Alþýðublaðið - 31.12.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.12.1961, Blaðsíða 2
Elístjórar: Gísll J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl: Ejörgvin Guömundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml 14 906. — Aösetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu C—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Nýju ári heilsað . :ENN eitt ár er liðið. Þótt gengið hafi á ýmsu verð- ! ur ekki annað sagt en það hafi verið íslendingum ' -gott. Aflabrögð hafa verið góð, vinna mikil og al- menn velmegun í landinu, heilsufar með bezta | móti. : Samt sem áður var þetta ár mikilla átaka og 1 flokkadrátta. Erfiðustu vandamálin voru ekki af : völdum náttúruafla eða annarra óviðráðanlegra ! ástæðna. Þau voru fyrst og fremst tilbúin af lands ■ 'tólkinu sjálfu. Eftir því sem meira er til skiptanna j viírðast skiptin verða erfiðari. Flestar atvinnu- stéttir, frá hinum lægst launuðu verkamönnum til hátekjumanna, gera háværar kröfur um kjara- ' bætur. Enda þótt framleiðsla þjóðarbúsins aukist . eins mikið og framast standa vonir til, mundi það trauðla duga til að uppfylla allar kröfumar. ; Þrátt fyrir slíka erfiðleika er engin ástæða til 'bölsýni um framtíð þjóðarinnar — þvert á móti. Þjóðfélagið hefur stigið þýðingarmikil skref í átt- ina til félagslegs réttlætis og öryggis, svo að fáar þjóðir hafa þar betur gert. Fjármálum þjóðarinnar gagnvart öðrum löndum hefur verið komið á fast- ' an grundvöll og þar með endurvakið lánstraust íslands. Aðstaða er þannig fengin til nýrra stór- átaka, og um það gerð fimm ára áætlun, svo að : unnið verði skynsamlega og af hagsýni í framtíð- ’ inni. ' Á hinum alþjóðlega vettvangi verður íslending 'um að skiljast, að einangrun þeirra er að fullu 'iokið. Við verðum að taka þátt í samskiptum þjóða 1 af ábyrgð og einurð, taka á okkur skuldbindingar og njóta hlunninda eftir atvikum, en treysta því ekki a^rinlega, að stórveldin hneigi sig djúpt fyrir ! dvergum, eins og þau að vísu gert oft. ' Enda þótt íslendingar megi sem heild allvel við una sitt hlutskipti í samanburði við aðrar þjóðir, steðja uggvænlegar hættur að frelsi og tilveru ! þjóðarinnar, sem og að öðrum frjálsum þjóðum. Þessar hættur eru útbreiðsla kommúnismans í öllum sínum myndum, en hann stefnir vísvitandi a5 eyðileggihgu alls þess, sem frjálsir menn hafa ' barizt fyrir. síðan á dögum Forn-Grikkja. Örlög Eistlands eru örugg vísbending fyrir smáþjóð. ! Þessari ógnun ber að mæta með árvekni og stöð- ! ugri baráttu hér á landi eins og annars staðar. ; Alþýðublaðið ber við þessi áramót fram þá ósk : fyrsta, að þjóðin beri gæfu til að leysa svo innan- ■ landsdeilur sínar, að sem flestir geti við unað, : þótt seint verði allir ánægðir. Takist það, munu önnur vandamál reynast auðleystari með sameig- inlegu átaki. Á alþjóðlegum vettvangi eru nýárs- 1 óskirnar um frið, afvopnun og öryggi uncþr merkj- 1 um Sameinuðu þjóðanna. Gott og farsælt nýár! Tollahækkun Framh. af 1. síðu. stofnaö hafa tollar millj Efna- hagsbandalagsríkjanua innbyrð- is verjð lækkaðir í nokkrum á- föngum og nemur heildartolla- lækkunin nú 30% og hefur ver- ið gert ráð fyrir 10% lækkun tií viðbótar nú um áramótm, og ef t'l vill 20W lækkun, Hvort um svo mikla lækkun verður að ræða í raun og veru er aðal- iega komið undir því, hvort það tekst að ná samkomulagi í deiluimi um viðskiptahætti með landbúnaðarafurðir mnan Efnahagsbandalagsins, en um þá deilu hefur mjög ver.ð rætt í fréttum undanfarið og er ekki vitað nú á þessari stundu, livort samkomulag tekst fyrir áramót. Hins vegar var ekk; gert ráð fyr:r því, að tollabreytingar á sjávarafurðum gagnvart þjóðum utan bandalagsins hæfust fyrr en nú um þessi áramót. Nú verða því fyrstu sporin stigin til samræm ingar á tollum Efnahagsbanda- lagsríkjanna og koma þeir því ým'st til að hækka eða lækka gagnvart öðrum ríkjum nú um áramótin. í tilefni af þessu hefur Alþýðu blaðrð sni'^ð sér til Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptamálaráð- herra og spurt hann um hvaða breytingar á tollum séu væntan legar á sjávarafurðum í Efna- hagsbandalagsríkjunum. V ðskiptamálaráðherra sagðí, að ríkisstjórnin hafl gert sér far um að fylgjast sem rækilegast með þeim breytingum, sem í vændum væru nú um áramótm. Það væri vitað. hvaða breyt-, ing yrði á tollunum, en hins veg , ar Iægi ekki ljóst fyrlr, hvort í e'nsökum löndum yrði um svo nefndan toilkvóta að ræða, þ. e. a. s. hvort enn um skeið yrði leyft að flytja inn E/1 landanna ákveðið magn án tollahækkunar og þá ekki heldur um hversu mikið magn yrðj að ræða fyrir hverja einstaka vörutegund hverju landi. Þetta myndl ekki liggj.i ljóst fyrir fyrr en eftir áramót n, en kunnugt værj um ráðagerðir i þessum efnum í að minnsta kosíi sumum Efnahagsbandalags ríkjanna. Hins vegar gaf viðskiptamála ráðherra eftirfarandi nppiýsing ar um þær breytingar á sjálfum tollunum, sem koma tif fram- kvæmda nú um áramótin: ÞÝZKALAND ísuð síld: Tollur 6%, nema 15. febr. — 15. jún, þá er hann eng.nn. Var áður enginn. allt ár ið. (Endanlegur tollur: 20%.) Ufsi, nýr: Tollur 4,5%, netra I. marz — 31. júlí, verður þá II, 5%. Var áður 10%, nema 31. ágúst — 1. feb., þá var hann enginn. (Endanl. tollur: 15%.) Ný ýsa, langa, karfi, lúða, þorskur: Tollur 11,5%, nema 1. ágúst — 31. des. verður þá 4,5 %. Var áður 10%, nema 31. ágúst til 31. des. þá enginn. (Endanl. tollur: 15%). • Framhald á 11. síðu. S ! * s S s s s . % s V S' V s V s Gleöilegt nýár! Óskum öllum viðskiptavinuiH vorum góðs gengis á komandi ári. Brunabótafél ag íslands Gleðilegt nýárl | Þökk fyrir viðskiptin. á liðna árinu HAHBi* Fullirúaráð Aiþýðuflokksins í Reykjavík óskar öllum Reykvíkingum og öðrum landsmönnum Farsæls árs S s s s s s s s s s s f s s s s * i V s s s ; S' S I s s s' I % 's' s: I V s' I í s' S' V s s V s s s fe 31. des. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.