Alþýðublaðið - 05.04.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.04.1962, Blaðsíða 7
 ið, að sólin upliti einnig okkar fína gluggatjaldaefni. Margs konar efni er á mark- aðinum, og í rauninni er það allt af happdrætti að kaupa. Vænleg ast er að gera ráð fyrir djúpum saum, því að efni kann að hlaupa í fyrsta þyotti. Áður en þið farið að kaupa gluggatjaldaefni, skrifið þið niður málið á glugganum Breiddin er jöfn lengd glugga- tjaldastangarinnar, lengdin er frá gluggatjaldastönginni niður á gluggakarm, ef gluggatjöldin eiga að vera stutt, — en 5 sm. lengra en niður á gólf írá gluggatjalda EINKUM FYRIR KVENFOLKIÐ á vinsældum að fagna hjá ýmsum Sagnfræðilega séð eru fylgjendur þessarar stefnu fornaldarlegir. því að þannig var það í fyrstunni Og það er í rauninni ekki svo afarlangt síðan gluggatjöldin komu til sögunnar. Hið „nakta“ herbergi þekktist á tímum raun- sæisins og barokstílsins. Enginn veit, hver kom fyrstur ur gluggatjöld til að drága fyrir giuggana, svo að hvorki sjáist út eða inn. Hvernig á að byrja, hvernig á að enda, og hvað á að velja? Fjöl breytni í gluggatjaldaefni leiðir af sér vanda þess, sem velja þarf. Það getur verið blátt áfram óþægi legt, að koma inn í gluggatjalda verzlun, þar sem allt er yfirfullt DANSKA blaðið Politiken gat fyr ir skömmu út sérstakt aukablað til- einkað konum, þar- sem gluggatjöld voru tekin til meðferðar. Glugga- tjöld eru einmitt á döfinni þessa dagana, því að innan tíðar hefjast vorhreingerningar, vormálun og vor kaup. í þessari grein sagði m. a.: Sumum geðjast að pífum og rykkingum,' aðrir kunna bezt víð að efnið fái að njóta sín. Sumir vilja hafa venjulega kappa, — aðrir trékappa, og enn aðrir hafa þá skoðun, að hvoru tveggja sé gamaldags og úrelt. Stefnurnar eru margar í glugga tjaldatízkunni, og þar er hver höndin upp á móti annarri. Þetta hefur þann kost, að hver og einn getur valið sér gluggatjöld að eigin vilja og sett þau upp eins og honum sýnist. En einhvern veginn getur gluggatjaldið gefið vegfaranda nokkra hugmynd um hvað inni er. Það er sérlega auðvelt þar, sem eru engin gluggatjöld en sú stefna fram með gluggatjöld. Glugga tjöldin komu smám saman fram á sjónarsviðið", ef þannig mætti að orði komast. Einhverjir fóru að hafa kappa yfir gluggunum, aðrir hengdu mjóar ræmur niður með gluggunum. Tímarnir hafa breytzt. Nú telja margir húsateiknarar æski- legt að hafa stóra glugga, og sum ir vilja jafnvel láta glugga koma i stað heilla veggja. Þessi stefna leiðir til þess, að gluggatjöldin eru ómissandi. Við þurfum gluggatjöld til þess að draga fyrir á daginn til þess, að ekki sjáist inn. Þessi gluggatjöld þurfa þó að vera nógu fíngerð, svo við sjáum veröldina en í gegn um íínt slör. Þegar dimmir þurfum við önn af ýmis konar efnum og mynztr um. Það er því heillavænlegra að ákveða, áður en lagt er af stað í verzlunarleiðangurinn, hvers konar gluggatjöld er bezt að kaupa, áætla hvaða mynztur fer bezt við litina og húsgögnin í herberginu og hvers konar efni yrði heppilegast. Ef við vitum ekki, hvað við viljum, er vissast að kaupa lítið áberandi efní. Lakaléreft getur vel komið til greina sem glugga tjaldaefni , en á markaðinum eru margs konar og marglit glugga- tjaldaefni, svo að úr nógu er að velja. Gera má ráð fyrir, að lit irnir haldi sér nokkurn veginn, þegar efnið er selt sem glugga tjaldaefni, en um önnur efni er aldrei að vita. Svo getur vel ver stöng, ef gluggatjöldin eiga að vera síð. Það er skynsamlegast að ætla 15 sm..í sauma og það er einnig skynsamlegt, að haía sauminn jafn breiðan að ofan og neðan svo snúa megi gluggatjöld unum við, — ef í harðbakkann slær. VIÐ minntuinst á það um daginn, að hárbönd eru tízka vorsins og sumarsins. Hér eru tvær myndir, sem sýna það. Hárböndin eru jafnt not uð við sítt og stutt hár og í ýmsum afbrigðum, þ. e. slétt, með blómum eða slauf- um og mismunandi breið.Það er mjög þægilegt að nota hárband, — en verst er, að þau fást ekki enn hér í verzl- unum og heimatilbúin bönd eru ekki aíveg eins góð. HEYRT EÐA (OG) SÉÐ .NEYÐIN kennir naktri |:onu að spinna" segir máltækið. Sumar konur hafa þykkara og óstýri- látara hár en gert er ráð fyrir í bókum, og þeim er þá nauðugur einn kostur að reyna að finna eitt- hvað ráð, þegar stuttur tími er til stefnu og hár greiðslukona ekki á næstu grösum. — Ef hárið er tiltölu lega hreint er málið ekki svo afskaplega erfitt við fangs. Þá er um nokkrar leiðir að velja. Ilver og ein verður að prófa sig áfram í þessu máli, — og uppgötva þannig, hvað bezt hæfir hennar eigin hári. Það, sem bezt er ’fyrir mxg, er kámiski ekki bezt fyrir þig og öfugt. En þetta má reyna: 1. VEFJIÐ HÁRID ÞURRT UPP Á RÚLLUR FARIÐ YFIR GUFU með hárið í nokkrar mínútur, notið handklæði til þess, að einangra gufuna þann ig, að hún farl á hárið en ekki út í loftið. Þegar þið takið úr rúllunum síðar er hárið þurrt og lið að. Ef þið hafið lengri tíma, getið þið farið með hárið yfir gufu, Iátið þorna svolitla stund, farið aftur með hárið yfir gufu og látið þorna. Þá eru meiri líkindi til þess að hárið verði gott. 2. EF ÞIÐ EIGIÐ HÁR LAKK, — sem er nauð synlegt að eiga,— getið þið reynt að sprauta yfir hárið með lakkinu, vefja það upp á rúllur og sprauta aftur vel yfir það með lakkinu. Látið þorna takið úr rúllunum að góðri stund liðinni og sprautið enn yfir hárið með lakkinu, þegar búið er að greiða úr. Þettagera sumar með góðum ár angri, en til þess, að ár angurinn af þessu verði góður, þarf hárið að vera sérlega mjúkt og þjált. 3. ENN ER UNNT AÐ VEFJA HÁRIÐ ÞURRT UPP Á RÚLLUR OG VEFJA SÍÐAN BLAUTU HEITU IIANDKLÆÐI FAST UTAN UM RÚLL URNAR. Látið handklæð ið vera þannig um háríð svolitla stund, en látið síðan þorna. Enn betra er að nota barnableyju en handklæði, en það eru ekki alls staðar smá börn. EF ÞIÐ EIGIÐ HÁR- ÞURRKÚ, — er mikill vandi leystur. Þá þurrkið þið hárið með henni eft ir gufuna, bleyja — (eða handklæði) steinkun ina eða hárlakkið. Heiti Ioftstraumurinn í þurrk- unni gerir kraftaverk, þótt ekki vinnist tími til að halda á þurrkunni nema stutta stund. 4. Loks kemur rúsínan í pylsuendanum, en það er bezta ráðið! ÞAÐ ER AÐ SETJA RÚLLURN- AR OFAN í HEITT VATN, — einfaldast er að láta þær liggja í heita vatninu I baðvaskanum og setja þær síðan í þurrt hárið. Ef handþurrka er við hendina kemur hún nú í góðar þarfir til að blása hárið, sem þornar fljótt, — en ef til vill nægir þeim, sem hafa meðal hár að láta loftið sjálft þurrka hárið. Þetta má einnig gera þegar þarf að láta í hárið á kvöhlin, en ekki á að þvo hárið. Tvennt er athugandi: Vatnið, sem rúllurnar eru látnar í þarf að vera S s vel HEITT, ef hárið á að þorna fljótt og Iiðast vel Handklæðið eða bleyjuna þarf að vinda uþp úr HEITU vatni, ef það á að duga vel, og loft straumurinn í þurrkunni þarf að vera HÉITUR, ef hárið á að þorna fljótt. Síðasta ráðið hefur reynzt mér bczt, og þegar við athugum málið liggur í augum uppi hvers vegna Heilu, votu rúllurnar gera hárið dcigt og þá helzt og fremst broddana sem næstir þeim eru, — það eru einmitt broddarn ir, sem bezt þurfa að taka við. EF HÁRIÐ ER Ó- HREINT VANDAST MÁLIÐ. Yfirleitt borgar sig að þvo það, því að hreint hár er alla jafna skárra en óhreint, hvern ig svo sem l’árgreiðsian er. Þá er helzta ráðið, að þvo hárið hið skjótasta og réyna að þurrk b með einhverjum ráðum, — og SKRÁÞURRKA ÞAÐ! Svo beitum við jþeirþi aðferð, sem við með reynzlunni höfum komizt að, að hæfir hári okkar bezt. .. i : v■; "s 1 ALÞYÐUBLAÐI9 - 5. apríl 1962 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.