Alþýðublaðið - 01.06.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 01.06.1961, Blaðsíða 16
ÍSLENZKA ÞJÓÐIN stendur í dag á timamótum. Hún hefur undanfarin tuttugu ár sótt fram frá fátækt til bjargálna, en borgað fyrir örar fr.amfarir með veröbólgu, hallarekstri og öörum erfiðleikum Síðustu mánuði hefur rikisstjórnin gert róttækustu tilraun, sem enn hefur verið gerð í íandinu, til að koma þjóöarbúskapnum á trausta undirstöðu. Ríkisstjórnin hefur krafizt hess, að þjóðin herti mittisólina — hjá því varð ekki komizt. Þetta á jafnt við fyrirtæki sem einstaklinga í öllum stéttum, Nú hafa verkalýðsfélög'in gert kröfu um kauphækkanir til að bæta kjör alþýðunnar. Allir viðurkenna, að slíkar kauphækkanir verð;a að koma, Spumingin fyrir ábyrga borgara er aðeins þessi: Ilve mikil getur sú kauphækkun verið án þess að kollvarpa efnahagskerfinu og steypa þjóðinni aftur út í ógæfu kapphlaups milli verðlags og launa? Boði atv'innurekenda um hækkun hefur verið hafnað, sem við var að búast. Nú hcfur sátta semjari ríkisins lagt fram nýtt sáttatilboð, sem gerir ráð fyrir verulegri kanphækkun strax, meiri hækkun að árf og enn hækkun eftir tvö ár. Það mun reynast stjórnarvöldum mjög erfitt að fyrir byggja nýjar verðhækkanir, nýja verðbólgu stm afleiðingu þessa tilboðs. En Alþýðublaöiö trúir, að bað sé hægt, án þess að gamla óstjórnin, hrunadans verðbólgukapphlaupsins, liefjist aftur. í því trausti mælir, blaðið eindregið með því, að allir sannir íslendingar, sem eiga atkvæð isrétt um þetta tilboð, greiði atkvæði og samþykki boðið. Ef það gerist ekki, má gang’a að einu vísu, Kaupið hækkar me’ira, en verðhækkunavbylgja og hækkun skatta og tolla kemur strax á eftir. Uppbætur koma til sögunnar — eða ný gengis lækkun.. Um þetta barf ekki að villast. Þetta er nú öllum þorra þjóðarinnar ljóst, nema þeim sem ekki vilja skilja það — þeim sem vísvitandi stefna að upplausn þjóðfélags okkar. Þess vegna scgir Alþýðublaðið: Allir ábyrgir og hugsandi íslendingar verða að sameinast um að samþykkja þetta tilboð. ATKVÆ ELLEFU verkalýðsfélög í Reykjavík og Hafnarfirði halda fundi í dag eða í kvöld um mála miðlunartillögu sáttasemjara rík isins. Allsherjaratkvæðagreiðsla í félögunum um tillöguna hefst yfirleitt strax að fundum lokn- um, en heldur áfram á morgun.. ÖIl félögin Ijúka atkvæðagreiðsl- unni annað kvöld, en ao því búnu verður talið undir stjórn sáttasemjara. Sennilega hefsc talning atkvæða þó ekki fyrr en á laugardag. Alþýðublaðiö aflaði sér eftir- farandi upplýsinga í gær varð- andi fundi og allsherjarackvæða greiðslur féloganna: Félag bifvélavirkja heldur fund í Edduhúsinu í kvöld kl. 8,30. Strax á efcir hefst atkvæða greiðsla, er stendur til miðnætt is. Heldur hún áfram á morgun kl. 5—10 e.h í skrifstofu félags- ins, Skipholti 19. Félag blikksmiða er eina félag ið, er blaðinu tókst ekki að afla upplýsinga um, ■Félag íslenzkra rafvirkja held ur fund að Freyjugötu 27 og verða greidd atkvæði að fundi loknum Á mor.gun heldur át- kvæðagreiðslan áfram í skrif- stofu félagsins, Freyjugötu 27, og lýkur sennilega annað kvöld. Félag járniðnaðarmanna held ur fund kl. 8,30 í kvöld í Iðnó. Atkvæðagreiðsla hefst strax á eftir, en heldur áfram á morgun kl. 2—9 e.h. í skrifstofu félags- ins, Skipholti 19. Málarafélag Reykjavíkur held ur fund í Breiðfirðmgabúð <uppi) í kvöld kl. 9. Atkvæða- greiðsla hefst strax eftir fund, og helclur áfram á morgun kl. 2—9 e.h. í skrifstofu félagsins, Freyjugötu 27. Múrarafélag Reykjavikur held ur fund að Freyjugötu 27 í dag kl. 6,30 eii. Atkvæðhgrei&la hefst að fundt loknum o2 stendur til kl. 10, og heidur áfram á morg un kl. 5—9 e.h Sveinafélag pípuíagninga- manna heldur fund í Aðalstræti 12 í kvöld kl. 8. Atkvæðagreiðsla hefst strax að fundi loknum og heldur áfram á morgun kl 6— 10 e.h. í skrifstofu félagsins, Freyjugötu 27, Svéinafélag skipasmiða heldur fund í Baðstofu iðnaðarmanna kl, 8,30 í kvöld og hefs'. atkvæða (greiðsla að fundi loknum At- Framhald á 13. síðu. Á Borginni MYNDIN er úr veizl- itnni, sem forseti íslands hélt Ólafi V. Noregskon- ungi í gærkvöldi. Konung- ur er að flytja ræðn sína. Ljósm.: Pétur Thomsen.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.