Alþýðublaðið - 27.02.1962, Side 15

Alþýðublaðið - 27.02.1962, Side 15
Grace Vitelli leit inn um gættina og sagði: „Eg er að fara heim, herra Forbes." Ben Forbes snéri sér frá glugganum, sem hann hafði staðið við. Hann brosti til Gra- ce. sem var indælis kona. ,,Og ég vildi óska að ég gæti sagt slíkt hið sama. „Mér kom til hugar að frú Forbcs hefði ef til vill misskil- ið hvenær hún átti að sækja yður,“ sagði Grace. Ben hristi hofuðið. „Hun spurði mig í morgun hvort ég myndi vinna eftir vinnu í kvöld og ég svaraði neitandi og bað hana um að sækja mig á sama tíma og venjulega. — Ekki getur hún hafa misskil- ið það.“ „Jæja,“ sagði Grace. „Þá kemur hún fljótlega." „Eg býst við því. Eg vona að ekkert sé að bílnum." „Viljið þér að ég hringi aftur heim til yðar „Nei, hún er áreiðanlega lögð af stað,“ sagði Ben. „Sennilega hefur hún lent í umferðarflækju. Þakka yður samt fyrir. Góða nótt. „Góða nótt.“ Hún skildi innri dyrnar eft- ir í hálfa gátt. Hann heyrði hana ganga yfir fremri skrif- stofuna og opna dyrnar fram í ganginn og loka hurðinni að baki sér. Fótatak hennar fjar- lægðist og hvarf. Það var kyrr látt á skrifstofunni. Ben leit á armbandsúrið sitt. Klukkan var þrjár mínútur yfir hálf sex að kvöldi þriðjudagsins 8. nóvember. Carolyn var hér um bil þrjátíu og fimm mínútum of sein. 40 mínútum ef reikn- að var með því að venjulega kom hún of snemma. Ben leit aftur út um glugg- ann. Hann var hávaxinn frekar herðabreiður og vöðvamikill síðan hann lék fótbolta á há- skólaárum sínum. Hann var með ljósbrúnt stuttklippt hár Ijósbrún, vingjarnleg augu. Hann var hvorki sérlega virðu legur né laglegur, en allir kunnu vel við hann. Hann var góður lögfræðingur, betri cn hann áleit sig vera og allir sögðu að það hefði aldrei neitt orðið úr honum, ef Caro lyn hefði ekki ýtt undir hann. Ben vissi að allir sögðu þetta og hann vissi líka, að það var á að gizka níutíu prósent sannleikur. Þó furðulegt sé trúði Carolyn þessu alls ekki. Hún áleit að verið væri að sverta hæfilcika Bens og reidd ist mikið, ef minnst var á það. Ben leit niður á strætið og reyndi að fylgjast með því hvaða bílar ækju inn stiginn og inn á bílastæðið. Skrifstofa hans var á ann- arri hæð á þriggja hæða gam- alli byggingu, sem svo til ein- göngu var byggð lögfræðing- um. Hinum megin strætisins var Courthouse Square sem stóru dómhúsin stóðu við. Það var farið að dimma. — Það logaði á ljósum innan við glugga dómhúsanna. Fólk gekk fram og til baka fyrir innan gluggana, raðaði skjölum, fór í yfirhafnir og bjó sig undir að fara. Mjó ljósrák sást enn i vcstri rétt við sjóndeildarhi ing inn. Umferðin var mikil. Borg- arar Woodley, Ohio voru að loka verzlunum sínum og skrif- stofum og leggja af stað heim. Bílar óku út af bílastæðinu, cn hann sá engan aka Þfngað inn Hann bölvaði, hugleiddi hve erfiður dagurinn hefði verið og hve mjög hann þráði að komast heim og hvila sig. Svo áttaði hann sig. Það var barnalegt að láta svona aðeins vegna þess, að liann varð að bíða íáein augnablik. Eitthvað liafði tafið Carolyn og það gat alltaf komið fyrir. Hann kveikti sér í sígarettu. Þá kemur einhver, hugsaði hann. Ef maður kveikir sér í sígarettu, kemur einhver áður en hún er fullreykt. Hann reykti hana og hlust- aði á umganginn í húsinu. — Ljósrákin í himninum hvarf. hvarf. Þegar sígarettan var brunnin niður að síunni gekk hann að skrifborðinu og lét hana í stóran látúns öskubakka. Klukkuna vantaði níu mín- útur í sex. Hann var orðinn órólegur. Gat það verið að hún hefði misskilið hann? Það er mann- legt að skjátlast. Hann vann oft eftirvinnu. Ef til vill hafðí hún álitið að hann færi heim klukkan sex. Hann hugsaði um morguninn, morgunverðinn, ökuferðina til borgarinnar. Carolyn í rauðköfl- ótta kjólnum geyspandi yfir kaffinu og spyrjandi: „Kemurðu seint heim í kvöld?“ Carolyn í tvídkápunni sinni brúnt hár hennar skínandi bjart og burst- að og blá augu hennar brostu til hans um leið og hún kyssti liann á bílastæðinu í kveðju- skyni og sagði: „Kg sæki þig þá klukkan fimm“. Og liann liafði svarað: „Klukkan fimm“. Nei. Nei, hún gat ekki mis- skilið þetta. Tvær mínútur í sex. Slys. Hroðalegt, óumflýjanlegt orð, þegar einhver, sem maður á von á kemur ekki. Nei, það er of snemmt að skelfast. Auk þess eru til margs konar slys. Sprungið dekk. Brotnir höggdeyfar. Ekið niður í skurð. Vélarbilun. Margskonar slys. Carolyn er góður ekill, hún er gætin. Hún hefur aldrei lent í slysi. En ef það er eitthvað smá- vegis, því hefur liún þá ekki liringt og látið mig vita? Fimm mínútur gengin í sjö og niða myrkur. Af hverju hringir hún ekki? Tíu mínútur gengin í sjö. Því í ósköpunum hringir hún ekki! Flest ljósanna í dómshúsun- um voru slokknuð. Umferðin var ekki jafn ör og áður. Það var einmanalegt og andstyggilegt að vera skilin svona eft.r. Ben hafði margsinnis unnið eí'ir- vinnu á skrifstofu sinni en þá hafði hann gert það af fúsum vilja. Hann hafði verið að vinns og vitað nákvæmlega hvar Caro- lyn var. Það var eðlilegt. Þetta var ekki eðlilegt. I hinni milclu kyrrð, scm rílcti í byggingunni heyrði hann að einhver kom inn bakdyrarnegirn og han hugsaði: Þarna kemur Carolyn. Honum létti ósegjan- lega. Hann stökk á fætur, þaut inn í fremri skrifstofuna og opn aði dyrnar. Hann heyrði fótatak á neðstu hæðinni en enginn kom upp á loft. Dyr opnuðust fyrir neðan. Það heyrðist skrölt í fötu og hreingerningartækjum. Það var ekki Carolyn. Ben gekk hægt inn á skrif- stofu sína. Skyndileg reiði gagn tók hann, reiði við Carolyn fyrir að koma svona fram við hann. Hann neyddi sjálfan sig til að standa kyrran og kveikti sér í sígarettu. Það var koparbragð í munni hans og reykurinn bragð aðist illa. Eg er reiður, hugsaðí liann, vegna þess að ég er á- TÖNN FYRIR TÖNN. / hyggjufullur og ég er áhyggju- fullur vegna þess að Carolyn á í hlut. Ef það væri einhver ann- ar væri ég aðeins leiður yfir að vera tafinn. Klukkutími og fimmtán eða tuttugu mínútur er ekki langur tími. Það virðist aðeins langt þegar maður b:ður og veit ekki hvers vegna. Það er heimskulegt að láta svona. Við skulum líta rólega á mál- ið. Carolyn ber skilriki á sér. Ef eitthvað alvarlcgt, eitthvað slæmt hefði komið fyrir hana hefði ég verið látinn vita. Eg þarf ekki að hafa áhyggj- ur, sagði hann við sjálfan sig. En samt sem áður hafði hann áhyggjur. Þegar klukkan var tuttugu mínútur gengin í sjö hringdi hann heim til sín. Það var til einskis eins og hann hafði vitað. Einskisnýtni þess gerði hann aðeins órólegri. Þá skildi hann hve langt var síðan Carolyn hlaut að hafa farið — sennilega klukkan fimm mínútur yfir hálf fimm og áreiðanlega fyrir tíu mínútur í fimm þegar Grace hafði fyrst hringt til hennar án árangurs. Jafnvel þó hún æki löturhægt tók ferðin ekki meira en tuttugu mínútur. Hvað hafði skeð? Og hvað gerði maður þegar svona kom fyrir? Hve snemma var réttlætanlegt að verða hræddur og hringja á lögregl- una? Hann hugsaði, ég hringi fyrst til nágrannanna. Torrence læknir og kona hans voru ekki heima. Það var ekki óvenjulegt. Þau áttu gift börn og marga vini. En það var ó- endanlega þreytandi að hlusta á símann hringja buzz-buzz og enginn svaraði þar heldur Hann hringdi til Pettits. Louise svaraði. „Sæll Ben“, sagði hún og virtist vera undr- andi. „Hvað er það?“. „Carolyn átti að sækja mig klukkan fimm og hún er ekki enn komin. Mér datt í hug hvort þið . . .“ „Nei, ég hef ckki séð hana síðan í morgun Ben. Ertu viss um að hún hafi ekki misskilið Þig?“ „Já, ég er viss um það. — Heyrðir þú hvenær hún fór? I bílnum?" „Nei. Eg var að elda matinn og krakkarnir voru að horfa á sjónvarpið. En ég held að hún hafi farið. Eg var að gefa hund- inura áðan og þá sá ég að það voru engin ljós yfir hjá ykkur. Eg hélt að þið kæmuð seint heim í kvöld“. Allt í einu virtist hún skilja að hann var áhyggjufullur og það með réttu. „Ö, Ben“, sagði hún „get ég eitthvað gert? Viltu að ég biðji Johnny að fara og líta í kring- um sig?“ Hann hikaði. Svo svaraði hann. „Mér þætti mjög vænt um það“. „Já, Ben, já ég hringi til þín“. Hann lagði símann á og sat um stund og starði á hann. Svo hringdi liann á lögreglustöðina. Hann þekkti nokkra mcnn þar. Hann hafði verið í gagn- fræðaskóla með sumum þeirra, leynilögreglumönhum og ein- kennisklæddum lögreglumönn- um. En hann náði ekki í neinn sérstakan. Hann sagði varðstjór- MWMMWMHtMMMnWMMVM Verzlunin Snót Vesturgötu 17 auglýsir: Höfum fengið eftir- í ,i spurðu ensku Deuts sokkana. wwmwwwwwwmww anum hver hann væri og út- skýrði aðstæðurnar. Hann lýstl konunni sinni. Svo beið hann meðan þeir athuguðu málið. — Klukkan var rúmlega hálf sjö. Hann hefði átt að vera glor- hungraður. I stað þess var hon- um ómótt eins og oft er þegar maður er taugaóstyrkur. Hend- ur hans voru mjög kaldar og svitinn vætti lófa hans svo hann varð án afláts að þerra þá. — Hjarta hans sló ákaft innan við rifbein hans eins og einhver væri að slá með hamri inn f helli. ' Varðstjórinn sagði hátt í eyra hans: „Nei, það hefur ekkert frétzt af konu með þessu nafnl og lýsingu. Hafið þér reynt að hringja til fjölskyldu konu yð- ar, vina hennar eða kunningja? Stundum . . .“ „Já“, sagði Ben. „Þakka yður fyrir. Eg reyni það“. Hann lagðl á. Hann lokaði augunum og huga aði: Ekkert slys, guði sé lof fyr- ir það. Og hvað nú? Hvar gat Carolyn verið? Hjá foreldrum sínum í Pittsburgh? Varla? Hvert var hún vön að fara? Varðstjórinn hefði án efa spurt um krár en Carolyn var ekki svoleiðis og hún átti ekkl heldur drykkfelldar vinkonur., Það var alls ekki neinn staður, sem hún gat liafa farið á og ekk-. ert fþlk, sem liún gat hafa heim sótt. Ekki þegar svona stóð á. Ekki Carolyn. i ■ En einhvers staðar hlaut húa að vera. Síminn hringdi, skrækt og hátt eins og vein. Það var .Johnny Pettit. „Eg leit inn í húsið Ben. Bak- dyrnar voru opnar og ég bjóst ekki við að þú liefðir á móti því. Eg hélt að hún hefði ef til vill dottið eða eitthvað. En hún er þar ekki“. Guði sé lof fyrir það líka, hugsaði en. Eg óttaðist . . . „Heyrðu Ben, ég skal koma og sækja þig. Eg kem eftir kortér.. Allt í lagi?“ „Ég veit ekki. Ég ætti víst að, bíða hérna lengur . . .“ „Eg held að þú þurfir ekkl að hugsa um það Ben. Eg á við að Carolyn komi að sækja þig“. „Nei? sagði“ Ben. „Því ekki?“ Og suðið fyrir eyrum lians varð að þrumu. „Nú“, sagði Johnni. „Hún er ekki á bílnum. Hann er enn f bílskúrnum". 2. Hann skildi bréfmiða eftir f hurðinni milli stafs og hurðar þannig að Corolyn hlaut að sjá að hann væri farinn af hún kæmi. Hann liafði hringt til Grace Vitelli. Grace hafði ekkf heyrt frá Carolyn og hún virtist mjög áhyggjufull þó að hún AL GUTHRIE hugði á hefndir. Ben Forhes lögfræðingur hafSi tekið að sér skilnaðarmál konunnar hans: nú var hún horfin honum - glöt- uð fyrir fullt og allt. Hvernig átti hann þá að hefna sín á þessum fjandmanni sínum, lögfræðingnum? Nú, með því að bera sig nákvæm- lega eins að og hann, ræna hann eiginkonunni! Þannig hófst þetta. Þannig lenti Carolyn Forbes í klóm vitstola manns, sem í örvæntingu sinni hafði strengt þess heit að lifa eftir lögmálinu: AUGA FYRIR AUGA, Alþýðublaðið — 27. febrúar 1962 15

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.