Alþýðublaðið - 21.03.1962, Side 10
Ritstjóri; Ö R N EIÐS80N
Körfuknattleiksmótið:
KFR vann KR í
jöfnum leik
Patterson tilbúinn í
Það er nú ákveðið, að Floyd Pattersjjn og
Sonny Liston berjast um heimsmeistaratiTiIínn
þungavigt 18. júní næstkomandi, eir síðan
þreyta þeir aftur keppni í scptember. — í upp-
hafi voru Liston aðeins boðin 10% af ágóða
keppninnar, en hann neitaði og sagðist ekki berj
ast við Patterson, nema hann fengi 12,5% og nú
hefur það verið samþykkt. Það er beðið eftir
keppni þessari með mikilli eftirvæntingu og bú-
izt við metaðsókn. Patterson liefur alls barizt 40
sinnum^ síöan hann varð atvinnumaður og sigr.
að 38. sinnum, þar af 29. sinnum á „knock out“,
rothöggi. Liston er af mörgum álitinn mesti
hnefaleikari heimsins í dag, og margir eru á
þeirri skoðun, að hann sigri Patterson.
MEISTARAMÓT íslands í körfu-
knattleik helt áfram að Háloga-
landi um síðustu helgi. Háðir voru.
tveir leikir í meistaraflokki karla
og tveir í 1. flokki karla.
Firmakeppni
á ísafirði
NÝLEGA var háð firmakeppni í
svigi á ísafirði. Sigurvegari varð
Húsgagnaverzlun ísafjarðar á
30,2 sek. Keppandi var Gunnlaug-
ur Jónsson. Næst kom hlutafélagið
Gylfi, á 30,6 sek. Keppandi Einar
Valur Kristjánsson. í þriðja og
fjórða sæti voru Niðursuðuverk-
smiðjan hf. og Vörubílastöðin á
30,8 sek. Keppendur voru^Haukur
Sigurðsson og Jónas Éelgason.
Einar Valur Kristjánsson hlaut
beztan brautartíma, 22,6 sek., en
keppt var með forgjafarfyrirkomu
laginu.
★ NAUMUR SIGUR
KFR YFIR KR
Leikur KFR og KR í mfl. karla
var býsna spennandi og jafnari en
búizt var við fyrirfram. KFR hafði
þó ávallt forystu í stigum og að
loknum fyrri hálfleik hafði KFR
skorað 28 stig gegn 22 stigum KR-
inga.
í byrjun síðari hálfleiks • skipta
KR-ingar inn á og þar hafa þeir
sennilega gert rangt, því að nú
auka KFR-ingar muninn og um
miðjan hálfleikinn hefur KFR 20
stig yfir. Síðustu mínúturnar
minnkar KR mjög muninn og sig-
ur KFR var mjög naumur eins og
fyrr segir 64 stig gegn 56. Þetta
má telja mjög góða útkomu hjá
hinu unga KR-liði gegn hinu sig-
ursæla liði KFR.
Stigahsstur hjó KFR var Sig-
iurður Helgason með 30 stig, KR-
ingar réðu ekkert við hann. Einar
Matthíasson skoraði 16 stig og
Ólafur Thorlaeius 6. Hjá KR skor
aði Guttorrnur Ólafsson flest stig
eða 19, Skúli ísleifsson 15 og Ein-
ar Bollason 12.
w I ii IK ' n| 11 f'ÖJ
★ YFIRBURÐIR ARMANNS
GEGN ÍKF
Á sunnudagskvöldið gjörsigraði
Ármann íþróttafélag Keflavíkur-
flugvallar í mfl. karla með 83 stig-
um gegn 35. Léku Ármenningar
mjög góðan körfuknattleik á köfl-
um, en bezti maður liðsins var
Lárus Lárusson, sem skoraði 26
stig og sýndi mjög góðan s^mleik.
Einnig áttu Birgir Birgis og Davíð
Helgason góðan leik. Það er ekki
nokkur vafi á því, að baráttan um
íslands-meistaratitilinn að þessu
sinní mun standa milli ÍR og Ár-
manns og e. t. v. getur KFR bland-
að sér í það stríð.
;
' ' " 'S' ••
Siglfirzkur
skíðakappi
Skíð'akappinn, sem brunar
hér' niður brekkuna heitir
Jóhann Vilbergsson og ef
Siglfirðingur. Hann er I
fremstu röð í fjallagreinun-
nm hér á landi og á nýaf-
stöðnu Svigmóti Siglufjarð-
ar sigraði hann með yfir-
burðum.
IMMWWWWWWWWHWWMWMWWWMiWVWVWWV
Skíðafréttir
frá Akureyri
STÓRHRÍÐARMÓTIÐ fór fram
í brekkunum fyrir ofan Skíðahótel
ið .11. marz, þar sem væntanlegt
landsmót mun fara fram um pásk
ana. Nægur snjór var og gott skíða
færi. Keppendur voru samtals 30.
Skíðaráð Akureyrar sá um mótið.
Brautarlengd hjá A-flokki var
ca. 220 m., og hlið 37. Brautar-
lengd hjá B- og C-flokki var nokkr
um hliðum styttra, en að öðru
leyti sama braut.
Úrslit:
A-flokkur.
1. Bragi Hjartarson Þór 72,5 sek.
2. Kristinn Steinss. Þór 95,7 sek.
3. Otto Tulinius K.A. 98.2 sek.
B-fJokkur
1. Hörður Þorleifss., K.A. 65.8 sek.
2. Viðar Garðarss. K.A. 74,9 sek.
3ÁEggert Eggertss. Þór 97,9 sek.
C-flokkur
1. Þórarinn Jónsson Þór 61,1 sek.
2. eynir Brynjólfss. Þór 74,7 sek.
3. ’Sig Jakobsson K.A. 77,4 sek.
13-15 ára
1. Smári Sigurðss. K.A. 44,1 selc.
2. Ingimar Karlsson Þór 58,9 sek.
3. Guðm. Finnsson Þór 71,5 sek.
Drengir yngri en 13 ára
1. Ingvi Óðinsson K.A. 50,4 sek.
2. Árni Óðinsson K.A. 52,0 sek.
3. Jón Laxdal K,A. 54,4 sek>
V-estf jarða
SKIÐAMÓT Vestfjarða hófst um
síðustu helgi og var keppt í göngu
karla’, þrem flokkum. Færi var
þungt og brautin erfið.
Úrslií urðu þau, að Matthías
Sveinsson, Ármanni sigraði í 15
km. i flokki 20 ára og eldri á 68
mín. 22 sek., annar varð Gunnar
Pétursson, Ármanni á 68 mín. og
23 sek. og þriðji Sigurður Jóns-
son, Skíðafélaginu á 73 mín og 36
sek.
Sömu vegalengd gengu 17 til 19
ára piltar. Sigurvegari varð Krist-
ján Rafn Guðmundsson, Ármanni,
á 71 mín. ög 9 sek. 15 til 16 ára
gengu 10 km. og sigurvegari varð
Bragi Ólafsson, Ármanni á 48
mín; og 53 sek.
Um næstu helgi heldur mótið
áfram og verður keppt~í svigi og
stórsvigi. ísfirðingar hafa boðið
skíðamönnum úr öðrum landshlut-
um þátttöku i mótinu og er vonast
eftir þátttalcendum víða að.
WVWWWWWMWMWWV
merkurmeistari
Skíðameistaramót Dan-
merkur var nýlegra háð í
Danebu í Noregi. Sigurveg-
ari í 15 km. göngu var Græn
Iendingurinn Daniel Skifte
á 1 klst. og 7 sek. Hann sigr-
aði einnig í þessari grein
árið 1959. Annar varð Svend
Carlsen á 1 klst. 1 mín. og
25 sek.
MHMVMmHMMHMMMMWV
Fram
★ ÞAÐ má nú telja nokkurnveg-
inn öruggt, að sænska handknatt-
leiksliðið LUGI, sem samið hafði
við Knattspyrnufélagið FRAM Uoi
að koma hingað til lands nú í lok
marz, kemur ekki.
Forystumenn Fram eru að sjálf-
sögðu bæði leiðir og gramir út í
LUGI, að svíkja þannig gerða
samninga, og það svona á síðustu
stundu. Hannes Þ. Sigurðsson tjáði
Alþýðublaðinu í gærkvöld, að Fram
væri að reyna að fá annað sænskt
lið í staðinn, en ekki væri enn vit-
að. hvort af því gæti orðið. HSÍ,
HKRR og aðrir aðilar, sem sjá um
niðurröðun leikja að Hálogalandi,
hafa lofað að hliðra til, ef Fram
gæti íyrirvaralítið fengið lið og
raða þyrfti leikjum þess á þá daga,’
sem nú eru uppteknir í öðru skyni.
* í FYRRADAG lék St. Mirren
við Airdrie (úti) og tapaúi með
1:3.
21. marz 1962 -
rP
í i •
adVlJlú'jT