Alþýðublaðið - 21.03.1962, Qupperneq 7
FYRIR nokkru skýrðu blöðin
frá því að saltgula væri áber-
andi í fiski, sem saltaðurt var
framan af vertíð og töluðu sum
ir um milljónatjón. Enn er ekki
vitað hve miklum skaða hið
mengaða saít hefir valdið og
verður aldrei með vissu vitað
hvert tjónið verður og sjálfsagt
ekki hver ber tjónið, nema þá
hélzt frainleiðandi saltfisksins
nema málarekstur til komi
Fyrir nokkrum árum komu
fram samskonar skemmdir í
saltfi^ki, sem rekja mátti til
þess að saltframleiðendur höfðu
látið' saltið renna eftir kopar-
klæddum rennum. Rannsakaði
efnaverkfræðingur G. Arnesen
mál þetta gaumgæfilega og fann
orsökina. Munu saltframleiðend
ur hafa fallizt á skýringar hins
íslenzka verkfræðings og fjar-
lægt koparinn iir saltrennum.
Þá voru uppbætur veittar á
bátaafla og held ég að þeir sem
sannanlega hafi getað sýnt að
saltfiskgulan hafi stafað frá
saltina munu hafa fengið bætur
úr uppbótasjóðnum. Hvort það’
hefir verið nóg get ég ekki
sagt um, en hitt er víst að tveir
stórir framleiðendur hér við
Faxaflóa fengu laglegar fúlgur
vegna skemmda þcssara og auð-
vitað aðrir fleiri cins og fyrr
segir.
Eftir að saltgulan kom fram
liér um árið munu stærstu inn-
flytjendur salts hafa gert sér-
stakar ráðstafanir tjl að fyrir-
byggja saltguluna, en þegar
svona atvik koma fyrir, eru all
ir, sem við saltverzlun fást, jafn
an í nokkurri fjárhagslegri
hættu, og vilja því eðlilega
tr.vggja sig fyrir hugsanlegum
skakkaföllum. En hver ber hér
skaðann skal ósagt látið, en
fullyrða má þó að framleiðend
ur beri hér stærsta skaðann,
enda þótt einhverjar bætur
komi. Heyrst hefir að ónotað
salt úr.þessum farmi verði end
urgreitt þeim,, er fengið hafa
það til sín á verkunarstöðvarnar
Þess er krafizt af erlendum
kaupendum, sem kaupa útflutn
ingsvörur okkar, að' þeim fylgi
matsvottorð, og væri ckki úr
vegi að matsvottorð fylgdi
hverjum saltfarmi, en það er
ekki nóg, þar sem í þessu síð-
asta tilfelli mun skip það, er
flutti saltið vera sökudólgurinn
þar sem nú er vitað að' áður
hafði það flutt koparmálm.
Skip þau, er flytja salt milli
landa munu jafnan skuldbinda
sig til að' lestar þeirra séu kop
ar fríar svo hætta sé ekki á, að
saltið skemmist þess vegna. En
í þessu tilfelli mun um vanefnd
ir vera að ræða frá skipsins
hálfu.
Munu eflaust málaferli hefj-
ast um skðabætur þeim til
handa, er tjón hafa beðið og er
það ekki óeðlilegt.
En skaðinn gerir mann oft
hygginn eftir á og ættu þessi
tvö tilfelli, annað fyrir rúmum
áratug og hitt nú, að opna augu
AlþýðublaSsmynd — og þessi er ekki gulur: Við tókum myndina hjá Jóni Gíslasyni í Hatnarfirði s.l. laugard.
manna fyrir
aðgerða.
því, að' hér þarf
Ég hefi það frá góðum heim-
ildum, að ef þetta umrædda
salt hefði verið efnagreint áður
en það var notað, hefði fundizt
í því sem saltgulunni olli. H i
þá ekki að efnagreina allt salt,
flutt er laust í skipum? Þr'i
mun kosta nokkuð, en það se a
hér hefir skeð kostar miklu
meira, svo ekki verður með töl
um talið með vissu. Við höfum
hér ágætisstofnun, sem dr. Þórð
ur Þorbjarnarson veitir for-
stöðu, og er til liúsa í hinu
myndarlega húsi Fiskifélags ís
lands við Skúlagötu 4. Mér er
tjáð að rannsóknarstofnun Fiski
félagsins muni geta efnagreint
salt og fundið galla þess, ef ein
hverjir væru. Sú stofnun hefir
áunnið sér traust og álit fyrir
alls konar rannsóknir, sem hún
hefur framkvæmt í þágu at-
vinnuveganna og haft góðu fólki
á að skipa.
Það verður því að' teljast afar
nauðsynlegt að sú regla verði
upptekinn að efnagreina saltið
áður en notað er. Það getur vel
verið að setja þurfi löggjöf um
þetta, en þó held ég að nægja
myndi, að samtök útgerðar-
manna gerðu sínar eigin sam-
þykktir, sem hljóðuðu uppá að
allt salt, sem félagsmenn þeirra
keyptu, væri efnagreint um Ieið
og skipið, sem farnúnn flytur
færi að aflesta.
Fyrir um það bil áratug kom
þetta fyrir að koparmengað
salt var notað, eins og fyrr segir
og má segja að Íslendíngar sjálf
ir yrðu að bera tjónið, enda
|þótt framleiðendum væri að
sumu leyti bætt. Mun tjónið
þá hafa numið allhárri uppliæð,
líklega skipt milljónum, en tjón
ið í ár er enn ómetið, en skiptir
sjálfsagt nokksum milljónum.
Þessi saga má ekki endurtaka
sig og á ekki að þurfa að endur
taka sig, ef saltið er efnagreint
áður en það er notað.
Það má ef til vill segja, að
erfitt sé að fylgjast með salti
úr skipi, sem íosar á mörguúi
höfnum, en trúnaðarmaður
Rannsóknarstofnunar Fiskifé^-
agsins, myndi efálaust fljótiega
uppgötva, ef Iestar þess væru
koparmengaðar. Og'í siðasta til
fellinu hefði Fiskifólagið gétað
varað við hættunni, ef til þess
hefði verið' leitað í tírna.
Þetta er sem sagt stórmál á
okkar mælikvarða og nauðsyn-
legt að girða fyrir að hættan
endurtaki sig og um það ættu
þeir að hugsa um, sem þarna
hafa mestra hagsmuna að gæta.
Ó.J.
UPPtóTUNGU UM EFNAGREININGU Á SALT
IWWWWMMMtVUVmMMWWWMmmWWWW WVWWtMWWWMWVWVMWHWWVtWVWW WUWVWVmWWWMWtMMtWWWWWWV>
V * ^ALÞÝÐUbVaDID - '21. mVrz 1962 $7