Alþýðublaðið - 31.12.1961, Side 9

Alþýðublaðið - 31.12.1961, Side 9
3AN 1962? ji heims- jfni að ía megi komi til á árinu ð gerðist roðalegri skilningi. > útiloka kur á að éu litlar. líkt gerzt /aldabar- E gamlir aðrir af stóli. álit sér- heims- cki byrja uárásum, vopnum. tóm til ia til að breyttist . Hættan stríðum“ t önnur irnir eru Suður BUR N í •úizt við ingum í em kom- ist gegn- um borgina þvera, er rammgerður og ekki þess Jegur, að hann verði rif- inn niður í náinni framtíð. Berlínarbúar reyna að flýja vestur yfir og falla sumir fyrir vélbyssuskot- hrfð hinna austrænu varð- manna. Vesturveldin geta ekk- ert gert til að fjarlægja múrinn. Hann er á yfir- ráðasvæði kommúnista og það myndi kosta styrjöld að brjóta hann niður. — Kommúnistar rífa hann ekki fyrr en látið er und- an þeim og samið á þann hátt, að þeir eignist fyrr eða síðar Berlín alla. I>að gera Vesturveldin ekki. Líkurnar eru því: óbreytt, en hættulegt ástand í Berlín. SAMEINAST EVRÓPA í EITT * RÍKI? Það er sterk hreyfing uppi um að sameina alla Vestur-Evrópu í eitt ríki. Það getur vel farið svo, en það gerist ekki 1962. Næsta ár fara enn fram viðræður um þátttöku fleiri ríkja, og má búast við að ljóst verði fyrir ára mótin 1962—63, hvort Bretar, Danir og fleiri þjóðir, þar á meðal íslend- ingar, ganga í Efnahags- bandalagið. Vestur-Evrópa tekur nú hröðum framförum á sviði efnahagsmála. Það er bú- izt við, að stálframleiðsla verði þar á næsta ári 20 milljón lestum meiri en í Bandaríkjunum og 50 milljónum meiri en í Sov- étríkjunum. Þá er talið, að bílaframleiðsla aukist um 1 000 000 upp í 5,5 milljón- ir, sem er sama og fram- leiðsla Bandaríkjanna var í ár. Rússar framleiða að- eins 160.000. Sömu sögu er að segja á öðrum sviðum. Sameinuð Evrópa verður mesta stórveldi heims í efnahags- og menningar- málum, ef ekki fleiru. 4STYRJÖLD MILLI BANDARÍKJANNA ■ OG KÍNA ? Það er öruggt, að Suð- austur-Asía verður eitt róstusamasta svæði heims málanna 1962. Kommún- istar munu auka verulega skæruhernað sinn, sérstak- lega í Suður Viet Nam, og Bandaríkin verða að gera upp við sig, hvað þau ætla að ganga langt til að híndra, að Austur-Ind— landsskagi allur lendi í höndum kommúnista. Thailand, Burma, Cam- bodia og Suður Viet Nam eru á þessu svæði. Sérstak lega mun reyna á, hve mikið Bandaríkjamenn vilja gera til að bjarga Thailandi og Suður Viet Nam, þar sem mjög vin- samlegar ríkisstjórnir sitja við völd. En þær munu ekki gera mikið af eigin rammleik. Forustan verður að koma frá Washington og málið snýst um þá spurningu, hvort eigi að hætta á stríð við Kína eins og í Kóreu. 5AUKIÐ , FRELSI FYRIR \FRÍKU ? Vafalaust mun Afríka enn verða í fréttunum 1962. Þar verður róstu- samt, barátta milli svartra og hvítra og svartra inn- byrðis ekki minni. Þar verða mannvíg, morð, ör- yggisleysi. Þar munu fínir einræðisherrar spóka sig í nýjum ríkjum, sem bera öll vanþroskamerki. Þrátt fyrir þetta mun Afríku miða áfram. Þáð verða reistir margir skól- ar og sjúkrahús. Atvinnu- lífið mun heldur færast í áttina. Frelsi mun aukast. En það verður langt þangað til Afríka verður orðin feit og spök. 6HVAÐ VERÐUR UM SAMEINUBU ■ ÞJÓÐIRNAR ? Þegar reyndi á Þjóða- bandalagið forðum, gat það varla komið á viðskipta-: banni, sem gagn var í. — Sameinuðu þjóðirnar hafa þegar komizt mun lengra og notað lögreglulið til að framkvæma stefnu, sem var löglega mótuð á þingi þjóðanna. Bandalagið bjargaði Kongó frá borg- arastyrjöld, sem hefði get- að geysað í mörg ár og leitt til mikilla hörmunga. Nú standa miklar deilur um SÞ. Á Vesturlöndum er vaxandi ótti um að bandalagið sé að verða verkfærj í höndum hinna nýfrjálsu þjóða sem oft tali fagurlega en breyti á allt annan hátt, saman- ber Indland og Goa. De»l- ur um þessi mál munu auk ast, og þær munu hafa mikla þýðingu fyrir fram- tíð bandalagsins HVAD GERIST í SUÐUR- ■AMERÍKU ? Mið- og Suður-Afríka eru eitt þeirra svæða, þar sem örar breytingar eiga sér stað og örlagaríkir at- burðir geta átt sér stað 1962. Baráttan er gegn fá- tækt og eymd, misrétti og misskiptingu auðsins. Fólkið er að vakna. Spurn- ingin er aðeing sú: Tekst framfaraköflum að bæta svo lífskjörin, að lýðræðið lifi, eða grípur fólkið til hinna fljótvirkari ráða að hætti Fidels Castro? Bandaríkjamenn skilja þessa hættu og hafa sett fram stórfellda áætlun um stuðning við uppbygg- ingu þessara ríkia. Enn verður ekki séð með neinni vissu, hvaða árangur sú á- ætlun ber. Hitt er víst, að Castro á miklu fylgi að fagna víða um þetta mikla og auðuga landssvæði. 8KAPPHLAUP TIL «TUNGLSINS. Það er talið víst, að bæði ríkisstjórnir Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna hafi ákveðið að senda menn til tunglsins og kapp hlaupið sé í rauninni haf- ið, þótt nokkur tími geti liðið, þar til Iagt verður af stað. Það verður líklega ekki 1962. Þessar fyrirætlanir eru stórbrotnar, og setja alla landkönnun á jörðinni í skuggann. Kostnaðurinn er gífurlegur, og mun til dæmis- undirbúningur Bandaríkjamanna kosta svo mikið að upphæð ís- lenzku fjárlaganna mundi duga í fjóra daga — um 1700 milljónir. Tilgangurinn með ferð— inn; til tunglsins er talinn vera hernaðarlegur. Ef eingöngu væri um að ræða vísindalega þekkingu eða annað' slíkt, er talið að ferðin gæti að skaðlausu beðið um sinn. En báðir vilja hafa forustuna — og hernaðarlegt öryggi og þá er sama hvað hlutirnir kosta. Bandaríkjamenn senda að líkindum mann um- hverfis jörðina 1962, — en varla eins oft og Titov fór fyrr en 1963. Þeir hafa sett upp 63 gervitungl, en Rússar aðeins 13. Hitt verður ein af spurningum ársins: Eiga Rússar eitt- hvað í pokahominu í þess um efnum? KLÚBBURili KLÚBBNUM er það mikil ánægja að til- kynna £ð frá áramótum byrjar hinn vir’sæli söngv- ari HAUKUR MORTHENS að syngja með nýrri hljóm- sveit í efri sal KLÚBBSINS. Hið vinsæía Neo~íríó ásamt Mairgit Calva myn skemmta gestum Klúbbsins í ítalska barnum. KLÚBBURINN óskar gestum sínum og lesendunj. Alþýðublaðsins árs cg friðar. TILKYNNING um saEuskatfssfcírteiinl Hinn 31. desember nk. falla úr gildi skírteini þau, sem skattstjórar og skattanefndir hafa geí.ið út á árinu 1961, skv. 11. gr. laga nr. 10 1960 um söluskatt. Endurnýjun fyrrgreindra skírteina befst 2. j&n-r úar n.k. og skulu atvinnurekendur snúa sér til vitý' komandi skattstjóra eða skattanefndar, sem gefa út skírteini þessi. Allar breytingar, sem orði'ð haf-á á rekstri, heimilisfangi eða þ. h. ber að tilkynna um leið og endurnýjun fer'fram; ‘ Nýt-4 skírteiíi* verður aðeins afhent gegn afhendimgu eldra skír- teinis. Eyðublöð fyrir tilkynningar um atviínnurekstur og söluskattsskírteini fást hjá skattstjórum eg skattanefndum. Reykjavík, 30. de£. 1961. Skattstjórinn í Reykjavík. AlþýðublaðiS — 31. des. 1961 ÍJ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.