Alþýðublaðið - 26.01.1962, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 26.01.1962, Qupperneq 2
EUstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjón: Bjórgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími tíi'906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu I—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 elnt. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Nýja menn í Dagsbrún! 'íSiÐSTLIÐIÐ haust var ákveðið á ritstjórnarskrif- _r :o>fum Þjóðviljans að láta skrifa greinaflokk um Vfhafnarverkamenn, sem að ýmsu leyti eru forustu ^Qiópur íslenzkra verfíalýðsfélaga. Var hlaupið til og Tekið allm.ikið af myndum og fyrsta greinin skrif- uð og birt. Þegar þessi grein birtist í Þjóðviljanum, mun ýmsum hafa brugðið í brún. Fyrirsögn hennar og ■aðalefni var nefnilega á þá lund, að engin stétt á íslandi byggi við minna atvinnuöryggi og óvi'ssari •lcjör en hafnarverkamenn. Þetta var að vísu sannleikanum samkvæmt. En jþað rann upp fyrir kommúnistum, er þeir sáu það á prenti í Þjóðviljanum, að það væri ekki sérlega góður dómur um 20 ára stjórn þeirra í Dagsbrún. fFramhald greinaflokksins birtist aldrei. ‘Þessi staðreynd blasir við sem minnisvarði um itveggja áratuga forustu kommúnista. Hafnar- verkamenn hafa minna atvinnuöryggi en aðrar stéttir, geta sjaldan verið vissir um vinnu. Þeir miafa hjakkað í sömu sporum öryggisleysis hér á •landi, meðan starfsbræður þeirra í öðrum löndum Qi.afa undir forustu jafnaðarmanna fengið stórfelld ar réttarbætur og öryggiskerii, sem tryggir afkomu jþeirra. Þar eru þeir ekki gersamlega háðir náð sklpafélaganna. Þeir láta þessi félög borga í sjóði, •sem tryggja þeim sjálfum tekjur, þótt svo vilji til að engin skip þurfi að afferma nokkra daga. Kommúnistar hafa ekkert hugsað um þessa fé- dagslegu hlið málanna, enda þótt afkoma verka- tmanna sé mun háðari slíkum kjörum en krónutölu kaupsins. Þetta stafar af því, að kommúnistar hafa alltaf I,itið á Dagsbrún sem pólitískt tæki, sem þeir íháfa beitt fyrör sig eftir óskum. Þess vegna var • Dagsbrún látin renna á vaðið í fyrra eins og oft «áóur og henni haldið í verkfalli viku lengur en • ýtrasta skynsamleg þörf var á. Þegar Dagsbrún fær kaupihækkun, fá allar aðrar stéttir það á eftir, svo að kauphækkunin getur ekki lengur verið raunhæf. Þess vegna hefði Dagsbrún átt að leggja mun meiri áherzlu á félaglegu hlið- iaa, þar sem hægt hefur verið að vinna stóra sigra íil kjarabóta fyrir verkamenn, án þess að það skapi riordæmi fyrir aðrar stétti.r. Þetta hafa kommún- iotar vanrækt með öllu. Tuttugu ára reynsla ætti að kenna verkamönn- um, að stefna kommúnista ber sáralítinn árangur saman borið við kostnað verkamanna. Þess vegna Er kominn tími til að reyna nýja menn með nýjar : €iugmyndir. Það þurfa- Dagsbrúnarmenn að gera *«neð því að fella lista kommúnista við kosninguna mm helgina. í Háskólabíóinu á sunnu daginn kl. 2 e. h. A ð a 1 v i n n i n ig ju )i* ; VOLKSWAGEN-BIFREIÐ ÁRGERÐ 1952 50 númer dregin út um bifreiðina Verðmæti vinninga samtals 145 þúsund krónur. Forsala aðgöngumiða hafin í Bókhlöðunni, Lauga- vegi 47 (sími 16031) og Háskólabíóinu (sími 22140). F.U.J. HANNES ÁHORNINU ljós. — Æskulýðurinn hefur streymt til tómstundaheimilanna: og í starfs og skemmtiklúbbana. Þetta hefur aukizt og dafnað smátt og smátt og nú með vax andi hraða. Þetta starf ber að þakka og styðja eins og unnt er. ýíj' Nýtt tómstundaheim- ili. ■ýif Vaxandi þátttaka imga fólksins. ■jV Konur, sem vilja vinna úti. Vantar fleiri dagheim ili. ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavík- ur hefur tekið til afnota nýtt fé- lags og tómstundaheimili í Vest urbaenum. — Það er sannarlega ástæða til fyrir almenning að veita þeirri starfsemi, sem nú fer stöðugt vaxandi í borginni, fyrir æskufólkið, fulla athygli. Það er ekki aðeins að forysta sé til fyrir því að bæta um tóm- stundastörf og skemmtanalif unga fólksins heldur virðist það sjálft taka virkan og æ öflugri þátt í þessu starfi. tÉG HEF tvisvar minnzt á dans klúbbana sem nú starfa meðal unga fólksins og er kjörorðið að skemmta sér án áfengis. Það bendir til þess að loksins sé haf in uppreisn meðal ungs fólks gegn því að skemmtanir miðist við ölvun ein,s og verið hefur um langt skeið. Nú skal spyrnt við fótum og tekin ný hefð í skemmtanalífinu. Það er margt sem stuðlar að þessari þróun, starfsemi æskulýðsráðs og tóm stundaheimilin, en einnig að aft urkastið af áfengissölunni, sem gengið hefur yfir á undanförn um árum, eí* byrjað. ÆSKULÝÐSRAö hefur unnið mjög gott starf. Það er tvímæla laust eitt bezta starf sem unnið hefur verið hér í bænum um langan aldur. Ráðið hefur starf að í nokkur ár, en varla var að búast við sjáanlegum árangri fljótlega. Nú er hann kominn í SIGRÍÐUR Jónsdóttir skrifar: „Eins og kunnugt er, fer það mjög í vöxt, að konur vinni eitt hvað utan heimilisins. Það er, líka auðséð á öllum auglýsing um í útvarpi og blöðum, að það er mikill skortur á vinnuafli og þess vegna er það þjóðfélagsleg nauðsyn að konur vinni við framleiðslustörfin. Ég býst líka við, að einmitt nú í þessunt miklu síldveiðum, hafi mikil verðmæti farið forgörðum vegna þess að það hefur vantað fólk. ÉG VEIT um margar konur, sem mundu vilja vinna úti, að minnsta kosti að einhverju leyti, ef þær bara gætu það. En þessaj. konur eiga ekki heiman gengt. Þær eiga kannski eitt eða tvð börn, en þær geta ekki farið fr^ þeim. Að vísu reyna ýmsar konj ur að fá aðrar konur til þess að gæta barna sinna meðan þær erui að vinna, en það er erfitt að Framhald á 15. síðu. 2 26. jan. 1962 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.