Alþýðublaðið - 21.03.1962, Síða 11
Eyðílagði hertoginn
rr tögu i/eii ka Bra sili íu í
HM í kn )at tspy rnu?
SAO PAULO, 20. marz
(NTB-AFP).
Knattspyrnukappleikur, sem
komið var á hér í tilefni heimsókn
ar Filipusar drottningarmanns til
Brasilíu, virðist ætla að eyði-
leggja möguleika Brazilíu í heims-
meistarakeppninni í júní.
Áður en hertoginn kom til Sao
Paulo lét hann í ljós þá ósk, að
hann langaði til að sjá hinn heims-
fræga Pelé í keppni. Þessvegna
var komið á leik milli Santos, fé,-
lags Pelé, og Palmeiras, næst-
bezta félags landsins.
Þessi leikur fór fram sl. sunnu-
dag. Daginn áður lék Palmeiras
Úrslitaleik í sérstakri knatt-
spyrnukeppni. Brazilísku knatt-
spyrnulögin banna félögum að
leika oftar en einu sinni á 72 klst.
og þessvegna mátti félagið ekki
leika gegn Santos lagalega séð.
Til þess að valda Filip nú ekki
vonbrigðum lék Palmeiras, en það
virðist ætla að hafa alvarlegar af-
leiðingar. Allir leikmenn Palmeir-
■as hafa nú verið dæmdir frá
keppni í tvo mánuði, þar sem þeir
brutu reglurnar.
Santos finnst þetta nokkuð
harkalega að farið og hefur neit-
að að Iáta leikmenn sína leika með
brasilíska landsliðinu. Þar sem
flestir leikmenn Santos eru í lands
liðinu, er ástandið vægast sagt al-
varlegt fyrir Brazilíu, þar sem
flestir höfðu reiknað með nokkuð
öruggum sigri liðsins í heims-
meistarakeppninni í júní.
Framh. af 4. siðu
líka hugsað sér að beina athygl
inni að sálarlífi drottningarinnar
þar sem „stórsenur" og slíkt
skyldi aðeins mynda bakgrunn og
gqra myndina sannsögulega Um
þetta sagði hann:
„Egypzkur stíll var á þessum
tíma bæði einfaldur og glæsileg
ur, og litir þeir, sem mest bar á
voru töfrandi — svart', gult,
grænt, purpuralitt — en næstum
ekkert rautt eða appelsínugult.
Alexandría var HVÍT borg, af
því að hún var grísk. Hugsið ykk
ur þá andstæður sem skapa mætti
á kvikmynd milli hins menningar
legá Egyþtalands og hinnar rudda
legu Kómar“.
Það mun sjást á sínum tíma í
bíó hverjar skoðanir hinir nýju
herrar hafa á þessari úthugsuðu
litaskoðun.
Fyrstu metrarnir af þessari —
vonandi endanlegu — útgáfu ,á
Kleópötru voru teknir í lok sept
ember 1961 ög vonazt er til, að
kvikmyndun verði lokið í sumar.
Mótleikarar Liz Taylor verða
Rex Harrison sem Cæsar og Ric
hard Burton sem Antonius
Þá skulu nefndir nokkrir aðrir
sem fram koma í myndinni. Pam
ela Brown er æðsti kvenprestur
inn, Carl Moeher er Ramos „hinn
hraustasti allra Egypta", Kenn-
eth Haig verður Brutus og Mic
hael Hordern leikur Cicero. Þetta
er að sjálfsögðu mjög stutt ágrip
af hlutverkaslcránni.
' Allar þær Todd-A-0 kvikmynda
vélar, sem til eru (sex talsins)
suða nú undir yfirstjórn Leon
•Shamroys og tónskáldið Alex
North er í óða önn að semja sigur
marsa og aðra stríðsmúsik sem
gera mun „Aida“ Verdis að hrein
um bapnaskap.
Atburðarrás - kvikmyndarinnar
— en hið endanlega handrit var
loks skrifað af stjórnandanum og
Ronald MacDougall — má telj-
ast þekkt fyrirfram , að nokkru
leyti frá Shakespeare og Shaw,
og að nokkru leyti frá Grimberg
og Kaj Munk.
í kvikmyndinni er fylgt þeirri
„tradisjón", að Kleópatra fremji
sjálfsmorð með því að láta eitur
slöngu bíta sig, og er sagt, að
allar eiturslöngur Rómar séu
grútfúlar út í þá gúmmíslöngu,
sem fær þetta verkefni. Að öðru
leyti vísast til stöðugra frétta í
blöðum.
Hannes á horninu.
Framhald af 2. síðu.
inn einu sinni, og allir vissu að
fyrstu togaravökulögin áttu að fara
að taka gildi, hélt skipstjórinn
ræðu af bruarvængnum. Hann var
ekki vanur því að halda ræður,
en nú lá mikið við. Hann sagði,
að líkindum yrði þetta síðasti túr
inn, því að nú væri verið að leggja
togaraútgerðina að velli með lög
festum vinnutíma. Og útgerðarmað
urinn kom vaðandi um borð og
hrópaði, að engar líkur væru til
annars en að við yrðum allir af-
skráðir — og það væri okkur sjálf
um að kenna. Það fór þó svo að
við fórum aftur út og útgerðin
hélt áfram eins og ekkert hefði
í skorizt. Enda kom það íljótt í
ljós, að aflinn varð ekki minni og
hann nýttist betur eftir að ein
hverjar takmarkanir höfðu verið
settar við ómannlegri þrælkuninni
SVONA VAR ÞAÐ ÞÁ. Þessu er
öðruvísi farið nú. Þá voru úrvals
menn á togurunum. Nú eru þeir
vægast sagt upp og ofan. Togara
útgerðin er á hausnum, ekki aðeins
[af mam'ý'eysi, heldur fyrst og
fremst af aflatregðu. Ég ræði ekki
útgerðarmál, hef lítið vit á þeim.
En nú þykjast útgerðarmenn því
aðeins geta haldið áfram rekstri
að sneytt sé af íogaravökulögunum
að sótt sé aftur í þá átt til þrælk
unarinnar. Það virðast þeir telja
einu björgunarvonina.
ÉG SEGI: Aldrei, aldrei framar!
Þeir, sem standa að þessari kröfu,
eru vægast sagt glámskyggnir —
Með kröfunni vekja þeir ótta, og
með óttanum koma þeir af stað
tortryggni, og, með tortryggninni,
harðari kröfur á öðrum sviðum —
Þeir hafa með þessari kröfu tendr
að hatursneista milli stétta, sem
hæglega getur orðið aff báli, en
það var sannarlega farið að dvína
Þegar menn heyra slíka kröfu,
-hugsa þeir sem svo: „Á hverju
geíur maöur ekkí átt von næst úr
þessari átt?“
HVAÐA ÁTT? ÉG SPYR. En ég
veit svarið. Að leyfa sér að nísta
járn þannig í hjarta sjómannabaf-
áttunnar frá upphafi, er hræðilegt
Það er örlagaríkur atburður, sem
áreiðanlega á eftir að drag^ dilk
á eftir sér. — Sjómennirnir segja:
Aldrei, aldrei framar. Heimili
þeirra taka undir það. Allir, sem
unna verkalýðnum á sjó og landi
þeirra umbóta, sem liann hefur
unnið sér til handa á liðnum ára-
tugum, taka einnig undir: Aldrei
aldrei framar.
Hanncs á horninu
Ódýr blóm Falleg blóm
Mikið úrval af pottablómum.
Einnig plastblóm, mjög ódýr.
Pottamold — Allskonar blómaáburður.
Blómsturpottar — Pottahlífar — Rósastilkar.
Blómlaukar.
Afskorin blóm í miklu úrvali.
ISirpröur
Laugaveg 59.
Alla konar karlminnifttiul
■r. — AfgTeiðnm fðt efth
máll eSa eftlr númert ml
■tattam fyrhnrara
Ultímci
Í BÓKABÚÐ
VESTURBÆJAR
fást allar íslenzkar bækur. Enn fremur fjölbreytt úrval
skólavörur. — Ritföng alls konar — Skrifborðsmöppur —
Gestabækur — Skjalatöskur, svo og s«ög fjölbreytt úrval
dúkkulísu- og litabóka. —. Þá fást þar dönsku vikublöðin.
— Tekið á móti föstum áskrifendum að þeim.
Vinsamlegast lítið inn og reynið viðskiptin.
BÓKABÚÐ VESTURBÆJAR
Dunhaga 23 — Sími 11992.
Gott verð.
Blómaskálinn v/-NýbýIaveg
Opið kl. 10-10.
Blóm og Grænmetismarkaðurinn
Laugavegi 63.
Góð þjónusta*
Marz bókin er komin út
TORFHILÐUR
ÞORSTE5NSDÓTTIR
HÓLM
DIÓÐSÖGUR
OG SAGNIR
færðar í letur af Torfhildi Hólm. — Dr. Finnur
mundsson landsbókavöröur sá um útgáfuna.
í þessu gagnmerka þjóðsagnasafni Torfhildar Hólm Ot
fjöldi sagna af öllu landinu, o. fl.
Safnaði Torfhildur sögnum þessum nokkru fyrir alda-
mót einkum eftir öldruðu fólki, er flutt hafði brott frá
íslandi til Vesturheims. — Allur þorri sagnanna birtist
nú í fyrsta sinn á prenti þótt meira en 80 ár séu liðin
síðan þær voru skráðar.
Verð kr. 195.00 en félagsménn AB fá 20% afslátt.
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ
Tilboð óskast
í nokkrar fólksbifreiðir, er verða til sýnis í Rauðarárportf
fimmtudaginn 22. þ. m. kl. 1—3.
Tilboðin verða opnuð sama dag í skrifstofu vorri kl. 5 síð-
degis.
Sölunefnd varnarliðseigna.
RÍKISJARÐIRNAR
Þjótandi, Villingaholtshreppi, Árnessýslu.
Miðdalskot, Laugardalshreppi, Árnessýslu.
Hátún, Skriðdalshreppi. S. Múlasýslu.
Svínafell, Hjaltastaðahreppi, N.-Múlasýslu.
Hjaltastaðir I. Hjaltastaðahreppi, N.-Múlasýslu.
Torfastaðir I og Torfastaðir II, Fljótshlíðarhreppi,
Rangárvallasýslu.
Hofakur, Hvammshreppi, Dalasýslu.
Nýrækt, Holtshreppi, Skagafjarðarsýslu og Selárdalir,
Ketildalahreppi, Barðastrandasýslu eru m. a. lausar til á-
búðar í næstu fardögum.
Upplýsingar gefa hreppstjórar i viðkomandi hreppum og
Jarðeignadeild ríkisins, Ingólfsstræti 5.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. marz 1962 fl£