Alþýðublaðið - 21.03.1962, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 21.03.1962, Qupperneq 3
FUNDUR NORDURLANDARÁÐS: SAMNINGURINN SAMÞYKKTUR? Ilelsingfors, 20. marz NORÐURLANDARÁÐ samþykkti á allsherjarfundi í dag að skora á ríkisstjórnirnar að íhugra hvernig' réttarsamband Norðurlanda geti bezt varðveizt og eflzt ef eitt eða fleiri ríki Norðurlanda ganga í Efnahagsbandalag Evrópu. Dóms- málaráðherrar ríkjanna fimm liafa orðið sammála um að skipa rannsóknarnefnd með fulltrúum frá hverju landi til að rannsaka hvernig löggjöf ríkjanna samræm- ist ákvæðum Rómarsáttmálans. Það þykir nú ljóst, að samning- urinn um norræna samvinnu, sem á að hljóta endanlega afgreiðslu á fundi Norðurlandaráðs á fimmtu- dag og föstudag, verði staðfestur. Samningsuppkastið, sem er í 39 ★ MOSKVA: _ Hinir opin- beru frambjóðendui‘‘ í kosning- unum til Æðsta ráðsins á sunnu- dag fengu 139.210.431 atkvæða, eða 99.47% greiddra atkvæða. 55 greiddu atkvæði gegn opinber- um frambjóðendum í kosningun- um til neðri deilda Æðsta ráðs- ins, um 99,60% greiddu með list- anum (139.391.455 atkvæði) og 706 seðlar voru úrskurðaðir ógild ir. HWWWWWWWMWWWW liðum kveður á um það, að ríkin varðveiti og efli samvinnu land- anna, á sviðum réttarfars, menn- ingar, þjóðfélags- efnahags- og samgöngumála. Allsherjarfundurinn stóð í að- eins hálfa klukkustund, og mest- allan daginn var starfað í nefnd- um. Samkvæmt upplýsingum, sem fréttaritari NTB hefur fengið, verður enginn opinber fundur for- sætisráðherra Norðurlanda hald- inn í Helsingfors. Utanríkisráð- herrafundur í Luxemburg Luxemburg, 20. marz (NTB—AFP) UTANRÍKISRÁÐHERRAR ríkjanna sex í efnahagsbanda laginu komu saman til fund ar I Luxemburg í dag til þess að ræða tillögu Fouchet- nefndarinnar um stofnun stjórnmálasambands sexveld anna. Heimildir, sem standa ráð stefnunni nærri, hermdu í kvöld, að enginn verulegur árangur hefði orðið í dag. Utanríkisráðherra Luxem- burgs, Eugene Schaus, sagði blaðamönnum, að mjög hægt miði áfram. ittíi máli;' NÝ FYRIRMÆLI? ★ GENF: — Góðar heimildir herma, að Gromyko, utanríkisráð herra hafi fengið ný fyrirmæli um Berlín. Bandarískir talsmenn vilja ekkert segja um fund Gro- mykos og Rusks á mánudag. UPPLÝSINGAR UM GEIMFERÐIR? ★ NEW YORK: — Plato Moro- zov, SÞ-fulltrúi Rússa sagði í ræðu í nefnd SÞ um friðsamlega hagnýtingu geimsins, að Rússar væru fúsir til að gefa Sameinuðu þjóðunum allar nauðsynlegar upp lýsingar um gervihnetti sína og önnur geimfarartæki ef önnur ríki væru fús til að gera slíkt hið sama. Einnig vildu Rússar skýra SÞ frá tilgangi geimferða Rússa. LEYNIVI"PÆHUR ★ WASHINGTON: — Leyni- viðræðurnar um friðsamlega lausn Nýju Guineu deilunnar hóf- ust skammt frá Washington á þriðjudag. Fulltrúi Hollendinga er J. H. van Roijon, sendiherra í Wasihngton, og fulltrúi Indó- nesa er Adam Malik, sendiherra í Moskvu. Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Indlandi. Els- worth Bunker tekur einnig þátt í viðræðunum. HÓ^*»*AP| STEFNA ★ WASHINGTON: — Henry Jackson, öldungardeildarþing- maður, einn af leiðtogum Demó- krataflokksins, sagði í ræðu í Washington á þriðjudag, að USA ættu að fylgja hófsamari stefnu í Sameinuðu þjóðunum. n r\ Úlfaldinn og nálaraugað PPNAM A ÞINGI Framhald af 1. síðu. umræðurnar hófust, og er talið, að umræðurnar standi í a. m. k. tvo daga, áður en hægt verður að ganga til atkvæða. Áður en umræðurnar hófust hafði de Gaulle forseti tilkynnt í boðskap til þingsins, að hann mundi biðja þjóðina mn umboð til að framkvæma samninginn um Als ír. Þetta skyldi gerast við þjóðar- atkvæðagreiðslu, en í þeim yrðu kjósendur einnig beðnir um að samþykkja Evian-samninginn. Þegar boðskapur forsetans hafði verið lesinn upp sagði Michel De- bré forsætisráðherra í stuttri ræðu að, eins og ástandið væri, sé senni- legt, ef ekki óhjákvæmilegt, að framkvæmd Evian-samningsins muni fela í sér stofnun nýs alsír- ísks ríkis. Hann lýsti hinu mikla hlutverki Frakklands, og kvað Als- ír hafa þörf fyrir Frakka. Ef tengsl BUENOS AIRES, 20. marz Orðrómur var á kreiki um það í Buenos Aires í dag, að Arturo Frondizi forseti muni neyðast til að fara frá völdur.i eftir mikla fylgisaukningu Perónsinna í kosningunum á sunnudag. Opin- berir embættismenn neituðu að gefa nokkuð til kynna um hvað gerast mundi næst í neyðar- ástandi því, sem skapazt hefur eftir kosningarnar. Góðar heimildir telja, að for- setinn sé kominn í mjög erfiða afstöðu vegna deilu flokks hans sjálfs, Róttæka flokksins, og her- foringjanna. Þess er vænzt, að nýjum aðgerðum verði komið fram til þess að banna flokka Perónista og ný-Perónista í Ar- gentínu Herforingjarnir tóku völdin f fimm fylkjum þar sem Perón- frá? sinnar höfðu unnið i fylkisstjóra kosningunum, og urðu Perón- sinnarnir að víkja þó að þeir mótmæltu harðlega. Um 45 þing- menn, sem Perónsinnar kusu, fá ekki að sitja á þingi. Borgara- legir embættismenn gegna störf um í þessum fylkjum, en frétta- menn telja, að lítil likindi séu fyrir því, að herinn muni láta af hinni raunverulegu stjórn sinni í þessum fylkjum. in yrðu rofin mundi óró og stjórn- leysi ráða ríkjum. Hann nefndi þó ekki OAS-samtökin. Eftir matarhlé hófu öfgasinnaðir þingmenn að syngja La Marseill- aise. Þingmaður frá Bone í Alsír réðist harðlega á stjórnina. Þing- maðurinn Portolano sagði, að Frakkland gæti ekki verið bundið við ólöglegar ákvarðanir, sem hann teldi að væru dauðar og máttlaus- ar. Þegar þingmaður gaullista fékk orðið yfirgáfu flestir skoðanabræð ur Portolanos þingsalinn. Seinna urðu mikil orðaskipti milli forsæt- isráðherrans og íhaldsþingmanns- ins Jean Fraissinet, og þá sleit þingforseti fundi um hríð. Orðaskipti Fraissinet og forsæt- isráðherrans hófust þegar Fraissi- net spurði, hvort stjórnin gæti skuldbundið sig til að heimila ár- ásir, sem hún seinna mundi láta viss samtök uppreisnarmanna sæta ábyrgð fyrir. Forsætisráðherr ann þaut upp og sagði að Fraissinct liefði ekki rétt til að spyrja slíkrar spurningar og þar með fullyrða, að stjórnin skipulegði ofbeldisverk. Hann krafðist þess, að Fraissenet tæki orð sín aftur, en ræðumaður endurtók orð sín, og hélt því fram, að hann hefði einungis spurt einn- ar spurningar, ekki komið fram með neina fullyrðingu. Ben Youssef Ben Khedda, forsæt isráðherra FLN-stjómarinnar als- írsku, kom í dag til Rabat í Mar- okkó, en þar mun hann stýra fyrsta fundinum, sem sóttur verð- ur af öllum ráðherrum stjórnarinn ar. Fundir stjórnarinnar hafa ekki verið sóttir af öllum ráðherranna áður, þar sem Mohammed Ben Bella og: aðrir ráðherrar, sem voru í haldi með honum í Frakklandi, gátu ekki tekið þátt í þeim. — Ýmsar ríkisstjórnir hafa veitt 'FLN stjórninni viðurkenningu, seinasft tékkneska stjórnin. I Oran kom í dag til mikilla á- taka milli evrópskra og serkneskra manna. Hersveitir voru sendar til Arabahverfisins, þar sem bardagar brutust út. Fyrir hádegi var allt með kyrrum kjörum í Algeirsborg, en þar var allt athafnalif lamað vegna verkfalla. Fáir voru á ferli á götunum eins og daginn áður. — Víða voru menn af evr. stofni í hópum og ræddu síðustu fréttir. Nokkrir evrópskir menn rifu niður spjöld, þar sem vopnahléið var kunngert. Allar samgöngur lágu niðri vegna verkfalla. OAS settu upp spjöld á ýmsum stöðum f borginni, þar sem skorað var á Serki í franska hernum að ganga £ OAS. mmMHWWVMWMIMIMWIW Macmillan svartsýnn London, 20. marz (NTB—Reuter) IIAROLD Macmillan for- sætisráðherra sagði f dag.að liann væri ekkert sérstak- lega vongóður um horfurn- ar á samkomulagi í afvopn- unarmálinu, ef grundvallar- atriðið um alþjóðaeftirllt yrði ekki ákveöið. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. marz 1962 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.