Alþýðublaðið - 27.02.1962, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 27.02.1962, Blaðsíða 14
Þriðjudagur SLYSAVARÐSTOFAN er opin allan sólarhringinn. Læknavörður íyrir vitjanir er á sama staft ki. B—16. -o- Minningarspjöld Styrktarfél. Iamaðra og fatlaðra fást á eftirtöldum stöðum: Bóka- búð Braga Brynjólfssonar. Verzl. Roða, Laugaveg 74. Verzl. Réttarholt, Réttar- holtsvegi 1. Skrifstofu fé- lagsins að Sjafnargötu 14. f Hafnarfirði: Bókaverzl. Olivers Steins og í Sjúkra- samlagi Hafnarfjarðar. o—o Eimskipafélag íslands h.f. Brúarfoss fór frá Hamb. 24.2 til Á1 borg Dettifoss kom tii Rvíkur 21.2 frá Iiamborg Fjallfoss fór frá Rost ock 25.2 til Khafnar Goðafoss fór fró Rvík 23.2 til Dublin og baðan tn Mew York Gullfoss kom til Rvíkur 25.2 frá Khöfn og Leith Lagarfoss kom til Ak- ureyrar 26.2 fer þaðan til Vest mannaeyja og Faxaflóahafna Reykjafoss fór frá Hull 24.2 til Rvíkur Selfoss fer frá Nevv York 2.3 til Rvíkur Tröllafoss fór frá Rotterdam 24.2 til Ham borgar Tungufoss fer frá Norð firði í dag 26.2 til Raufarhafnar Og Rvíkur Zeehaan fór frá Keflavík 22.2 til Grimsby og Tfull. SkipaútgerS ríkisins Hekla er á Austfjörðum á norð urleið. Esja fer frá Rvík í dag vestur um land í hringferð Herj ólfúr fer frá Vestmannaeyjum Itl. 21 í kvöld til Rvíkur Þyrill var við Færeyjar á hádegi í gær á leið til Hamborgar Skjald breið cr í Rvík Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skipadeild S.Í.S. Hvassafell er í Rvík Arnarfell er í Antwerpen Jökulfell lestar á Vestfjarðahöfnum Dísarfell er í Rotterdam Litlafell kemur í dag til Rvíkur frá Vmeyjum. Helgafeli er í Gufunesi Hamra fell fór 18. þ.m. frá Rvík áleiðis fil Batumi Margrethe Robert fór 21. þ.m. frá Wismar áleiðis til Gufuness Jöklar h.f. Drángajökuli fór í gærkvöldi ■frá Hafnarfirði áleiðis til Mour mansk. Langjökull er í Rvík Vatnajökull er á leið txl Rvíkur frá Hamborg. o-—o Minningarspjöld kvenféiagsins Keðjan fást Qjá: Frú Jóhönnu Fossberg, gími 12127. Frú Jóninu Loíts- dóttur, Mikiubraut 32, sími 12191. Frú Ástu Jónsdóttur, rúngötu 43, sími 14192. Frú Soffíu Jónsdóttur, Laugarás- vegi 41, sími 33856. Frú Jónu Þórðardóttur, Hvassaleiti 37, lími 37925. í Hafnarfirði hjá- Frú Rut Guðmundsdóttur, Austurgötu 10, súni 50582. Flugfélag íslands h.f. Millilanda flug Gullfaxi er væntanleg til Rvíkur kl. 16.10 í dag frá Khöfn og Glasgow Ský faxi fer til Glas gow og Khafnar kl. 08.30 í fyrra- málið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir) Egilsstaða, Sauðár króks og Vmeyja. á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Húsavíkur, ísafjarðar og V.eyja o—o Kvenfélag Neskfrkju hefur kaffikvöld, þriðjud. 27. feb. kl. 8,30 í Félagsheimilinu. Konur eru beðnar að fjöl- menna. 0—0 Aðalfundur Kvenréttindafélags íslands var haldinn þ. 21. febr. 1962. Formaður, Sigríður J. Magnússon var endurkjörin í stjórn voru kosnar Svava Þór leifsdóttir, Lóa Kristjánsdóttir og Guðbjörg Arndal. í vara- stjórn Anna Sigurðardóttir, Guðríður Jónsdóttirog María Þorsteinsdóttir Aðrar stjórnar konur eru Lára Sigurbjörns dóttir, varaformaður og kosn ar á landsfundi Guðný Helga dóttir, Guðrún Heiðberg Krist ín L. Sigurðardóttir og Val gerður Gísladóttir. o—o Á Elliheimilinu verða föstu- guðsþjónustur alla níuvikna föstuna, á hverju föstudags kvöldi kl. 6,30. Allir vel- komnir. Heimilisprestur- inn. o—o félags Háteigssóknar eru af íreidd hjá Ágústu Jóhanns dóttur, Flókagötu 35, As- augu Sveinsdóttur, Barma ílíð 28, Gróu Guðjónsdótv ir, Stangarholti 8, Guð- ojörgu Birkis,. Barmahílð 45, Guðrúnu Karlsdóttur, Stigahlíð 4 og Sigríði Ben- nýsdóttur Barmahlíð 7. Þriöjudagur 27. febrúar 8.00 Morgunútv. 12.00 Hádegisútv. 13.00 „Við vinn una Tónl. 15,00 Síðd.tónl. 18.00 Tónl.íími barn anna: Jórunn Við ar kynnir vísna lög með aðstoð Þuríðar Pálsdótt ur 18.20 Vfr. 18. 30 Þingfr. 19.00 Tilk. 19.30 Fréttir 20.00: Tón leikar: Tony Mottola og félag ar leika bandarísk þjóðlög og alþýðulög. .20.15 Framhaldsleik ritið: „Glæstar vonir“ eftir Charles Dickens og Oldfield Box; sjöundi þáttur. 20.50 Tón leikar: Hornkonsert nr. 4 4 es- dúr (K495) eftir Mozart. 21.05 „Hindin sem þráir vatnslindir“ hugleiðing um heimspeki (Ein ar Pálsson) 21.50 Söngmálaþ. þjóðkirkjunnar. 22.00 Fréttir og Vfr. 22.10 Passíusálmar (8) 22. 20 Lög unga fólksins (Guðrún Ásmundsdóttir) 23.10 Dagskrárl VOTTAR JEHOVA Frh. af 7. síðu. J berar Votta Jehóva þurfa ckki I að „vitna 60 stundir á mánuði", ( heldur ákveður hver einstakling- ur sjálfur, hvað hann vill gera mikið fyrir trú sína. Ef meðlim- um annarra trúflokka íinnst, að Vottar Jehóva geri of mikið, þá er það sennilega af því, að þeir miða við sína eigin flokksmeð- limi, sem gera lítið eða ekkert. Kenningar Votta Jehóva eru eins og fyrr segir, grundvallaðar á Biblíunni, sem og er viðurkennt óbeinlínis i rit- inu. Að sjálfsögðu trúa þeir hin- j um athyglisverðu spádómum1 Jesú Krists um endurkomu hans og atbui-ði þá, sem þá mundu eiga sér stað, að sögn hans. Áminning hans. við postulana liljóðar svo: „En gætið sjálfra yðar, að hjörtu yðar ofþyngist ekki við svall eða drykkjuskap, og áhyggjur fyrir lífinu, og komi svo þessi dagur skyndilega yfir yður eins og snara; því að koma mun hann yfir alla þá, sem búa á öllu yfirborði jarðarinnar. Ver- ið því ávallt vakandi og biðjandi, til þess að þér megnið að um- flýja allt það, sem fram mun koma, og að standast frammi :Cyr- ir ,,manns-syninum“ (Lúk. 21:34- 36). Sannkristnir menn hafa allt- af verið vakandi gagnvart þess- um atburðum, því að þeir vissu að með þeim mundi koma upp- fylling bænar meistarans: „Komi í-íki þitt, verði vilji þinn, svo á jöi-ðu sem á himni“. Þó hefur það alltaf verið þannig, að þeim, sem þykir gott að sofa, vilja ekki láta vekja sig. Kristindómur — eða ekki? Þá bendir biskup á nokk- ur trúaratriði, sem hann telur að sanni alveg fyrir yíst, að Vottar Jehóva séu ekki kristnir. Um það má varla telja hann dómbæran, eins og við skulum nú sjá, enda ! færir hann engin rök fyrir full- vrðingum sínum. Varðandi fyrsta atriðið, að Jesús var skapaður, höfum við ótvíræð ummæli Páls postula: „Því að hann (Jesús) er ímynd hins ósýnilega G u ð s , | frumburður allrar skepnu“. (Kol. I 1:15). Annað atriðið er greinileg kenning Biblíunnar, að þessi frumburður skepnu Guðs, hinn mikli andasonur hans, bar þetta nafn, Míkael, á himni, áður en hann kom til jarðar, og fæddist sem maður. Nú, um það, að Jesús hafi orðið Messías við skírnina, þá er þessi kenning eins biblíu- leg og hún getur verið, enda rit- ar Ásmundur Guðmundsson fyrr- verandi biskup, í skýringar sínar við Markúsarg-ðspjallið (Rvk 1950), á bls. 50: „Hann var smurður við skírn sína af anda Guðs. Þá varð hann hinn smurði, Messías“. Og að Kristur hafi ckki risið upp líkamlega, segir Pétur postuli greinilega: „Hann var að vísu deyddur að líkamanum til, ; en lifandi gjörður sem andi“. > (1. Pét. 3:18). Fjórða atriðið er jafn mikill misskilningur, því við trúum alls ekki eins og biskup virðist halda þar. Aftur á móti er óhætt að afneita þrenning- unni, því Jesús Kristur kenndi alls ekki slíka fjarstæðu. Þessi hugmynd er heilaspuni, sem r heiðingjar hafa buið til og helzta vörn áhangenda hennar er líka, að hún sé óskýranlegur leyndar- j dómur. Nú, þá er komið að jól- : unum, en um jólaleytið geta allir lesið í fjöldamörgum tímaritum urn heiðinn uppruna jólanna og jólasiðanna, og þar sem þessi kenning er Biblíunni og kristin- dóminum óviðkomandi, (Kristur hélt ekki jól og bauð ekki held- ur lærisveinum sínum að gera það>, þá halda Vottar Jehóva sjálfsagt ekki jól. Þó teljum við það einkamál manna, hvort þeir vilja gera það eða ekki. Okkur er alveg sama, þótt biskup ís- lands haldi jól, og okkur finnst, að honum geti staðið á sama, hvort við gerum það eða ekki. Varðandi síðasta atriðið, ódauð- leika mannssálarinnar, þá er þessi kenning alveg eins óbiblíu- j leg og liinar: „Sú sálin, sem ] syndgar, hún skal deyja“, segir orð Guðs. (Ezekíel 18:4). Enda afneitaði Lúther sjálfur þessari kenningu og sagði, að páfinn hefði búið hana til (Vörn Lúth- ers, 27. grein, „Adversus Exe- j chabilem Antichrist Bullam“, Wittenberg 1520). V í s a ð á b u g . Vegna þessara augljósu | staðrcynda vísa Vottar Jehóva á bug öllum þeim tilhæfulausu staðhæfingum, sem biskup ber fram. Nú getur almenningur sjálfur séð hvers konar „fræðsla" hefur verið látin i té, og síðan dæmt sjálfur án þess að láta aðra dæma eða hugsa fyrir sig, en slíkt brýtur í bága við frjáls- ræði það, sem Guð veitti mann- inum við sköpunina. En þeir, sem vilja fræðast nánar um starf og kenningar Votta Jehóva, geta þá snúið sér til okkar til þess að öðlast áreiðanlega fræðslu. Fyrir hönd Votta Jehóva, Laurits Rendboe. FYLGÍÐ HRYNUR Framli. af 16. síðu Stjórn Iðju skipa nú þessir menn: Guðjón Sv. Sigurðsson, formaður; Asgeir Pétursson, vai-a- formaður; Ingimundur Erlends- son, ritari; Ingibjörg Arnórsdótt- ir, gjaldkeri, og meðstjórnendur: Jóna Magnúsdóttir, Steinn Ingi Jóhannesson og Guðmundur Jóns- son. — Stjórn Trésmiðafélagsins skipa þessir: Jón Snorri Þoi'leifs- son.form. Stui’la H. Sæmundsson, varaform. Benedikt Davíðsson, ritari. Lórens Rafn Kristvinsson vararitari og Asbjöi-n Pálsson gjaldkex-i. VARÐSKIPIÐ Maria Júlía fór á sunnudaginn suður að Stafnnesi og tók síldarnótina, sem hefur ver ið þar á floti síðan laugardags- kvöldið 17. þ.m„ að talið er að SStuðlaberg hafi farizt á þeim slóð um. Er varðskipsmenn drógu nótina inn var endi hennar fastur ein hvers staðar við botninn, en þarna er um 46 m. dýpi. Talið er fullvíst að Stuðlaberg liggi þarna á botn inum um 1,4 sjómílu frá landi. Botninn er þarna mjög ójafn og erfitt að gera öruggar dýptar mælingar, þ.e. að greina livort þarna liggur skip, eða livort það er mishæð á botninum. Maðurinn minn, VILHJÁLMUR GUÐMUNDSSON, Álfaskeiði 3, Hafnarfirði, andaðist 24. þ. m. í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. 1 Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og annarra vandamanna. Bergsteinunn Bergsteinsdóttir. Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, HILDUR SIGURÐARDÓTTIR frá Hellissandi, Birkimel 10 A, lézt 24. þ. m. Jarðarförin fer fram föstudaginn 2. marz kl. 10,30 frá Fossvogs- kirkju. -- Athöfninni verður útvarpað. Blóm afbeðin, en þeir, sem vildu minnast hennar, láti Björgunar- skútusjóð Breiðfirðinga njóta þess. Steinunn Jónsdóttir Bra^i Agnarsson Kristín Jónsdóttir Hannes Tómasson Þorsteinn Jónsson Áslaug Einarsson. ££ 27. febrúar 1962 — gUÞýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.