Alþýðublaðið - 31.12.1961, Side 3

Alþýðublaðið - 31.12.1961, Side 3
Emil Jónsson, formaður Alþýðuflokksins: fiRIÐ 1961, sem nú er senn á enda, hefur verið íslend- ingum gott ár. Veðurfar til lands og sjávar hefur yfirleitt verið hagstætt, aflaföng meiri í heild en áður, atvinna mikil og jöfn og atvinnuleysi nær óþekkt. Heildarfiskaflinn mun nú vera orðinn yfir 600 þúsund smálestir, sem er 20% meira en. árið 1960. ’Veldur þar mestu um mikil síldveiði fyrir Norður- og Austurlandi í sumar og vetrarsíldin fyrir sunnan land og vestan í vetur og sl. vetur. Vetrarsíldveiðin í því formi, sem hún er nú stunduð með nót í stað rek- neta áður, er ný atvinnugrein, sem bæði gefur sjómönnum góðar tekjur og fyllir út bil- ið milli norðurlandssíldveið- anna og þorskvertíðarinnar. Ennfremur hefur þessi síldar afli gefið mjög góða vinnu í landi bæði við söltun og frystingu. Ein grein sjávarútvegsins hefur þó borið skarðan hlut frá borði á árinu, en það er togaraútgerðin, og það svo, að hald’ð hefur við stöðvun hjá mörgum og nokkrir hafa hreinlega gefizt upp við að halda skipum sínum úti um lengri eða skemmri tíma. Heiídarafli togaraflotans á árinu mun væntanlega nema rúmum 70 þúsund lestum eða um 2/á af aflanum í fyrra og var þó togaraaflinn 1960 um 40 þúsund lestum minni en 1959. Þetta er ískyggileg þró- un. Togaraaflinn 1961 nem- ur sennilega rétt rúmum 12% af heildaraflamagni íslenzka fiskiflotans, en var fyrir 4—5 árum um og yfir 40%. Or- sakirnar til þessa ástands má sjálfsagt að miklu leyti rekja til þess, að togararnir hafa nú verið útilokaðir frá veiðum á mörgum af sín^m gömlu f:skislóðum með útfærslu fiskveiðimarkanna hér við landið, en til viðbótar kemur svo, að veiðar á fjarlægum miðum, sem áður reyndust fengsæl, hafa nú að verulegu leyti brugðizt, og sums stað- ar brugðizt að heita má að fullu. Er hér um mikið vandamál að ræða, sem ósýnt er hvernig leyst verður. Þegar minnzt er á fisk- veiðitakmörkin, kemur deilan við Breta ósjálfrátt upp í hugann, og sú lausn, sem fékkst á því viðkvæma máli í ársbyrjun. Ber öllum sann- gjörnum, hugsandi mönnum saman um, að sú lausn hafi verið farsæl, og mikill ávinn- ingur fyrir okkur íslendinga á ýmsan veg. Til dæmis er ein afleiðingin sú, að togarar okkar hafa getað tekið upp að nýju landanir í Bretlandi, með góðum árangri, en með hinum lélegu aflabrögðum togaranna hefði sennilega ver ið illmögulegt, ef ekki ómögu legt að gera þá út fyrir heima markað til sölu í frystihúsum. —o— Aðrir atvinnuvegir lands- manna munu hafa haldið vel í horfinu á árinu. Fram- leiðsla landbúnaðarins mun hafa aukizt. Til dæmis er talið að kjötframleiðsla hafi orðið það mikil, að þörf sé nú fyrir meiri útflutning kjöts en í fyrra. Mikill áhugi virðist vaknaður fyrir kornrækt og nokkur hundruð hektarar lands teknir fyrir þá starf- semi. Er þetta í fyrsta sinni, sem sú ræktun er stunduð í jafnstórum stíl, og virðist hafa gefizt vel. Um iðnaðinn liggja ekki fyrir skýrslur, að ég veit, en af ýmsum upplýsingum virð- ist þó mega ráða,' að einnig þar hafi verið haldið í horf- inu og á sumum sviðum ver- ið um nokkra fitamleiðslu- aukningu að ræða. Það merk- asta, sem á árinu hefur gerzt á því sviði, tel ég hiklaust vera undirbúningsviðræður, sem fram hafa farið um möguleika á aluminíum- vinnslu hér í sambandi við stórvirkjun á vatnsafli. Hvað út úr þeim viðræðum kem- ur, er ekki unnt að segja á þessu stigi, en verði þær að veruleika, er þar um að ræða stórkostlegri framkvæmdir er nokkurn tíma hefur verið stofnað til á íslandi. Önnur iðnaðarstarfsemi, að vísu ekki eins stór í sniðunum, en þó mjög stór á okkar mæli- kvarða, hefur einnig verið mikið rædd og talsvert undir búin á árinu, en það er kísil- gúr-vinnsla. Kísilgúrinn er til hér í mjög stórum stíl, — sérstaklega á botni Mývatns, en eftirspurn eftir þeirri vöru er talin allmikil, og lík— ur til að stofna megi til vinnslu hans hér með góðum árangri. Þá má einnig geta þess, að mikill hugur er hér í mönnum að hefja járnr skipasmíði og nokkur undir- búningur undir hana hafinn. Er ekki að efa, að hana á að vera hægt að framkvæma hér með góðum árangri ekki síður en annars staðar, þar sem skilyrði eru sízt betri. Ýmislegt fleira mætti nefna, sem sumt er komið til fram- kvæmda en annað á leiðinni. Er enginn vafi á því að iðn- aðarstarfsemi í landinu á eftir að verða enn styrkari stoð undir okkar efnahagskerfi, en nú er, og hefur þó þessi starfsemi þróazt mjög ört á undanförnum árum. Verzlunin hefur ekki um langt árabil átt að búa við svipað frelsi og hún á nú. — Kemur þetta fram í meira vöruúrvali og betri vörum. Hefur það að sjálfsögðu haft í för með sér betri þjónustu við almenning úg þægándi fyrir verzlunarstéttina. ----o—— Þegar núverandi ríkis- stjórn tók við, lýsti hún yfir, að hún skoðaði það sem sitt höfuðverkefni að koma efna hagsmálum þjóðarinnar í betra horf. Síðan eru nú liðin tvö ár og ekki óeðlilegt, að um það sé spurt, hvort eða hvernig þetta hafi tekizt. Til þess að gera sér grein fyrir þessu, er nauðsynlegt að skoða fyrst ástandið eins og það var áður en stjórnin tók við, og þó öllu heldur, hvernig það var þegar 'Vinstri stjórn- in svokallaða skildi við í árs lok 1958, því að minnihluta stjórn Alþýðuflokksins, sem naut óbeins stuðnings Sjálf- stæðisflokksins hafði við hann samráð um þessi mál, meðan hann fór með völd megin hluta árs 1959. Ástandið var í árslok 1958 í stuttu máli þannig ; Öðaverðbólga var ríkjandi í landi. Vísitala framfærslu- kostnaðar hafði á einu ári; 1958, hækkað um 34 stig. Vöruverð og kaupgjald elti hvort annað með óhugnan- legum hraða. Trú almennings á gildi peninga fór þverrandi með sífellt hækkandi vöruverði. Sparifé almennings var af sömu ástæðu stórlega skert. Skuldirnar við útlönd voru orðnar geigvænlegar og greiðslubyrði þeirra vegna með því hæsta, sem þekkist í heiminum miðað við þjóð- artekjur. Lausaskuldir bankanna Framhald á 4. síðu. Emil Jónsson í hópi ungra jafnaðarmanna. 3 Alþýðublaðið 31. des. 1961

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.