Alþýðublaðið - 22.07.1961, Blaðsíða 5
ÞÓRSMERKURFARAR
Munið að taka með ykkur nýju
ÞÓRSMERKURLÝSINGUNA
Happdrætti
jálsrar
menningar"
SAMTÖKIN ”Frjáls menn-
ing” hafa efnt til happdrættis
til styrktar starfsemi sinni og
er vinningurinn í því fokhelt
einbýlishús. Verður húsið reist
fyrir vinnantla hvar sem óskað
verður í byggð á landinu og
er verðmæti hússins áætlað
300 þús. kr. Gísli Halldórsson
húsameistari hefur gert teikn-
ingu að húsinu, sem verður
128 ferm. að stærð á 1 hæð.
Happdrættismiðarnir verða
seldir um land allt í næsta
mánúði, en dregið verður 27.
des. nk. í húsinu verða þrjú
svefnherbergi, rúmgóðar stof
ur og eldhús, geymsla, þvotta
hús og annað, sem til þarf.
SAMTÖKIN.
Frjáls menning, sem stofn-
uð voru fyrir 11 árum til vernd
ar og eflingar frjálsri hugsun,
hyggjast auka þá starfsemi og
hafa boðið hingað til lands
þtkktum, erl. ræðumönnum og
fyrirlesurum. Samtökin munu
beita sér fyrir ópólitískum um
ræðum um alþjóðamál, sérstak
lega varðandi slöðu íslands í
heimnum og halda ráðstefnur
og umræðufundi. Þá er í ráði
að halda hér sýningar lil þess
að kynna verk erl listamanna
og einnig að kynna ísl. lista-
menn erlendis.
Gangi happdræt.tið vel hef
ur ”Frjáls menning” í huga að
bjóða hingað til lands tinum
eða fleiri stúdentum til náms
í læknisfræði við háskólann,
en samtökin hafa hug á að
koma á mennmgartengslum við
hin nýju ríki Afríku og Asíu.
Félagið á hliðstöðu með
þeim menningarsamtökum, er
nefnast á frönsku Congrés
pour la Liberté de la Culture
og starfa víðs vegar í lýðræðis
löndum, en er óbundið þeim
að öðrU en sameiginlegri holl
ustu við frjálsa hugsun og
frjálsa menningu.
MOSKVA, 21. júlí (NTB). —
Moskvublaðið Isvéstia skrifaði
í dag, að Rússar ættu fleiri og
betri eldflaugar en Bandaríkja-
menn. Var þetta skrifað til að
andmæla ræðu Roberts Kenne
dys, er nýjum kjarnorkukafbát
var hleypt af stoklcunum ,,Við'
getum sagt Kennedy,“ ski'ifar
Isvestia, ,,að Sovévríkin eiga
líka kjarnorkuknúða kafbáta."
Marsvín
við Sauð-
árkrók
SAUÐÁRKRÓKI í gærkvöldi.
ÁHAFNIRNAR á Mumma og
Höfrungj urðu varir v‘ið mikla
marsvínatorfu á Skagafirði í
dag. Bátarnir voru staddir und
an Reykjaströnd er þetta gerð-
ist. Tal'ið var, að hér hafi verið
á annað hundrað marsvín,
bæði fuliorðin og kálfar.
Torfan var síðan rekin að
höfninnj á Sauðárkróki og' dreif
að fleiri báta — alls um átta. En
talið var óvíst að það borgaði
sig að reka marsví,.in á land
og voru þau því lát-n sigla
sinn sjó.
Fimm marsvin voru drepin
og víst þyk;r, að fleiri hafi
drepizt og sokkið í höfninni.
Enn eru nokkur marsvín frarn
an við höfnina þar sem þau
móka í vatnsskorpunni, enda
voru þau orðin áðþrengd þegar
þeim var sleppt.
Múgur og margmenni horfði á
þegar marsvínuaum var slátrað
%/%/%foft/%/%/%/%/%/%/%/%A/%W%l%/%/%/%/%/W%A/%A/^ytyifo
Dunganon
heldur mál-
verkasýningu
HANN heitir Cliarles Ein-
arson Dunganon, en flestir
kannast við hann undir nafn
inu; ”Greifinn af St. Kilda.“
Hans heimur er ekki hvers
dagslegur eins og heimur
okkar hinna, og drauma hans
skiljum við ekki,
venjulega fólk. Hann er
eini íslenzki greifinn,
takmark hans er, að stofna
sitt eigið ríki á eyjunni St.
Kilda, er liggur undan Skot
landsströndum.
Dunganon hefur lagt
margt fyrir sig á Iangri ævi.
Hann hefur ritað bundið og
óbundið mál á öllum lieíms
ins tungumálum. Ilann lief
ur hlo'tið viðurkenningar
fyrir lj.óð sín hjá þýzkum,
frönskum, ítölskum
bandarískum prófcssorum.
En færri vita, að hann hefur
feng'bt við máífiralfst, og
hefur Iiann þá rnálað eftir
eigin höfði, og látið allar
listastefnur lönd og leið.
Hann málar ekki í anda
bismans eða surrealismans
heldur heitir það Dunganon-
ismi.
Nú hefur greifinn opnað
sýningu á nokkrum verkum
sínum í sýningarsal Inn-
römmunarverkstæðisins að
Bergstaðastræti 19. Þar sýn-
ir hann um 100 myndir úr
St. Kilda-safninu, en í því
eru um 300 myndir. Er
fréttamaður blaðsins leit inn
á sýningu hans í gærdag,
var listamaðurinn sjálfur á
staðnum, og lá vel á honum.
Ilann tók það ákveðið
fram, að þeíta væri ekki sölu
sýning, enda ætlaði hann að
selja einhverjum Ameríkana
sem ætti dali í poka, mynd-
irnar fyrir 50 þús. dali, er
hann myndi síðan nota til
að stofna ríki sitt á St.
Framhald á 14. síðu.
Þessi mynd er af
Dunganon, og er tekin í
málverkasalnum. Hann
heldur á skjaldarmerki
St. Kilda, og rétt á eftir
að myndin var tekin,
söng hann fyrir frétta-
manninn, þjóðsöng evjar-
inrtar, sbm hann heiAir
gert bæði lag og Ijóð við.
Víxlum bænda breytt
í lán til langs tíma
FORSETI ISLANDS gaf út
bráðabirgðalög hinn 15., júlí sl.
um breytingu á lausaskuldum
bænda í föst lán til langs tíma.
Er þetta gert í samræmi við
fjTirheit sem ríkisstjórnin gaf á
sínum tíma. Bráðab'irgðalögin
eru á þessa leið:
„Forseti íslands gjörir kunn-
ugt:
Landbúnaðarráðherra hefur
tjáð mér, að ríkisstjórnin hafi
gefið fyrirheit um breytingu á
hluta af lausaskuldum bænda í
föst lán til langs fíma, með svip
uðum hætti og gert hefur verið
með sérsökum lögum gagnvart
fyrirtækjum, sem stunda útgerð
fiskiskipa og fiskvinnslu. Þar
eð undirbúningi að þessari brey:
ingu sé lokið og nauðsynlégt að
létta nefndum lausaskuldum a:T
bændum hið allra fyrsta, b'
brýna nauðsyn til að veita vetl
deild Búnaðarbanka íslanda
nauðsynlegar heimildír ti! ab"
breytingin geti farið fram os{
náð tilgangj sínum.
Vegna þessa gef ésj út bráð ',
birgðalög samkvæmt 28. g)'_
stjórnarskrárinnar, á þessa leið;
Framhald á 11. síðn.
Alþýðublaðlð — 22. júlí 1961 ÍJj