Alþýðublaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 4
Hallgrímur Jónsson HALLGRÍMUR JÓNSSON fyrrverandi skólastjóri ENN þann dag í að er það lítt fallið til að afla sér fjár eða álits hér á landi að gera barnakennslu að Iífsstarfi, en þó átti það við í enn ríkarí mæli um síðustu aldamót, þegar Hallgrímur Jónsson á- kvað að afla sér menntunar með það fyrir augum að ger- ast kennari. Hallgrímur var fæddur 24. júnf 1875 að Óspakseyri í Strandasýslu, sonur hjón- anna Þóreyjar Jónsdóttur og Jóns Jónssonar bónda á JKrossárbakka í Bitru. Hann stundaði nám í Flens borgarskóla og lauk þaðan kennaraprófi 1901. Næsta vet ur var hann kennari á Alfta- nesi, síðan var hann einn vet ur skólastjóri við unglinga- ^kóla í Búðardal. Árið '1903 -sótti hann um skeið fyrir- lestra í uppeldis- og sálar fræði í kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn. Haustið 1904 ræðst Hall- grímur að Barnaskóla Reykja víkur og starfaði þar upp frá því. Hann varð yfirkennari 1930 og skólastjóri 1936 til 1941, en lét þá af embætti ■samkvæmt þeim lögum, er þá giltu um hámarksaldur opin- berra starfsmanna. Þegar Hallgrímur gerist hér kennari eru sárafáir barna- -cikólar í landinu, engin fræðslulög eða kennarastétt. Flestir, sem þá fengust við kennslu gerðu það aðeins til bráðab'rgða og það heyrði til undantekninga, að þeir hefðu notið kennaramenntunar. — Kennarar voru venjulega ráðnir til eins árs í senn og því engin trygging, ag þeir Jiéldu áfram. Engin lög eða reglur tryggðu kennurum á- kveðin laun. Árið 1907 voru sett fræðslu lög. Þau marka tvímælalaust eitt merkasta spor í menn- ingarmálum þjóðarinnar, því að með þeim er öllum börn- um, líka þeim fátækustu, Iryggður nokkur réttur til fræðslu og menntunar. í kjöl far fræðslulaganna fylgir tstofnun kennaraskóla íslands. .Fræðslulögin og kennaraskól inn leggja grundvöll að því, að íslenzk kennarastétt gæti Tmyndast. Verðandi kennara- -stétt átti erfitt verk fyrir höndum Hennar beið barátta -við þröngsýni og oft lítils- virðingu jafnvel þeirra, sem •ætla mætti, að skilning hefðu á þýðingu almennrar fræðslu, þvf að þeir höfðu sjálfir nol- ið hennar. Kjör kennara voru <ehk, að furðu gegnir, að m;k- ilhæft og vel menntað fólk -skyldi fórna kröftum sínum við barnakennslu. Brátt varð Hallgrímur Jóns son áhrifamaður meðal sam- kennara sinna. Árið 1908 beitti hann sér fyrir félagsstofnun meðal þeirra, nefndist félagið Kenn arafélag Reykjavíkur. Var hann fyrsti formaður þess og gegndi þar formennsku leng- ur en nokkur annar. Átti Hall grímur því mikinn þátt í að móta starfsemi félagsins. Þeg ar blaðað er í bókum félags- ins sést, að oft hefur baráttan verið hörð og málefni kenn- ara einatt mætt lillum skiln- ingi og hver eyrir talinn eftir ekki sízt til launa kennara. — Hallgrímur er ætíð í fylking- arbrjósti, ótrauður baráttu- maður og lætur aldrei bilbug á sér finna. Smátt og smátt þokar ýmsum málum áleiðis kennurum til hagsbóta, má þar t. d. nefna launalög, sem tryggðu kennurum ákveðin laun, og stofnun lífeyrissjóðs barnakennara. Hallgrimur var einn þeirra, sem beitti sér fyrir stofnun Sambands ísl. barnakennara, en stofnun þess var mjög mik ilvægur áfangi í félagsmálum stéttarinnar. Hallgrímur Jónsson naut mikils álits sem kennari og var vinsæll af nemendum. — Kennsla hans var fjörmikil og lifandi. íslenzka var sú náms grein, sem honum var hjart- fólgnust Hann unni íslenzkri tungu og var alltaf tilbúinn að benda samferðafólkinu á, þegar honum fannst tung- unni misboðið í ræðu og riti. Á sextugsafmæli sínu stofn aði hann verðlaunasjóð. I gjafabréfinu segir: Veita skal árlega 3 fullnaðarprófsbörn- um verðlaun úr sjóði þessum fyrir frábæra meðferð ís- lenzkrar tungu. Hallgrímur fylgdist vel með nýjungum í skóla- og uppeldismálum, fór t. d. fjór um sinnum utan til þess að kynna sér þau mál. Hann var því vel undir það búinn að taka við skólastjórn vegna mikillar þekkingar og reynslu. Hag skólans bar hann ætíð mjög fyrir brjósti. Þótt skólamálin ættu fyrst og fremst hug Hallgríms, vann hann mikið að félags- málum utan skólans. Hann var einlægur bindindismaður og var um langt skeið einn af áhrifamönnum meðal templ- ara. Hallgrímur var mikill trú- maður og hugsaði mikið um rök tilverunnar. Kenningar guðspekinga voru honum mjög að skapi og var hann virkur þátttakandi í félags- skap þeirra. Barnavernd var eitt þeirra mála, er hann bar mjög fyrir brjósti. Kynnti hann sér fram kvæmd barnaverndar í ná- grannalöndunum. í barna verndarnefnd átti hann sæti í mörg ár. í landsmálum fylgdi hann jafnaðarmönnum að málum. *Vænti hann þess, að jafnaðar- stefnan mundi smált og smátt rétta hlut lítilmagnans og skapa réttlátara þjóðfélag. Hallgrímur Jónsson var hár vexti, skarpleitur, snyrti- menni og einarður í fram komu. Hann var glaðvær og Frh. á 14. síðu. HINN 7. þ. m. andaðist að heimili sínu hér í bæ Hall- grímur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri Miðbæjarbarna- skólans í Reykjavík, rösklega 86 ára að aldri. Hann var fæddur 24. júní 1875 að Óspakseyri í Bitru. Foreldr- ar hans voru þau Jón Jóns- son, bóndi á Krossárbakka í Bitru, og kona hans, Þórey Jónsdóttir Magnússonar rímnaskálds frá Laugum. Hallgrímur tólc gagnfræða- próf við Flensborgarskólann í Hafnarfirði árið 1900, og kennarapróf við sama skóla 1901. Hlýddi hann fyrirleslr- um í kennaraháskóla í Kaup- mannahöfn sumarið 1903, og nokkrar námsferðir fór hann til Norðurlanda og Englands. Kennslustörf stundaði hann á Álftanesi 1901—1902. Annað- ist stjórn unghngaskóla í Búðardal 1902—1903. Kenndi við iðnskóíann í Reykjavík 1903—1904 og við barnaskól- ann þar 1904—1936, Yfir- kennari sama skóla 1930— 1936 og skólastjóri 1936— 1941. A árunum 1908—1935 kenndi Hallgrímur við nám- skeið lil undirbúnings mennta skólanámi, ásamt Morten Hansen og Sigurði Jónssyni. Hann var einn af stofnend- um Kennarafélags barna- skóla Reykjavíkur 1908 og formaður þess lengst af til 1931. Þá var hann og í stjórn Sambands íslenzkra barna- kennara frá stofnun þess árið 1931. Einnig starfaði hann mikið í barnaverndarnefnd Reykjavík fyrstu ár hennar. Hallgrímur var góðtempl- ari og var um skeið fræðslu- stjóri í framkvæmdanefnd Stórstúku íslands. í stjórn Guðspekifélags ííslands var hann í nokkur ár. Hallgrím- ur var mjög vel að sér um íslenzkt mál, enda ritfær vel. Ritaði hann sérkennilegan stíl og mjög auðþekktan. Setningar hans voru stuttar og hnitmiðaðar og mikillar nákvæmni gætti jafnan í meðferð greinarmerkja og stafselningar. Hann var mál- vöndunarmaður mikill, bæði í ræðu og riti, og það svo mjög, að sumum þótti við of. Hallgrímur reit margar bækur fyrir börn og verða hér aðeins nefndar; Viðleg- an á Felli, 1914, Helgi í Hlíð, 1914, og Daglæti, 1921. Enn- fremur þýddi hann nokkrar merkar bækur við hæfi full- orðinna manna, svo sem: Heilræði, hreysti, fegurð, máttur, eftir Henry Lund, Leiðsögn eftir J. Krishna- murti, Bláa eyjan, reynsla nýliða handan við tjaldið, frásagnir W. Stead, og Alfreð Dreyfus, skáldsaga eftir V. Falk, í félagi við Sig. Jónsson frá Álfhólum. Fjölda greina reit Hallgrímur í blöð og tímarit. Hann var skáldmælt- ur vel og komu út eftir hann þessar Ijóðabækur: Blá- klukkur, 1906, Stef og stökur, 1943 og Lausavísur og ljóð, 1945. Hallgrímur kvæntist 26. september 1903 'Vigdísi Er- !n memoriam lendsdóttur, hreppstjóra að Breiðabólsstöðum á Alfta- nesi. Hún andaðist 17. marz 1948. Þeim hjónum varð sex barna auðið — og eru þau : María, læknir hér í Rvík. Jónas, dáinn 12. des. 1907. Meyvant Óskar, prentari í Rvík, kvæntur Hallberu K, Þórsteinsdóttur. Ólafur Davíð, dáinn 17. marz 1914. Anna, kennari í Rvík, gift Magnúsi Guðm. cand. mag, Erlendur Öskar, dáinn 4, marz 1914. Hér hefur ævisaga Hall- gríms verið sögð í mjög stuttu máli, námsferill hans rakinn og störfum hans lýst að nokkru. — En því fer fjarri, að með því einu só manninum lýst að fullu. Því að hann var maður, sem bjó yfir sterkum andstæðum og var að sumu leyti engum líkur nema sjálfum sér. Hann kom kunningjum sín- um oft skemmfilega á óvart, og vakti þá stundum til um- hugsunar um efni, sem nokk- urs var um vert að gefa gætur. Sá, sem þessar línur ritar, hafði þá ánægju að kynnast Hallgrími allmikið um skeið og starfa með honum að sameiginlegum áhugamálum. Féll vel á með okkur, og þó að við værum ekki alltaf sammála, vai*paði það engum skugga á vináttu okkar, enda var maðurinn svo skemmtilegur stundum, að ég kallaði hann ,sjarmörinn‘ í okkar hópi. Mikinn þátt í því átti mjög næmt skop- skyn, sem hann var gæddur, og kunni hann að fara þann- ig með það. að kitlum olli en aldrei sviða. Annars var Hallgrímur einkennilegt sambland af mjög efagjörn- um raunsæismanni, jafnvel vantrúarmanni, og einlæg- um trúmanni og dulsinna. Hann var draumspakur, dreymdi stundum „dagláta- drauma“ og lákndrauma, og gaf hann út nokkra drauma sína fyrir nokkrum árum. Hallgrímur gekk í Guð- spekifélagið og var trúr hug- sjónum þess til dauðadags. Mun honum hafa getizt vel að því tvennu, sem lalizt getur höfuðeinkenni þess fé- lagsskapar og kristallast í tveimur orðum: bræðralag, sannleiksleit. Nú er þessi sannleikselskandi sál horfira héðan að sýnilegum návist- um, en Hallgrímur lifir lengi í verkum sínum og í enddrminningu margra kunningja og vina, sem seint munu gleyma þessum litríka persónuleika, sem svo gaman var að kynnast. Gretar Fells. 17. des. 1961 — Alþýðublaðið 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.