Alþýðublaðið - 27.02.1962, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 27.02.1962, Qupperneq 8
Útlærður VIÐ upphaf 18. aldar var í Frakklandi illræmdur ræn- ingi, sem hét því hljómfagra nafni. Louis Domonique Car- touehe. Hann varð aðeins 28 ára gamall, en meðan hann lifði lenti hann í mörgu og varð frægur fyrir, og eignað- ist auðvitað marga óvini, því þeir voru margir, sem hann hafði einhvern tíma gert ó- leik eða prettað á einhvern hátt. Strax í bernsku var hann rekinn að heiman fyrir stráksskap og óknytti, sem þóttu keyra fram úr öllu hófi. Strákur hélt þá til Normandí, þar sem hann varð félagi í bófaflokki nokkrum og þótti þar standa sig mjög vel — að dómi félaganna. Nokkru seinna lá svo leið hans til Paradísar, þar sem hann varð fljótt foringi bófa og ræn- ingja, svo að enginn gat ver- ið hultur fyrir mönnum hans, og varð hann hrein plága í borginni og yfirvöldin í hreinustu vandræðum, því honum tókst vel að hylja sig og verja. Honum hefur stundum verið líkt við hina frægu bófaforingja Chicago frá því fyrir stríð. Að lokum var það * einn nánustu samstarfsmanna hans, sem sveik hann í hend- ur lögreglunnar, vegna ein- hverra innbyrðis deilna. Car- touche var þá dæmdur til dauða 1721, og er sagt, að þungu fargi hafi verið létt af yfirvöldunum, þegar þeim dauðadómi hafði verið full- nægt. Ræningi þessi varð seinni tíma skáldum yrkisefni og margar sögur um hann gerð- ar, sumar byggðar á söguleg- um atburðum úr lífi Car- touche og aðrar skapaðar af ímyndunarafli skáldanna sjálfra. Þessi frægi ræningi hefur meira að segja orðið hetja í mörgum skáldsögum og leikritum. Ein sagan um hann er á þessa leið: Ungur maður kom til Cartouché og baðst inngöngu í flokk hans. — Ég tek enga nema, sagði foringinn. Sá, sem kemur til mín, verður að vera orðinn æfður ræningi og þrjótur. Hvað hefur þú gert? — Ég hef unnið tvö ár hjá lögfræðingi og hálft ár hjá lögreglustjóranum. — Þá ertu útlærður, sagði Cartouche. ★ M O N T M A R T R E er frægasta „f jall“ Parísar, og frægt fyrir margt, en þó varla fyrir vetraríþróttir, því sjaldan snjóar í París, þótt stundum geti verið þar nístandi kalt að vetri til. En Parísarstúlkurnar kunna ráð við öllu, og tízkan verður að hafa sinn gang, hvort sem snjór kemur eða ekki. — Hér eru þær komnar í vetrarfötin og skíðaföt meira að segja líka, en verða að láta sér nægja fjallið Martre (mont = fjall). Þær sjást hér í öllum helztu tegundum vetrarfata sem ætluð eru stúlkum til vetrarferðalaga, og eru þau öll eftir Parísartízku. VETUR í PARÍS Þetta er vetrarbúnað- ur í París í ár, eða svona vilja a. m. k. einhver tízkuhús að hann verði, þótt ekki sé að vita hvernig meyjarnar í París taka þessum fötum. Hér að ofan sjást nokkrar fallegar húfur úr ull, sem kváðu vera í norskum stíl að sögn þeirra í París. Þeim sem vilja verjast vel nöprum austanvindinum er ráðlagt að bera eitthvað af þessum húf- um og þá helzt þær, sem verja andlitið líka, og minna á arabiskar konur með slæðu fyrir andliti. Stúlkurnar hér til hliðar eiga að vera svo hlýtt klædd ar, að þær setji það alls ekki f.vrir sig að fá sér kaffi með ít út í. Ekki er gyðingahatrið út- dautt enn. Margt bendir til hins gagnstæða. Samtök bandarískra Gyðinga hafa undanfarið látið safna gögn- um um gyðingaofsóknir víða um heim, og verður ekki annað séð af þeim en gyð- ingaofsóknir dafni enn vel víða um heim. Sérstaklega virðist antisemítisminn sterkur í Rússlandi, Mar- okkó, Argentínu, Þýzkalandi og Bandaríkjunum, og hafa í öllum þessum löndum átt sér stað ofsóknir í garð gyð- inga. Mikið er um gyðingaof- sóknir í löndum múhameðs- trúarmanna í nálægum Aust- urlöndum og Norður-Afríku, nema í Alsír og Túnis, þar sem Gyðingar njóta fullra réttinda við aðra borgara og hafa ekki orðið fyrir neinum óþægingum vegna þjóðernis síns, að því er segir í skýrsiu hinna bandarísku Gyðinga. Gyðingar hafa átt óþæg- indum að mæta í Marokkó, sérstaklega eftir að hinn frjálslyndi og ágæti konung- ur Marokkó, Múhameð V., lézt í fyrra. Síðan hafa gyð- ingar t. d. ekki fengið að flytjast þaðan til ísrael. Ekki er langt síðan óhugn- anlegur antisemítismi skaut upp kollinum í Þýzkalandi, með hakakrosskroti á bæna- hús Gyðinga í Köln, en þá á eftir gekk yfir alda af ókurteisi og svívirðu í garð gvðinga. Voru á árunum 1959—'60 t. d. málaðir haka- krossar á yfir 400 grafir Gyð- inga í Þýzkalandi, en sú alda hefur nú liðið hjá, eftir að yfirvöldin og almennings- álitið hafði fordæmt þessa svívirðu. í Bandaríkjunum voru ár- ið 1960 skráð 180 tilfelli um ofsóknir á hendur Gyðingum. Árið áður voru þau 600, svo um mikla lækkun er að ræða, en samt eru tilfellin sex sinn- um fleiri en þau voru að meðaltali á árunum 1938 — 1950. Flést þessara tilfella áttu uppruna sinn í New Vork, Florida og Kaliforníu. Þar hafa ungir ofstækis- menn kastað sprengjum og múrsteinum á stofnanir og verzlanir Gyðinga og málað hakakrossa og andgyðingleg siflgoi'ð í skjóli náttmyrkurs. Kalifornía hefur verið sér- staklega slæm í þessu efni. í fyrra var þar t. d. metár í gyðingaofsóknum. Þar voru hakakrossar brenndir á hús- veggi gyðinga og þeir málað- ir á grassteina þeirra. í Rússlandi virðist svo sem Gyðingar þar í landi, sem eru um 3 milljónir talsi nú við meiri andst nokkru sinni síðan á tímabilinu. í fyrra v háttsettir leiðtogar handteknir, nokkrum húsum lokað og eii inglegu veitingastof Moskvu var lokað. R blöð héldu því fri bænahúsum Gyðinga ' ið lokað vegna þess, hafi verið notuð sem miðstöðvar fyrir bai og ísraelska agenta. Nokkuð hefur ve andgyðinglega starf: Argentínu og víðar í Ameríku, sérstaklega ff Sagan af uppreis: ,,Bounty“ hefur verii notuð af rithöfund kvikmyndaframleiðen en ffestar aðrar sög skeð hafa á sjó. Á þ eru 175 ár síðan „ lagði úr höfu í Spi Englandi í því sli flytja með skipinu aldintré frá eyjum hafsins til Vestur-Inc ávöxtum þess lifðu þ að mestu, ,cem unnu ekrunum i Vestur-In Skipstjórinn á „ hét Blight, og lenti í mannraunum, eftir reisn hafði verið gerí inu. Sumir telja þó erfiðleikar Blight h£ litlir rniðað við þá ei Cemal Gúrse leiðtogi Tyrkla ir byltinguna sagSur maður orðheppinn mai-gt eftir haft, sem þy lega heimi tWMWVWHVtWH atn g 27. febrúar 1962 - Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.