Alþýðublaðið - 22.07.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.07.1961, Blaðsíða 2
Sltsíjórar: Gisli J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúl rit- ■tjómar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Bímar: 14 900 — 14 90* — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- hisið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald %r. 45,00 á manuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. — Fra kvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Skrautfjaðrir Krustjovs Í>AÐ ER SUMAR á norðuúhveli jarðar og millj ónir manna reyna að hrista af sér hversdagsleika borganna til að njóta sumarleyfa í náttúrunni, en bændur vinna uppskerustörf. Einn óvelkominn förunautur eltir þó hvern hugsandi mann. Það er óttinn við heimsstyrjöld. Berlínardeilan er alvarlegri en nokkru sinni síð an 1948, og kunnugir telja stórveldin þar ganga á barmi vopnaviðskipta, sem skjótlega gætu orðið að heimsátökum. Sennilega er það ekki ætlun manna í Moskvu og alls ekki í Washington að ihefja styrjöld. En það er djarft teflt, og á slíkum fímum getur óhappaneisti kveikt í púðurtunn nnni — eða kjarnorkubirgðunum. Ætla mætti), að kommúnistaríkin með Rússland í broddi fylkingar hefðu nóg að gera á friðsam legum vettvangi. Lífskjör þessara þjóða eru mun verri en hinna þróaðri lýðræðisríkja, en tæknin foýður heim örum framförum. Það er jafnvel stór felldur matvælaskortur austan járntjalds, sem væri verðug’t verkefni að leysa fyrir nýtt þjóð skipulag. En kommúnisminn er í eðli sínu útþenslu og ■árásarstefna. Hann hefur sölsað undir sig millj ónaþjóðir, pg getur ekki staðar numið. Þess vegna .sækir hann stöðugt á, efnir til skæruhernaðar í einu landi, eykur vígbúnað og heldur hersýningar til að hræða mannkynið, og gerilr kröfur um aukin yfirráð á stöðum eins og Berlín. Stríðshættan stafar af þessu einu. Ef kommúnistar vildu heið •arlega afvopnun, mundi nú hægt að stíga stór skref í þeim málum. En í þess stað gera þeir nýjar kröfur í Berlín og hafa í frammi hótanir, sem kalla fram stríðshættu. Lýðræðisríkin geta ekki látJð undan síga enda l.aust — og þau munu ekki gera það. Þau munu reiðubúin til viðræðna og samninga meðan nokk ur sanngirni er í fari kommúnista. En þau hljóta •að draga einhvers staðar línu og segja: Hingað og ækki lengra. Það gerðu þau í elna tíð í Grikklandi <og Tyrklandi og tókst að bjarga þeim löndum úr felóm kommúnista. Það gerðu þau með stofnun .HATO — og stöðvuðu framsókn kommúnismans í Evrópu. Það gerðu þau í Kóreustyrjöldinni og •einnig þar stöðvaðist útþensla kommúnismans. Krústjov hefur sagt stór orð um Berlínarmálið og hann þarf á skrautfjöðrum að halda fyrir flokks þing í Moskvu með haustinu. Ef þær fjaðrir verða ný helmsstyrjöld, getur engum dulizt hver kom henni af stað. Hanri hefr áður dregið saman segl in, þegar hann hefur sagt of mikið — og það ber Sionum að gera nú. Áttræður Jón Benjamínsson Attræður er í dag Jón Benja- mínsson frá Neskaupstað. Aflakóngur hefur alltaf þótt talsvert stórt orð, og þeir sem það heiti hafa borið hafa vakið eftirtekt meðal fjöldans. Það er ekki eingöngu að þeir séu orðlagðir þorskbanar, heldur gætir áhrifa þeirra á aðra, þá er veiði stunda, ekki sízt hina yngri, sem eiga þá ósk heit- asta, að geta komizt til jafns við þessa menn og heizt að geta komizt feti framar. Afla- kóngur hvetur aðr.i til dáða beint og óbeint. -Á fyrstu áratugum þessarar aldar voru margir afburða dug legir sjómenn á Norðfirði, en ég held að engum þeirra sé gert rangt til þótt sagt sé, að þar fór fremstur í flokki Jón Benjamínsson, enda bar hann um langt skeið heitið aflakóng ur austur þar. Neskaupstaður á vöxt og við gang sinn að þakka framtaks- sömum athafnamönnum og hörkuduglegum sjómönnum og er hlutur hinna síðarneíndu ekki minni, enda gerðust margir þeirra athafnasamir út- gerðarmenn, en sú saga verBur ekki sögð hér. Ég vil aðeins flytja mínum ágæta kunningja Jóni Benjamínssyni beztu árn- aðaróskir á áttræðisafmælinu. Jón varð að hætta sjó- mennsku fyrir aldur fram vegna sjúkleika og hefur dval- ið á heilsuhælum á þriðja áratug •—■ Þrátt fyrir þetta og margt annað mótlæti — sem ekki verður rakið hér, minnist ég þess varla, að hafa hitt hann öðruvísi en glaðan og reifan með sitt glettna bros á brá. Jón Ben. hefur trúlega fylgt og fylgir óefað ófarna leið heilræði Hávamála: „Glað ur og reifur skyli gumna hverr, _unz sinn bíður bana“. Jón dvelur í dag hjá dóttur sinni, Miðtúni 5, Keflavík. : Friðrik Steinsson. HANNES Á HORNINU 'fa Bréf úr blómaborg. ýV Ætti að vera til fyrir myndar. 'fe En er það ekki. ýV Mjög slæm prentvilla. FRA HVERAGERÐI fékk ég eftirfarandi bréf í gær: „Nýlega var gert að umtalsefni hjá þér ástandið í gatnagerðum hérna í Hveragerði. Aðallega var minnst á það, sem kallað var hlaðið“ og mun hafa verið átt við aðalgöt- una þar sem verzlanirnar standa flestar og þar sem hótelið er. — Þetta voru orð í tíma töluð og cngin vanþörf á að stugga við okkar ágætu íorsjón og framá- mönnum. ÉG GET GLATT þig með þeirri frétt að varla var blaðið með pistli þínum komið út — þegar hafizt var handa með lsg- færingu og þeim lokið, að minnsta kosti svo að miklar um- bætur urðu. Þó er langt frá að fullnægjandi sé og þarft þú að halda málinu vakandi, því að annars er hætt við að við þetta verði látið standa. f RAUN OG VERU ætti Hvera gerði að vera til fyrirmyndar um hreinlæti og snyrtimennsku. Þar ættu að vera fallegar götur, sér stakir menn til að hreinsa allt og fága, blómareitir og blómabeð, eða blóm í kerum meðfram göt- unum, smátorg og þar fram eftir götunum. — Þetta er mesta blómaborg á íslandi og íbúarnir lifa að mestu á blóma og aldin- rækt. Það er því mikill bletur á ráði þeirra hvernig þeir flestir ganga um utan húss. Ræktunin er nær öll innan húss. HEFURÐU KOMIÐ í Garð- i yrkjuskóla ríkisins? Ef ekki, þá | ættirðu að skoða hvernig þar er umhorfs. Þar veður allt á kviði — og ekki aldeilis umgengnin til fyrirmyndar fyrir þorpsbúa. — Þó finnst rnanni einhvern veg- inn að Garðyrkjuskólinn ætti að vera til leiðbeiningar. Ég er sam mála því, sem sagði í pistli þín- um um umgengnina við Ás. Þar er allt til mikillar fyrirmyndar, en það hefur bara ekki nægt til þess að kenna þorpsbúum og virðast þeir meira fara eftir Garðyrkjuskólanum. ÉG ER EKKI að skrifa þér um þetta til þess að deila á okkur Hvergerðinga, en ég vil með þessum orðum að eins styðja að því, sem augsýnilega var tilgang urinn með því sem sagt var í pistli þínum, enda eru slík skrif nauðsynleg til þess að reyna að „hef ja vorn íslenzka rass af sín- um eldhússtrompi". ÞAÐ MÆTTI ÆRA óstöðugan að eltast við prentvillur. En stundum neyðist maður þó il þess að bæta um. í bréfi Einars Pálssonar í pistli mínum í gær var mjög slæm villa. Setningin átti að vera þannig: „Þeir, sem fengu það starf að kenna Ung- verjunum hljóta að hafa eytt í það miklu eríiði og fyrirhöfn. — Mun enginn öfundsverður af því starfi sem slíku. Hins vegar er hver maður öfundsverður, sem fengið hefur tækifæri til þess að hjálpa meðbræðrum sínum í þrengingum Og það tækifæri fengu ýmsir Reykvíkingar, þótt við færum þeirrar ánægju á mia að þessu sinni“. Hannes á horninu. 31. fund- ur S.V.K. 31. FUNDUR Sambands vestfirzkra kvenna var hald- inn á Suðureyri 4. og 5. júlí sl. Á fundinum var rætt um ráðunautastörf Kvenfélagssam bands íslands, og heimilisiðn- að, látinna félaga var minnzt og kosnar voru orlofsnefndir og sambandssvæðinu skipt I orlofssvæði. Sum félögin óskuðu eftir kennara í tómstundavinnu og mikill áhugi ríkir á sambands svæðinu fyrir heimiilisiðnaði. Frú Svava Þorleifsdóttir frá Kvenfélagasambandinu sagði fréttir af Hallveigarslaðamál inu og starfsemi Menningar- og minningarsjóðs kvenna. —i Guðsteinn Þengilsson, héraðs læknirinn á Suðureyri, flutti erindi um offitu og megrun og var góður rómur gerður að máli hans. Minnzt var þriggja látinná kvenna, frú Þórdísar Egils- dóttur, listakonu, frú Eagn- hildar Pétursdóttur, Háteigi og Guðmundu Friðbertsdóttur, Súgandafirði. Stjórnina skipa; Sigríður Guðmundsd., ís.f Elízabet Hjaltad., Bol. og Unn ur Gilsd., ís. , Íllll , liúit ihl 2, 22. júlí 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.