Alþýðublaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 13
ÞAÐ VELDUR yfirvöldum miklum áhyggjum í Vestur- ' Evrópu hve glæpastarfsemi er ' mikil meðal unglmga. Mismun andi mikið er um afbrot ung- ' linga í hinum ýmsu löndum ■ Vestur-Evrópu, en yfirleitt meira um þau 1 iðnaðarlönd- unum þar sem meirihluti íbú- anna býr í borgum. Fámenn ' lönd og minna þróuð tækni- lega hafa lægri afbrotatölu unglinga, t. d. eru afbrot ungl- ' inga hverfandá í Portúgal og á Spáni svo 'sjaldgæf að þau eru ekkert vanadmál þar í landi. Erfitt er að gera samanburð á hinum ým«u löndum, vegna þess hve skýrslugerð er hagað á mismunandi hátt í hverju landi. Fréttastofan United Press lét nýlega safna saman skýrslum hinna ýmsu landa um þetta efr.i og fara helztu niðurstöðurnar hér á eftir. Afbrot hafa farið stórvax- andi í Bretlandi síðan 1938 og eru um helmingi fleiri í dag en þau voru 1938. Það ár voru skráðar 283 bús. ákærur í Eng- landi og WaJ°s. og yfir 78 þús. manna fundnir sekir um af- brot. 1959 voru þau hins vegar orðin um 675 þús. og 153 þús. fundnir sekir. og fjölgaði í- búunum bó aðeins um 10% á þessum tíma. Á Skýrslunum sést líka að bað var óheiðar- ' leiki fremnr «n ofbeldi sem veitti brézku lövreglunni nóg að starfa á b°«su tímabili. Af 675 þús. sk'áðum ákærum voru 446 bús. biófnaðir og 134 þús. innbrot. Aðrir glæpir voru þá nærri 50 bús. Kynferð isafbrot vo~u . aðeins“ eins og segir í pkvrqiunni 20 þús. — annað ofbeldi og líkamsmeið- ingar tæn 1 •* bús. og 141 morð. Brezka löo-ro.oqan er ekki ' sammáb u-m bnð hvaða ástæð- ■ ur séu fvrir h°csum mörgu af- brotum. en allir eru þó sam- mála um bað að þéttbýli og losaralegt heimilislíf eigi mik- inn þátt í því. Um 80% þeirra sem sekir fundust fyrir glæpi í Englandi og Wales, voru innan þrítugs aldurs, og 88,6 voru karlmenn. 15,1% glæp- anna voru framdir af piltum 14—17 ára gömlum, 14,6 af piltum 17—21 árs, 19,6 af pilt- um 21—30 ára og aðeins 22,4% af körlum yfir þrítugt. Hins vegar voru þar yfir helmingur ákærðra kvenna yfir þrítugu. Einn ljós blettur var í þessum skýrslum, sem sé sá að glæpum barna 8—12 ára fækkaði frá 18,1% 1957 niður í 16.9% 1959. Lögreglumenn á Bretlandi telja að mikil þörf sé á fjölgun í liði þeirra. Afbrot, sérstaklega ungl- inga valda yfirvöldunum tölu- verðum áhyggjum á Ítalíu. — Þar og í öðrurn löndum Suður Evrópu eru aðrir glæpir al- gengari en í Korður- Eyrópu. Tölur sýna að fyrstu;3níu mánuði ársins 1960 jukust glæpir í landinu um 5% borið saman við tímabil árið á únd- an, en á þessu tímabili juk- ust afbrot unglinga um 16 %. Á Ítalíu eru morgingjar mun fjölmennari en í Norður-ÍEvr- ópu en þjófnaðir hins végar mun færri. Unglingar voru sekir um helming allra þjófnaða, 50 af 1269 morðum. Mörgum þykir það ískyggilegt að ungíingar innan 14 ára skuli fremja helm ing allra þjófnaða í landinu. Fróðir menn telja að mikið at- vinnuleysi, fátækt í sumum héruðum landsins og rótleysi í hinum fátækari fjölskyldum S.-Ítalíu, sem nýfluttar eru til iðnaðarhéraðanna á Norð- ur-ítalíu, muni vera stærstu orsakir þessa glæpafaraldurs unglinga. Frakkar eru nokkuð betur settir í þessum málum og glæp ir virðíist ekki fara vaxandi. Það er einnig nokkuð villandi á skýrslunum að mikill fjöldi glæpa hefur að unclanförnu verið framinn af alsírskum hermdarverkamönnum og þar við bætist að lögreglan hefur ekki getað sinnt venjulegum glæpum eins og áður, vegna þessara hermdarverka. Inn- brot voru yfir 10 þús. talsins í París 1950 en yfiir 14 þús. 1959. Morð jukust frá 1957 í 201 á sama tíma en auk þess drápu Serkir t. d. 391 mann á árinu 1959. Hvað afbrot ungl inga snertir telur þarlend lög- regla að orsök þeirra sé aðal- lega lélegt húsnæði og skortur á heppilegum félagsstörfum og skemmtunum. í Vestur-Þýzkalandi var á- standið þannig í þessum mál- um að um 40 % þeirra sem á- kærðir voru fyrir þjófnaði og fjárkúgun voru unglingar á aldrinum 14—21 árs, og voru þar oft skipulagðir hópar að verki. Morð eru hins vegar sjaldgæf meðal unglinga, voru aðeins 35 unglingar fundnir sekir um morð af 332 morð- ingjum. Lögreglan segir að glæpir unglinga hafi færst í aukana síðan 1954, þegar fyrst var farið að halda sundurlið- aðar skýrslur um glæpi. —• Þiófnaðir hafa aukizt mest. Það kemur í ljós að glæpir eru ekki alvarlégt vandamál á Soáni, þrátt fyrir fátækt þjóðarinnar sem er meiri en t. d. Ítalíu og mun meiri en þjóða Norður-Evrópu. Það ber þó að hafa í huga að lögregl- an er sterk og vel skipulögð á Spáni og heimilislifið fast og rótgróið. Afbrot unglinga eru ekki sérlega alvarleg. Ungling ar sem hanga þar á götuhorn- um, áberandi í klæðaburði, og nefnast „gamberros11 eru ekki álitnir skapa alvarlegt vanda- mál en vera þó hálfgerð plága. Það var nýlega gert að lögum á Spáni að það varðaði vfð lög að veita ekki manni hjálp sem ráðist væri á af glæpa- mönnum. í Portúgal er lítið um glæpi og enginn unglingalýður lög- reglunni til ama og foorgurum til óþæginda. Vopnaðir glæpa menn fyrirfinnast þar varla eða ekki og einungis minni háttar innbrot í verzlanir og smá þjófnaðir. Það ev ekki á- litin nokkur hætta á því að gangandi menn verði fyrir ár- ás í Lissabon, og hefur borg- in þó yfir eina mill.ión íbúa. Þjófnaðir eru algengastir allra glæpa í Hollandi og um 90% allra glæpa. Morð voru hins vegar aðeins 14. Kynferð isglæpir voru á þriðja þúsund talsins. Lögreglan hefur gert ýmsar ráðstafanir til að vinna gegn afbrotum unglinga. í Belgíu fer glæpum tiltölu lega fækkandi. Alls komu um eitt þúsund afbrot unglinga fyrir dómstólana og voru flest þeirra fyrir bíla og bifhjóla- þjófnaði. Unglingar áttu nær enga hlutdeild í meiriháttar glæpum. Piltum og stúlkum innan 18 ára aldurs er bannað- ur aðgangur að dansskemmt- unum í landinu. Þar eru fáar mjög stórar borgir og telja menn að það eigi sinn þátt í því hve afbrot eru tiltölulega fá. Ástandið í þessu efni er svip að í Austurríki og í Belgíu. Þar fer glæpum fækkandi og alvarlegir glæpir fremur sjaid gæfir. Bíla- og bifhjólaþjófnað ir og smáafbrot unglinga eru aðalverkefni lögreglunnar. — Helztu orsakir glæpanna má leita í húsnæðisskorti, lágu kaupi og því hve áfengi er þar ódýrt. Þá komum við að Norður- löndunum. í Svíþióð aukast afbrot unglinga greinilega og sýna nýlegar skýrslur að um 6000 unglingar í 'Stokkhóhni eru eiturlyfjaneytendur. Bíla- þjófnaðinn sem áður voru al- gengir hefur fækkað nokkuð að undanfömu eftir því sem bætt lífskjör hafa gert fleiri unglingum kleift að kaupa sér bíla. Mikinn hluta glæpa ungl inga telja menn að rekja megi til uppleystra heimila, skortsá heppilegu félagslífi og heil- brigðum áhugamálum og vönt un á fleiri stofnunum, sem g°fa unglingunum tækfæri til slikra starfa. Framh. á 14 síðu Alþýðublaðið — 12. marz 1961 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.