Alþýðublaðið - 24.12.1961, Qupperneq 5
'X
l
ADÞYÐUBLAÐIÐ fór
á kreik og spurði fólk
um jólin. Það hitti sjó
mann, skrifstofustúlku,
gamla konu á Elliheim-
ilinu og strák sem var
að lóna við höfnina. Hér
eru mínútuviðtölin,
sem við áttum við þetta
fólk.
VIÐ HITTUM 94 ára gamla
konu, Borghildi Magnúsdótt-
ur í herbergi 210 á Elliheim-
jlinu Grund. Hún. er hin
hressasta, þrátt fyrir aldur-
inn og situr viS prjóna sína,
þegar við komum inn.
— Hver finnst þér mestur
munur á jólum nú og áður?
— Fólk var þá vant minni
hátíðahöldum en pú, enda
lífsskilyrði allt önnur þá, og
gjaf r þess vegna mun minni
og færri þegar ég var ung
en nú tíðkast. Samt held ég
að fólkið hafi oft ekki verið
síður ánægt þá en nú. Ann-
ars finnst mér kærleikurinn
vera meiri nú en þá og menn
yfirleitt gjöfullj núna. Þegar
ég var ung voru ýmsir stór-
ríkir menn, sem aldrei gáfu
neinar jólagjafir til fátækra
á jólunum. Nú held ég, að öll
um sé rétt eitthvað og er
það vel.
— Finnst þér fólk eyða of
miklu fé til jólagjafa?
— Nei, það held ég ekki.
Annars get ég lítið sagt um
það, ég gef ekki svo mikið
sjálf.
— Hvað ætlar þú að gefa í
jólagjaf'r?
— Meðan ég get prjónað,
gef ég jólagjafir, en ég er
bara að verða svo ónýt til
þess. Ég gleð fólkjð mitt með
sokkum og vettlingum, sem
ég held að komj bórnunum
vel. Að öðru leyti gef ég fólk-
inu lííið, enda dýrt að lifa
fyrir gamalt fólk, sem hefur
yfirleitt lítið fé handa milli
fram yfir hið nauðsynlega. —
Gamla fólkið kemst serr? bet-
ur fer allvel af og þökk sé
fyrir það, en lítið verðuv af-
gangs til jólagjafa.
NÆST hittum vfð Anton
Líndal bryta á Dettifossi, en
sk'pið er nýkomið í höfn er-
lendis frá.
— Farinn að undirbúa jól-
in?
— Konan hefur haft mest
fyrir því. Maður hefur nátt-
úrlega komið með eitthvað
heim til jólanna, en það var
ekki mik'ð fyrir þvi haft.
— Verður þú á sjónum um
jólin?
— Nei, sem betur fer. Þá
fer ég í sumarfri, þvi ég hef
geymt það þar til núna.
— Hefur þú oft vcrið á sjó
yfir jóíjn?
— í fyrra vorum við í höfn
um jólin, í Rússlandi. Þá
eiga allir um borð frí, sem
frí geta átt, hátíðamatur á
borðum, teknar upp jólagjaf-
ir, lesið, sofið og borðað, og
allt gert til að gera jóiin sem
hátíðlegust fyrir áhöfnina.
— Héldu líússamir jólin
hátiðleg á sama hátl og við?
— Nei, það var unnðl jóla-
dagana, en hins vegar voru
einhver hátíðali(j::l um ára-
mótin, sem komu að ein-
hverju leytj a. m. k. i stað
jólanna.
I SÆLGÆTIS-gerð nni
Opal er m«kið að gera fyrir
jólin eins og viða annars stað
ar. Stúlkum hefur verið bætt
við til að geta sinnt aukinni
eft rspurn í jólaösinni og þær
koma víða að og úr ýmsum
skólum. Þær vjlja samt fátt
segja um jólin og jólaundir-
búning þeirra, nema hvað
þær hlakka tsl jólanna og
ætla að nota töluverðan hluta
af kaupi sínu til jólagjafa
handa vinum og kunningj-
um.
Á sknfstofunni eru stúlk-
Framhald á 15. siðu.
Alþýðublaðið — 24. des. 1961