Alþýðublaðið - 07.02.1962, Qupperneq 13
'VIÐ, sem lifðum fyrri heims
styrjöld og endalok hennar,
munum eflaust mörg, að þá
risu upp sjö ný ríki í Evrópu,
sem öðluðust frelsi og sjálf-
stæði. Þau voru: ísland, Finn
land, Eistland, Lettland, Lit-
háen, Tékkóslóvakía og Júgó
slavía. Og um leið sá mann-
kynið hilla undir nýja von
sálta og friðar, þar sem þjóð-
ir framtíðarinnar, bæði stór-
ar og smáar gætu lifað saman
í sátt og friði. Þessi bjarta
von var byggð á því, að hin
sára reynsla og hörmungar,
sem heimsstyrjöldin hafði
lagt á mannkynið, mætti reyn
ast því svo eftirminnilegur
lærdómur, að aldrei framar
myndi nokkrum þjóðarleið-
togum detta í hug að leysa
deilumál, á svo villimann-
legan hátt, að úthella blóði
meðbræðra sinna.
Síðan þessi bjarta og hlýja
von yljaði mannkyninu, eru
liðin rösk 40 ár. ÖU vitum
við, að önnur heimsstyrjöld
hefur geysað hræðilegri hinni
fyrri. Þjóðir undirokaðar og
afmáðar,, aðrar hlutaðar í
sundur og upp á þær þrengt
stjórnarháttum, sem valdið
hafa hörmungum og land-
flótta. En að vísu var bölvun
og ógn nazismans útrýmt, en
það var skammgóður vermir,
því í stað nazismans hefur
kommúnisminn, þessi skelfi-
legi skuggi, einræðis, glæpa,
ofbeldis og kúgunar, fallið á
mannkynið, með þeim, afleið-
ingum að fjöldi þjóða hefur
verið sviptur frelsi, aðrar
undirokaðar og innlimaðar og
fóik’.ð rifið saklaust burt frá
heimilum sínum, og flult
óravegu í gripavögnum í
fangabúðir, þar sem harkan
og þrælasvipan skipa öndvegi.
Og þjóðirnar þrjár, Eist-
land, Lettland og Litáen. sem
öðluðust frelsi og sjálfstæði
um líkt leyti og Island, urðu
fyrstu fórnarlömbin, sem
helhrammur kommúnismans
kramdi í sundur og afmáði
sem frjálsar þjóðir. Örlögum
Tékkóslóvakíu og flestra ann-
arra Austur—Evrópuþjóða,
þarf ekki að lýsa á aðra lund
en þá, að þær urðu kommún-
ismanum að bráð. En í frelsis
morði kommúnista á ung-
versku þjóðinni, nær grimmd
in, svikin og slægðin há-
marki, er ungverska þjóðin
reis upp sem einn maður, og
krafðist þess sjálfsagðasta,
sem nokkur þjóð getur kraf-
izt, að mega búa frjáls í sínu
eigin landi. Og er sól frels-
isins virtist vera að renna
upp yfir ungversku þjóðina
og samningar standa yfir, er
grimmdin, svikin og slægðin
samantvinnuð á laun á svo
lúalegan hátt af ráðamonn-
um kommúnista, að einstætt
er talið, því í miðjum samn-
ingum eru eld og stálspúandi
rússneskir skriðdrekar látnir
slevpa sér yfir fólk'ð óvið-
búið, kremja og drepa syni
og dætur Ungverjalands í
þúsundatah, svo að blóð
þeirra rennur í straumum á
strætrftn Búdapeslborgar —
og frelsissól'n, sem tekin var
að skína, seig aftur og hneig
í blóðhafið. Og neyðaróp ung
versku þjóðarinnar bárust að
eyrum alls mannkynsins,
eftir leiðum tækninnar, og
hinn frjálsi heimur og Sam-
einuðu þjóðirnar hlustuðu í
vanmætti sínum með hryll-
ingi og skelfingu, en gátu
enga hjálp veitt. En hvað
bíður þessara aðila í Berlín-
ardeilunni. vonandi heiðar-
legir samningar en ekki auð-
mýking? Flótti milljóna
manna frá Austur-Þýzka-
landi og tilburðir kommún-
ista til að stöðva landflótt-
ann, hafa vakið stórfurðu um
allan heim, svo kaldhæðnir
og niðurlægjandi þykja til-
burðir þeirra, steypumúr,
gaddavír og gapandi morðtól
eru þrautameðulin, sem
kommar treysta bezt, til að
halda fólki í sælunni, sem
þeir hafa verið að leita að og
reyna að skapa í 44 ár, en
árangurinn nær óstöðvandi.
Ætla mætti nú, að þessi
neikvæði árangur, og nær sam
felld hryllileg, blóði storkin
ofbeldis, glæpa og kúgunar-
slóð kommúnismans, og þá
ekki sízt í þeirra eigin landi,
eftir upplýsingum flokksþing-
anna tveggja síðustu að
dæma og í öðrum löndum,
hefði orðið öllum frjálsum
þjóðum áminning um að
halda vel vöku sinni, — og
efla varnir huga og handa,
svo að helslóðir alheimskom-
múnismans mættu aldrei um
lönd þeirra liggja. 'Víst hafa
margar þjóðir t. d. England og
Norðurlöndin, ef ísland er
undanskilið, látið sér þetta að
kenningu verða og haldið vel
vöku sinni gegn þjónum
heimskommúnismans, t. d. í
Englandi fá þeir ekki nema
innan við 1% í þingkosning-
um. á Norðurlöndum 2—4%,
en á íslandi 15—17%.
Er hér ekki nokkuð alvar-
legt umhugsunarefni fyrir
íslendinga, því nú dylst eng-
um lengur, að öll hugsun,
störf og helsprengjuógnir
Rússa snúast mest um einn
brenn:punkt, heimsyfirráð.
Hitt dylsl hugsandi mönnum
heldur ekki, að áhugi Rússa
fyrir íslandi fer vaxandi, og
ber margt til, og því er það
ekki með ólíkindum, þó að
sú spurning vakni, óskar ís-
lenzka þjóðin eftir þeim ör-
lögum, sem helslóðir komm-
únismans hafa skilið eftir í
þeim löndum, sem þær liggja
um?
Og víst megum við íslend-
ingar vera þess fullvissir, að
valdamenn Rússa og þeir, sem
semja heimsyfirráðaáætlanir
þeirra hafa ekki gleymt því,
og muna kannske betur en
margir íslendingar, hvaða
þýðingu lega íslands hafði á
úrslit síðari heimsstyrjaldar
og raunar líka á örlög þeirra
eigin lands. Við munum sjálf
sagt mörg hvernig komið var
fyrir rússnesku þjóðinni
nokkru fyrir stríðslok. Hramm
ur nazismans hafði brotið
undir sig einn bezta hluta
landsins, hernumið og drepið
milljónir manna, þjóðin orðin
úttauguð af striðsþreytu, fæðu
og vopnaskorti. Við munum
líka hvað gerði þeim fært að
heimta aftur land sitt og fólk
úr klóm nazistanna.
Skipalestirnar ensku og
amerísku, sem varðar voru
frá ströndum íslands, gerðu
Rússum aftur kleift að ná
landi sínu með matnum og
vopnunum, sem þær fluttu
til rússneskra hafna. Þannig
varð landið okkar einn hlekk
urinn í þeirri örlagaríku keðju,
sem bjargaði Rússlandi og
rússnesku þjóðinni undan oki
nazismans, og einnig því, sem
mikilvægast var, frelsi og
menningu 'Veldurlanda. Þetta
sýnir b.ezt þýðingu og mikil-
vægi Islands í heimsátökun-
um, hvort heldur er í baráttu
um heimsyfirráð. eða til
varnar frelsi og mannréttind
um eins og veslrænar þjóðir
hafa sameinazt um í Nato.
Og nú í dag er Rússland
orðið hrokafyllsta og eitt ægi
legasta herveldi heims, — og
hefði Nato ekki verið stofnað
er næsta líklegt að flestir
Evrópubúar styndu í dag und
ir rússnesku oki og áþján.
En nú loksins virðast augu
íslenzku þjóðarinnar vera að
opnast til FULLS fyrir þess-
ari geigvænlegu hættu. Því
nú bjarmar af nýjum degi og
morgunroði nýrra samtaka og
nýs skilnings á þessari hættu
er að renna upp á þjóðar
himin okkar, þar sem ungir
menn úr öllum lýðræðis
flokkunum þremur, hafa tek-
ið höndum saman (nýir
Fjölnismenn) og stofnað fé-
lagsskap, til að fræða þjóðina
um nauðsyn á að efla og
styrkja vestrsana samvinnu
og um þá geigvæn-
legu hættu, sem öllum frjáls
um þjóðum stafar af útbreið—
slu kommúnismans.
Og nú bíða Varðbergs-
manna mörg verkefni og mik
ilvæg. Því með helsprengju
ógnunum Rússa í haust, hófst
í rauninni nýr og hættulegur
þáttur í útbreiðslutækni kom
múnista. Því takist þeim að
skapa ótta skelfingu og und—
irgefni einstaklinga og þjóða,
með sínum tröllaukna víg-
búnaði, auðveldar það að
sjálfsögðu göngu margra inn í
þrælakisluna stóru. Hér á
íslandi hafa því Varðbergs-
me.nn mikilvægu hlutverki að
gegna, þeir eiga með starfi
sínu og fræðslu að snúa vopn
in úr höndum kommúnista,
skapa í hugum fólksins hug-
rekki í stað ótta, sjálfsvirð-
ingu, metnað og sterka trú á
landið f stað undirgefni við
erlenda ógn hvaðan sem hún
kemur.
Og eflaust hefur hún vakið
sársauka og runnið mörgum
íslendingum til rifja, undir-
gefni sú við erlent vald, er
fram kom á alþingi eitt sinn
í haust, er þar var til sam-
þykktar tillaga um að mót
B
&
É
F
mæla helsprengjuæði Rússa
er leitt gæti til eitrunar and
rúmsloftsins og að framvinda
lífsins á jörðinni yrði kvöl og
óskapnaður, er sjö alþingis-
menn vildu ekki samþykkja
þá tillögu. Mótmæli og áskor-
anir til Rússa að hætta þess-
um ógnum streymdu hvaðan
æva að frá frjálsum þjóðum. J
Skýringin á iframkomu
þessara sjömenninga liggur
sennilega í því, að á undan-
förnum árum hefur það hent
nokkra íslendinga að taka þá
trú, sem veldur því að þeir
fá mjög slerka tilhneigingu
til að setja málstað Sovét-
ríkjanna ofar og framar mál-
stað ættjarðar sinnar, og eru
þessir menn nefndir Moskvu
kommúnistar.
Mér fannst framkoma þess
ara manna á alþingi i haust
ekki sæma góðum íslending
um, mér fannst næstum þeir
bregðast ættjörð sinni, fyrir
það er ég að átelja framkomu
þeirra, en persónulega þekki
ég tvo þeirra að góðu einú,
og sökótt á ég ekki við neinn
þeirra, frekar en við saklausu
fuglana, sem sitja á trján-
um fyrir utan gluggann minn,
og syngja þar oft frjálsir og
glaðir margan vorbjartan
morgu.ninn. Og til þess held-
Ur að styrkja átölur mínar
í garð sjömenninganna, vil ég
geta þess, að þrír samherjar
þeirra, sem sumir kalla hálf
kommúnista og sæti eiga á
alþingi, brugðust ekki ættjörð
sinni, en samþykktu mótmæl-
in með þingmönnum lýðræð-
isflokkanna. Kannske blund-
ar í brjóstum þessara þre-
menninga lítill vottur af
þeirri frelsisþrá forfeðra
okkar, sem leysti land-
festar þeirra í Noregi og gaf
þeim hugrekki að leggja á,
djúpið út í óvissuna. t í
Sé haft { huga mikilvægi
þess, að mótmæla þeim ós|cöp|
um, sem leitt gætu til að
stór regnsvæði jarðar meng-
uðust af óhollustu eða jafn-
vel hálfeitruðust, og landið
okkar Úggur einmitt á einu
slíku regnsvæði — er senni-
legt, að um undirgefni og
hjásstu sjömenninganna eigi
sér ekki margar hliðstæður i
íslenzkri þjóðarsögu. En
hvort heldur hjásela sjömenn
inganna stafar af undirgefni
og hugleysi eða einhverju
öðru, þá er þeim hollt eins
okkur hinum, sem huglitlir
erum að festa sér vel í minni
þá áminningu og aðvörun,
sem sjáandinn mikli og þjóð
ská'dig Matthías Jochumsson
túlkar í einni persónu í leik-
ritinu Skugga—Sveinn, sem
nú er verið að sýna. Skugga-
Sveinn er í leiknum mesti ógn
valdur íslenzku óbyggðanna
og hver hreyfing, hver radd-
blær, og hvert svipbrigði. —
Ketill túlkar svo átakanlega
undirlægjuhátt og þrælslund
við ógnvaldinn, að seint
gleym:st En nú eru uppi I
heiminum miklu hræðilegri
ógnvaldar en Matthías túlkar
í Skugga-Sveni. Því er full
þörf á að hafa oft í huga hug
leysi Ketils, og láta það verða
Framhald á 14. siðu.
Alþýðublaðið — 7. febr. 1962 J3