Alþýðublaðið - 03.10.1961, Side 7
Stjarnfræðilestur
Þorsteins Guöjónssonar og
hin verðandi heimsfræði
Þar sem grein þessi
fékkst ekki birt í 'Visi,
vill Alþýðublaðið ljá
henni rúm.
UNDARLEGA er þeim mönn
um farið og ekki vel, sem
hata vísindi, og kom mér á
óvart ag sjá svo lágkúruleg-
an hugsunarhátt koma fram
hjá ekki ómerkari rithöfundi
en ég hef haldið Guðmund G.
Hagalín vera. Lestur Þor-
stens Guðjónssonar, sem út-
varpað var þann 30. f. m, var
vel skýr og að öðru leyti óað
finnanlegur, og hlýtur það
því að hafa slaíað af óbeit
Guðmundar á hinu stjarn-
fræðilega efni, að honum
skyldi verða eins illt af að
heyra þann lestur og fram
kom í Vísisgrein hans dag-
inn eftir.
Eitt af því, sem mér þólti
gott að heyra í lestri Þor-
steins, var svo sem nú skal
greina: Eins og kunnugt er,
þá hafa menn nú um skeið
talið mikla ástæðu til að ætla
að stjörnuheimurinn sé að
gliðna sundur, vetrarbraut-
irnar að fjarlægjast hver
aðra, og hefur af þessu komið
fram sú kenning, að einu
sinni hafi heimurinn verið
eínn samanþjappaður efnis-
kökkur, sem síðan hafi tvístr
azt vegna gifurlegrar spreng
ingar. En samkvæmt athug-
unum sem þarna var getið
um, virðist þessu þó vera
öðruvísi varið. Samkvæmt
þeim athugunum hefur fjar-
lægðin milli vetrarbrautanna
lítið eða ekki vaxið frá því
í einhverri órafjarlægri
fyrnd. Og nú ætla ég, þó að
það komi ef til vill illa við
einhvem, að minna á hug-
mynd um þetla efni, sem hér
á landi kom fram fyrir mörg
um árum, en hlýtur nú stuðn
ing af sams konar kenningu
útlends vísindamanns. En
kenningin, sem lesa má um í
Framnýal dr. Helga Pjeturss
er á þá leið, að vetrarbrautir
þær, sem mönnum er nú
kunnugt um, og fleiri, séu
einungis sem eindir í yfir-
vetrarbraut, sem þó sé ekki
nema ein af mörgum, og að
það stafi af gífurlegum snún
ingshraða þessara yfirvetrar
braular, að ljósið frá sumum
þessum eindum sýnist rautt.
Bendir dr. Helgi í þessu sam
bandi á það, að snúningur
vetrarbrautar vorrar í heild,
sem menn uppgötvuðu all-
miklu síðar en flug sólnanna,
sé stórum hraðari en hreyf-
ing sú sem á sér stað í hverju
einu sólkerfi, og að ástæða sé
því til að ætla, að hreyfing
yfirvetrarbrautar sé einnig
stórum meiri en hvörfun
hverrar einnar, sem svarar
þar aðeins til eindar. En hvað
sem þessu líður, þá er þó eitt,
sem er örugglega víst. En það
er, að hvenær sem því er
haldið fram, að alheimurinn
sé nokkru stærri en haldið
hefur verið fram áður, þá er
þar verið á leiðinni fram til
hins rétta. Hvort sem mönn-
um líkar það betur eða verr,
þá er hún óhjákvæmileg sú
ályklun, að heimurinn sé ó-
endanlegur bæði í tíma og í
rúmi, því væri hann það ekki,
þá vantaði hann sína frum-
orsök. Sérhvað, sem er,
er undantekningarlaust til
orðið fyrir sambönd við ann-
að, og liggur því í augum uppi
að hver takmörkuð heild hlýt
ur ævinlega að vera hluti
annarrar stærri heildar.
Þorsteinn Jónsson
á tllfsstöðum.
hvernig ég
lagði þá?
* NÚ ERU ekki bjar.trr
dagar hjá N a s s e r hinum
e&ypzka: ríkið hans kofn-
aði, í tvennt. En hann ber
s'g karlmannleg-a á mynd-
rnni. Hún er tekiu fáeinum
minútum eft.r að hann hót
aði uppreisnarmónnum
eidi og brennisteini í út-
varpsræðu. Þrír ráðherrar
úr stjórn hans hlýða á
merstarann. Og bak við
skrifborð Nassers er að
hætti ernvaldsherra —
inynd af honum sjálfum.
WWMMWMMWWMMWWMM
400 FISKIFRÆÐINGAR
Á RÁÐSTEFNU
WASHINGTON (UPI) —-
Ráðstefna 400 fiskifræðinga
frá 50 löndum verður sett hér
í síðasta mánuði Ráðstefna
þessi er haldin að tilhlutan
matvæla og landbúnaðarstofn
unar SÞ og fjallar um fiskinn
sem fæðutegund, það sem skeð
hefur á sv.ði fiskifærði og fiski
veiða undanfarna áratugi og
stefnu þá, sem líklegt er að
fylgt verði í náinni framtið á
sviði fiskirannsókna og fiski
veiða.
Þetta er fyrsta alþjóðaráð
stefnan sem haldin er þessar-
ar tegundar og er aðalmarkmið
hennar að skipuleggja og auka
rannsóknir á fiski og hlutdeild
hans í fæðu mannkynsins.
Rætt verður um leiðir til að
auka fiskiframleiðslu heims
ins. sérstaklega þó hinna van
þróuðu þjóða sem og um leiðir
til að auka fiskineyzlu fólks,
en það er álit fiskifræðinga að
aukin fiskneyzla myndi geta
stórbætt úr núverandi eggja-
hvítuskorti í fæðu ýmissa
þjóða.
T. d. eiga að fara fram um
ræður og rannsóknir á því,
hvernig hægt sé að auka fiski
neyzlu vanþróaðra þjóða, ann
að hvort með auknum fiskiveið
um þeirra sjálfra eða aðkeypt
um fiski Á þessu sviði sem
svo mörigum öðrum, sem ráð
stefnan f.iallar um, verður að
taka ýmis eínahagsleg vanaa
mál tii umræðu.
Meðal þeirra mála. sem
REYTI
rædd verða, er hvort hægt sé
að auka fjölbreytni þeirra
fæðutegunda. sem unnar eru
úr sjónum. e:ns og t. d. fram
leiðsla þess, sem nefnt hcfur
verið „fiskihveiti“. Einnig
verður rætt um sjávarafurðir
til dýraeldis. Þá verður líka
rætt um rannsókn hafsvæða,
leitað að nýjum miðum o. s.
frv.
Allar þær þjóðir, sem þátt
taka í fráðstefnunni, leggja
fram skýrslur um fiskiveiðar
sinar og fiskirannsóknir. Er
þær hafa verið teknar til gaum i
gæfilegrar athugunar, verður ■
ákveðið' á hvaða þætti fiskLj
rannsóknanna verður lögð I
mest áherzla í framtíðinni.
ÝMISLEGT bendir til þess,
að nokkrar breytingar séu í
vændum á Spáni, og örfáar
breytingar hafa þegar verið
gerðar, þótt þær virðist reynd
ar fljótt á litið þýðingarlitl
ar Bjórinn er á góðri leið með
að verða vinsælli meðal al-
mennings en vínið, það er
orðið erfitt að fá vinnukonur
og húshjálp og pesetinn er
orðinn tryggur og öruggur
gjaldmiðill. Spánska stjórnin
er að banna hið fræga
spánska „síesta“ um miðjan
daginn með þeim afleiðing-
um, að Sþánverjar verða að
fara fyrr í rúmið þ. e. a. s.
fyrir miðnætti í stað nokkru ‘
eftir miðnætti eins og lengi
hefur tíðkast. Aður var verzl
unum lokað í nokkra klukku
tíma um miðjan daginn en
opnar langt fram á völd, en
nú á að taka upp þann opn
unartíma, sem almennur er
annars staðar £ Evrópu. 'Vax
andi fjöldi verksmiðja, sem
risið hafa upp eins og gorkúl
ur á síðastliðnum árum, hef
ur haft það að verkum, að
nú er orðið illgerlegt að fá
vinnukonur, því stúlkurnar
vilja mun heldur vinna þar
en á heimilunum.
Heyrzt hefur að í vændum
sé ný löggjöf um skiptingu
og nýtingu landeigna. Bend
ir margt til þess, að ný lög
gjöf verði sett fyrir þingið í
desember næstkomandi áður
en þingmenn fara í jólaleyfi
Nokkur atriði þessara nýju
laga eru kunn að meira eða
minna leyti, bæði vegna um
mæla ýmissa embættis-
manna og skrifa í hinum rit
skoðuðu dagblöðum. Tölu-
verðar umræður • hafa verið
um breytingar á landbúnað-
armálum eftir að Franco fór
í ferðalag um stóran hluta
Suður-Spánar, þar sem eru
mikil landbúnaðarhéruð.
Vitað er að nefndir hafa
fjallað um þessi mál og haía
þær lagt fyrir stjórnina.tvær
hugsanlegar lausnir, en ekk—
ert er vitað um innihaléfr
þeirra.
Ein breyting á landbúnað—
armálum er þó þegar komin
fram. Landbúnaðarverka—
menn fengu fyrir nokkruí
bættar sjúkratryggingar og
heilbrigðisþjónustu til sam
ræmingar við það sem verka
menn í íðnaðinum hafa þeg—
ar fengið. Stjórnareigendur
hafa tekið þessum breyting
um illa. Þeir vilja fremur
borga hærra kaup, allt að 200
krónum á dag, þeim sem hjá.
þeim vinna um uppskerutím.
ann, en að borga mun lægra
kaup föstu starfsfólki.
Sérfræðingar í landbúnað—
armálum segja, að eina ráð
ið til að koma góðri skipan á
nýtingu jarða sé að skatt—
leggja illa nýttar jarðeignir,
svo að eigendurnir sjái sig tit
neydda að selja þær.
Á tímum spánska lýðveld—
isins var ákveðin skipting-
stórjarða jafnhUða eignar-
námi á þem. Sú tilraun mis-
tókst, því fólkið, sem tók við-
jörðunum, kunni oft og tíðfc
um ekki að rækta þær. Tveim
árum eftir skiptinguna kom
í ljós, að uppskera á ekru var
mun minni en hjá fyrri eij?
endum. Endurbætur í land-
búnaði eru orðnar knýjandi
nauðsyn á Spáni. Um helm-
ingur Spánverja stundar larwi
búnað, en tekjur landbúnað-
arins nema þó aðeins 27 c/a
þjóðarteknanna.
Alþýðublaðið •—; 3. okt. 19611 ’J