Alþýðublaðið - 23.08.1961, Side 2

Alþýðublaðið - 23.08.1961, Side 2
Kíaíjórar: Gísll J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fuiltrúi rit- sgórnar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — femar: 14 900 — 14 90* — 14 90f Aug'ýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- fcosið. — Prentsmiðja Alþýðubiaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald fa. 45,00 á mánuði. I lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. — fra væmdastjóri Sverrir Kjartanssnn. LAGIÐ SEÐLABANKINN hefur keypt lóð fyrir fram- fíðar heimili isitt við Lækjargötu .og greitt fyrir 10 milljónir króna eða því sem næst. Hafa þessi kaup Vakið óskipta athygii. Heldri menn reikna út, hve -jmikils virði lóðir þeirra kunni nú að vera, en al- þýða manna undrast, að olnbogarými í bænum Snennar skuli vera svona dýrt. ! Að sjálfsögðu þarf Seðlabankinn í framtíðinni að eignast hús á góðum stað, jafnvel þótt almenn ftngi þyki nóg um hinar miklu byggingafram- kvæmdir og lóðakaup bankanna og vöxt þeirra. 3fin lóðakaup þessi gefa ástæðu til íhugunar á skipu ’ líagsmálum borgar, þar sem lóðaeigendur geta íengið svo ofsalegan gróða án þess að hreyfa legg eða lið. Hér blasir við stórfelld meinloka í þjóð- skipulagi, sem hefur ,reynt að skapa efnahagslegt ■: 3 éttlæti og hindra óeðlilegan gróða einstakra að- fila. Þegar borg vex eins og Reykjavík hefur gert, hljóta að skapast viðskiptahverfi, þar sem umferð er mest. Slík hverfi ■ verður að skipuleggja til þeirra nota, svo og til fegurðar bæjarins, og skipu liagið kostar bæjarfélagið mikið fé. Þegar lóðir af þeim sökum hverfa undir götur eða torg, eða rýrna að verðmæti, þykir öllum sjálfsagt að bæta eig- endum það tjón. En hækki lóðir stórlega í verði hirða eigendur gróðann, samkvæmt kokkabókum auðvaldsskipulagsins. Hér er hið opinbera — fólkið, sem greiðir út- íivörin — látið bera allan kostnað af skipulagi, en einstaklingum leyft að hirða gróða, þar sem hann verður. Væri ekki réttlátara og eðlilegra, að verð Jflækkun á lóðum í slíkum bæjarhverfum væri látin renna til að greiða kostnað við skipulag þeírra? Bezí væri, að bæjarfélögin eignuðust all ar lóðir, sem þau standa á, og þeim væri úthlutað úil hinna ýmsu aðila eftir þörfum viðkomandi jieksturs og bæjarfélagsins sjálfs. Ef það ekki fæst, verður bæjarfélagið að fá gróðann af verðhækkun úóða til að standa undir því skipulagi, sem er skil yrði þess, að bærinn vaxi eðlilega. ;2 23. ágúst 1961 — Alþýðublaðið Undanfarin ár hafa verið gerðar tilraunir til að koma síðarnefndu skipulagi á laggirnar. Nefndir hafa verið settar til að semja ný skipulagslög og frumvörp lögð fyrir alþingi árin 1948, 1949 og 1958. En þau hafa aldrei jiáð fram að ganga. Kunn ugir telja, að höfuðástæða þess, að frumvörpin hafa ekki orðið að lögum, séu ákvæði þess efnis, að 50% af verðhækkun lóða skuli greidd í skipu lagssjóð viðkomandi sveitarfélags. Lóð sú, sem Seðlabankinn hefur keypt á 10 mill jónir króna, var í síðasta fasteignamati talin 527 000 króna virði, og til stóreignaskatts því 1,5 mill jónir. Ef 50% ákvæðið hefði orðið að lögum, mundi skipulagssjóður Reyltjavíkur fá yfir 4 milljónir króna, sem verja mætti til að kaupa upp lóðir eða bæta skipulag miðbæjarins á annan Sátu þing Framli. af 1. síðu. ig rædd aðstaða landssamband anr.a í hinum einstöku lönduia og afstaða þeirra til annarra launþegasamtaka í viðkom andi iöndum. í verzlunarmannasamtökuni um á Norðurlöndum eru nú um 250 þúsund félagar. For- maður Norræna verzlunar- mannasambandsins var endur kjörinn Algot Jönsson frá Svíþjóð. Fulltrúar LÍV á þing- inu voru Sverrir Hermannssom og Björn Þórhallsson. (Frá LÍV). : hátt. Árangurinn af þessu gróðakerfi á lóðaverði í Reykjavík er augljós. Verð á lóðum í gamla bæn- um er geysihátt, en bærinn úthlutar ódýrum leigu lóðum á sínu eigin landi í úthverfunum. Mörg fyr irtæki, sem ættu að kaupa upp lóðir í gamla hæn um og bera kostnað af endurbyggingu hans, spara sér þann kostnað og reisa myndarlegar bygging ar út um holt og hæðir. Skattþegnar bæjarins verða að greiða milljónir króna til að gera hin nýju hverfi byggingahæf, leggja vatn og skolp, götur, rafmagn, síma og allt, sem til þarf. í þessu felst stórfelldasti gallinn á málefnum og stjórn Reykjavíkur xmdanfarna áratugi. Bærinn hefur með ærnum kostnaði fyrir íbúana verðið þaninn óeðlilega út, en lóðir gamla bæjarins eru mjög illa nýttar. Hér virðast peningamenn Reykja víkur á hljóðlátan hátt hafa varið aðstöðu sína til að stórgræða á lóðabraski, sem bæjarbúar verða allir að greiða fyrir. Það er vissulega kominn tími til að taka skipu lagsmálin föstum tökum og lækna þessa mein- semd. Borgin mín! Þú bjarta hlýja borgin mín, \ j ég blessa þína strönd, sem hefur veitt mér vernd jl og skjólj og \rafið móðurhönd. !i Þú hefur verið heimsbyggð I mín, I minn himinn draumablár ■ Og ástargjöfum miðlað mér um mörg og fögur ár. Hve sælt er lífsins sigurbros, er sólin á þig skín Og fög'ur blómabreiðan öll við brjóstin ungu þín. Þig stækka sjónum stórleit tré, við strætin björt og hrein. Hve sælt að heyra sumar hvert, þar söng frá skógargrein. Sem rós við landsins Ijósa barm, Til aðstoðar kom ekki BÁTNUM Bjarna Ólafssyni barst laust fyrir kl. 5 í gær, hjálparbeiðni frá Sæborginni, sem var stödd út frá Lóndröng- um á Snæfellsnesi. Slysavarna félaginu var gert aðvart oíí varð skipið Albert var sent á vet- vang, en til aðstoðar kom ckki. Um kl. 9 í gærkvöldi var til- kynnt að báturinn þyrfti ekki aðstoðar mcð, en hann mun hafa verið með bilaða vél. Vont veður var á þessum slóð um í gær að óttazt var að bát- inn ræki ört að Svörtuloftum, en ekki var vitað mgð vissu hvort Sæborg væri nálægt landi, enda var báturinn með bilaða talstöð. Slysavarnafélagið hafði sam- band við Malarrifstanga, sem var næsti staður, en ekkert var vitað um bátinn þar. Frá Sancíi voru sendir menn í bíl að huga að bátnum, en þeim var sagt, að snúa við begar tilkynningin barst um að all vær í lagi með bátinn. Báturinn mun síðan hafa far- ið til Ólafsvíkur. þú ljómar borgin mín. Og allt sem fegurst fær mig glatt, ég finn við brjóstin þín Við götu þína garða og tjörn, við geislamerluð sund, þinn yndisfaðmur mætir mér í minninganna lund. Ég fagna í minni frjálsu borg og fimist Þar allt sé bezt, því hef ég rnína hjartans tryggð við hennar auðnu fest. í sólargleði, þraut og þrá átt þú mín óskalönd. Ó, bjarta, fagra borgin mín 1 þig blessi Drottins hönd. Kjartan Ólafsson. Svíar sækja ekki um abild STOKKHÓLMI, 22. ágúst, (NTB/TT. Sænska stjórnin hefur ákvcðið að fylgja ekki dæmi Dana og sækja um upp töku í Efnahagsha/idalag Ev rópu, sagði Erlander, forsætis ráðherra, í dag, er hann hélt ræðu á ársþingi járn- og málm verkama n n asamb andsins. Hann bætti við, að hvorkl Framhald á 15. síðu. j

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.