Alþýðublaðið - 11.05.1961, Síða 4
Frá býi'jun 12. aldar og
fram itil siðaskipta voru á ís-
landi unnin stórkostleg bók-
menntaafrek.
Þannig hefst álit nefndar-
innar sem skipuð var um
handritamálið og sem skilaði
áliti sínu í október 1951.
Þessi orð lýsa samróma á-
liti nefndarinnar og eru
fjarri því að vera nokkrar
ýk.iur.
íslenzku handritin eru ein
stætt bókmenntalegt, sögulegt
og menningariegt afburða-
verk í sögu Norðurlanda. —
Þau efni sem handritin fjalla
nm eru mjög alhliða, ekki
sízt ef tekið er tillit til þess
tímabils, sem þau eru skráð á
og hversu fjarri ísland ligg-
ur.
Alþingi íslands er þunga-
miðja í sögu þessa máls. Þar
var nefnilega ákveðið strax
árið 1117 að skrá íslenzk lög,
eins og þau voru sögð fram
á Lögréttu.
En auk þessa opinberu bók
■mennta úir og grúir af ritum
bæði um veraldieg og andleg
efni, bæði í bundnu og ó-
bundnu máli, um sögu íslands
frá því að forfeður núverandi
íslendinga stigu fyrst fæti á
íslenzka jörð 874 og fram eftir
öldum. Umfangsmikill hluti
Titanna fjallar um sögu
norskra og danskra 'konunga
sem og um sérstök efni t. d.
stjörnufræði, goðafræði, —
landafræði og málvísindi.
En það, sem fyrst og fremst
hefur gert þessar bókmenntir
alis staðar frægar utan íslands
og heitið getur mesta bók-
menntaafrek íslendinga, eru
sjálfar íslendingasögurnar, —
sérstaklega þær þeirra, sem
eru ættarsögur.
Þau handrit, sem hafa að
geyma hinar frægu gömlu ís-
lenzku bókmenntir sem fjalla
um atburði sem skeðu fyrir
meira en átta hundi’uð árum,
eru nú utan fslands, og yfir-
gnæfandi meirihluti þeirra
hér í Kaupmannahöfn. Slík
hefir staða þessara mála verið
nú í meira en 250 ár, því
nokkur þýðingarmestu og
verðmætustu handritin þ. e.
pergament og skinnhandritin
í konunglegu bókhlöðunni
hafa verið í Kaupmannahöfn
í um það bil 300 ár.
Af þessum sökum er Sögu-
eyjan nú — án hinna fornu
rita sinna.
Þetta ástand er jafn ósann-
gjarnt og óþolandi í dag og
hin sögulega skýring þess er
eðlileg.
Hverjir eru það, sem hafa
skráð þessi handrit?
Um það er ekki mögulegt að
deila. Þau eru skrifuð af ís-
lendingum, á íslandi og fyrir
íslendinga.
Þau eru því íslenzk sköpun,
og einskis annars lands. Þau
eru andlegur og bókmennta-
legur þjóðararfur hinnar ís-
lenzku þjóðar, og engrar ann
arrar þjóðar.
En þeir sem eru andstæðir
því að breyting sé gerð á nú-
verandi ástandi þessara mála
lslendingum í vil vitna nú i
erfðaskrá Árna Magnússonar.
Allt til 1911 var háskólinn
í Kaupmannahöfn sameigin-
legur háskóli íslands og Ðan-
merkur. Það var því í hæsta
máta eðlilegt að Ami Magn-
ússon óskaði þess 1730 að safn
hans skyldi geymt og stjórn-
að af sameiginlegum háskóla
landanna. En af þessu má ekki
draga þá ályktun að íslending
urinn Árni Magnússon sem
leit á ísland sem föð-
urland sitt, hafi með erfða-
skrá sinni viljað útiloka hið
íslenzka föðurland sitt frá
menningarverðmætum sem
það í rauninni átti. Auðvitað
ekki.
Slíkur skilningur er ekki
aðeins óeðlilegur heldur er og
ákveðin grein í erfðaskránni
í beinni andstöðu við hann.
Skipulagsskrá safnsins er sam
in eflir samráði við Árna
Magnússon, en eftir dauða
hans, af Gram prófessor og
Bartholin justitsráði. I 27.
grein skipulagsskrárinnar
stendur; „sérstaklega verald-
leg og andleg yfirvöld á ís-
landi“ eiga að geta ákært til
háskólans, ef ákvörðunum
þeim sem eru í skipul.skránni
verður ekki hlýfct og sé háskól
inn þá skyldur að ráða bót á
málinu.
Það er því ekki hægt að
vitna einhliða í erfðaskrána
til stuðnings því að engin
breyting verði gerð á núver-
andi stöðu handritanna. Þar
við bætist sú skoðun mín, að
enginn vafi geti leikið á því
að erfðaskráin og skipulags-
skráin mundu hafa verið enn
ljósari íslendingum í hag, ef
íslendingurinn Árni Magnús-
son og samtíðarmenn hans
hefðu séð fyrir samband ís-
lands og Danmerkur á 20.
öldinni, er ísland er sjálf-
stætt ríki með eigin háskóla,
sem er fyllilega fær um að
taka handritin í sína vörzlu
og nota þau jafnmikið og vel
í vísindalegum tilgangi og
Kaupmannahafnarháskóli.
í þessu sambandi langar
mig að lesa upp kafla úr
blaðagrein sem prófessor dr.
jur. Stephan Hurwitz skrif-
aði í Politiken11 28. júlí 1950:
„Vandinn er ekki lögfræði-
legs eðlis, heldur fyrst og
fremst sá, hvað sé sögulega
rétt og sanngjarnt frá til-
finningalegu sjónarmiði. Ann
ars vegar má setja fámennan
hóp danskra sérfræðinga sem
hér eiga hagsmuna að gæta
og vilja halda handritunum í
danskri eigú. (Þetta eru hags-
munir sem að langmestu leyti
mætti gæta með ljósmyndum
af handritunum og með því að
leggja til hliðar fé til að kosta
dvöl danskra sérfræðinga í
Reykjavík í einstaka tilfell-
HINN frægi danski
j af naðarmannaf or-
ingi Alsing Ander-
sen, er einn skelegg-
asti stuðningsmaður
Islands í handrita-
málinu. Alþýðublað-
ið birtir hér með
ræðu, sem hann
flutti um málið í
danslca þinginu í
vikunni sem leið.
um). Hins vegar má setja al-
menna ósk heillrar þjóðar um
að færa heim til föðurlands
sís dýrmætan fjársjóð.. Slík
er raunverulega staða máls-
ins og ælti ekki að vera svo
erfitt um val af Dana hálfu
eins og það virðist vera. Hér
Alsing A.nclersen.
sjónarmið sem víðara er, ríkja
yfir hinum smáu“.
Það er álit miit að ekki
•verði belur lýst sambandinu
milli hins þrönga lögfræðilega
sjónarmiðs og sérhagsmuna
örfárra sérfræðinga annars
vegar og hins mannlega og
stjómmálalega sjónarmiða
hins vegar, en próf. Hurwitz
hefur gert í þessari grein.
Með þessu er á engan hátt
verið að rýra þann skerf, sem
Danir hafa lagt til rannsókna
á handritunum. Það er hins
vegar rétt að bæta því við, að
þessar rannsóknir hefðu ekki
orðið jafn umfangsmiblar, ef
ekki hefði notið dýrmætg
samstarfs íslenzkra fræði-
manna.
Það er fyllilega eðlilegt, að
samstarf íslendinga við þýð-
ingu, túlkun og útgáfu text-
anna hafi verið sérstaklega
þýðingarmikið, þar sem um
var að ræða tungumál hinna
íslenzku fræðimanna og þjóð-
legan menningararf.
Af þeim sökum þurfa menn
ekki vísindanna vegna að
bera nokkurn kvíðboga fyrir
framtíðinni, þótt verulegur
hluti handritanna yrði fluttur
til háskólans í Reykjavík, eins
og gerð er tillaga um f þvi
stjórnarfrumvarpi, sem nú
liggur fyrir.
Frá sjónarhóli danskra vís-
inda er því réttilega haldið
fram, að mönnum hafi fund-
izt nærvera handritanna í
Kaupmannahöfn bæði forrétt
Framhald á 12. síðu.
er ,um að gera að láta það
MWMMWMMIHHWKmMWMMMMWtW VMiWWMiMtMMMUMIMWUAWMMMmMMMt*
— VEÐRATXAN hefur
verið sérstaklega stöðug upp
á síðkastið — og áíramhald
virðist ætla að verða á því,
sagði Páll Bergþórsson í við
tali við Alþýðtiblaðið fyrir
helgi.
— Spáið þér nokkru um
sumarið?
— Nei, við Iátum okkur
nægja að spá tvo sólar-
hringa frain i tímann —
Iengra sjáum við ekki. Hitt
er annað mál, að ekkert
bendir til þess að sumarið
verði ekkí gott,
— Eru eng>n sérstök
merki á vorinu, sem gefa til
kynna anda snmarsins?
— Það er varla unnt að
segja það. Samt er þvi ekki
að neita, að sé sjórinn sér-
lega kaldur fyrir norðan og
mikill hafís er að ööru jöfnu
oft von kalds suniars — þa.f
er þó ekki vist.
— Njóta alhr lanclsmenn
só>nu veðurblíðunnar niina?
— Nei, fyric norðan og
austan hafa verið þokur að
undanförnu og kaldut svali.
Þokubræla hefur einnig ver.
ið a miðunum á þessum slóð
um.
— En er snjóa faríð að
leysa lallsstaðar?
— Já, — til innsveita nýt-
ur sólarinnar betur, og sól-
in hlýjar á daginn.
f dag voru 9 stig á Akur-
eyri, en ekkí nem.i 4 stiga
hiti á Raufarhöfn,
— Var aprílmánuðnr
hlýrri en aprílmánuðnr und
lanfarinna ára.
— Meðalhiti í aprkl sl. var
2.5 stig — en meðalhiti april
mánaða á árunum 1901—
1930 — en meðaltal þeirra
ára er haft til samanbmðiar
um meðalhita — cr 2,6 stig.
Þessi síðasti aprilmánuður
hefur því ekki verið hlýrri
en aðrir.
— Er meðalhitataflan frá
1901—1930 ekki orðin úrelt
til samanburðar?
— Jú, unnið er að því að
gera meðalhitaskrár yfir ár-
in 1931—1960 — og vcrða
tölurnar, þar talsvert hærri.
En því verki er ekki fulllok-
ið enn.
— Er að hlýna mikið í
landinu?
— Já, það er sföðugt lað
hlýna. Það sést t. d. vcl á
jöklunum, sem minnka ár
frá ári.
11. maí 1961 — Alþýðublaðið