Alþýðublaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 3
Alþýðublaðið — 10. 'ágúst 1961 J
MOSKVA, 9. ágúst,
(NTB-AFP).
„EF FJANDMENN friðarins
licfja stríð, höfum við öll tæki
til að sigra þá“, sagði Gher-
man Titov, annar geimfari
Rússa, í ræðu af svölum graf-
hýsisins á Rauða torginu í dag,
en þar var saman komin um
hálf milljón manna tií að-hylla
hann. Með Krústjov sér viðt
hlið sagði Titov, að ef til stríðs
kæmi mundi hann, sem sovézk-
ur flugmaður, vinna hvert það
verk, scm stjórnin fyrirskipaði
honum. Hann kvað hinn mikla
árangur Rússa í geimferðum
þjóna málstað friðar og mann-
kyns. Hann þakkaði kommún-
istaflokknum fyrir að hafa
fengið að vinna þetta verk.
Krústjov, forsætisráðherra,
stóð á milli Titovs og Gagarins
og var í feikilega góðu skapi. Á
svölunum stóð einnig frú Tam-
ara Titov og ýmsir meðlimir
stjórnarinnar og flokksleiðtog-
ar.
í ræðu sinni tilkynnti Krúst
jov, að Titov hefði verið sæmd-
ur titlinum „hetja Sovétríkj-
anna“ og Lenin-orðunni. Krúst
jov lagði ennfremur áherzlu á
hinn friðsamlega tilgang geim-
fararinnar. Hann kvað aðra
geimfara í Sovétríkjunum og
öðrum löndum mundu fara
þann veg, sem opnaður hefði
verig af þeim Gagarin og Titov.
„Allt heimsins fólk, og eink-
um þjóðir Afríku, hafa heyrt
rödd Titovs á okkar rússneska
máli“, sagði Krústjov.
Hann kvaðst stoltur yfir af-
rekum geimfaranna, sem báðir
hefðu verið uppfóstraðir í
kommúnistaflokknum. „Trúir
markmiðum Lenins höfum við
byggt sósíalismann og tökum
nú til við kommúnismann“. —
Hann brýndi mjög raustina, er
Enn einni flugvél
stolið til Kúbu
NEW YORK, 9. ágúst, NTB,
REUTER). Amerískri farþega-
þotu með 81 mann innanborðs
virðist eftir öllu að dæma hafa
verið stolið á á leið frá Mexíkó
til Guatemala í dag og henni
flogið til Havana. Fyrstu fregn
ir herma, að lallir farþegar séu
heilir á húfi, en ekki hafa bor
izt nánari fregnir af því, sem
gerðist um borð í vélinni. Hið
eina, sem heyrðist frá flugstjóra
vélarinnar, Carl Ballard, var,
að hann bað um stefnuna til
Havana efti rað hafa hafið sig
til flugs frá Mexikóborg.
í tilkynningu til Pan Americ
an flugfélagsins, sem á vélina,
sagði flugvallarstjórinn í Hav-
ana, að vélin mundi fá að fara
aftur, en um nokkra einkunn
yrði að ræða. Meðal farþeganna
um borð mun vera utanríkisráð
herra Bolivíu, Eduardo Arze
Quiroga
Flugvél þessi er af gerðinni
DC-8 og var með 72 farþega og
9 manna áhöfn. Talsmaður flug
félagsins segir, að forin hafi
hafizt í Houston, Texas.
|FIugs.kjócinn, Batlard til-
kynnti flugturninum i Houston
skyndilega, að hann breytti
stefnunni til Havana. Ilann Jfaf
enga ástæðu fyrir þessu. „Við
álítum því, að hann liafi verið
neyddur til að gera þctta“, sagði
talsmaðurinn.
Svipað atvik gerðist 24. júlí
s.l., er byssumaður neyddi flug
vél frá Eastern Airlines til að
fljúga til Kúbu, þar sem vélin
er enn. Og fyrir sex dögum gerð
ist mjög ddamatiskt atvik á
flugveílinum í E1 Paso, er
tveir Ameríkumenn hugðust
neyða flugvél til að fljúga til
Kúbu.
Báðar heimildir segja að
Bandaríkjastjórn hafi þegar mót
mælt þessum atþurði og krafizt
þess, að vél og farþegum verði
þegar í stað skilað aftur.
|C-----------------------------
Farþegaflugvél
ferst I Noregi
OSLÓ, 9 ágúst, (NTB). Far-
þegaflugvélar frá enska flugfél-
aginu Cunard Eagle með 30 far
þega innanborðs og þriggja
manna áhöfn var leit’að i kvöld,
er Sola-flugvöllur hjá Stavang
er hafði misst samband við vél-
ina.
Flugvélin sem er af Vilcing-
ge.rð, lagði upp frá London kl.
11.30 áleiðis til Stavanger. Kl.
16,22 filkynnti vélin Solavelli,
' að hún væri í aöflugi til vallar
ins í mjög slæmu veðri, reg.n-
skúrum, roki og lágum skýjum.
Frá þeirn stundu hafði Scla ekk
ert samband við vélina
Lögreglan á Rogalandi hefur
fengið fregnir af flugvéldyn yf-
ir héraðinu og er leitað í aust-
ur frá vellinum inn í Ryfylkis-
firði. Mjög er lágskýjað og
skyggni slæmf. Einnig er ieitað
á sjó.
PARÍS: Dc Gaultc foseti hef
ur rætt við Amman, aðmírál,
yfirmann í Bizerta, og de Mur-
ville, utanríkisráðherra. Ekki
er vitað, hvað var rætt um, en
sagt er, að Rusk hafi sagt for-
setanum, að USA gætu ekki séð
neina ástæðu tit, að Frakkar
og Túnisbúar gætu ckki út-
kljáð sín dcilumál sjálfir.
hann sagði, að Rússar hefðu
nú flogið yfir allan heim, en
ekki fundið neinn betri stað en
föðurlandð. Að lokinni ræð-
unni umfaðmaði Krústjov Til-
ov á meðan þjóðsöngurinn var
leikinn.
Við móttöku í Kreml lil heið
urs Titov sagði Krústjov, að
ekkert gæti fengið sovétstjórn
ina ofan af því að undirrita
friðarsamning við Austur-
Þýzkaland. „Sovétstjórnin tel-
ur ekki, að undirritunin muni
leiða til stríðs. Það væri brjál-
aðs manns verk að svara frið-
arsamningi með stríði. En það
er talsvert til af brjáluðu
fólki, og við getum ekki alveg
útilokað möguleikann11, sagði^
hann. Hann endurtók hvað eft-
ir annað, að Sovétríkin óskuðu
friðar og hefðu engum ógnað,
en ef einhver gerði árás á þau
mundi sá hinn sami álitinn
sjálfsmorðingi, er vildi binda
endi á líf sitt, „Þetta er engin
ógnun þetta er raunveruleik-
inn“, sagði hann.
Krústjov kvað rússneska vís
indamenn geta búið til
sprengju með sprengimagni
100 milljón tonna af TNT og
eldflaug til að skjóta þeirri
sprengju með. Það væri mvnd
framtíðarinnar. Hann kvað
Rússa aldrei mundu ráðast á
neinn.
Krústjov.
Fjölgar á
Kongóþingi
ELSIABETVILLE, 9. ágúst,
(NTB, REUTER) Enn eru fimm
fult trúar frá Katanga komnir til
þings í Leopo'.dville o-g eru þá
16 af 32 sætum Krtanca á þingi
setin. Það vru flugvélar SÞ,
sem sáu um að koina mönnunum
til þings. Kon'.ar SÞ höíð'.i einn
ig sótt þá til þorpa inni í
frumskóginum
GEKK LENGRÁ EN
BRUSSEL 9. ágúst, (NTB,
Opinbert bréf frá brezku
brezku stjórnir.ni með beiðni
nm uprtöku í !f 'nahugsbandalag
ið verður sennilega afhent ráð-
| herrafundi bandalagrins á
fimmtudag, segja aðilar á skri*
1 stofum bandalagsins í Brussel.
Þá er og búizt við umsókn frá
' Dönum þá og þegar.
JERÚSALEM, 9. ágúst, NTB,
REUTER). „Adolf Eichmann
gekk lengra en Hitler sjálfur,
svo ákafur var hann í að út-
r(ma gyðingum úr Evrópu“
s.igði Gideon Hausner, saksókn-
ari, er hann hélt áfram loka-
ræðu sinni. Sjálfur sat Eicli-
mann í keng og náfölur í skot
hetdu stúkunni, á meðan aak-
sóknarinn þrumaði ásakanir sín
ar. Hann lýkur ræðu sinni á
morgun og verður rcttarhaldinu
þá frestað til mánudags, er verj
andinn Robert Servatius, flytur
lokaræðu sína til varnar skjól-
| stæðing sínunt
„Getur nokkur vafi leikið á
því, að Eichmann vissi. að hann
var að fremja risavaxið afbrot,
er tók yfir mörg ár?“ spurði
Hausner. Hann lyfti krepptum
hnefa og svaraði sjálfjr: „Nei,
l hann hlaut að vita, að pað, sem
I hann var að gera, stríddi gegn
lögunum, því að hvers vegua
skytdi þeim annars haldið lejmd
um?“.
„Við höfum oðeins orð Eieh-
manns sjálfs gegn fjölda sönn
unargagna, er sýna það höfuð-
hlutverk, er hann átti í útrým
iugu gyðinga á öllum svæðum
hinnar hernumdu Evrópu . . Hér
höfum við ank þess manninn,
sem gelck lengr : en umboð hans
leyfði, hér er maðurinn, sem
var hinn illi andi á bak við ill
virki þessi, hér er primus mator
í útrýmingartækinu"
Hausner kvað liina sönnu
Framhadl á 5. síðu.