Alþýðublaðið - 24.12.1961, Síða 2

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Síða 2
> Benedikt Grönda! skrifar um helgina: HVERGI í veröldinni, þar ■sem ég þekki til hefur and- .staða gegn sjónvarpi verið eins mikil og á íslandi. Samt munu iflestir viðurkenna, að sjónvarp ið muni koma hér eins og ann- ars staðar. Um þessar mundir •eru síðustu menningarþjóðir 'aeims að flýta sér að byrja eigið sjónvarp til að geta hag- nýtt sér þær nýjungar, er sjón- varpað verður um allan heim, annað hvort með gervihnöttum eða á annan hátt. írar byrja sitt sjónvarp nú á gamlársdag, ísraelsmen eru í óða önn að undirbúa sig. Og úti í löndum spyrja menn íslend nga: Hve- nær byrjið þið? Hér á landi hafa forráða- menn Ríkisútyarpsins fylgzt með þróun sj’ónvarpsmála um árabil og jafnan Shugað, hvort mögulegt væri að hugsa til hreyfings. Fyrir nokkrum ár- um virtust vonir um, að unnt yrði að byrja í mjög smáum stíl, en þá varð útvarpið að snúa sér að húsnæðismálurn sínum og koma sér fyrir í fiski húsinu við Skúlagötu. Þar með var allur framkvæmdasjóður- inn festur, enda hafa menn ekki látið sjónvarp ganga að neinu leyti á hlut útvarpsins (eða réttar sagt: hljóðvarps- ins). Nú, sömu daga og mest er rifizt um sjónvarpið, hefur Ríkisútvarpið ákveðið að kaupa frá Sviss nýja lang- bylgju-sendistöð, þar sem gamla útvarpsstöðin er orðin mjög slitin og kostar hún að minnsta kosti 10 milljónir króna. Ekki er ýkja dýrt að koma upp sendistöð fyrir sjónvarp, kostar sennilega um 12 mill- 2 24. des. 1961 — Alþýðublaðið • ! * öiósidI*é *(ji/ jónir króna. Höfuðvandinn er að finna rekstrargrundvöll fyr ir sjónvarpið, svo það verði ekki hallafyrirtæki, sem ríkið þarf iað igreiða með milljónir á ári hverju. Þessi vandi stafar af því, að til að halda uppi 2-3 stunda dagskrá á einfaldasta, viðunandi hátt, þarf 8-10 mill- jónir króna árlega tii dagskrár innar einnar, auk annars kostn aðar, isem ,gæti með nokkrum tækjakaupum orðið 4-6 mill- jónir. Ti.l að standa undir slík- um- kotsnaði þarf 12-15,000 sjónvarpsnotendur, en sam- kvæmt reynslu annarra þjóða er ekki fráleitt að ætla, að sú tala næðist á 5 árum. Auk þess þarf að hafa auglýsingatíma eins og í útvarpinu, þar sem fiestar áuglýsingar væru lskuggamyndir eins og f kvik- myndahúsum, eða örstuttar kvikmyndir. Utan slíks tíma yrði dagskráin algerlega laus við auglýsingar. Til viðbótar þessum tekjustofnum þarf sér- staklega fyrstu árin, enn frek- ari tekjur, og eru tillögur um það mál nú í athugun. Hvernig verðúr íslenzka sjón varpið, þegar það kemur? Ég efast ekki um, að eftir 5-7 ár verður komiðsjónvarps- tæki á annað til þriðja hvert heimili umhverfis Faxaflóa og á Suðurlandsundirlendi. En rétt er að igera sér engar tylli- vonir. Sjónvarpstækið verður ihikil nýjung í fyrstu. Það verð ur gaman að sjá menn og kon- ur, sem aðeins hefur heyrzt í áður. Fyrst í stað verður mik- ið setið við tækið, en efnið verð ur misjafnt eins og útvarpsdag skráin okkar vill verða. Svo fer nýjabrumið af, og sjónvarp ið verður sjálfsagður hlutur. Ef menn búast við, að þeir fái fína kvikmyndasýningu heim í stofu á hverju kvöldi, verða þeír fyrir vonbrigðum. Það verður varla me.ra en e'n stór kvikmynd á viku, og hún ekki ný, ekki í litum, ekki á breiðtjaldi. Kvikmynda framleiðendur selja auðvitað •ekki sjónvarp; nýjar myndir, nema .stuttar kvikmyndir, sem eru eingöngu framleiddar fyr- ir sjónvarp. Ef menn búast við leiksýn- ingum, revýum_ stórum skemmtiþáttum og slíku, verða þeir einnig fyrir von- ibrigðum. Ekki er gert rið fyr- ir nema mjög litlu slíku efni í íslenzku dagskránni fyrst um sinn, enda mundi kostnaðurinn þá aukast um stórar upphæð- ir, því dýrt er að gera leik- tjöld, búninga og æfa leikrit fyr,ir eina sjónvarpssýningu. Til hvers er þá að vinna meo. isjónvarpi, ef lítið verður af þessu öndvegisefni? Merkasta hlið sjónvarpsing er tvímælalaust fréttamynd'r. Veðurfregnirnar taka á sig allt annan blæ, þegar við sjá- um kort af lægðum og storm- um. Fréttaaukar verða marg- faldir að gildi, ef við sjáum þá gesti, sem ber að garði, eða aðra, sem viðtöl eru við. Og svo koma spánnýjar frétta- mynd;r utan úr heimi ýmist kvikmyndij. eða 'sjónvarps-seg- ulbönd flugleiðis frá stórborg- um Evrópu. Smám saman verð ur tekið meira og meira af inn lendum fréttakvikmyndum. — Svo koma fréttamenn o,g sýna á korti þá staði, sem mest er get.'ð um og skuggamyndir þaðan ef ekki er betra efni, — myndir af mönnuip, sem koma við fréttirnar. Eftir fá ár verð- ur svo hægt að stórauka sjón- varp frá viðburðum hér á landi — og eftir 10—12 ár fáum við um gervihnett'.na beint sjón- varp frá stórviðburðum erleijd is. Þesisi þjónusta sjónvarpsing ins er ■stórbrotin fræðsla. Hér er sjálfur skóli lífsins. Áhorf- endur fá allt aðra og gleggri mynd af því, sem 'er að gerast með því að sjá það með eigin augum. — Slíkar fréttamyndir, sem gætu verið flesta eða alla daga 10-15 mínútur auk frétta auka, munu vekja forvitni manna, og þeir rnunu lesa meira í blöðum og bókum um það, sem þeir sjá af snöggar fréttamyndir. Það er mismunandi, hve sjón varpsstöðvar verja miklum tíma til fréttaefnis. Bandarísk ar stöðvar verja oft 6-8% af tíma sínum, og er það mikið — þegar varpað er út allan daginn. — Danska útvarpið notar 9,1% tímans til frétta og 5,7 % í ýmsa viðburði dagsins, sem sjónvarpað er beint. r\ A

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.