Alþýðublaðið - 27.02.1962, Side 2

Alþýðublaðið - 27.02.1962, Side 2
Htstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: Bjjrgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: AlþýSuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu *—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Hvar er sósíólismi þeirra? i SÓSÍALISMI er orð, sem oft kemur fyrir á sípum Þjóðviljans. Á sunnudag 'birti blaðið leið- «ra, þar sem vinstrimenn eru varaðir við að af- neita- sósíalismanum og 'halda, að vinstra sam- starf sé hugsanlegt án kommúnista. En hver er sá sósíalismi, sem íslenzkir kom- rrfúnistar berjast fyrir? Hafa fylgismenn þeirra íhugað það í seinni tíð? Hafa þeir borið saman hugmyndakerfi þessarar stefnu og istörf íslenzkra kommúnistaforingja síðari ár? Athugum feril Lúðvíks Jósefssonar, sem er að taka við stjórn flokksins. Hvað gerði hann til að þoka só'síalisma áfram á íslandi, meðan hann sat 'í „vinstri“ stjórninni? Lúðvík var sjávarútvegsmálaráðherra. Hann lét smíða allmikið af fiskiskipum, en honum datt ekki í hug að koma upp öflugri ríkisútgerð, sem gæti keppt við útgerðarmenn. Þvert á móti dekr- aði Lúðvík stórkostlega við útgerðarauðvaldið og mokaði í það peningum gegnum uppbótakerfið, * svo að frægt er orðið. Hins vegar voru togarar syo afskiptir um fiskverð í hans tíð, að bæjarút- gerðir hrundu, istrax og afli brást. Hvar er sósíal- ismi Lúðvíks í öllu þessu? Lúðvík var einnig viðskiptamálaráðherra. Lét hann þjóðnýta verzlunina og skera heildsala nið- ur við trog? Nei. Lét hann þjóðnýta olíuverzlun- j ina? Nei1. Lét hann ríkið taka gróðann af trygg- ingafélögum eins og hann hafði lofað? Nei. Lét Lúðvík ríkið taka í sínar hendur útflutninginn, e:ns og kommar boða oft? Nei. Hvar var sósíal- ismi hans í viðskiptamálum? Studdu kommúnistar í vinstri sjórninni til- lögur jafnaðarmanna um stórauknar almanna- tryggingar? Nei. Gerðu kommúnistar þá tillögur um áætlunarbúskap ? Nei. Þetta tvennt hefur nú- verandi stjórn gert. Sannleikurinn er sá, að hvergi bólaði á þeim sósalisma, sem kommúnistar þykjast berjast fyrir nema á e:nu sviði. Þeir reyndu dyggilega að auka viðskipti íslandis við Sovétríkin og fá stórlán tekin þar eystra. Þeirra sósíalismi byggist tfyrst og fremst a því að draga ísland í fang kommúnistaríkjanna í Austur-Evrópu, og leiðari Þjóðviljans á sunnu- dag staðfestir þetta. Þar eru færðar fram af- sakanir fyrir hryðjuverkum og glæpum valdhafa í Sovétríkjunum og sagt: Án kommúnista ekkert vinstra samstarf á íslandi. Þetta þýðir: Ekkert ’vdnstrastarf, nema það sé helgað baráttu Sovét- valdsins. Sósíalisminn virðist í augum þessara manna ekki vera orðinn annað en starf í þágu Sovétríkjanna til að tryggja íslandi sem fyrist sþmu örlög og Eistlandi, Lettlandi og Lithauga- landi. j Hafa kjósendur þeirra athugað þessa stað- reynd? HANNES Á HORNINU •fe Hugur einn það veit. 'Á' Nokkur orð eftir lest- ur góðrar bókar. i 'Á' Skilur þú sjálfur þig? 'fc Skilur þú samferða- mann þinn? ÉG VAIt að enda við að lesa bók, sem kom út fyrir rúmu ári en ég hafði ekki lesið áður. Þcssi bók heitir Hugur einn það veit og er eftir Kar] Strand lækni, sem lengi liefur dvalið í Eng landi og starfar þar við sjúkra hús. Þetta er merk bók og gagn leg fyrir alla ekki sízt foreldra. Hún gerir tilraun til þess að skýra fyrir fólki sálarlíf þess, viðbrögð barna, unglinga og for eldra en skilningur á undirrót viðbragða hlýtur að vera fyrsta skilyrði til þess að jafna ágrein ing, lækna mein og koma á friði þar sem hann hefur verið rofinn í sambúð fjölskyldu og samfél ags. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ gaf þessa toók út og mér var jsagt íyrir nokkru að hún hefði Ináð mikilli útbreiðslu. Mér er jljóst, að ákaflega erfitt er að 1 finna einn allsherjar samnefnara um einstaklinga og sálarlíf þeirra. þar eru milljónir þræðir ! slungnir og enginn einstaklingur | eins Þess vegna eru mistökin svo jmargvísleg. Þess vegna getur eitt, tiltölulega lítilmótlegt at ivik, að því er virðist í fljótu bragði, valdið slysi og markað örlög. ÞAÐ ER MIKILS VIRÐI að 1 geta sett sig inn í sálarlíf og við torögð vinar síns og félaga, er það er ekki síður nauðsynlegt 'að skilja það í fari sjálfs síns, sem mestu veldur um framkomu Sumir menn leita viðstöðulaust að athöfnum, viðburðum, ein hverju sem gerist. Skyldi mönn um vera Ijóst, að oft stafar þessi ieit af sárri þrá eftir einveru, I kyrrð og friði. Maður, sem hrærzt hefur árum saman í við burðarríkum félagsskap er ef til vili allt í einu neyddur til að vera toundinn í kyrrð. Hann finn ur það — og sér óafvitandi fyrir fram, að þannig fellur lionum bezt við lífið. Hann verður heil brigðari, léttari á sér, glaðari — og lýsir upp umhverfi sitt. ÉG IIYGG að margir hafa öðl azt þessa reynslu. Um slíkt ræðir 'þessi ágæta bók meðal annars en ógerningur er fyrir mig að reltja hið margslungna efni henn ar. í raun og veru finnst mér hún vera einhvers konar leiðar vísij. fyrir alla menn í samtoúðar siðum við aðra menn, unga sexni gamla, vini sem ókunnuga. Ég hygg líka, að á fáu sé meiri nauð syn en að reyna að gera fólki þþð Bkil|amlegt, að lífið toýr manni meiri hamingju, fullkomn ari lífsfyllingu er okkur tekst að rækta aðlöðunarhæfileika okkar — og koma á friði milli okkar sjálfrar og umhverfisins. MAÐUR KEMST OFT að raun um það, að alger aukiaatriði valda stundum ófriði í samtoúð okkar og er það slæmt. Ef við erum nógu stórir í okkur að gera tilraun til þess að af alúð að greiða í sundur vef misskilnings og gremju, þá kemur aðalatrið jið í ljós — og úr verður bætt. !Ég vil eindregið hvetja lesendur ' mína til þess að lesa þessa ágætu jbók Karls Strands læknis. Hún 'er í raun og veru mikill fjár jsjóður. Hannes á horninu. DANÍEL KÚSKAR DANÍEL! BÆJARSTJÓRN Akraness hélt nælurlangan fund í síðustu viku. Setti fyrrverandi bæjarstjóri, Daníel Ágústínusson, svip á fundinn með einmuna fruntaleg- um málflutningi, sem einkenndist af öfgum og rangfærslum. Aðaldeila Daníels gegn núver- andi bæjarstjóra, Hálfdáni Sveinssyni, var þess efnis, að Hálfdán hefði vanrækt að inn- heimta bæjargjöld hjá Heima- skaga h.f., fyrirtæki Jóns Arna- sonar, og mismunaði þannig bæj- arbúum í innheimtu. Svo vill til, að Daníel var bor- inn nákvæmlega sömu sökum, þegar hann var bæjarstjóri. — Haustið 1959 var hann gagnrýnd- ur fyrir að hlífa frystihúsum á Akranesi. Þá svaraði Daníel í blaðinu „Borgfirðing" 24. októ- ber, dg sagði meðal annars: „Hins vegar mun öllum bæj- arfélögum reynast örðugt að láta sömu reglu fylgja nákvæmlega um innheimtu hjá einstaklingum, sem taka laun sin jöfn allt árið, og atvinnufyrirtækjum, sem eiga greiðslumöguleika sína undir því, hvernig aflast hverju sinni. Þar geta því oft komið örðug greiðslu- tímabil. Þetta veit liver maður, sem eitthvað þekkir til atvinnu- lífsins". Þetta vissi Daníel 1959, en hann virðist búinn að gleyma því í dag. Þannig kúskar hann sjálfan sig — ef menn athuga orð hans 1959. I sama blaði „Borgfirðings" 1959 er rammagrein eftir Sigurð Haraldsson bæjargjaldkera, þar sem liann taldi gagnrýni á inn- heimtunni byggða á „vanþekk- ingu“. Bað hann gagnrýnanda að beina skeytum að sér en ekki bæjarstjóra, „þar sem innheimtan er í mínum höndum". Sigurður er enn bæjargjaid- keri. Vill hann ckki nú, eins og 1959, gefa út yfirlýsingu um „vanþekkingu" Daníels — og segja honum hvert á að beina gagnrýni á innheimtunni? Fyrir rösklega tveim árum var Daníel ásakaður um linkind i innheimtu hjá frystihúsum. Nú er hann svo gersamlega búinn að gleyma því, sem hann lærði sem bæjarstjóri, að hann gengur í sjálfs sín gildru. Það er hægt a5 kúska hann með hans eigin rök- jum! j 1 Hvílíkur hringsnúnmgur!! Oy ftrömborq Ab Rafmótorar Eftir margra ára hlé höfum við aftur fengið hina velþekktu STRÖMBERG - rafmótora. Stærðir: 0,25 - 0,37 - 0,5 - 0,75 - 1 - 1,1 - 1,5 2,2 - 3 - 4 - 5,5 - 7,5 og 11 kw. Mótorarnir eru allir ryk- og vatnsþéttir. Mikil verðlækkun. r HANNES ÞORSTEINSSON umboðs- og heildverzlun. Hallveigarstíg 10 — Sími 24455 27. febrúar 1962 — Alþýðublaðió

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.