Alþýðublaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 5
ihvað hann átti við. Hvaða I strengi vantaði í brjóstið á i manninum? ‘En mér varð það § ljóst síðar. Þá hittumst við 1 Jón, og hann sagði: „Það vantaði strengi í i brjóstið á honum“. Það bar við, að Jón tók manni tveim höndum, sem flestir aðrir virtust ekki taka eins vel. Og það kom varla fyrir að sá maður brygðist. Jón skyggndist að þessu leyti dýpra en aðrir forystumenn. Jón Baldvinsson umgekkst mjög mikið verkafólk. Það var stundum örtröð hjá hon- um af verkakörlum, sjómönn-1 ixm og' iðnaðarmönnum, sem 1 komu bara til þess að rabba við hann. Hann komst aldrei ínn í borgarastéttina. Hann sótti þrótt í þetta óbrotna al- þýðufólk, sem hafði kvatt hann til star.fa. Einu sinni var mikið deilu- mál uppi í sambandi við þing- flokkinn, eða afstöðu hans á alþingi. Þetta deilumál fór ekki margra á milli og var ekki komið almennt út á með- al flokksmanna. Morgun cinn kom Jón í ritstjórnarskrifstofu Alþýðu- blaðsins og settist gegnt mér. Ég spurði hann um úrslit þessa máls eða horfur í því. Ég man vel hverju hann svar- aði og hvernig hann svaraði: ,,Hann kom heim til mín í gærkvöldi — (og nefndi nafn verkamanns, sem hjó grjót í Skólavörðuholtinu), og sagði, að ef við gerðum þetta ekki gæti hann ekki borið sama traust til flokksins og hann hefði alltaf gert. Traust þess manns — og hans líka vil ég ekki missa“. Alþýðuflokkurinn vann mik inn kosningasigur árið 1934. Þá bar svo við, að allskonar fólk streymdi inn í Jafnaðar- félagið. Einu sinni, þegar ég lét í ljós ánægju mína yfir þessu við Jón, fannst mér hann taka því furðu dauflega. Ég hafði orð á því og sagði I eitthvað á þá leið, að gott væri að ná til fleiri manna og skipuleggja starf þeirra fyrir flokkinn. Þá sagði hann: ,,Já, það er kannski gott, en þetta fjarar út, það fjarar út“. Við biðum mikinn ósigur árið 1937 — og þá held ég að allir þeir, sem komu í félagið 1934 og mest bar á, hafi ver- íð horfnir. Jón Baldvinsson hafði séð rétt. Hann var lang- sýnn. Þegar deilurnar risu 1 Al- þýðuflokknum um samein- ingu eða samstöðu flokksins við Kommúnistaflokkinn, sem öllum eru kunnar, vildi Héð- inn Valdimarsson ekki hlýta ákvörðunum meirihluta flokksins í Reykjavík. Hann var annar helsti foringi flokks ins og mjög áhrifamikij]. Hann ákvað að beita áhrifum sínum og stöðu í flokkniTm sem varaforseti hans, til að taka upp persónulegt sambaud Framh. á 14. síðu. ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur í 45 ár starfað eftir meg- inreglu, sem Jón Baldvinsson orðaði svo, að eðli verkalýðs- barátturmar sé ekki skyndi- upphlaup, hávaðafundir og •ævintýri, heldur sleitulaust strit fyrir málefnunum sjálf- um. Saga þess, hvernig stefnu mál flokksins hafa hvert af öðru orðið að veruleika og aðrir flokkar látið af gamalli andstöðu við þau, er kunn hverju mannsbarni á íslandi. Einkenni Alþýðuflokksins í dag er þó ekki aðeins raun- hæft og ábyrgt starf, heldur hið bjartsýna viðhorf hans til framtíðarinnar. Tilgangur flokksins var, er og verður hinn sami: að skapa þjóðfélag jafnaðarstefnunnar, þar sem hver einstaklingur lifir frjálsu menningarlífi, hefur ekki að eins trygga atvinnu, heldur vísan réttlátan hlut þjóðar- tekna, tekur þátt í stjórn sam eiginlegra mála, ekki sízt í efnahagslífi, og nýtur þess ör yggis, sem framast er unnt að veita. Hins vegar viður kennir flokkurinn, að tækni leg og þjóðfélagsleg þróun mannsins er ör og óstöðvandi, því er þörf að endurskoða þær leiðir, sem fara skal að loka markinu. Flokkurinn byrjaði sem mót mæli alþýðunnar gegn órétt læti taumlauss auðvaldsskipu lags, sem hér ríkti eins og í öðrum löndum. Fyrsti áratug urinn var tímabil uppbygging ar, bæði á faglegu sviði verka- lýðshreyfingarinnar og stjórn málasviðinu. Á öðrum áratugn um var styrkur flokksins orð inn slíkur, að hann tók þátt í stjórn landsins og stóð að víðtækri þjóðfélagsbyltingu, baráttu gegn atvinnuleysi og fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar, víðtækum ríkis- afskiptum af atvinnulífi og uppbyggingu, byrjun trygg- ingakerfa, bygginga verka- mannabústaða og fleiri um- bótum. Þá var reistur grunn ur, sem íslendingar hafa byggt á síðan. A þessum áratug magnaðist mjög barátta milli jafnaðar m.anna og kommúnista og flokkurinn varð tvívegis að þola miklar blóðtökur vegna klofnings. Þessir viðburðir voru einn mesti harmleikur ís lenzkra stjórnmála og alþýðu- baráttu. í stað þess að eignast einn flokk, sem mundi í dag hafa 30—45% af þjóðinni að baki sér, hefur sundrungar- starf kommúnista svipt þjóð- ina staðfestu í stjórnmálalífi sínu og átt höfuðsök á því rótleysi og öryggisleysi, sem ríkt hefur í stjórn og efna- hag landsins. Styrjaldarárin gerbreyttu öllum viðhorfum íslendinga eins og raunar flestra ann- ara þjóða. Skyndilegur auður og stórbætt lífskjör gáfu þjóð inni tækifæri, sem ekki var sleppt að fullu, en voru illa notuð. Mikið hefur verið byggt á þeim grunni, sem reistur hafði verið, en skipu lagslaust og án þess að tryggja alþýðimni það öryggi, sem hún þráir eða þær kjarabætur, sem skynsamlegri hagnýtingu tækifæranna hefði tryggt. Alþýðuflokkurinn hefur á íþessu tímabili auðs og upp- lausnar látið málefnin ráða stefnu sinni. Hann hefur — eins og allir aðrir stjórnmála •flokkar í landinu — tekið þátt í samsteypustjórnum til að þoka áhugamálum sínUm fram, og háð baráttuna við sundrungadraug kommúnis- mans af kappi. Arangurinn hefur verið mikill á einstök- um sviðum, í uppbyggingu at vinnuvega, auknum trygging um, jafnarí lífskjörum, En vandamálin hafa hlaðizt upp. Sífelld verðbólga hefur skap að alþýðú manna öryggis- leysi, mikil fjárfesting hefur ekki skilað almenningi þeim árangri, sem vænta mátti, og margvísleg spilling hefur siglt í kjölfar þess, sem gamall frumherji hefur kallað „sósíal- isma andskotans11: vanhugs- aðra ríkisafskipta, rotins upp bóta- og skriffinnskukerfis, á byrgðarlausrar kröfugerðar til hins opinbera með minnkandi fórnarvilja einstaklinga og samtaka. Margra ráða hefur verið leitað til að lækna þetta á- stand. Alþýðuflokkurinn reyndi að endurtaka samstarf við Framsóknarflokkinn með háleitum vonum, en sú tilraun mistókst. Flokkurinn. lét meira að segja til leiðast að reyna vinstristjórn, sem var á sínum tíma orðin pólitísk nauð syn, en einnig það mistókst gersamlega. Hvorug þessara tilrauna leiddi til aðgerða, er skáru í þá meinsemd, sem stendur í vegi fyrir nýrri sókn þjóðarinnar til betri og rétt íátari lífskjara. Eftir þessa reynslu á áratt um 1956—58 ákvað flokkur inn að freisía nýrra ráða, þar sem hinar troðnu sióðir leiddu sannanlega ekki til þess ár- angurs, sem verður að fást óður en langt líður. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn • stó3 til boða um nýja tilraun. Hún byggðist á risaskrefum í jai'n. réttismálum þjóðarinnar, lausn kjördæmamálsins og stórauknum tryggingum m.eð endurbótum á skattamálum. Jafnframt skyldi gerð stór- felld tilraun til að reyna mý ráð í efnahagsmálum, ráð sem eru náskyld þeirri stefnu, er jafnaðarmenn hafa staðið að Frh. á 7. síðu. Þorskanefavertfö 1961 Getum nú boðið útgerðarjnönnum sterkari og vandaðri Nylonþorskanetaslöngur en nokkru sinni fyrr. ÚTGER&ARMENN! Kynnið yður gæð’i og hagstætt verð hinnar nýju framleiðslu okkar. Björn Benediktsson h.f. Netaverksmiðjan. Holtsgötu & ÁNANAUST — Reykjavík. Sími 1 46 07 — Símnefni: Fishnet. iiiillllll!ÍiIi;!!i!i!l!l!liili;tt!lili!m!i!!Í!Í!!ii,.i!i!íií;;!in!ilí!i!!ÍiÍ!!!iL!iiíll!lÍ!lli!lli!íÍilllli!!iliiillliílÍ!tiúill!!íltir Alþýðublaðið — 12. marz 1961 8J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.