Alþýðublaðið - 27.02.1962, Síða 3

Alþýðublaðið - 27.02.1962, Síða 3
ALSIR AÐFEST í DAG? Byltingarráðið lýkur fundum Túnisborg, París og Algeirsborg, 26. febrúar. (NTB-AFP-Reuter). ALSÍRSKA byltingarráSiS mun Ijúka umræSum sínum um friS viS Frakka árdegis eSa síSdegis á þriSjudag, sagSi TúnisútvarpiS í dag. RáSiS hefur setiS á fundi í Tripoli í Líbýu síSan á fimmtudag í fyrri viku til þess aS taka afstöSu til samnings, sem var samþykktur aS I o k n u m leyniviSræSum fulltrúa frönsku stjórnarinnar og stjórnar alsírskra uppreisnarmanna. í París búast menn við af op- inberri hálfu, jákvæðum árangri af fundi byltingarráðsins. Frétta- menn telja, að frönsku stjórninni hafi enn ekki verið tilkynnt um; viðræðurnar í Tripoli, en samt sem áður er talið öruggt, að ráð-* 1 ið muni staðfesta samninginn. Þegar því er lokið inun FLN- stjórnin halda fund í Túnisborg, og að fundi þessum loknum verð- ur formleg staðfesting vopnahlés samningsins kunngerð í opinberri fréttatilkynningu. Síðan mun; sendinefnd FLN-stjórnarinnar sennilega halda til Frakklands að undirrita samninginn. I fyrstu var talið, að byltingar- ráðið mundi ljúka störfum sínum á mánudag, en að sögn Túnisút- varpsins reyndist nauðsynlegt að fresta fundinum, sem þá var fyr- irhugaður. Samtímis var á það lögð áherzla, að enginn fótur væri fyrir 'ýmsum bollaleggingum fréttamanna í sambandi við frest- unina. Byltingarr. mun hafa tek- ið til meðferðar skjöl, sem eru samtals um 400 síður. Fréttamenn í París telja, að FLN-stjórnin muni sennilega fara þess á leit, að hinar endnnlegu samningaviðræður fari fram á stað einum við Genfarvatn á landamærum Frakklands og Sviss. Talið er, að viðræður þessar taki nokkra daga. Franska stjórnin mun hins vegar hafa óskað þess, að viðræðurnar fari fram í Paris eða nágrenni. Báðir aðilar munu hins vegar sammála um það, að viðræður þessar skuli fara fram fyrir opnurn tjöldum, settar opin berlega og slitið einnig opinber- lega. Mörg hundruð franskir her- menn búnir skriðd’-ekum her- náinu í dag aðalgötv a i Algeirs- borg eftir að hermci p verkamenn OAS höfðu drepið ln v m. Her- mennirnir tóku sér Stöðu, og voru aðeins 10 metrar á milli hvers þeirra. Skriðdrekar stóðu á götuhornum og þyrla flaug lágt yfir húsþökunum. ★ 100 DREPNIR Á ÞREM DÖGUM. Fyrir myrkur höfðu alls 18 manns beðið bana í hryðjuverkum í borginni. í bæjunum Blida og Oran myrtu hryðjuverkamenn 10 menn, þannig að alls hafa 100 manns verið drepnir á síðustu 3 dögum. I Algeirsborg voru hryðjuverk- in sett í samband við hinn vænt- anlega vopnahléssamning. Arás- armennirnir notuðu sömu aðferð og notuð var í skotárásinni á bæj arhverfi Bab-el-Oued um helgina þegar a. m. k. 20 N.-Afríkumenn biðu bana. Lögreglan handtók í dag tvo Evrópumenn, sem höfðu tekið þátt í árásinni. STEINBECK SEXTUGUR AMERÍSKI rithöfundurinn John Steinbeck er 60 ára í dag. Það verða ekki ein- fiöngu Ameríkumenn,, sem hylla hann í dag, — því að Steinbeck hefur opnað nýrri og forvitnilegri heirn fyrir bókmenntaelskandi mönnum um heim allan. Það hefur verið sagt um Steinbeck, að hann væri „uppfullur af Iífi“ að „ævintýraheimurinn, sem hann opni í bókum sínum líti út eins og lýgiheimur eða heimur draumóra, — en þessi heimur sé ekki ævin týri, — heldur lífið sjálft í nýju ljósi.“ ★ ÓTTI GRIPUR UM SIG. Hin hræðilegu morð, sem fram- in hafa verið undanfarna daga, hafa aukið ótta evrópskra manna í Alsír við það, að serkneskir menn sæki fram úr bæjarhverfum sínum og geri árásir á fólk af evrópskum ættum. I úthverfi serk neska bæjarhlutans í Algeirsborg hefur verið komið fyrir gadda- vírsgirðingum þvert yfir nokkrar götur, sem liggja til evrópska bæj arhlutans, og hereftirlit á þessu svæði hefur verið aukið. Parísarlögreglan tilkynnti í kvöld, að liún hefði handtekið hinn 21 árs gamla Jean-Marie Vin cent, sem liefur játað, að hafa skipulagt flest sprengju tilræði í : París undanfarið. Nánasti sam- verkamaður hans og jafnaldri, Ed- ouard Tissandier að nafni, hef- ur einnig verið handtekinn. Vin- cent hefur til þessa verið aðstoð- arkennari við menntaskóla í Par- is. ( Forsetahróðir býst ekki við árás Indónesa HAAG 26. febrúar (NTB-Reuter) Dómsmálaráð'herra Bandarík' anna, Robert Kennedy, kom síð- degis í dag til Parísar í tve^rgja daga heimsókn. Kennedy kom frá llaag.þar sem hann sagði á blaða mannafundi fyrir brottförina, að hann teldi ekki að Indónesar mundu gera innrás í Vestur-Nýju Guineu í náinni framtíð. Hins veg ar teldi hann, að Indónesar vildu mikið til vinna til þess að fá yfir ráð yfir landinu. Aðspurður hvað Bandaríkin j mundu gera ef Indónesar gerðu árás á Vestur Nýju-Guineu sagði Kennedy, að hann vonaði að úr þessu yrði ekki. En ef slíkt ástand skapast verða Bandaríkin eðlilega að taka málið til yfirvegunar. ÍHaag ræddi Rogert Kennedy við þá Jan de Quay forsætisráð ! herra og Joseph Luns, utanríkis ! váðherra. JOHN GLENN enn av ar þingið 26. Washington. Reuter) GEIMFARINN Kennedy forseti komu í dag flug- leiðis aftur til Washington þar \em þeirra beið heiðursvörður. ★ LOFTARAS. Fjórar franskar sprengjuflug- vélar gerð'u árás á sunnudaginn á borg á Haidra svæðinu, Túnis- megin landamæranna við Alsír. Frá þessu var skýrt í Túnisborg Rigning var í Washington er vélin stað var haldið þangað í lokuðum í kvöld. febrúar (NTB-1 Flugvél forsetans, sem einnig i flutti fjölskyldu Glenns til Was- John Glenn og hington, lenti á Andrews-flugvjelli \ (gna rigningarinnar var ekki hægt að halda ferðinni áfram með þyrlu til höfuðborgarinnar, í þess I lenti. ibíl. Kongressflokkur Nehrus sigursæll Nýju Delhi, 26. febrúar. (NTB-Reuter). KONGRESSFLOKKUR Nehrus forsætisráðherra stendur vel að vígi eftir því sem á kosningarnar í Indlandi líður. í dag virtist flest benda til þess, að flokkurinn fengi völdin til næsta fimm ára tímabils í fjórtán af fimmtán fylkj um Indlands. í kosningunum í Norður-Bomb- ay hafði Krishna Menon í dag greinilega yfirburði yfir andstæð- ing sinn, sem er óháður og and-1 stæðingur kommúnista. Hann sak j ar Menon um að' vera hlynntan I kommúnistum, og Nehru hefur| lýst því yfir, að hann líti á það j sem vantraust við sig persónu-1 lega ef Menon lýtur í lægra haldi. Ekki verður kunnugt um end- anleg úrslit í kosningunum til þingsins fyrr en í byrjun næsta mánaðar. Talningu mun vera lokið í 452 fylkis kjördæmum af 2930, og mun Kongressflokkurinn þegar hafa tryggt sér 312 þessara sæta. Þó virðist Kongressflokkurinn heldur hafa tapað fylgi sums stað ar. Þegar siðast fréttist frá Norður- Bombay var búið að telja 54 þús. atkvæði, og hafði Menon 24 þús. atkvæði yfir andstæðing sinn. Hamborg 26. febrúar (NTB Reuter) NÁLEGA hundrað þúsund manns tók í dag þátt í sorgar hátíð'ahöldum í virð'ingar skyni við þá 314, sem fórust í flóðunum miklu í Hamborg um fyrri helgi. Toni lávarður í blaðamannafél. London, 26; febrúar. (NTB-Reuter). EIGINMAÐUR Margrét)- ar prinsessu, Snowdon lá- varður, hefur gerzt félagi í brezka blaðamannafélaginu. Þetta er í fyrsta sinn sem maður úr brezku konungs- fjölskyldunni gengur í blaða mannafélag. ★JOHNSON MEÐ REGN- HLÍF. Vegna veðurs var nauðsynlegt j að hin fyrirhugaða móttökuathöfn færi fram í stóru flugskýli. Þegar forsetinn og Glenn komu til Hvíta hússins eftir ökuferðina tók Lynd | on Johnson varaforseti á móti þeim með regnfrakka og regnhlíf. | Forsetinn fylgdi Glenn til vinnu jstofu sinnar þar sem þeir ræddust stuttlega við áður en Glenn og j kona hans héldu til þjóðþingsins 1 Capitol með bifreið ásamt vara ! íorsetanum. j ★ÁKAFT FAGNAÐ Þúsundir manna höfðu safnazt j saman fyrir utan Hvíta húsið og j og hylltu Glenn hjartanlega er hann ók fram lijá. I Skólabörnum í Washington hafði verið gefið frí, og skrifstofufólk og verkamenn lengdu matartíma sinn til þess að vera viðstatt sigur gönguna. Lúðrasveit úr Landgöngu liðinu gekk á undan. ★RISIÐ ÚR SÆTUM Þegar Glcnn steig úr bílnum við Capitol laust mannfjöldinn upp hrifningarhrópi. Síðan gekk Glenn inn í þinghúsið í fylgd með forsetum þingsins. Öldungardeild- ar- og fulltrúadeildarþingmenn voru samankomnir í fundarsal j(fulltrúadeildarinnar og risu úr sætum er Glenn gekk inn í fylgd með John McCormack forseta full trúadeildarinnar. Fjölskylda hans hafði tekið sér sæti í stúkunni McCormack hélt ræðu og fór ;lof samlegum orðum um lireysti hans í heimsstyrjöldinni og Kóreustríð nmnmMmmvwwMMHv, tnu. Alþýðublaðið 27. febrúar 1962 1

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.