Alþýðublaðið - 19.04.1962, Blaðsíða 8
(
EINS og kunnugt er af
fréttum, fór íslenzkur flugum-
ferðarstjóri, Jóhann Guð-
mundsson, til Ðahahran-
flugvallar í Saudi-Arabíu,
en þangað var hann ráðinn
af Alþjóðaflugmálastofnun-
inni. Jóhann mun dveljast
þar í eitt ár og leiðbeina
innfæddum við flugstjórn.
Áður en Jóhann fór,' var
það ákveðið, að hann sendi
blaðinu smápistla af og til,
og hafa okkur nú þegar bor-
izt tvö bréf. Jóhann fór héð-
an skömmu fyrir síðustu
mánaðamót, og er fyrra bréf
ið dagsett í Beirut 30. marz
og fer það hér á eftir:
Tímarnir, sem við lifum á
eru furðulegir. Það er hálf-
erfitt að gera sér grein fyr-
Tvo unga drengi sá ég nið-
ur við ströndina, hjá lóni,
sem þar hafði myndazt. Þar
köfuðu þeir eftir smápen-
ingum, sem fólkið kastaði í
lónið.
Hér aka um leigubílar, og
í aftursætunum sitja stúlkur,
sem bjóða blíðu sína. Eg er
er sannfærður um að Kjar-
val notar ekki eins marga
liti í myndir sínar, og þess-
ar stúlkur klína á andlit sitt.
Eg hef lítið orðið var við
flugur og önnur skorkvikindi
og er ég feginn, því menn
ganga hér örna sinna nær
hvar sem er, ótruflaðir af
þeim, sem framhjá fara.
Dahahran, 1. apr. ’62.
Ótal margt hefur skeð
síðan ég skrifaði síðast. Bei-
rut er nú orðin minning, sem
mig undrar að ég skyldi
verða hissa á að sjá, þegar
einn dagur hér í Dahahran er
að baki.
Ýmislegt frétti ég þó um
Beirut sem þið hefðuð kann-
ski gaman af að heyra. T. d.
eru 40 þúsund íbúðir til leigu
þar, enda eru byggingar-
framkvæmdir stórkostlegar
og húsin sem upp rísa alveg
ótrúlega stór. Hótelin eru ó-
trúleg að stærð — skrauti og
íburði. En í gangstéttunum
fyrir framan þau ganga Ar-
abar með poka, potta og
1 milljón doliara og fara
með 3 milljónir sterlings-
punda út úr því. Ekkert eftir
lit er haft með gjaldeyri, var
mér sagt, enda eru appelsín-
ur og epli aðalútflutnings-
varningurinn og á sviði verzl
unar á landið raunverulega
ekki tilverurétt, en olíukóng-
ar, sheikar og furstar koma
með ógrynni af fé inn í land
ið og festa það í byggingum
og öðrum framkvæmdum.
í Libanon eru fleiri kristn
ir menn en múhameðstrúar
og er það eina Arabalandið,
sem þannig hagar til um. Eg
gekk fram hjá hofi og þar
lágu menn á bæn, börðu höf-
uð sín og ákölluðu Allah, á
svæðinu fyrir framan hofið
Hvað fram fór inni veit ég'
ekki, en einkennilegt þótti
mér, að þessir tilbiðjendur
Allah voru mjög fátæklega til
fara og illa hirtir.
Jæja, ég lagði upp frá Bei-
rut í gærkvöldi með Comet-
þotu. Var mikið kapp lagt á
að ég kæmist til Dahahran í
dag, og fékk ég undirskrift
í arabiska sendiráðinu *í gær
eftir 3 tíma bið. Síðan átti ég
að lenda í Bahrain, vera þar
á hóteli í nótt og taka fyrstu
flugferð í dag til Daliahran.
Það er eins og að koma inn
i bökunarofn að koma út úr
flugvélinni í um 27 til 28 st.
hita, og þó var kl. um 23.30
að nóttu til. Eg'fór fyrst í
heilsugæzluna og þar var
allt í lagi með mig. Síðan
vegabréfseftirlitið og þá fór
að kárna gamanið. Samein-
uðu Þjóða vegabréfið mitt
var ekki stórt númer hjá
þeim fuglum. Það var tekið
af mér og ég settur í stofu-
fangelsi. Það var ekki „Visa“
í SÞ-vegabréf og ég réttlaus
með öllu. Úti var brennandi
hiti, en í herberginu, sem ég
var settur í var loftkæling og
allt of kalt í því. Þannig að
ég hálf skalf af kulda. Mátti
ég hýrast þarna til kl. 8 í
morgun, en þá fékk ég vega-
bréfið og farmiðann minn
aftur.
Kom ég svo til Dahaharan
um kl. 9 í morgun og það
er ekki hægt að lýsa því, --
hvernig hlutirnir eru hér, —
svo nokkurt vit sé í. Eg vildi
að þið væruð komin sjálf. Eg
skal samt sjá til í næsta brófi
ir því, að í fyrradag fór ég
frá Reykjavík, — í gær
borðaði ég kjúklinga, nauta-
kjöt, vsínakjöt og allt það
bezta, sem PAA hefur að
bjóða upp á meðan flugvél-
in sveif fram hjá gráhvítum
fjöllum Júgóslavíu, en í dag
hefi ég spókað mig á götum
Beirut.
Hér er 25 stiga hiti, sól-
skin og allt er svo undarlega
ólíkt því, sem ég er vanur.
Hér taka menn lífinu með
ró. USAF-flugvél á að fara
til Dahahran 31. marz. Ég þarf
að fá áritun í Saudi-Arab-
iska sendiráðinu, og þar sem
þeir hafa ekki flugumferðar-
stjóra til þess að taka við
rekstri vallarins, er það í
þeirra þágu, að ég komizt
þangað sem fyrst.
— En bíðum við! Sendi-
ráðið er aðeins opið til há-
degis í dag, og þegar ég
kom klukkan 11,. var mér
vísað f>-á. Koma aftur á
morgun, takk. Múhameðs-
trúarmenn halda föstudaginn
heilagan, og þrátt fyrir í-
trekaðar tilraunir bifreiða-
stjóra míns, sem er í Líban-
ska hernum, þá var okkur
báðum vísað út eftir mikið
handapat, hávaða og læti.
Eg geri fastlega ráð fyrir
því, að bíll með bilaða
flautu sé alls ekki hreyfður
hér í bæ. Þvílíkt píp. Bif-
reiðastjórinn minn flautaði
svo hressilega, að ég er með
hellu fyrir eyrunum. Fyrir
horn, á horni, eftir horn, og
svo er ekið eins og lífið liggi
við.
Eg gleymdi óðan að segja
frá því, að Arabíska sendi-
ráðið er alveg eins og mað-
ur hugsaði sér að húsin væru,
þegar maður las sögurnar í
1001 nótt. Stór og fagur garð
ur með litlum húsum hér og
þar og sjálft sendiráðið er
gríðarstór bygging og eftir
því falleg.
Trén eru allaufguð — og
pálmarnir niður við strönd-
ina eru undurfallegir.
Það er furðuleg sjón að
sjá Arabana í þessum víðu
buxum sínum. Konurnar
ganga með þungar byrðar á
höfði. Gamlar konur og
börn betla, — No papa„ no
mama sagði ein lítil stúlka,
við mig. Hún var svo tötrum
klædd, að það var auðséð, að
búningur hennar hafði hrein-
lega verið búinn til, svo hún
yrði sem aumkvunarverðust.
Andlit hennar var töfrandi
fagurt og það var ekki ofmik-
ið að gefa henni 10 cent fyr-
ir leikinn.
kirnur á bakinu, í einu orði
sagt, ótrúlegt að sjá hvernig
gamli og nýi_ tíminn eins og
neita að viðurkenna tilveru
hvers annars. Þarna mátt þú
koma með inn í landið með
ÞEIR í Hollywood kunna að
græða peninga og jafnframt
að leika á almenning og trú-
girni hans. í anddyri kvik-
myndahúss þar í borg er svo-
kallaður óskabrunnur — og
menn kasta smápening niður
í hann og segja um leið sína
heitustu ósk, og eigendur
hússins ábyrgjast uppfyllingu
óskarinnar, sé rétt að farið.
hvort með tekst nokkuð (il
með það. Hiti í dag er 32 st.
Kveð svo með þessum orðum
úr Biblíunni, Orðskv. 3.5 vers,
„Treystu á Jahve af öllu
hjarta, en reiddu þig ekki á
eigið hyggjuvit”. Jóhann.
Margar ágætar óskir hafa
verið bornar fram við brunn-
inn og ýmsar furðulegar, en
engin er þó skritnari en sú,
sem ákveðinn maður heyrðist
tauta um leið og hann kastaði
pening sínum í brunninn á út-
leið. Hann sagði: Ég vildi
óska, að ég hefði aldrei séð
þessa mynd”.
Óskadraumur
§ 19. apríl 1962 - ALÞÝÐUBIAÐIÐ