Alþýðublaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 2
»
íttbrtjórar: Gísll J. Astþórsson (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Fulltrúl rit-
HBtJömar: Indriði G. Þorsteinsson — Fréttastjóri: Björgvin GuSmundsson. —
fímar: 14 900 — 14 90S — 14 90Í Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu-
"fcú3ið. — Prentsmiðja Alþýðubiaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald
kr, 45,00 á mánuöi. 1 lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. —
Fra kvæmdastjóri Sverrir Kjartansson.
Þróttmikið fcrotabú
j UNDANFARNA MÁNUÐI hefur mátt lesa í Tím
anum dag eftir dag frásagnir af því, hvernig við
, xeisnarstefna ríkisstjórnarinnar hafi komið at
: vinnulífi þjóðarinnar á -vonarvöl, allt væri komið
I að hruni, og í framhaldsgrelnum hefur verið skýrt
!• fná „þrotabúi“ ríkisstjórnarinnar.
Nú heyrist skyndilega allt annar tónn í þessu
| íolaði. Eysteinn Jónsson skrifar dag eftir dag —
j eleki um hið slæma ástand atvinnuveganna, heldur
) ihve vel stæðir þeir séu. Hann heldur sem sagt
1 fram, að höfuðgreinar ,,þro'tabús!ns“ geti vel
j. ,gréitt allt að 20% kauphækkun án þess að eyrir
%■ ileomi á móti! Hann telur, að eftir liðlega eins árs
‘viðreisn geti atvinnuvegirnir allir greitt 10—20%
? kauphækkun án þess áð neítt þurfi að gera þeim
| ■‘al' aðstoðar!
| 'Ekki verður annað sagt en það sé þróttmikið
* þrotabu, sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á, því sjald
*- a.n kom það fyrir í ráðherratíð Eysteins sjálfs, að
1 at vinnuvegir gætu borið slíkar hækkanir, án þess
- að hann legði á þjóðina hundruð milljóna ti'l að
* mæta þeim.
Afli og aflaleysi
i 1>AÐ ER í eðli fiskimanna að gleðjast yfir góðum
" afla og hverfa vandamál oft í þeirri gleði. Fyrir
j lj>jóðina sem heild er vissulega ástæða t!l að fagna
\ inverri vertíð, sem vel gengur. Hins vegar renna
: uvo margar stoðir undir heildarafkomu þjóðarbús
* íns, að vel þarf að ganga á mörgum stöðum til að
! afkoman geti talizt góð. Þannig er það nú með
\ •sildina. Því miður geri!r hún ekki meira en að vega
1 ú móti aflaleysi á vertíð og hjá togurum.
Á síðasta alþingi voru miklar deilur um afla
í iörögð. Héldu stjórnarsinnar fram, að aflabrögð
óiefðu verið mjög léleg síðastliðið ár, og hefði það
* iiaft víðtæk láhrif til hihs verra á alla afkomu þjóð
\ irinnar. Stjórnarandstæðingar héldu fram, að ekki
5 væri teljandi aflaleysi, en allur vandi viðreisninni
i að kenna.
1 í ársskýrslu Landsbankans fyrir 1960 er frá því
f aagt, að fiskafli! 1960 hafi verið 10% minni en
1959, sumarsíldveiði 50 000 lestum minni, og afli
togaranna 25% minni en fyrra árið. Um þessar
j .staðreyndir verður ekki lengur deilt, en getur
' nokkur maður véfengt, að slíkt aflaleysi sem þetta
valdi þjóðinni! fjárhagslegum erfiðleikum?
o—<i i ——— ................
Auglýsingasímii
Alþýðublaðsins
er 14906
Guðmu/idur R. Guðnvundsson og Josef Keller skrifa undir.
Samid um fékk<
nesk viðskipti
HINN 30. júlí sl. kom hingað
til Reykjavíkur viðskiptasendi-
nefnd frá Tékkóslóvakíu til að
semja um viðskipti landanna fyr
ir fímabilið 1_ september 1961
til 31. ágúst 1962, á grundvelli
þriggja ára viðskiptasamninga,
sem undirritaður var í Prag í
nóvember 1960.
Samkvæmt vörulistum, sem
nú hefur verið samið um, er
gert ráð fyrir, að ísiendingar
selji, eins og áður: fryst ílök,
frysta síld, fiskimjöl, lýsi íisk-
niðursuðu, auk fleiri vara.
Frá Tékkóslóvakíu er m. a.
gert ráð fyrir kaupum á vefn-
aðarvöru, skófatnaði, búsáhöld
LlIIl, I UUUgicil, Jdlill Ug
um, margs konar iðnaðarvélum
og verkfærum, bílum, hjólbörð
um, auk fleiri vara.
Af íslands hálfu önnuðust
þessa samninga: dr. Oddur Guð
jónsson, Björn Tryggvason, Pét
ur Pétursson og Yngvi Ólafsson.
Bókun um framangre'nd við
skipti var í gær undirrituð aí
utanríkisráðherra Guðmundi í.
Guðmundssyni og Josef Keller,
iforstjóra í utanríkisverziunar-.
ráðuneytinu í Prag, en hann van
formaður tékknesku nefndar-
innar ij
HANNES
Á HORNINU
ýV Friðarspillar í ágætu
tjaldstæði Akur
eyringa.
Ofsakeyrsla oflátunga
úr Kópavogi.
ýV Viðhaldið á Hafnar
fjarðarvegi.
FRIÐRIK SIGURÐSSON skrif
ar: „Ég er nýkominn heim úr
ferðalagi til Norðurlandsins,
meðai annars frá Akureyri. Ak
ureyringar eiga hrós skilið fyrir
snyrtmennsku í umgengni og
ræktun á lóðum sinum og um
margt annað eru þeir til fyrir-
myndar. Akureyri mun vera
eini bærinn, sem sér ferðamönn
um fyrir tjaldstæði með aðgangi
að salerni og hreinlætistækjum.
EN ÞVÍ MIÐUR kunna ekki
ekki allir að meta framtak Ak-
ureyringa. Kvöld eitt er ég á-
samt fjölmörgum öðrum höfðum
slegið tjöldum okkar á stað
þennan bar þar að bifreið-
innj Y-000 og hófu far-
þegar hennar upp háreisti
mikla, en hurfu síðan brott að
sinni. Kl. 2 eftir miðnætti kom
áðurnefnd bifreið öðru sinni og
voru nú farþegar hennar enn
háværari en áður og bifreiðar
stjóri þeirra ók með ofsahraða
um tjaldbúðirnar og þeytti ó-
spart bilhornið, stóðu skrilslæti
þessi það sem eftir var nætur
og varð engum mann svefns auð
ið þá nótt en börn skjálfandi af
hræðslu í tjöldum sínum.
VEIT ÉG af samtali mínu við
fólk, að það vildi með glöðu
geði greiða sanngjarna leigu fyr
ir tjaldstæðið sem færi fyrir
greiðslu vaktmanns er kæmi í
veg fyrir að svona atburðir
kæmu fyrir svo að þreyttir
ferðalangar gætu í næði notið
næturhvíldar í hinum fagra 'höf
uðstað Norðurlands. Væri leitt
til þess að vita ef hugulsemi Ak
ureyringa yrði að leggjast nið
ur vegna örfárra skilsmenna úr
höfuðstaðnum eða næsta ná-
grenni. Vona ég Hannes minn að
þú komir þessu á framfæri í
dálkum þínum og sjáir þér fært
að birta númer bifreiðarinnar“,
NEI, ÞVÍ MIÐUR Friðrik,
Mig langar til að birta númeí
þessara Kópavogsbrifreiðar, er*
ég get það ekki. Ef ég hefði I
höndum staðfestan vitnisburð
nokkurra manna um svona
skrílsmennsku, væri allt öðru
máli að gegna.
VEGFARANDI skrifar,, en
bréf hans misfórst og barst mér
ekki fyrr en nú. „ Ennþá eimj
sinni hefur vegamálastjórnin lát
ið hefja viðgerð á Hafnarfjarðar
vegi, þ e. hinum malbikaða
vegi milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur. Og enn þá eru við
höfð sömu vinnubrögðin, skó-
bætur hér og þar, myndaðir ný-
ir hólar og skellir og mikið af
smágötum og holum á veginunl
skilið eftir. Ég skora nú á vega
málastjóra að fara um veginn
og sjá þessar andstyggilegu
framkvæmdir. Þetta er ábyggi-
lega það dýrasta viðhald á vegi
hérlendis og engin ending.
í FYRRA VORU teknir kafl-
ar af þessum vegi og sett slétt
slitlag yfir. Það virðist nú eina
lausn á viðhaldi þessa vegar, en
ekki sú handaskömm, sem þarna
má sjá. Ég er ekki að kasta
steini að þeim sem verkið vinna,
þeim er sjálfsagt fyrirlagt að
hafa þetta svona. Vinna með lð
legum áhöldum og algerlega úr
Framliald á 14. síðu.
2 10. ágúst 1961 — Alþýðublaðið