Alþýðublaðið - 05.04.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 05.04.1962, Blaðsíða 15
Bróðir Carole Stuart kom 1 heimsókn seinna um daginn en okkur tókst að fá hann til að dveljast um stund því við vild um ckki að fréttirnar síuðust út. Svo kom hringingin frá Car- ole og Clark. Það var orðið op inbert Þau voru orðin hjón. Það var mikil hrifning og hlát- ur meðan þau töluðu fyrst við Bessie, svo við Stuart og loks við mig. Bessie var mjög hrifin þegar hún sagði: ,,Þá ertu búin að eignast tengdason mamma! „Þjónustufólkið var mjög hrif ið þegar ég sagði þéim frétt- irnar þó ég sé sannfaerð um að þau hafi vitað hvað var að ske. í Hollywood er keppnin svo mikil milli blaðamannanna að heppilegast er að allir fái sögurn ar samtímis. Otto hringdi nú til alira dagblaðanna og fréttastofn anna og sagði þeim hvað hefði skeð og bauð öllum blaðamönn- unum í heimsókn til Carole næsta morgun. Ungu hjónin komu heim um kvöldið. Carole hafði eldabusku sem hét Jessie. Snemma næsta morg uns hljóp Jessie út á náttkjóln um til að sækja morgunblaðið ög henni varð það á að loka sig óvart úti. Þar sem hana langaði Ckki til að ónáða brúðhjónin á- kvað hún að reyna að skríða inn um einn gluggann á neðri hæð inni. Hún komst hálfaleið ínn en svo stóð hún föst. Og þetta mætti augum mínum þegar ég kom skömmu scinna. Jessie stóð föst og stundi mátt leysislega, leggir hennar gengu upp og niður. Einhvern veginn tókst mér að opna og losa Jess ie — og hún komst inn fyrir dyrnar um leið og hópur blaða manna og ljósmyndara kom á vettvang. Við lögðum á borð í borðstof unni og bárum blaðamönnunum brauð, kaffi og kökur. Brátt birt ust Carole og Clark og létu hafa við sig viðtal og taka af sér myndir. Carole var í ,,brúðar- kjólnum" sínum, grárri flannels dragt og dopóttri blússu í grá- um skóm og sokkum, Clark var í dökk bláum fötum og með dökkblátt bindi. Þau ljómuðu bæði af hamingju. Clark flutti heim til Carole og daginn eftir varð hann aft- ur Rhett Butler. Og Carole hóf að leika í „Aðeins að nafninu til” ásamt Cary Grant fyrir RKO. Starfið gekk sinn vana- gang. Brúðkaupsferðin beið. Nú hófst vinnan við búgarð- inn. Hvenær sem Clark og Cor- ole höfðu tíma til fóru þau i heimsókn þangað til að skoða framfarirnar. Og við Carole fór um úr einni fornsölunni á aðra til að leyta að munum fyrir bú garðinn. Loks varð viðgerðunum og breytingunum lokið, húsið og öll útihúsin höfðu verið máluð hvít og hlerarnir og dyrnar dögg- grænar í stíl við Nýja Englands stílinn. Svo fór Carole að búa húsið húsgögnum og skreyta það. Hennar fyrsta og eina liug- mynd var að gera það að heim ili MANNS — þægilegu, hlýlegu, fallegu. Tom Dauglas, góður skreytingarmaður sá um sRteyt ingar innan húss fyrir hana, en Carole var mjög smekkleg og vissi nákvæmlega hvað það^var sem hún vildi og hvernig hún vildi fá það. Hún elskaði liti og kunni að nota þá. Áhrifin vjrðu eftir því. Clark lauk við „Á hverfand, hveli” í júní og við hofum flutn ingana. Við unnum eins og hest ar allan daginn og um kvöldið var þjónustufólkið of þreytt til að elda mat. Clark vildi að hringt yrði á The Brown Derby til að fá mat sendan heim eu þegar verið var að ræða þá hugmynd kom Bess ie í heimsókn hlaðin stórum skál um fullum af salati og pottum með heitum mat í. Rétt þegar við vorum að ljúka við að boi;ða leit Clark á Carole og sagði? „Heyrðu Ma ég vil að Jeanir hugs/ líka um mín mál. Hvað um það?“ „Neij“ sagði Carole. „Ég fann hana fyrst!“ „Svona nú ma, við skulum eiga hana saman" mótmæli Clark. Carole varð glettnisleg. „Það verður þér dýrt“, sagði hún. Hún vissi að Clark var íhaldssamur i peningamálum og hafði gaman af að stríða honum með því. Clark hlö: „Það víssi ég fyr- ir. Hvað mikið?“ „Helminginn”, sagði Carole og herpti saman augun. „Samþykkt!" sagði Clark. „Jeahie nú á ég þig hálfa!“ Ég var of þreytt til að koma upp orði. Þegar við fórum leit Carole yf ir húsið og sagði: Jfeja gamli Kóngsi, þá hef urðu fengið höllina". 2. Þegar Clark fæddist 1. febrú ar 1901 bjúggu Gable hjónin í bprginni Cadiz. Clark kom i heiminn klukk- an hálf sex að morgni þessa kalda febrúardags en það var ekki fyrr en 10. júní, sem móð ir hans Adeline Cable lét skrá- setja fæðingu hans undir nafn- inu Clark Gable. Vegna mistaka skrifarans var hann skráður „kyenkyns". Þetta olli William Gable föður hans miklum áhyggj um. „Þeir hefðu vitað að hann var drengur ef þeir hefðu séð hann“, sagði hann síðar. „Hann var tæp ar tuttugu og tvær merkur fædd ur og ekkert nema lappirnar og eyrun“. Adeline lagleg viðkvæm kona var mjög , lasburða og vinkona hennar frú Reese hugsaði að miklu leyti um heimilið og barn ið fyrir hana og þegar Clark var sjö mánaða lézt hún að heimili foreldra sinna í Meadville. Afi og amma Clarks hugsuðu því um uppeldi hans en faðir hans hélt áfram sinni olíuleit. Eftir eitt eða tvö ár settist hann að í Hopedale og bjó hjá Dun- lap hjónunum. Ðundlap hjónin voru vel stæð. Þau áttu tvo syni og tvær dæt- ur. Jennie, eldri dóttirin var grönn og snotir kona og álit in piparmey fjöldskyldunnar. En 1906 giftist Bill faðir Clarks Jeannie og þau settust að í Hopedal og Bill sótti son sinn til afa hans og ömmu. „Beztu dagar æsku minnar voru hjá stjúpu minni“ sagði Clark síðar. „Hún var elskuleg og viðkvæm kona og ein bezta manneskja sem ég hef kynnst. Þegar Clark óx úr grasi var hann undir umsjá stjúpmóður sinnar því faðir hans var al(Jrei heima nema um helgar. Jennie var sú fyrsta af öllum þeim kon um sem höfðu áhrif á líf Clarks. Hún sá um að hann fengi allt sem hann þarfnaðist og hann átti t. d. fyrsta reiðhjól borgarinnar. Meðal beztu vina Clai'ks var Tommy Lewis sem átti rauð- hærða systur Thélmu, sem var þekkt sem „fegursta stúlka borg arinnar", „Clark var ekki sérlega lag Æ lsaga CLARK GABLE \ eftir Jeait Carceau , legur“, segir Thelma. „Hann var með alltof stór eyru“. „Hann var latur að læra. Hann nenntl aldrei að læra heima og ég varð að leyfa hon um að skrifa upp eftir mér Alge- bruna og Latínuna. En hann var góður í réttritun". Gagnfræðiskólanemar léku ár lega leikrit og sá sjálf um upp setningu og leiktjöld. Fyrsta hlutverk Clarks var því í t,Heim koma Kitty“ þar sem Thelma lék Kitty. Clark lék einnig á horn í skóla hljómsveitinni og Thelma reyndi að kenna honum að spila á pianó en það mistókst. „Clark söng vel“, segir Telma. „Jeannie spilaði oft und ir þegar við sungum tvísöng“. Clark var slánalegur og lærði aldrei að dansa vel. En hann var vinsæll þó feiminn væri og hon um var oft boðið út. „Það þótti öllum gott að koma heim til Clarks", segir Thelma enn. „Jeannie var mjög góður kokkur og við skemmtum okkur alltaf vel þar“. Á sumrin fór Clark til afa síns og ömmu og þar kynntist hann sveitalífinu og lærði að hugsa um hestana og vinna hey verkin. Þegar Clark var fimmtán ára varð Jeannie heilsulaus og hún fékk föður Clarks til að hætta við olíuleitina og setjast að á búgarði í norðaustur Ohio. Nú varð Clark venjulegur sveitapiltur og hóf nám sitt í gagnfræðaskóla borgarinnar sem stóð þar rétt hjá. Það var mjög erfitt fyrir hann að venjast þessari breytingu, að eiga í einu að yfirgefa alla vini sína í litlu borginni Hopedale og setjast að á búgarði utan við borgarlíf og ganga í skóla í stórri borg þar sem hann þekkti engan. Hann var sex fet á hæð, 77 kíló að þyngdt feiminn og kloss aður og ekki vinsæll hjá kven þjóðinni. Hann hafði að vísu augu fyr lr fallegum stúlkum en hann var alltof feiminn til að bjóða þeim út. Hann var að vísu góður í- þóttamaður en í skólanum rétt skreið hann í öllum grein um nema stafsetningu þar fékk ! hann alltaf einkunnina „frá- ( bært“. - 1 Búgarðar í Ohio voru ekkl reknir á visindalegan liátt í þá . daga. i Vinnan var erfið og mikil og Clark hataði þetta líf. Hann varS • fyrir slysi og viðræður hans viS ■ gamla lækninn sem stundaði hann urðu til þess að hann ákvað i að gerast læknir. ,i Og þar með hófst hans fyrsta ’• deila við • föður sinn. Glable eldri áleiL að sterkur og hraust ur maður ætti að vinna með höndunum. Ef Clark vildi ekki verða bóndi gat hann farið í olíu leit. Þeir rifust ákaft og Gable eldri settti fram úrslitakosti. Jeannie stóð með Clark. Ein hvern veginn tókst henni að fá eiginmam; sinn til að ganga að kostum Clarks. „Ef hún hefði ekki hjálpað mér væri ég enn bóndi í Ohio“, sagði Clark mörgum árum síð- ar. Clark átti að vinna fyrir sér með skólanum því -peningar voru af skornum skammti og • hann endaði sem næturvörður I stórri gúmmíverksmiðju. Eittt kvöldið sat hanp á veit ingahúsi við hliðina á tveim leik urum sem voru að leika í „Pá- fugiinum“ 'Hann starði á þá yf ir sig hrifinn og þeir buðu hon um á leiksýninguna. Og þar með fékk Clark sýk ilinn og eftir þetta hætti hann að stunda skólanámið, hékk i ' leikhúsinu á hverju kvöldi og sagði upp stöðu sinni sem næt urvörður þcgar hann fékk vinnu . við að kalla á leikarana áður en þeir áttu að koma inn á svið- ið. Hann fékk ekkert kaup, en auk þess að kalla á leikarana og sendast varð hann og gera annað það sem hann var álit- j inn fær um. „Það kom aldrei fyrir að mitti < fólk kæmi öf seint inn á svið- ið“, sagði Clark seinna, „jafn- vel þó ég þyrfti sjálfur að festa á þau tölur og það þurfti ég oft að gera”. Hann svaf í leikhúsinu, bað- aði sig þar, notaði drykkjupen- inga þát sem honum voru gefn ir til að borða fyrir og svalt CLARK CABLE, hinn ókrýndi konungur Hollywood. Hér stendur hann á tindi frægSar sinnar. Hann lék Red Butier í „Á hverfandi hveli“. Leslei Howard, bezki kvikmyndaleikarinn heimsfrægi, lék líka í þessari mynd. Skömmu seinna hófst heimsstyrjöldin, og flug vélin, sem Howard var í, var skotin niður. Clark átti eftir að verða þátttakandi í þessari styrjöld, fyrst sem óbreyttur dáti og síðan sem liðsforingi í bandaríska flughernum. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. apríl 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.