Alþýðublaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 3
ÞEKKTUR DANSK- UR LJÓSMYNDARI STADDUR HÉR HÉR á landi er nú staddur Johannes Jensen ljósmyndari og kona hans — frá Silkiborg í Danmörku. Munu þau hjónin dvelja hér í 12—14 daga. Johannes Jensen er þekkt- ur ljósmyndari, bæði í heima landi sínu og erlendis. Hann er formaður Sambands danskra alvinnuljósmyndara. Johannes Jensen er mikill hljómlistar- maður, og hefur verið aðal driffjöður Sinfóníuhljómsveit ar Silkiborgar, og sljórnað henni í um 29 ár. Ljósmyndarafélag íslands hélt þeim hjónum samsæti í Þjóðleikhússkjallaranum s. 1. þriðjudagskvöld. Þar flutti Jo- hannes Jensen fyrirlestur og sýndi fjölda ljósmynda sinna frá ýmsum alþjóðlegum ljós- myndasýningum, og myndir, sem víðkunnar eru í heima- landi hans. Hann sýndi og lit skuggamyndir frá heimahögum sínum. í hófinu flutti Jensen ís- lenzkum atvinnuljósmyndurum kveðjur frá stjórn sSambands norrænna atvinnuljósmyndara, en íslenzkir atvinnuljósmynd- arar eru aðilar að því sambandi. Einnig færði hann boð frá sam bandinu til handa einum at- vinnuljósmyndara héðan á nám skeið, sem sambandið heldur í Gautaborg n.k. september. Framhald á 7. síðu. TVEIR ungir Alsír- menn cru staddir hér á landi, en beir eru hingað komnir til að kynna mál- stað lands síns og afstöðu þess í Alsírmáiinu. Þeir hafa rætt við nokkra helztu framámenn þjóðar innar um vandamál lands síns, og í gær héldu þeir fund með fréttamönnum blaða og útvarps. Hér sést annar þeirra, Mohamed Chennaf heilsa mennta- málaráðherra Gylfa Þ. Gíslasyni. Nánar verður sagt frá komu þessara manna í blaðinu á þriðju dag. MMVMHUWWmWHVMVtM 40.000 kr. SÍÐAN blöðum og útvarpi var seinast tilkynnt um fjár- stuðning frá erlendum verka- lýðssamböndum til Alþýðusam bandsins, vegna verkfallanna, hafa því borizt 1000 dollarar frá Alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga (NCFTU), eða um 40000 íslenzkar krnnur Bræla á síld- armiðunum FREMUR léleg veiði var á síldarmiðunum í fyrrinótt og í fyrradag, þrátt fyrir sæmilegt veður. í gærmorgun var síldar ] leitinni kunnugt um afla 511 skips með samtals 20.220 tunn ur. Afli þessi, sem að mestu leyti var tilkynntur til Siglu- fjarðar, veiddist á svipuðum slóðum og áður, þ. e. A og ANA af Kolbeinsey. Veður byrjaði að versna í gærmorgun, og var komin bræla á miðin í gærdag, og höfðu fá skip tilkynnt veiði frá klukkan 8 í gærmorgun. Þessi skip voru með yfir 500 tunnur: 800, Vinur IS 650, Sigurður AK 1000, Eldey 1000, Fjarðaklett- ur 700, Faxaborg 500. Leif að rækjum SAMKVÆMT þingsályktun síðasta Alþingis skyldi ríkis- stjórnin láta fara fram leit að rækjumiðum aðallega fyrir N- og A-landi. Alvinnumálaráðuneytið fól Fiskideild Atvinnudeildar Há- skólans framkvæmd leitarinn- ar. sem er nú nýlega hafin á v.b. Ásbirni frá ísafirði. Freyja GK 1000. Ingjaldur 550, Pétur Jónsson 650, Stein- unn SH 700, Ágúst Guðmundss. 600, Einar Háldáns 800, Ólafur Magnúss. KE 600, Gjafar 600, Ólafur bekkur 650, Héðinn SH 600, Áskell ÞH 1050, Anna SI Sex manns taka þátt í leið- angri þessum, þ. á. m. Ólafur Sigurðsson, sem er einn kunn asti rækjumaður vestra. Leið- angursstj. er Ingvar Hallgríms- son, fiskifræðingur. Sikstjóri er Sverrir Guðmundsson. LEIÐANGRAR Framhald af 12 síðu. sity, Bristol, Department of Geo graphy, eru þegar komnir hing að til lands til landræðilegra rannsókna á vesturhluta lands ins, sérstakega með tilliti til bæj arstæða. Hinn 29 júlí er væntanlegur hingað 24 manna hópur, þar af 12 nemendur á aldrinum 15— 20 ára, frá Kirkby Exploration til rannsókna á sviði jarðfræði, veðurfræði, grasafræði og forn leifafræði. — Þeir munu stunda rannsóknr við Hvítárvatn, í Kerlingafjöllum og við Húsafell. Leiðangursstjóri: Mr. H. Rad age Þrír menn frá Imperial Coll ege of Science and Technology til sjálfstæðra rannsókna á aust urhluta landsins. Hér er um að ræða jarðfræðilegar rannsóknir og kortagerð. Þeir munu dvelja hér frá júní til um miðjan sept. Leiðangursstjóri er dr. George P L. Walker, sem unmð hefur þýðingarmikið verk á Austfjörð um með jarðfræðilegum rann sóknum undanfarin ár. Er hér um að ræða framhald af því starfi. Frá Danmörku: Væntanlegir eru þ. 28. júní sex danskir náttúrufræði- stúdentar frá Kaupmannahöfn til athugana á íslenzkri nátt- úru. Munu þeir aðallega halda sig við Skaftafell og nágrenni. Fara héðan þ. 25. ágúst. Gráar fyrir járnum ISRAEL mun vera eina riki veraldar, þar sem konur em herþjónustuskyldar ekki síð ur, en karlar. Virðist það fljótt á litið ekk'i ósanngjarnt í þeim löndum þar sem kon ur hafa jafnrétti við karla á borði ekki síður en í orði. —■ Reyndar kemur fyrrgreind þjónustuskylda Gyðinga kvenna ekki til af góðu. — Land þeirra er umkringt svo óvinveittum löndum, að segja má að í því ríki stöðugt um sátursástand. — Hér er nýj asta myndin sem við höfum fengið af stúlkunum, sem bera byssur fyrir ættjörð sína. Alþýðublaðið — 9 júlí 1961 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.