Alþýðublaðið - 11.05.1961, Síða 16
Fiskar í vönd-
uðum umbúðum
til Englands
MERKILEG
TILRAUN í EYJU
42. árg.
— Fimmtudagur 11. maí 1961 — 105 tbl.
SJÁIÐ bara hvað prins-
essan er mæðuleg á svip-
inn. Reyndar engin furða:
Þeir færðu aumingja stúlk
una í gúmmíjakka, drógu
vettlinga á hendur hennar
(hún er búin að taka þá of
an á myndinni), klæddu
kollinn hennar stálhúfu og
sendu hana niður í kola-
námu. Myndin er tekin við
það tækifæri, þegar prins-
essan kemur upp úr nám
unni með kotabletti á enni
og kinnum. Eftir á :að
kyggja: Hún heitir Paola
og er gift Albert, yngri
bróður Baldvins Belgiukon
ungs. Hún er ítö'sk og kvað
þjást af heimþrá. Kannske
er það ekki við hennar
skap að vera drifin í vinnu
galla og ofau í kolanámur
í kurteisisheimsoknir,.
í KVÖLD siglrr vélskipið
Eyjaberg frá Vestmannaeyjum
áleiðis til Aberdeen með fisk.
Má segja, að þessi ferð sé eins
konar trlraunaferð hjá skip-
síjóranum Sigurði Þórðarsyni
sem liefur vandað mjög frá-
ganginn á fiskimim fyrir flutn
fnginn.
Sigurður hefur látið ganga
frá fiskinum, sem er eingöngu
lúða og ýsa, þannig, að hann er
settur í trékassa, sem klæddir
eru vaxpappír á allar hliðar.
Neðst í kassanum er sett lag af
rnuldum ís, síðan er fiskinum
raðað þar á og annað lag af ís
sett yfir og fiski raðað þar á,
og að lokum eitt íslag, vaxpapp
ír og kassinn negldur aftur.
Úkoman verður því sú, að að
eins tvrö lög af fiski eru í hverj-
um kassa, en þrjú lög af ís. ís-
inn verður því efst í kassanum,
FEÐGAR FARAST
RÓÐRI Hörmulegf slys
ÞAÐ slys vildj til einhvern
tíma í gærmorgun að feðgar fri
Fáskrúðsfirði drukknuðu er
þeir voru að koma úr ióðri.
Fréttir um slysið eru mjög óná-
' MtMUMMMUHUMIUHMUI
Brak úr Auði
djúpúðgu,
fundið
VÉLBÁTURINN Sædís
frá Bolungavík, fann i gær
mikinn reka úr vélbátnum
Auði djúpúðgu, sem fórst
fyrir nokkru. Rekinn
fannst í fjöru í Smiðjuvík
á Hornströndum. Brakið
liggur þar allt í einum
byng, nema hvað byrðing-
inn vantar, Gúmmíbátur
fannst í brakinu, og hafði
hann auðsjáanlega ekki ver
ið hreyfður, Segl munu
Iiafa verið uppi á bátnum,
þegar hann fórst.
Eins og menn muna, var
gerð mikil ieit að bátnum
eftir að hans hafði verið
saknað, og er Alþýðublað
ið ræddi við Henry Hálf-
dánarson, skrifstofustjóra
Slysavarnarfélagsins í gær-
kyöldi, sagði hann, að m.
a. hefði hann verið i flug-
vél, sem leitaði í Smiðju-
vík, og flaug tvær ferðir
meðfram allri fjörunni.
Sést á því, að hrakið hefur
rekið eftir að Ieitin var
gérð, og taldi Henry, að
báturinn hefði farist
skyndilega í rúmsjó eða
steytt á skeri. Lík skipsvei j
fanna fundust ekki.
'WWWWWHWtMWWWMII
á Fáskrúðsfirði
kvæmar, en talið er að slysið
hafi átt sér stað snemma í gær-
morgun.
Ekki er vitað með hvaða hætti
slysið varð, en fyrir hádegi í
gær fannst brak úr trillunni,
sem þeir feðgar voru á.
Leit var hafin að þeim feðg-
um, en ekkert fannst er bent
gæti til að þeir væru á lífi.
Vegna þess, að ekki hefur
náðst í alla aðstandendur, er
ekki unnt að greina frá nöfn-
um feðganna.
Trillan fór í fyrrinótt í róð-
ur, og bendir allt til að hún
hafi verið á leið til Iands þegar
slysið varð.
Eins og fyrr segir er allt mjög
óljóst um slys þetta, og fréttir
ónákvæmar, sökum þess, hve
fréttin barst seint og ekki
reyndist mögulegt að ná sun-
sambandi við Fáskrúðsfjörð
seint í gærkvöldi.
jneðst og í miðjunni. Sigurður
hefur valið fiskinn, sem í kass
ana fer, og er Alþýðubiaðið átti
stutt viðtal við hann í gærkvöldi
sagðist hann vonast til að fá
gott verð fyrir fiskinn, þó hann
sigldi aðeins með 23—2ó tonn.
Hann kveðst mundu fara með 70
kassa af lúðu og 400—450 kassa
af ýsu.
Sigurður sagðist hafa keypt
kassana sjálfur fyrir urn 43 þús.
krónur, og kostaði hver kassi
full frá genginn fyrir utan fisk
og ís, 82 krónur. Sigurður sagð-
ist hafa reynt líka aðferð með
síld í fyrravetur, og seidi þá 2
tonn og 600 kg. í Bremerhaven
og fékk gott verð, og kvað hann
síldina hafa selst strax og vakið
hrifningu.
Sigurður gerir þessar tiiraun-
ir upp á eigin spýtur, og sagðist
mundu halda þeim áfrarn ef
þetta gæfist vel, þó að tilkostn-
aður og vinna væri mikll.
200 þús. á
númer 22715
MIÐVIKUDAGINN 10. maí
var dregið í 5. flokkj líappdrætt
is Háskóla íslands. Dregnir voru
1.050 vinningar að fjárhæö
1,960.000 krónur.
Hæsti vinningurinti, 200.000
krónur kom á fjórðungsmiða
númer 22715. Tveir fjórðungar
voru seldir í umboði Guðrútiar
Ólafsdóttur í Bókaverzlun Sig-
fúsar Eymundssonar, Austur-
sræti 17, en hinir tveir í Vestf
mannaeyjum.
100.000 krónur komu á heil
miða númer 15380 Var hann
seldur í umboði Helga Sivertsen
í Vesturveri.
15 mán. fan
fyrir víxlafölsun
HREINN Gunnlaugsson, vél-
stjóri, Siglufirði, var í gær
dæmdur af Þórði Bjöfnssyni,
sakadómara, í 15 mánaða fang-
elsi fyrir skjalafölsun Hann
hafði falsað víxla samtals fyrir
186 þúsund krónur.
Hreinn var talinn hafa
snemma á árinu 1960 falsað
nafn tiltekins manns sem útgef-
anda 17 víxla samtals að fjár-
hæð kr. 85.000.00, en víxla þessa
notaði han til kaupa á bifreið'.
Einnig var Hreinn fundinn sek
ur um að hafa á tímabilinu frá
október 1960 til marz 1961 fals
að nöfn 10 tiltekirma manna, ým
ist sem samþykjanda. útgefanda
eða ábekinga, á I víxla samt.als
að fjárhæð kr. 101 000.00. Víxla
samtals að fjárixæð kr 74.000.00
tókst honum að seija í bönkum
í Reykjavík. Andvirðið notaði
hann til greiðslu á bifreiðaicostn
aði og til almennrax- eyðsiu.
Hreinn var dæmdur í 15 mán-
aða fangelsi fyrir sk.ialafals
samkvæmt 155. gr. i mgr. al
mennra hegningarlaga nr. 19,
1940.
Hann hefir verið í gæzluvarð
haldi síðan 13 apríl sl. og kem-
ur sú vist hans til frádráttar
refsingu hans.
Þá var honum gert að greiða
bönkum þeim, sem keyptu af
honum falsaða víxla, fjárhæðir
þeirra ásamt kostnaði. samtais
kr. 74 298.67 svo og einstaklingi,
sem hafði innleyst nolckra af hin
urn fölsuðu víxlum kr. 45.995,01
að viðbættum vöxtum.