Alþýðublaðið - 21.03.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.03.1962, Blaðsíða 2
Bítstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoöarritstjórl: Björgvin GuSmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjáld kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Goðafoss . . . og fleiri FREGN um tilraun þriggja skipverja á Goða- fossi' til að smygla miklu magni af happdrættismið um frá írlandi til Bandaríkjanna hefur vakið ugg og umtal hér heima. Þjóðin finnur,' að þetta, er ekki aðeins harmsaga þriggja sjómanna, heldur toendir þetta mál til þjóðfélagslegra meinsemda, sem kunna að vera alvarlegri en fólk grunar. I áratugi hafa veigamiklir þættir íslenzkrar lög gjafar verið sniðgengnir af fjölda landsmanna, en ríkisvaldið hefur ekki haft vilja eða getu til að framfylgja lögunum. Þannig hefur verið með j skattalög, áfengislög, gjaldeyrislög og smyglið. Eng inn hefur verið talinn verri maður, þótt vitað væri að hann bryti af sér á þessum sviðum. Hefur þvert á móti verið brosað að þeim sérvitringum, sem gáfu rétt upp til skatts, skiluðu erlendum gjaldeyri til bankanna og smygluðu ekki, þegar tækifæri gafst. Það mundi fara hrollur um þúsundir góðra borg ara á íslandi, ef einhver flytti tillögu um að stofn- sett væri spilavíti í landinu, Það á heima í þeim ger spilltu útlöndum, segja menn. En samt sem áður tíðkast happdrætti í stórum stíl og bingó er talinn barnaleikur, þótt hvort tveggja sé í mörgum öðr- um löndum kallað réttu nafni og bannað eða haft undir eftirliti sem hvert annað fjárhættuspil. Við allt þetta bætist slappleiki í dómsmálastjórn Íslendinga, sem verið 'hefur meiri eða minni í ára tugi. Alþýða manna trúir því ekki, að hinir „stóru“ þurfi mikið að óttast eða sitji nokkru sinni af sér, þótt þeir verði dæmdir. Það hefur ekki verið hugs- að um að byggja fangagejnnslur, nema fyrir drykkjumenn, svo að dæmdir menn komast oft ekki að. Eitt og eitt félag eins og Olíufélagið hafa verið grandskoðuð en hve mörg önnur fyrirtæki mundu þola slíka rannsókn? Hve mörg fyrirtæki hafa tvenns konar bókhald og hvers vegna? Það heyrist stundum um fjárdrátt einstaklinga í starfi,' en oftar er hilmað yfir slíkt til að forðast, að dóm- stólar komiist í bókhald viðkomandi aðila. Enda þótt glæpamenn aki ekki um göturnar með vélbyssur og grófasta spilling, sem þekkist erlend is, virðist ekki tíðkast hér, er íslenzkt þjóðfélag rot ið af fjárhaglegri spillingu, sem fram kemur í öllu því, sem að ofan var nefnt. Þegar ungir menn, sem hafa alizt upp við hugsunarhátt þessa ástands, ætla . að reyna íslenzka „sjálfsbjargarviðleitni“ í öðr- um löndum, eru þe:r skyndilega orðnir sakamenn. Lækningin verður að byrja 'hér heima hjá okkur sjáyurn. 4 . .................. nwm—■ ... .......... a Aúglýsingasíminn er 14906 2 21. marz 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ FYRRUM VAR SAGT þegar ung ur maður komst á togara: „Hon um er óliætt. Hann er búinn að fá togarapláss“ Nú er öldin önnur. Skipstjórar geta sagt þá sögu. Það er af sem áður var, að skipsstjór um og togaraeigendum væri mút að til þess að fá pláss hjá þeim. Þá þekktist það, að skipsstjórafrú tók „vinnumann" — og sctti síðnn á togara til bónda síns, og vinnu maðurinn og frúin og maður henn ar vissu fyrirfram til hvers refirn ir voru skornir. „Vinnumaðurinn“ fékk svo vinnumannskaup, lítinn eyri og nokkrar flíkur, en frúin fékk togarakaupið. Svojiegar árið var liðið, var oftast staðið við það, að vinnumaðurinn héldi plássinu, en stundum var það líka svikið — og sagan hófst aftur. NÚ GANGA ÚTGERÐARMENN og skipsstjórar á eftir sjómönnum sem hægt er að nefna því nafni, og biðja þá að koma til sín. Ég hef séð skipsstjóra eigra um hafnar bakkann, með skip sitt út á, og snapa eftir mönnum. Ég hef líka heyrt það, að stýrimenn, útgerðarí menn og skipstjórar hafi „sjang hajað“ drukkna menn um borð. Er mér minnisstætt erindið, sem einn þeirra sem „sjanghajaður“ hafði verið, flutti í útvarpið fyrir nokkrum árum og sagði allt af létta í gamansömum tón. í FYRRI DAGA var sótzt eftir togaraplássi. Þá var þó vinnan og vökurnar svo miklar að um hreina og beina þrælkun var að ræða. Kunningi minn sagði mér þá sögu nýlega, að þegar hann kom um borð, f jórtán ára gamall hafði liann aldrei frið fyrir bátsmanninum. Hann hrinti honum og sparkaði í hann, kom fram við hann eins og hann væri úrþvætti. „Hann hefði drepið mig hefðu ekki tveir af hásetunum tekið mig undir sinn verndarvæng," sagði hann. Ég sagði: „En af hverju fórstu ekki í land?“ Ég spurði eins og bjáni, en mér varð það ekki ljóst fyrr en ég sá svipinn á kunningja mín um. Hann sagði: „í land? Nei, það gat ég ekki. Það var svelti heima og móðir mín og systkini settu allt sitt traust á mig.“ Ég gæti sagt þessa sögu vinar míns miklu lengri. Ég skrái hana von- andi seinna. ÉG RÆDDI EINU SINNI við Vilhjálm Vigfússon, sem nú er látinn fyrir mörgum árum. Þá var hann lögregluþjónn hér í bænum, en áður hafði hann verið togara- maður. Hann hafði riðið á vaðið, fyrstur allra manna, með kröfur um takmarkanir á vökum og þræl dómi um borð í togurunum. En enginn lifandi maður mátti vita það, að hann hafði skrifað grein ina, sem birtist í Alþýðublaðinu. Hefði það vitnast, þá hefði hann fengið pokann sinn, verið rekinn í land, settur á svartan lista, og aldrei framar fengið pláss. HANN LÝSTI FYRIR MÉR aff- búnaðinum. Viff skárum okkur með flatningshnífnum og fundum ekki til þess. Við féllum á andlitið ofan í matardiskinn okkar. Svo úrvinda vorum viff..“ Tveir sjó menn, sem ég lá meff í sjúkrahúsi í fyrra sögðu: „Þegar við komum Framhald á 11. síffn. Höfum opnað í Listamannaskálanum sýningu á ca. 1000 bókum frá bandaríska útgáfufyrirtækinu McGRAW-HILL BOOK COMPANY, INC., í New York. Bækurnar fjalla undantekningarlítið um tæknileg og vísindaleg efni, og skipar útgefandinn þeim í þessa flokka: Aero íauties, Agriculture, Art & Music, Biology & Zoologi, Business & Industrial Administration, Chemical Engineering, Chemistry, Civil Engineering, Dictionaries, Economics, Education, Electrical Engineering, El- ectronic Engineering, Control Engineerin g, Computers, Geography, Geology & Meteorology, Minerology, Industrial Engineering, Mathematics & Statistics, Mec- hanical Engineering Meehanics & Materials, Medicine, Metallurgy, Nuclear, Engi- neering & Energy, Physics & Sociology. Auk þessa viljum við benda á nokkur stórverk sem eru á sýningunni, t. d. . ENCYCLOPEDIA OF SCIENCE AND TeCHNOLOGY í 15 bindum, ENCYCLO- PEDIA OF WORLD ART í 5 bindum (verkið er að koma út og verður alls 15 bindi), og THE ILLUSTRATED, WORL D-OF-THE-BIBLE LIBRARY í 5 bind- um. Gamla Testamentið er í 4 bindum, s em öll eru komin út, og Nýja Testa- mentið verður 5 bindi og er eitt þeirra' k omið út. Þeir sem hafa þörf fyrir bækur um hagnýt efni eða fræðibækur, ættu að , líta inn á þessa sýningu og skoða bækurnar. Bækurnar verða seldar og afhentar síð asta sýningardaginn, 27. þ.m., en tekið verður á móti‘pöntunum alla sýningardag ana. Sýningin verður opin daglega kl. 2 — 10 til 27. þ.m. — Aðgangur ókeypis. Hafnarstræti 8. The English Bookshop . Símar 11936 og 10103. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.