Alþýðublaðið - 27.02.1962, Síða 10
IR sigraði á
Mullermótinu
Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON
★ A SUNNUDAGINN var Miill-
ersmótið háð við Skíðaskálann í
Hveradölum. Alls mættu 28 kepp-
endur til leiks, en mótið er sveita-
keppni 4ra manna sveitir. ÍR, Ár
mann og KR sendu 2 sveitir hvert
félagr og Víkingur eina.
Ekki var gefinn upp lengd braut-
ar eða fjöldi hliða, en segja verður
að brautin hafi bæði verið stutt og
frekar auðfarin skíðagörpum okk-
ar, sem nú eiga að vera komnir í
góða þjálfun. Nokkrum þeirra
hlekktist þó á og yfirleitt var lítið
um glæsileg tilþrif. Helzt ber þar
að nefna Boga Nilsson, Guðna Sig-
fússon og Steinþór Jakobsson, en
alla þessa kappa vantaði þó öryggi
í ekki erfiðari braut.' Sá sem mesta
athygli vakti var Árni Sigurðsson
frá ísafirði, sem var einn af und-
anförum og fékk langbeztan tíma
eða 28,5 sek. Hann sýndi bæði
öryggi og leikni og lét óhikað
.. renna.
Um framkvæmd mótsins er það
að segja, að hún gekk nokkuð vel,
, en ýmislegt mætti þó betur fara.
Ýmsir af áhorfendum og gestum
Skíðaskálans voru oft í slysahættu
i hæði við markið og í sjálfri .hraut-
,v inni. Þegar svona keppni fer fram
j ;er, nauðsynlegt að girða brautina
, af og allstórt svæði við markið.
, Það er akki alltaf víst að fólk sé
við öllu búið, þegar keppni fer
fram.
Sveitakeppnin var allspennandi.
ÍR hafði beztan tíma eftir fyrri
ferð, en KR dró verulega á í þeirri
seinni og þegar keppni var lokið
var KR-sveitin með bezta tímann
— en þá komu slæm tíðindi fyrir
KR-inga, einn keppandi þeirra
hafði sleppt einu hliði og fimmti
maður var það lakari, að ÍR-sveitin
j vann öruggan sigur.
★ URSLIT:
A-sveit ÍR .... 268,4 sek.
í sveitinni voru Steinþór
Jakobsson, Guðni Sigfús-
son, Þorbergur Eysteinsson
og Grímur Sveinsson.
A-sveit KR .... 272,0 sek.
A-sveit Ármanns,280,2 sek.
B-sveit ÍR .... 371,3 sek.
B-sveit Ármanns, 453,5 sek.
Víkingur og B-sveit KR
voru dæmd úr leik.
★ Beztan brautartíma höfðu Bogi
Nilsson, KR, 63,1 sek., Steinþór
Jakobsson, ÍR, 63,7; Hilmar
Steingrímsson, KR, 63,8; Guðni
Sigfússon, ÍR, 64,8; Ásgeir Eyj-
ólfsson, Á, 66,8; Bjarni Einars-
son, Á, 67,2 sek.
T ottenham
vann Dukla
★ I GÆRKVOLDI léku Totten-
ham og Dukla, Prag í Evrópubik-
arkeppninni í knattspyrnu, en
leikurinn fór fram í London. Leik
urinn var hinn skemmtilegasti og
lauk með sigri Tottenham 4:1, og
Englendingar eru því komnir í
undanúrslit. í gær lék Dunferm-
line og Sten House Muir í skozku
bikarkeppninni og sigruðu þeir
fyrrnefndu með 3:0 og mæta því
St. Mirren í næstu umferð. Loks
fengust úrslit í Leik Preston og
Liverpool i bikarkeppninni, er
þeir fyrrnefndu sigruðu með 1:0
eftir 5 klst. viðureign.
Frá leik Breiða-
bliks og Þróttar
★ MYND þessi er tekin úr
leik Þróttar og Breiðabliks
á sunnudaginn. — Það er
stúlka úr Breiðablik, sem er
að skora eítt af 11 mörkum
Breiðabliks.
Bogi Nilsson með beztan brautartíma.
1 WMWMMWWWWM4%MWW
Leiðrétting
★ VEGNA mikils línubrengls í
sunnudagsblaði í niðurlagi grein-
arinnar um stöðuna í einstökum
flokkum, í íslandsmótinu i hand-
knattleik, birtum við þann kafla
hér aftur:
★ STAÐAN í I. DEILD
KVENNA:
LUJ T M; St.
Ármann 2 2 0 0 21:14 4
Valur 2 2 0 0 23:18 4
FH 2 110 17:13 3
Víkingur 2 0 11 14:16 1
Fram 2 0 0 2 19:25 0
KR 2 0 0 2 12:20 0
MFL KVENNA, II. DEILD:
Þróttur-ÍBK.........12:12
II. FLOKKUR KARLA (a):
a-riðill:
FH-ÍR ............... 17:10
Valur-Ármann ........ 15:10
ÍBK-FH ............... 7:5
b-riðill:
Fram-Þróttur.......... 20:6
Víkingur-KR .......... 15:6
Fram-Haukar........... 13:7
KR-Þróttur........... 17:10
III. FL. KARLA Á:
a-riðiIL:
Haukar-Þróttur ....... 9:5
ÍBK-Breiðablik ....... 16:3
KR-ÍBK ............... 8:7
b-riðill:
FH-ÍR ................ 13:7
Ármann-Víkingur .... 12:4
Valur-ÍR ............... 16:9
Breiðablik s
Þrótt með 12-9
★ MJÖG margir leikir fóru fram
um helgina í yngri flokkunum á f
handknattleiksmeistaramótá ís-1 j
lands. Alls voru þeir 19. Þessi-
l
urðu úrslit:
LAUGARDAGUR:
U. fl. kvenna Aa:
Víkingur-FH ......... 10:4
Fram-Þróttur ;......12:2
II. fl. kvenna Ab:
Ármann-KR ............. 9:4
Breiðablik-Valur ...... 9:4
III. fl. karla Ab:
Valur-Fram ........... 11.10
II. fl. karla Ab:
Vikingur-Fram ..... 11:8
Haukar-Þróttur ... 23:10
I. fl. karla A:
Víkingur-FH ....... 12:9
Fram-lR ........... 12:9
Mfl. kvenna, II. deild:
Breiðablik-Þróttur .... 11:9
MMMtMWWWWMWWV
II. fl. karla Aa:
IBK-Valur ......... 11:6
SUNNUÐAGUR:
II. flk kvenna B:
Víkingur-KR ......... 2:1
Fram-Breiðablik ...... 5:4
III. fl. karla Ba:
Valur-Víkingur ........ 2:1
Fram-IR ............ 15:10
III. fl. karla Aa:
KR-Haukar ........... 11:7
Breiðabiik-Þróttur .... 7:7
III. fl. karla Ab:
FH-Víkingur ... .7.., 18:8
Armann-Fram ........ 12:8
Recknagel
sigraði
SÍÐASTA grein HM í Nor
rænum greinum í Zakopane
j var skíðastökk í 90 m. braut
Keppt var í hinni risastóru
stökkbraut í Krokiev. Keppn
in var hin skemmtilegasta
en olympíumeistarinn Hel
mut Recknagel var vel fyrir
kallaður og vann öruggan
sigur. Hann stökk lengst 103
metra í glæsilegu og vel út
færðu stökki, er það nýtt
brautarmet í Krokiev. Annar
varð Kamienski, Sovét, þriðji
llalonen Finnlandi fjórði En-
gan Noregi, fimmti Lesser A-
Þýzkalandi og sjötti Laciak
Póllandi. Hin óopinbera stiga
keppni fór þannig, að Norð
menn hlutu flest stig í karla
greinum eða 46, síðan komu
Svíar með 34, Finnar 28 Rúss
arl8. A-Þjóðverjar 15, og í-
talirS. Rússar hlutu langflest
stig í kvennagreinunum eða
43 e’i næst komu Finnar með
11 stig, Rússar hlutu einnig
flest stig samanlagt- eða61
)MMMMMMMM%m»MM%MMMi
27. febrúar 1962 — Alþýðublaðið
I