins, að hann sé í samræmi við
aug og vilja fólksins sjálfs.
Hreyfing verður til fyrir
ijróun, og foringi birtist í sam
væmi við þróunarstigið. ís-
Leruk alþýða hafði um langt
skeiö fundið það. óljóst þó, að
b>ví aðeins gæti strit hennar
fært henni þau gæði, sem hún
þurfti til þess að geta lifað
mannsæmandi lífi, að hún sam
einaðist í félagsstarfi. Félags-
starf var henni hins vegar
framandi. Að nokkru leyti
höfðu þó Góðtemplarareglan
og fyrstu kaunfélögin kennt
henni félagsrekstur, en alþýð-
an var lítt menntuð í þessum
greinum, og svo var hún á
faralds fæti ef svo má að orði
komast. Kauptún og kaupstaS-
ir voru að myndast og fólkið
flosnaði unp í sveitum og
flutti til sjávarins, mættist úr
■öllum áttum á sama stað, ó-
kunnugt og óvant margbýli,
unoalið í einangrun og vinnu-
hjúaaea. ekki beinlínis undir
það búið að skipast í samtök
— og heimta rétt sinn í sam-
einingu.
En ný atvinnutæki söfnuðu
4 12. marz 1961 — Alþýðublaðið