Alþýðublaðið - 01.06.1961, Blaðsíða 7
„Þelta land á ærinn auð,
ef það kann að nota hann“.
UM 40 kílómetra fyrir norð
an Frankfurt am Main er
vinalegur bær, ssm heitir
Bad Nauheim. Þangað leita ár
lega um 45 þús. manns víðs
vegar að úr heiminum sér
hvíldar og hressingar, jafn-
framt því sem færustu lækn-
ar og sérfræðingar annast
geslina af mestu kostgæfni.
í Bad Nauheim eru nefni-
lega heilsulindir, sem eru not-
aðar til að vinna bug á ýmsum
xneinum, er jafnan hrjá mann
kindina, svo sem hjartveiki,
gigt, sjúkdómum í öndunar-
færum o. fl. íbúar bæjarins
eru aðeins um 14 þúsund tals-
ins, en þar eru starfandi 80
læknar og aragrúi annars
hjúkrunarliðs.
Þarna eru 4500 sjúkrarúm,
7 stór baðhús með um 200 bað
kerum, enda er Bad Nauheim
næststærsti heilsulindab’ær
Þýzkalands. í bænum er verið
að reisa stórhýsi yfir Bað-
lækningastofnun Háskólans í
Giessen en forstjóri hennar er
próf. dr. med. Victor R. Ott.
Þnr verður rúm fyrir 50 sjúk-
linga og stórar rannsóknarstof
ur. Gert er ráð fyrir, að bygg-
ingin verði fullgerð að ári og
kosti um 7 millj. marka.
William G. Kerekhoff
hjartarannsóknastofnunin er
í Bad Nauheim, en forstjóri
hennar er próf. dr. med. R..
Thauer. 'Við þá stofnun starf-
ar einnig próf. dr. med. R.
Knebel, sérfræðingur í hjarta-
sjúkdómum og síðast en ekki
sízt má nefna Nestor þýzkra
hjartasérfræðinga, dr. med.
h. c. A. Weber, sem er 83 ára
að aldri, en gengur enn að
starfi í fullu fjöri Tveir þess-
ara prófessora, V. Ott og R.
Thauer, hafa komið til íslands
og kynnt sér aðstæður til bað-
lækninga hér á landi.
Enda þótt baðlækningar
hafi tíðkazt frá alda öðii, er
það ekki fyrr en á síðustu ára
tugum, að vísindalegt gildi
þeirra hefur verið rannsakað
til nokkurrar hlítar. Hafa
Þjóðverjar verið þar í fremstu
röð og búa yfir mikilli þekk-
ingu og reynslu í þessum efn-
um. Hér á landi hefur heita
vatnið til þessa einungis ver-
ið notað til upphitunar o. þ. h.,
en varla hægt að telja notkun
þess til lækninga umtalsverða,
þrátt fyrir ákjósanlegustu að-
stæður frá náttúrunnar hendi.
Undanfarin ár hafa nokkr-
ir fræðimenn þýzkir heimsótt
ísland á vegum Gísla Sigur-
björnssonar, forstjóra, sem
hefur lengi haft mikinn’áhuga
á þessum efnum. Hefur álit
þeirra, ásamt rannsóknum,
sem framkvæmdar hafa verið,
WMtMMWMWMMWMWMMW
MYNDIN hér til hlið
ar er frá Bad Reichen
hall, sem er rétt við
landamæri Þýzka-
Iands og Austurrík-
is. Konan liggur í mó
baði í mestu makind-
um.
Myndin neðst á síð
unni er frá sama
stað. Þarna er fólk-
ið að anda að sér heil
næmum gufum ur
iðrum jarðar, en slíkt
er notað til lækninga
á öndunarsjúkdóm-
um o. þ. h.
WMMWHMMMMMMMtmMV
reyr.zt mjög jákvætt og hvatt
Gísla til aðgerða. Er nú unnið
að teikningum að hvíldar og
hressingarhæli, sem hann ráð-
gerir að reist verði í Hvera-
gerði, er þykir einkar vel til
fallið í þessu skyni.
Þá er nýkomin heim íslenzk
sendinefnd, er ferðaðist í hálf
an mánuð um Þýzkaland
þvert og endilangt og heim-
sótti 10 bæi, sem þekktir eru
fyrir baðlækningar af ýmsu
tæi, en slíkir bæir eru á
þriðja hundrað þar í landi. —
Meðal þátttakenda í sendi-
nefndinni var blaðamaður A1
þýðublaðsins, er þessar línur
ritar. Mun hann leitast við að
skýra lesendum frá einhverju
því, sem fyrir augu og eyru
bar, enda þótt aðeins verði um
sundurlaus brot að ræða, því
að tæmandi lýsing mundi
fylla margar bækur!
Við skulum þá hverfa aftur
til Bad Nauheim, er var fyrsti
staðurinn, sem heimsóttur
var, en í mörgu tilliti
sá merkasti og því rúm-
frekastur í frásögninni. —
Þar var dvalizt í tvo daga.
og mannvirki og stofnan-
ir skoðuð, auk þess sem Há-
skólinn í Giessen (20 km í
burtu) var heimsóttur. Bad
Nauheim heilsulindirnar eru
eign þýzka fylkisins Hessen.
Meðal gesta þar hafa verið
forseti íslands, Ásgeir Ás-
geirsson, Alexandra-Fedora,
keisaraynja af Rússlandi, og
Saud I, Arabíukóngur,
Próf. 'V. R. Ott, sem fyrr er
getið, hélt fyrirlestur yfir ís-
lenzku sendinefndinni um
„Þýðingu heilsubaða fyrir
heilbrigði almennings“ og
kom víða við. Hann lagði
mikla áherzlu á nauðsyn þess,
að rannsakað væri til hlítar
hvaða sjúkdóma böðin gætu
læknað og hverja ekki. T. d.
væru leirböð góð fyrir gigt,
heit böð gætu lækkað blóð-
þrýsting, en krabbamein lækn
aðist alls ekki með böðum. —
í Giessen, hefur mikið unniSF
að tengslum við ísland, svo
sem rannsóknunum í Hvera-
gerði. í Giessen er íslands-
vinafélag. Formaður þess er
Schubring, deildarforseti við
háskólann, og hefur hann.
tvisvar komið til íslands. í há-
skólanum tóku á móti okkur
próf. dr. Ankel, fyrrum rek-
tor, og próf. dr. A. Stáhlin, —•
forseti landbúnaðardeildar, —•
er báðir hafa gist íslancL
Sýndu þeir okkur ríki sitt,
höfðingjar heim að sækja,
eins og flestir aðilar, er okkur
bar að garði hjá. Þarna stafar
einn færasti augnlæknir ver-
aldar, próf. dr. Cuppers. Sýndi
hann skuggamyndir af stór-
kostlegum augnaaðgerðum og
skýrði þær jafnóðum. Prófess-
orinn kom hingað í fyrra
vegna athugana varðandi
sjónskóla fyrir börn.
í Giessen er nýtízku barna-
spílali, sem tók til starfa árið
Frá læknisfræðilegu sjónar-
miði er ísland gott til bað
lækninga, sagði próf. Olt, og
kvað afar nytsamt fyrir land
okkar að notfæra sér vel auð
æfi heilsulindanna. Tók hann
skýrt fram, að baðlækningar
væru engar kraftavrkalækn-
ingar, eins og sumir kynnu að
halda, heldur byggðar á vís-
indalegum grundvelli ein-
göngu.
Háskólinn í Giessen sá um
ferðina að mestu leyti, en auk
hans stóðu að heimboðinu rík
isstjórn Þýzka sambandslýð-
veldisins og Samband bað-
staða í Þýzkalandi, sem mynd
að er af opinberum og einka-
aðilum. Dr. Gg. Herzog, for-
stöðumaður framhaldsnám-
skeiða lækna við Háskólann
1959. Spítalinn, sem kostaði 2
millj. marka, hefur 60 sjúkra-
rúm. Alít er þar fyrsta flokks
og haganlega fyrir komið. T.
d. eru sjúkrastofurnar móti
suðri og svalir fyrir utan, þar
sem foreldrar og aðrir, er
heimsækja börnin, verða a?S
láta sér lynda að vera, í sta?S
þess að koma inn í stofurnar.
Er þetta gert til að fyrir-
byggja utanaðkomandi smit-
un. Á næsta leiti er verið að
reisa samastað fyrir hjúkr-
unarkonur spítalans, sem enn.
búa á efstu hæð stofnunarinn
ar, og losnar þá talsvert hús-
næði til afnota fyrir .sjúkra-
húsið sjálft. Alls eru 2000
sjúkrarúm j Giessen.
(Framh.).
fWMMMMMMWMMMMWtMMWMMMWWMMWWMMWMMMI
Auðunn Guðmundsson
segir frá fjýzkum
heilsuhrunnabæjum
ÁWMMWMWMWWWWWMMMMMMHWMMMMMMMMHWm
Alþýðublaðið — 1. júní 1961