Alþýðublaðið - 17.12.1961, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 17.12.1961, Qupperneq 2
JUtstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu S—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Orrusfan um Ölfusárbrú ÞEGAR „vinsæl“ mál eru á ferðinni, 'bítast alþing ismenn stundum eins og krakkar um það, hver hljóti heiður af málinu. Tökum til dæmis brúna yfir ósa Ölfusár, sem allir virðast skyndilega sam mála um að hljóti að koma, áður en langt um líður. Karl Guðjctfásson og tveir framsóknarmenn fluttu við afgreiðslu fjárlaga tillögu um 25 millj- óna ríkisábyrgð fyrir þessa væntanlegu brú. Þeg- ar Tíminn sagði frá tillögunni, var Karl ekki tal- inn fyrsti flutnihgsmaður hennar, heldur þriðji, íil að framsóknarmennirnir f<?ngju heiðurinn! Ekki gat Morgunblaðið við þetta ástand unað, enda blað Ingólfs Jónssonar ráðherra, sem einnig er þingmaður Suðurlands, svo sem Karl og frani- sóknarmennirnir tveir. Moggi lýsti í gær yfir, að þessilr tillöguþremenningar eigi aldeilis ekkert í þessu brúarmáli, heldur hafi það verið rætt af mikilli alvöru í ríkisstjórninni og Ingólfur þar heitið að láta sína menn undirbúa brúna fyrir Sunnlendinga. Það er því augljóst mál, að Ingólfs verður heiðurinn — þegar brúin kemur. Nú vantar ekkert á þessa glæsilegu mynd — nema hlut Alþýðuflokksins, og hann er ekki minnstur. Alþýðublaðið vill upplýsa þetta um málið: Það getur enginn af núverandi þingmönnum Suðurlands eignað sér heiðurinn af upphafi brú- armálsins. Hann gengur til fyrrverandi þing- manns Árnesinga, Jörundar Brynjólfssonar, sem fékk þessa brú tekna á brúarlög árið 1953. Eftir - það sofnaði málið og heyrðist ekkert um það, þar til ungur Alþýðuflokksmaður, Unnar Stefánsson, tók sæti á alþingi sem varamaður snemma árs 1960. Hann flutti tillögu um brúna. Var þá ekki laust við að þingmenn brostu að skýjaborgum þessa unga manns, og tillaga hans dó drottni sín- um í þingsölunum. Næsta ár tók Unnar aftur sæti á þingi um skeið og flutti á ný tillöguna um brúna. Karl Guðjónsson var svo vitur í þá tíð, að hann talaði um brúarmál Unnars með háði og spotti á kjósendafundum. í annarri atlögu komst Unnar svo langt, að málinu var vísað til ríkis- stjórnarinnar, enda þykir það örlítið meiri kurt- í eisi en að láta mál sofna í þingsölunum sjálfum. 5 Þannig stendur þá orrustan um Ölfusárbrú. En ^skyldi ekki Sunnlendingum finnast, að rétt hefði verið af þingmönnum þeirra að koma brúnni upp fyrst — og rífast svo um heiðurinn af verkinu? 'Áskriftarsíminn er 14-901 JÖLAINNKAUP meiri vörur, betri vörur fjölbreyttari vörur, ódýrari vörur. ) Ferskjur 5 teg. frá kr. 20.00 dósin ’ Ferskjur 3 kg. kr. 72.00 ’ Perur 4 stærðir frá kr. 19,95 ; Búðingar hollenzkir frá kr. 1,50 pk. f Gr. baunir Beuavais kr. 15.85 ds. ' Ananas kr. 21.35 ds. ’ Döðlur kr. 5.20 pk. ? Döðlur í lausri vigt kr. 26.40 kg. Sultutau útlent kr. 19.60 glasið Haframjöl V2 kg pk. kr. 2.70 pk. Valhnetukjarnar — Heslihnetu- kjarnar — Möndlur — Súkkat — Svart sýróp — Döðlur — Fíkjur margar teg. — Valhnetur — Bland- aðar hnetur — Parahnetur — Kon- fektrúsínur — Kerti — Spil — Hunang. — Deliciuseplin, Appelsín- ur — Konfektkassar Bökuna- vörur. Hvað vantar í hátíðarmatinn? Bara hringja svo kemur það. 1 Undrið mesta. Amer- ískj miðillinn Arthur Ford Ævisaga rituð af Margueritte Harmon Bro. Svcinn Vkingur ^slenzkafði. Víkurút- gáfan 1961. BÓK sú sem hér um ræðir, er eftir ameríska skyggnimið- ilinn Arthur Ford. Er þetta að nokkru léyti ævisaga hans og þó fremur saga hinnar sálrænu reynslu hans, allt frá þeim tíma á stríðsárunum fyrri, er hann Varð var þeirrá fyrirbæra, er urðtt til að skapa lífi hans stefnu og tilgang. Arthur Ford er nafnkunnur þevm er þekkja til sálarrann- sókna. Hann hefur um langt UNDRIÐ skeið verið talinn í röð merk- ustu miðla. Fyrr á árum hafði hann kynni af Arthur Conan Doyle og Hannen Swaffer, sem kunnir eru úr sögu sálarrann- sóknanna. Arthur Ford ferðað- ist víða um Evrópu, m.a. um England Þýzkaland og Norð- urlönd. Leið hans lá til Egypta- lands og Ástralíu, og allsstaðar vöktu fundir hans hina sömu athygli, og ýmiskonar rann- sóknir er gerðar voru á f undum MESTA hans, bar að einum og sama brunni. Síðari hlutj bókarinnar er einskonar leiðsögn í sálrænni þjálfun og andlegri þroskavið- leitni, skilmerkilega framsett án nokkurs áróðurs fyrir því sem venjulegast er kallað sálar rannsóknir. Þessi hluti bókar- innar er athygliverður og lær- dómríkur hverjum þeim er hugsar um andleg efni og vill Framhaid á 12. síðu. £2 11. des. 1951 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.