Alþýðublaðið - 31.12.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.12.1961, Blaðsíða 4
Framliald af 3. síðu. meiri en nokkru sinni fyrr. Lánstraust útávið þrotið. Ströng innflutningshöft voru á nauðsynjavörum vegna þess að efnahagskerf ið byggðist, vegna rangrar gengisskráningar, að veru- legu leyti á innflutningi há tollaðrar lúxusvöru. Gjaldeyrissjóður var eng- inn til í bönkunum heldur þvert á móti gjaldeyrisskuld. Ýmislegt fleira mætti telja, ísem lagfæra þurfti, en þetta skal látið nægja. Árangurinn af viðreisnar- starfsemi ríkisstjórnarinnar hefur svo orðið þessi: Sambandið á m»lli kaup- gjalds og vöruverðs hefur verið afnumið. Sparifjárinnlög hafa auk- Izt mjög verulega, og var aukningin orðin í nóvember lok 362,7 millj. kr. á móti 197,2 millj. kr. í nóvember 1960, en aukningin á því ári hafði þó vaxið frá því árin áður. Eiga innlög væntan- lega enn eftir að aukast til ársloka { ár. Veltiinnlánin (innlög á hlaupareikning), sem stjórn arandstæðingar hafa ævin- lega viljað taka með, þegar talað er um sparifjáraukn- inguna, hækkuðu til nóvem- berloka í ár um rúmar 300 millj. kr. á sama tíma. Spari féð er sá e>ni heilbrigði grundvöllur efnahagsstarf- seminnar, sem treystandi er á, og bendir því þessi mikla aukning { ár greinilega í þá átt, að rétt sé stefnt. Gjaldeyrisstaða bankanna við útlönd 1. nóvember sl. var þannig að bankarnir áitu þá gjaldeyrisvarasjóð að upphæð 393,6 millj. kr. á móti 126,3 milli. kr. í árslok 1960 og 150,5 millj. kr. gjald eyrisskuld í árslok 1959. — Þó að þessi gjaldeyrisforði sé enn of lítill, er þó mikill munur að hafa hann liand bæran eða skulda á annað hundrað milljónir króna og hafa samtímis notað upp allt það lánstraust, sem fyrir hendi var. Lánstraust er- lendis hefur nú verið endur reist, sem bæði kemur fram á þann hátt, að við eigum nú aðgang að stuttum bráða- birgðalánum. ef gjaldeyris- forðinn skyldi ekki nægja fyrir hlaupandi útgjöldum, og lengri lánum til verk- legra framkvæmda. Hér er um mjög mikinn á- rangur að ræða í þeirri veru að koma efnahagskerfi þjóð- arinnar á heilbrigðan grund völl. Hinsvegar var öllum ljóst þegar í upphafi, að þess ar aðgerðir myndu ekki verða Æársaukalausar. Af gengis- leiðréttingunni, sem gerð var snemma ár { fyrra, leiddi vitaskuld hækkun á innflutt- utn varningi, sem kom fram í því að vísitala neyzluvara hækkaði um ca. 17 stig. Hins ■vegar þýddu hliðarráðstafan- i.r, sem ríkisstjórnin gerði aamlímis, tii að vega á móti hækkun hins erlenda varn- ings, að heildarhækkun fram færslukostnaðar hafði ekki hækkað nema sem svaraði 5 vísitölustigum, þegar komið var fram á mitt ár 1961. — Launakjör höfðu þá yfirleitt haldizt óbreytt í 214 ár, en kaupmáttur tímakaups auð- vitað minnkað sem svaraði til vísitöluhækkunarinnar. Af- koma almennings hafði þó ekki versnað sem þessu nam, heldur hafði kaupmáttarskerð ingin unnizt upp með aukinni vinnu. Það kom nefnilega í ljós, að viðreisnarstefna rík- isstjórnarinnar, sem stjórn- arandstaðan kallaði samdrátt arstefnu og taldi að mundi leiða til mikils atvinnuleysis, reyndist hafa í för með sér mjög aukna atvinnu allstaðar á landinu, sem að vemlegu leyti jafnaði metin. Þó að hægt sé að bæta að nokkru leyti upp lág laun með löngum vinnudegi, og komi sér oft vel, er það þó ekki það, sem láglaunamaður inn fyrst og fremst stefnir að, heldur hitt að fá aukinn kaup mátt tímakaups síns. Þegar leið að miðju ári töldu þessir menn tíma til kominn að freista nokkurrar hækkunar kaupsins. Valt þá á öllu að hækkunin færi ekki út í verð lagið og gerði hækkunina að litlu eða engu. Atvinnurekendur buðu seint og um síðir 9—10% hækkun á tveim árum. Sátta semjari vildi ganga feti lengra og taka 10% á einu ári. Má telja víst að það hafi verig það ýtrasta, sem hægt var að fara án þess að grípa þyrfti til gagnráðstafana. — Kommúnistar sem um skeið hafa tröllriðið verkalýðs hreyfingunni þannig að hún mun seint bíða þess bætur, fengu því ráðið að ekki var staðnæmzt við tillögu sátta- semjara, heldur farið helm ingi lengra í hækkunarát't. Var þá sýnt, að sú hækkun myndi bera útflutningsat- vinnuvegina ofurliði og valda hækkunum innanlands, sem fljótlega gerðu kauphækkun- ina að engu. Enda kom það á daginn. Ný gengislækkun varð ekki umflúin, allt vöru- verð hækkaði, bæði á erlendri vöru og innlendri. Er þetta eitt hið mesta skaðræðisverk, sem launþegum hefur verið gert í seinni tíð, og eingöngu gert til að reyna að gera rík isstjórninni bölvun, og ekkert hirt um, hvað það kostaði launþegana. Kommúnistar fengu valdastreitumenn Framsóknarflokksins til þess að taka þátt í þessari þokka- legu iðju og raunar beita sér fyrir henni, með því að ýta samvinnuhreyfingunni á und an til þessa verks, einmitt á sama tíma og gengið var til atkvæða um tillögu sátta- semjara, sem þarafleiðandi var auðvitað felld, þegar sam vinnufélögin höfðu samið um helmingi meiri hækkun en sáttasemjaratillagan hljóðaði uppá. Um hug samvinnumanna sjálfra til þessa verknaðar má fara nærri af því að þeir höfðu nokkrnm mánuðum áð- ur talið. ómögulegt að hækka 4 31. des. 1961 — Alþýðublaðið laun kvenna um 4% á ári í nokkur ár, til móts við laun karla. Atvinnureksturinn þoldi það ekki þá að þeirra dómi, en nú gátu þeir skyndi lega hækkað laun kvennanna um yfir 20%. En framsóknar forustan réði með kommúnist um, þó að þeir sæu afleiðing- arnar fyrir. Því hef ég orðið svo margorður um þetta, að ég tel þessa atburði á sinn hátt einna merkasta og ör- lagaríkasta af því, sem gerðist á árinu hér innanlands, ekki til eftirbreytni heldur til við- vörunar. Það er svo táknrænn og at- hyglisverður eftirleikur, að tvær hæst launuðu launa- stéttir landsins hafa gert kröfu um allt að 100% launa hækkun, og forsvarsmaður láglaunamanna sem maður hélt að ætli að vera, formaður Alþýðusambands íslands, hef ur gerzt eldheitur forsvars- maður þessara manna og jafn að því til galeiðuþrældóms, að ríkisstjórnin ákvað nokk- urn frest á því að þessar kröf ur skyldu taka gildi, svo að unnt væri að leita samninga. Minnir þetta orðatiltæki for manns Alþýðusambandsins mjög á móðuharðindakenn- ingu Framsóknarforustunnar þegar viðreisnaráform ríkis- stjórnarinnar urðu kunn. I þessu þjóðfélagi er nú mjög uppi sá háttur að gera kröfur og virðist hafa farið mjög í vöxt á árinu. Sjómenn gera kröfur. tJtgerðarmenn gera kröfur, segja til dæmis, að togari geti ekki borið sig nema með 1,2 milljón. kr. framlagi úr ríkissjóði eða annarsstaðar að, og að ó- breyttu verðlagi og kaup gjaldi. Bændur heimta miklu hærra verð fyrir afurðir sín- ar. Opinberir starfsmenn krefjast hærri launa. Verka- lýðssamtökin hafa lýst yfir, að nýjar kröfur verði gerðar um hærra kaup og fleiri munu vera á ferðinni., Það mun því vera um það bil öll þjóðin, sem vill fá sinn hlut bættan. Þetta er aðeins hægt að gera í samræmi við aukningu þjóðarframleiðsl- unnar, ef um jákvæðan á- rangur á að vera að ræða. Ef einhver .stétt eða starfshópur tekur til sín meira en þetta, verður það aðeins gert á kostnað annarra, og þeirra hlutur skertur sem því svarar, en hækki allir sinn hlut í krónum talið umfram þetta er það þýðingarlaust með öllu, því ag þá minnkar bara krónugildið hlulfallslega. — Þeir sem í alvöru vilja bæta hag einhverra verða að gera sér þetta ljóst og haga kröfu- gerð sinni samkvæmt því. Ýmsir athyglisverðir við- burðir hafa gerzt erlendis á árinu, sem vert væri að minnast, en hér skal aðeins fátt eitt nefnt. Upplýst var af þeim, sem gerst mátti um það vita, að forustumaður og einvaldur Sovétsambandsins í 30 ár hefði raunar alls ekki verið sá mikli maður, sem fuhyrt hafði verið, heldur harðsvír- áður þorpari og glæpamaður. Má því vera að fleiri en lof- gerðaróður, sem hér og ann- arsstaðar var kyrjaður um hann, fari eitthvað á milli mála og sé ekki varlegt að treysta því um of. Fólksstraumurinn frá sælu ríki kommúnismans í Austur- Þýzkalandi, hefur í bili verið stöðvaður með steinsteyptum varnarmúr, gaddavírsgirðing um og herliði og þó ekki stöðv aður til fulls því að menn kjósa þar frekar að leggja lífið í hætlu og jafnvel í söl- urnar fyrir möguleikann á því að vera við öllu búin og Gefur þetta sorglega en at- hyglisverða mynd af ástand inu þar eins og það er í dag. Spennan í kringum Ber- línarvandamálið hefur verið mikil og vaxandi á árinu og ósýnt hvert hún kann að leiða. Að minnsta kosti virð- ast Vesturveldin slaðráðin í því a vera vi öllu búin og hvika hvergi frá loforðum þeim og skuldbindingum, sem þau hafa gefið íbúum Vestur- Berlínar um vörn og aðstoð ef á kynni að þurfa að halda. Deiluefnin eru líka fleiri og víðar og óvíst með öllu hve nær eða hvar uppúr kann að sjóða. Á meðan svo er, er það skylda okkar íslendinga, sem aðild eiga að Atlantshafs bandalaginu að draga hvergi úr vörnum landsins, heldur þvert á móti að styrkja þær. 'Við erum þýðingarmikill hlekkur í varnarkeðjunni, og sá hlekkur má ekki bresta, hvorki okkar vegna sjálfra né heldur vegna annara aðila bandalagsins, sem allir eru sammála um að vernda frelsi sitt og mannréttindi hvað sem það kostar. Hér á Islandi hefur orðið nokkur hugarfarsbreyting gagnvart varnarliðinu, sem hér dvelur, á árinu. Aður hef ur dvöl varnarliðsins hér verið slíkt óþjóðlegt feimnis mál að varla hefur mátt um það tala, nema { áróðursblöð um hernámsandstæðinga, sem svo kalla sig, og þá eingöngu þar til þess að gera dvölina torlryggilega. Nú hafa menn úr öllum lýðræðisflokkunum þremur bundist samtökum til að skýra fyrir þjóðinni nauð syn vestrænnar samvinnu, og ferðast um landið { þessu skyni. Er gott til þess að vita, að málið er nú túlkað einnig frá þessari hlið og einhliða á- róðri kommúnista og þeirra fylgifiska þannig mætt. Samstarfið í ríkisstjórninni við Sjálfstæðisflokkinn hefur gengið snurðulaust á árinu. Báðir stjórnarflokkarnir eru staðráðnir í því að gera sitt ýtrasta til þess a koma efna hagsmálum þjóðarinnar { við unandi horf. Það er land- stærsta viðfangsefni þessarar ríkisstjórnar, en í því hafa st j órnarandstöðuf lokkarnir sýnt fullkomið ábyrgðarleysi og skilningsleysi. Af kommún istum var aldrei mikils að vænta í þessum efnum. En við hinu hefði mátt búast að Fram sóknarflokkurinn hefði sýnt málinu einhvern skilning, en það hefur ekki bólað á því. Þeir hafa fylgt kommúnistum gegnum þykkt og þunnt, og það hafa þeir raunar gert í ýmsum öðrum málum líka, t. d. í landhelgismálinu, sem var á árinu farsællega leyst í fullkominni andstöðu við Framsóknarflokkinn. Vandamál þau, sem nú bíða úrlausnar ríkisstjórnarinnar, eru mörg, auk efnahagsmál- anna. Ég nefni aðeins nokk- ur. Togarakreppuna verður að leysa á einhvern hátt. Is- lenzka þjóðin má ekki við því, að togaraflotanum verði lagt. Þessi stórvirku fram- leiðslutæki hafa löngum dug- að þjóðinni vel, og þó að nú syrti í álinn í bili, er engin ástæða til að ætla, að úr því get ekki rætzt. Ríkisstjórnin lofaði því í sinni stefnuskrá að láta gera framkvæmdaáætlun. Að þessu hefur nú verið unnið á árinu, í fyrsta sinn í sögunni. Drög að 5 ára áætlun hafa nú um áramótin borizt í hendur ríkisstjórnarinnar, og verður það væntanlega eitt af henn ar fyrstu verkum á næsta ári að vinna úr þeim. Eitt þýðingarmesta málið, sem úrlausnar bíður, er án alls efa athugun á því, hvort og á hvern hátt við íslending ar getum gerzt aðilar að Efna hagsbandalagi Evrópu. Tollar bandalagsþjóðanna út á við fara nú að gera vart við sig fyrir alvöru. Meðal annars bitna þeir úr þessu æði þungt á okkur samlímis því sem toll arnir innávið, milli aðildar- ríkjanna lækka og síðar hverfa. Á síðastliðnu ári hef ur verið reynt að afla sem ýtarlegastra upplýsinga um með hvaða skilyrðum við ís lendingar getum orðið þátttak endur, án þess að nokkuð endanlegt liggi þó fyrir um þetta ennþá. Augljóst er að viðskiptaaðstaða okkar við að- ildarríkin versnar til mikilla muna ef við stöndum fyrir ut- an, en þessi ríki mörg hver hafa um langt skeið verið okk Framhald á 13. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.