Alþýðublaðið - 02.06.1961, Side 7

Alþýðublaðið - 02.06.1961, Side 7
Á FJÓRÐA degi ferðarinnar var haldið áleiðis til Bad Kreuz nach, sem er 15 km frá Bingen við Rín. í leiðinni var m a. komið við í höfuöborg Hessen, Wiesbaden. Þar eru ágætar heilsulindir íyrir gigt. öndun- arsjúkdóma o. fl. Wiesbaden telur um 254 þúsund íbúa eða þriðjungi fleiri an allt Xsland, en þykir þó engin stórborg í Þýzkalandi; Þarna er að finna tvo prófessora, er hingað hafa komið, dr Michels og dr. Frez- enius. Annars hai’a margir heyrt Wiesbaden getið vegna bækistöðva bandaríska flug- hersins, sem þar eru staðsettar innan bæjar, innfæddum til lítillar ánægju. Bad Kreuznaeh er 27 þúsund manna bær, 15 km frá borginni Bingen við Rín. Hei’sulindirn- ar þar líkna einkum gigtar- sjúklingum, lækna kven- og barnasjúkdóma o. fi Vatnið er geislavirkt og óspart drukk ið til heilsubótar, eins og á mörgum öðrum baðstööum. Lít il hætta er á að fólki verði meint af geislavirkninni, þar eða drekka byrfti um 100 þús- und lítra til að lífshættulegt væri! Þarna er mikið um böð, sem tekin eru 3—5 sinnum í viku að læknisráði, 15 minútur í senn, og er vatnið 36—37 gráðu heitt. Þá eru sjúklingar. er þess þykja þurfa, látnir anda að sér radium-gasi, 30—60 mín útur í hvert skipti, og þar fram eftir götunum. Þannig væri hægt að halda áfram að telja upp ótal að- ferðir, sem notaðar eru til að nýta heita vatnið úr heilsu- brunnunum í þeim tilgangi að lækna sjúkdóma og kvilla. Hætt er þó við að slík upptain ing yrði þurr og eins gæti greinarhöfundi orðið hált á þeirri braut, að fara lengra út í læknisfræðina! Hins vegar skal aðeins getið nokkurra sjúkdóma, sem glímt er við á þessum frægu baðstöðum, auk þeirra er fyrr eru taldir. Þar má nefna efnaskiptasjúkdóma, lömunarveiki, asthma, blóð- sjúkdóma, taugaveiklun ag of- næmissjúkdóma. Gegn öllu þessu oru til ein hver ráð, sem við eiga hverju sinni: heit böð, leirböð, móböð, kolsýruböð og jafnvei þarma- böð, nudd, innöndun á gasi og gufum ýmiss konar o. s. frv., o. s. frv Alls staðar er lögð mikii áherzla á, aS umhverfi og aðbúnaður sé sem bezt. T d. eru víðast hvar stórir og fagrir skrúðgarðar, sund’augar úti og inni, aðstaða til skemmt unar við flestra hæfi og iðk- unar léttra íþrótta. Á sumum stöðum eru starfandi spilavíti, en þau munu þó fremur ætluð ferðamönnum og öðm aðkomu fólki en sjúklingunum um, enda mun lítil heilsubót að „íþrótt“ þeirri, er stofnanir bjóða upp á. Ágóðinn af spilavítunum, sem hlýcur að vera gífurlegur, er á inn, a. m. k að einhverju leyti, notaður til að dytta að mann- virkjum og reisa nýjar bygging ar yfir rekstur baðlækninga- stofnananna. Af framangreindri lýringu kunna einhverjir að halda, að heilsulindabæirnir séu einung is einn allsherjar spítali og þangað sé heilbrigðu fólki ekki fært að stíga fæti, nema til að horfa upp á eymd og volæði En það er ir.ikiil misskilt.úngur, sem verður að leiðrétta. Fjöld- inn allur af gestum er sem bet- ur fer heill heilsu og gistir að- eins á hótelum, eiins og hvar- vetna annars staðar, en nýtur ýmissa þessa heim's lystisemda, sem á þessum slóðum er að finna, auk fagurs umhverfis og heilnæms loftslaes jarðbita- svæðanna. Sjúklingar búa yfir leitt líka á venjulegum gisti- húsum, sem eru við allra hæfi hvað verð og gæði snertir, en um dapurlega sjúkrahúsvist er ekki að ræða. Kunna Þjóðverj- ar vel til verka í þessum efnum þar sem sameinað er að taka á móti ferðafólki, sem geíur allt- af nokkuð í aðra hönd, og um leið að láta þeim, sem sjúkir eru, læknisaðstoð í té, en hún kostar auðvitað líka peninga, eins og allt nú á tímum. í síð- arnefnda hópnum er margt fólk, einkum eldra, sem nýt- ur styrks frá tryggiogakerfi landsins, er si og æ færir út kvíarnar. För íslenzku sendinefndar- innar um Þýzkaland tók hálf- an mánuð, eins og fyrr segir. Hófst hún þriðjudagsmorgun- inn 2. maí með Loftleiöaflug- vél til Hamborgar og lauk í Reykjavík að kvöldi mánudags ins 15. Farið var víða um og mest með járnbrautarlestum, ■ sem flestir voru orðnir þreytt ir á í lokin Ferðaáæílun var allströng, t. d. var aðeins einu sinni gist tvær nætur á sama stað, en því meira sást af land- inu, sem farið var um. Móttök ur allar og gestrisni var nær alls staðar, eins og bezt mátti verða, og lengi í minnum höfð Ekki má skilja við þennan greinarsúf án þess, að minnast á þýzka fararstjórann, dr. med. H. D Hentschel frá Bad Nau- heim. Hann var óþreytandi all- an tímann að fræða oklcur um það, sem í hans valdi stóð, enda. maðurinn margfróður, ræðinn og skemmtilegur. Vann dr. Hentschel, eða Dieter, eins og hann vildi láta kalla sig, vin- sældir okkar allra og mun eiga von á góðum móttökum, e£ hann ber að garði á Frcnl. Þá má ekki geyma tíunda manninum, sem tók þátt í ferff inni innan Þýzkalands. Sá heit ir próf dr. med. S. Saito frá Japan. Dvelst hann í boði Há- skólans í Giessen um eins ára skeið í Þýzkalandi til að kynna sér baðlækningafræði, sem er sérgrein hans austur í heima- högum Japans. Próf. Saito var hvers manns hugljúfi í förinni, enda grallari mikill og léttur f í lund. Þó leyndi sér ekki, aSf hann er maður vel menntaður og athugull, þótt erfiðiega gengi að gera sig skiljanlegan á erlendum tungumálum. Mikla kátínu vakti ljósmynda- áhugi prófessorsins, sem bók- staflega smeú.ti myndum o£ öllu, sem nöfnum tjáir að nefna. Höfðu ýmsir við orð, að stundum myndi filman hafa gleymzt, en aðrir töldu einsýnt að kostnaðurinn við myndatölc urnar yrði hinum japanska aff gjaldþroti. Héðan tóku þátt í'fevðinni: Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri. sem var fararstjóri við ágætau orðstír, enda kunnugurþýzkum Framhald á 12. síðu. MYNDIN sýnir spilavíti í Bad Reichenhall, en snilavíti eru sums staðar rekin til ágóð;a fyrir baðlækningastofnanirnar.. Efri myndin á síðunni er ;af innisundlaug í Badenweiler, sem er lengst suður í Svartaskógi. Alþýðublaðið 2. júní 1961

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.